Dagblaðið - 23.07.1976, Qupperneq 11
DACBIiAÐlU KÖSTUUACUR 23. JÚLÍ 1976.
fjölbýlishúsi, þar sem brunnu
inni 11 börn.
Þeir, sem efgst um réttmæti
{!*»«>.• nö Ivsa vfir neyðarástandi,
benda á að eftir að byssulögin
svonefndu voru sett árið 1974,
ríkti svipuð ládeyða. Þá voru
allir, sem áttu þátt í glæpum,
frömdum með byssum, dæmdir
í lífstíðar fangelsi. Nú er því
beint að forsætisráðherra
Jamaica, Michael Manley, hvað
hann muni taka til bragðs er
næsti vandi steðjar að.
Mikil minnkun á
ferðamannastraumi
Áhrif herlaganna á straum
ferðamanna til eyjarinnar,
hljóta að hafa verið stjórn-
völdum ljós. En samt voru þau
látin ganga í gildi. enda þótt
Jamaica, sem á eru um tvær
milljónir íbúa, hafi drjúgar
tekjur af ferðamönnum.
Afleiðingin er því rú að efna-
hagurinn, sem var fremur
slæmur fyrir, versnar nú
stórum.
Það er kaldhæðnislegt að
segja frá þvl, að ferðamenn
hafa aldrei verið öruggari um
sig á Jamaica en einmitt núna.
En það að hafa hermenn hang-
andi yfir sér sýkn’ og heilagt
freistar fárra.
Strax eftir að lýst hafði verið
yfir neyðarástandi og að herlög
væru gengin i gildi, flykktust
bandarískir ferðamenn til
sendiráðs Bandaríkjanna í
Kingston og báðu um aðstoð við
að komast heim. Skrifstofur
flugfélagsins Air Jamaica
fengu hundruð afpantanir
þegar nokkrum klukkutímum
eftir að neyðarástandinu hafði
verið lýst yfir. Talsmaður
ferðaskrifstofu Jamaica í New
York segir að 11.2% minnkun
hafi orðið á straumi ferðafólk.
Aftur á móti hafa eyjarskeggj-
ar fengið nokkrar bætur vegna
ástandsins. Glæpum á eyjunni
hefur fækkað um helming.
Áður voru þeir að meðaltali 101
á viku, en nú eru þeir 50.
Stjórnin er þó fremur völt
vegna aðgerða sinna.
Kosningar, sem fara fram í
marz næstkomandi munu skýra
hvað bezt, hvað Jamaicabúum
finnst um aðgerðirnar.
Stjórnarandstaðan
múlbundin
Búizt er við harðri baráttu 1
þessum kosningum. Leiðandi
stjórnmálaflokkar á Jamaica
eru tveir, Þjóðernisflokkurinn,
sem er nú við völd og Verka-
mannaflokkur Jamaica (JLP)
sem er allsráðandi 1 fátækra-
hverfum Kingston. Formaður
JLP var að hefja kosningabar-
áttu sína, er neyðarástandinu
var lýst yfir. Meðan þau eru í
gildi má ekkert ljótt segja um
stjórnina og auk þess eru 24
fyrirmenn i Verkamanna-
flokknum í fangelsi um þessar
mundir. Frá því sjónarhorni
séð liggur stjórninni ekkert á
að aflétta ástandinu.
Reyndar hefur stjórnin sagt,
að jafnt gangi yfir báða, því að
16 af mönnum Þjóðernisflokks-
ins séu í fangelsi. Það hefur
hins vegar lítið að segja fyrir
JLP, sem má ekki einu sinni
gagnrýna aðgerðir stjórnvalda
Manley forsætisráðherra hefur
gjörsamlega heitað beiðni um
að fresta kosningunum, sem
honum er þó heimilt ef neyðar-
ástandið verður framlengt.
Sérfræðingar um stjórnmál
hafa bent á að forsætisráðherr-
anum sé heimilt að létta herlög-
unum samstundis og efna þegar
til almennra kosninga. Þannig
geti hann losnað við að heyja
kosningabaráttu við JLP, sem
er hálflamaður, þar eð fjöldi
frammámanna 1 flokknum
verði þá nýkominn úr fangelsi
og ekki búinn að átta sig á
ástandinu, er kosningarnar
dynja yfir.
Öfgamenn til hægri í Verka-
mannaflokknum telja að
stjórnin sé þegar að undirbúa
slíkar aðgerðir. Það muni síðan
hafa í för með sér innleiðingu
einsflokkskerfi 1 stjórnmálum
Jamaica og síðan valdatöku
kommúnista.
PUNKTAR UM LISTAHÁTÍÐ
Menningar-
mál
mörgu leyti ánægjulegur
viðburður og ber að þakka
Hrafni Gunnlaugssyni og
íslenskum listamönnum fyrir
að hafa bjargað því sem
bjargað varð eftir handvömm í
menntamálaráðuneyti og aðrar
tafir. Reyndar er ótrúlegt
hversu vel hátfðin tókst, ef
miðað er við að undirbúningur
gat vart hafist fyrr en rétt fyrir
áramót og stórir liðir eins og
t.d. „Comuna" frá Portúgal og
enski gítarsnillingurinn John
WilliamsbrugðusLEkki er samt
hægt að segja að framkvæmda-
stjórn hafi sýnt mikið hugar-
flug er hún bauð Williams og
Cleo Laine hingað I annað sinn.
Bæði eru stórkostlegir lista-
menn, en að bjóða þeim aftur
er óneitanlega fyrirhafnarlítil
lausn og veldur þvi að við
förum á mis við aðra snillinga
sem erindi eiga hingað.
