Dagblaðið - 23.07.1976, Side 7

Dagblaðið - 23.07.1976, Side 7
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULl 1976. 7 Mikil vonbrigði vísindamanna: Gröfuarmur ferjunnar bilaður Könnunin á því, hvort lifræn efni finnast á yfirborði plánet- unnar Mars er verulega í hættu, eftir að þriggja metra langur armur á geimferju Víkings 1. skemmdist, er verið var að nota hann í fyrsta sinn Bilunarinnar varð vart, er armurinn var lengdur um 10 sm, og þá átti málmhlíf, er verndaði sjálfa grafkló armsins að falla af. Vísindamenn höfðu farið í gegnum 13 atriði af 17 sem arminum var ætlað að fram- kvæma, áður hægt væri að hefja notkun hans. Er láta átti hann draga sig saman um tvo senti- metra eftir að hafa hent af sér málmhlífinni, stöðvaðist armur- inn og kom sér ekki fyrir í ferj- unni, eins og ráð var gert fyrir. Að vonum eru vísindamenn ákaflega vonsviknir vegna þessa en vonir standa þó til, að hægt verði að lagfæra bilunina. Er allt unnið fyrir gýg? Gröfu- armurinn er biiaður og vísinda- menn fá því ekki tækifæri til þess að kanna vfirborð þessa lands- lags. Olympíuleikar: BLAÐAMENN JAFN- MARGIR ÍÞRÓTTA- MÖNNUM Á LEIKUNUM Það eru nokkurn veginn jafn- margir blaða- og fréttamenn við- staddir Olympíuleikana og iþróttamennirnir eru. Talsmaður Olympíunefndarinnar sagði í gær, að hann hefði gefið út 8.200 blaða- mannaskírteini síðan leikarnir hófust. Um 8.300 íþróttamenn búa nú í Olympíuþorpinu. sem hýsti um 10.000 manns áður en íþróttamenn frá Afríku héldu heimleiðis. Honduras/El Salvador: ENN ER HEITTI KOLUNUM Yfirvöld í Honduras hafa ákært herlið E1 Salvador, fyrir að hafa ráðizt á landamærastöðvar með stórskotahríð nú um helgina. Segir í tilkynningu frá her- stjórn Honduras, að herlið E1 Salvador hafi gert þrjár árásir og í einni hefði einn hermaður frá HonduraS særzt illa. Arásir þessar eru sagðar ,,enn eitt brotið" á samningum, sem gerðir voru milli ríkjanna árið 1970, er komið var á fót öryggis- svæði á landamærunum. Mið-Ameríkuríkin tvö áttu í ktyrjöld árið 1969 sem brast á eftir óeirðir sem urðu eftir lands- leik í knattspyrnu milli landanna tveggja. Bandaríkin: Dauðadœmdir fá gálgafrest Einn dómaranna níu við hæstarétt Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að öllum aftökum í landinu verði frestað, þar tii endanlega hefur verið ákveðið, hvort rétturinn muni endur- skoða afstöðu sína til dauða- dóma. Þar eð hæstiréttur kemur ekki saman fyrr en 27. septem- ber vinnst smá gálgafrestur fyrir þá 300 dauðadæmdu fanga, sem nú dveljast á ,.dauðadeildum“ víðs vegar um landið. Rétturinn leggur það samt yfirleitt ekki i vana sinn að endurskoða þann úrskurð, sem hann hefur einu sinni kveðið upp, og ekkert útlit er fyrir að hann geri það nú fremur en áður. Rétturinn úrskurðaði 2. júlí sl. að dauðadómur væri rétt- lætanlegur fyrir morð og í sam- ræmi við stjórnarskrána í mjög grófum tilvikum. Þó bannaði hann notkun dauðadóma, sem reglu fyrir framið morð. Þessi úrskurður bjargaði lffi um 300 manna og kvenna, en um 300 bíða enn aftöku. Olympíuleikar: RIFIZT UM GULL Eins og komið hefur fram í fréttum neituðu fjöldamörg Afríkurikja að taka þátt í leik- unum til þess að mótmæla keppnisferðalagi knattspyrnu- liðs frá Nýja Sjálandi um S- Afriku. Hefur þetta m.a. bitnað á spretthlauparanum James Gilkes, frá Gíneu sem nú hefur verið neitað um að keppa á leik- unum á sínum eigin vegum. Keppendum frá S-Afríku hefur verið bönnuð þátttaka í alþjóð- legum keppnum yfirleitt, vegna stefnu ríkisstjórnar landsins í kynþáttamálum. Hafði fulltrúum þess lands lengi verið bannað að keppa erlendis, nema í einstaklings- keppnum. Nýjar deilur hafa nú orðið á Olympíuleikunum í Montreal, eftir að Bandaríkjamenn hafa krafizt þess að fá tvenn gull- verðlaun fyrir eina keppnis- grein og Sovétmenn hafa verið sakaðir um óíþróttamannslega framkomu, er þeir reyndu að sleppa við þátttöku í sundknatt- leik. Bretar skera útgjöld til hermála niður um 32 milljarða Brezka stjórnin tilkynnti í gær, að dregið yrði úr opinberum gjöldum fjárlagaársins 1977 um einn milljarð sterlingspunda (327 milljarðar og 600 milljónir ísl. króna.) Fjárlagaárið tekur gildi í apríl næstkomandi. Denis Healey fjármálaráðherra hefur skýrt frá þvf, að sparnað- urinn bitni hvað helzt á varnar- málum, menntun, heilsugæzlu, og almennum útgjöldum svo sem til vegalagna, viðhalds húsa og þjóð- nýtts iðnaðar. Stærsti liðurinn í sparnaðar- áformum ríkisstjórnarinnar er hermálin. Þar á að draga saman seglin um 100 milljón sterlings- pund, eða 32 milljarða og 760 milljónir islenzkra króna. Þá ákvað stjórnin að hætta að styðja erlend ríki efnahagslega. Nánar var fjallar um efnahags- vandræði Breta í erlendri grein i Dagblaðinu í gær. Hóteí Lnugnr S-Þing Gisting og matur. Góð sundlaug. Stutt til Mývatns, Húsavíkur og Akureyrar. Sími 96-43120. Ítalía: r IITURGASILOSAÐ UR EFNAVERKSMIÐJU Lögreglan á Italíu handtók í gær eiganda efnaverksmiðju og aðalverkfræðinginn hans, eftir að það kom í ljós að þeir höfðu hleypt eiturgasi út úr verksmiðju sinni. Alls munu 34, þar á meðal mörg börn hafa veikzt og lent í sjúkrahúsi vegna þessa eiturgass. Gasið er talið vera í ætt við þá tegund, sem notuð var með til- ætluoum árangri í Víetnam á sínum tíma. Því var hleypt út fyrir um 11 dögum, en þá veitti enginn því eftirtekt. Það var ekki fyrr en nokkur börn fengu kvalir í lifur og húðbruna, að farið var að kanna málið nákvæmlega. Athyglin beindist fljótt að efna- verksmiðjunni. Að sögn lögreglunnar er eitur- gasið enn yfir um þriggja kiló- metra svæði kringum verk- sntiðjuna, sem er í smábæ skammt frá Mílanó.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.