Um myndlist
Hvað myndlistina snertir, er
ótrúlegt að Listasafn Islands
skuli bjóða hingað listamanni,
sem forsvarsmenn safnsins
viðurkenna í upphafi að þeir
viti ekkert um, og er það þá
eins og hvert annað glópalán að
sýningin var reglulegur
viðburður, þótt ýmislegt hafi
að henni verið. Heldur dauft
var yfir sýningu ,,Listiðnar“ í
Norræna húsinu og sýndi hún
hversu mikið við eigum ólært
um alls kyns hönnun,. Ég held
að sigurvegarar í myndlist á
Listahátfð hafi verið grafík-
sýningin og Dunganon, sem
hvor tveggja bjuggu að góðum
undirbúningi og sigruðust á
ýmsum húsnæðiserfiðleikum.
Samt sakna ég þess að svo til
ekkert var til sýnis af því sem
við getum nefnt „megin-
straumur" íslenskrar listar á
hátíðinni, fyrir erlenda gesti og
annað áhugafólk.
Enga slembilukku
Hvert sem inntak
hátíðarinnar verður . 1 fram-
tíðinni, þá held ég að nauð-
synlegt sé að framkvæmda-
stjóri sé í fullu starfi milli
hátíða, til þess að hann geti
...,og Dunganon.
kynnt sér af eigin raun það
markverðasta sem er að gerast í
listum erlendis, 1 stað þess að
reiða sig á slembilukku, áróður
voldugra umboðsmanna og upp-
sláttarbækur. Borgarstjóri
sagði í lokahófi Listahátíðar að
Höfða: „Undirbúningur undir
næstu hátíð verður að hefjast á
morgun.“ Vonandi fer fram-
kvæmdastjórnin að taka við sér
og draga ályktanir af fram-
gangi hátíðarinnar ’76.
Aðalsteinn Ingólfsson
Yfir Listahátíðina var í
sjónvarpssal gerð tilraun til að
ræða þýðingu hennar og
framkvæmd. Ekki tókust þær
umræður sem skyldi þrátt fyrir
góðan vilja allra og því vill
undirritaður fyrir sinn part
bæta um betur og ræða
hátíðina stuttlega.
Ég held að enginn þátt-
takenda í ofangreindum um-
ræðum hafi verið á móti
hátíðinni, en allir höfðu eigin
skoðanir á því hvernig hún
skyldi skipulögð, eins og eðli-
legt er. Fyrsta spurningin er þá
líklegast: hversvegna erum við
þá að þessum brambolti? Eg
held reyndar að jafnmargir
mundu fara að sjá og heyra
Benny Goodmann og Annelise
Rothenberger um hávetur.eins
og yfir Listahátíð. Ýmislegl er
til í þeirri skoðun margra að
Listahátíð skuli halda þriðja
hvert ár og atriðum skuli þá
dreift yfir nokkra mánuði.
Líkast til yrði minni hætta á því
að fólki yrði bumbult af allri
listinni með því móti. En
stofnunin „Listahátíð” hefur út
af fyrir sig nokkurt praktiskt
gildi, því fyrirtæki af því tagi
fær ýmsa yfirgreiðslu i sam:
bandi við skemmtikrafta og
aðra listamenn fram yfir ein-
stakling sem ætlar að skipu-
leggja skemmtanir.
Gildi menningar
En gildi hennar tel ég að
felist fyrst og fremst í því að
-hana má nota til þess að tefla
saman hinu besta í erlendri list
og blóma islenskrar listar, og
þannig skapast möguleikar á
þroskandi menningarvíxlun.
Við megum alls ekki missa
sjónar á því aó listirnar eru jú
ekki Tívolí, heldur æðsta út-
listun mannsandans, — en fyrir
þann „prócess” höfum við
lslendingar þaö ágæta orð
„menning", þ.e það sem gerir
okkur að mönnum en ekki
skynláusum skepnum. I.ista-
hátíð, er þv: nokkurs konar af-
mæli mannsandans og sem slík
allra góðra gjalda verð.
Hvermg á svo að framkvæma
hana? Á hún að vera
„potpourri”, sambland allra
listgreina, eða á hátíðin að hafa
þema eða einbeita sér að einni
listgrein ví einu? „Sambland”
hefur verið einkenni Lista-
hátíðar hér og svo er einnig um
ýmsar ágætar listahátíðir
erlendis, t.a.m. Edinborgar-
hátíðina. En væri ekki hægt,
fyrst aðeins eru tvö ár milli
hátíða og sjóðir ekki gildir, að
gefa tónlist, leiklist, piyndlist
og kvikmyndum dálítið
myndarlegar sérhátíðir? Hví
ekki einnig að víkka hátíðina
og fá t.d. Keflavík, Selfoss og
jafnvel Akureyri til að taka
þátt í henni?
Stjörnuspeki
Mikið hefur verið rætt um
það hvort hátíðir af þessu tagi
eigi að styðjast mikið eða lítið,
við „stjörnur”. Þess ber að
gæta að margar af stjörnunum
svokölluðu standa fyllilega
fyrir sínu, þær eru „stjörnur”
vegna þess að þær hafa til að
bera snilligáfur sem eru upp-
lyfting hverjum þeim sem á
þær hlýðir. En oft er það svo að
þessar „stjörnur” hafa öðlast
svo mikla frægð að þær eru
ekki lengur i beinum tengslum
við daglegan veruleika og
lífskvikuna. Eg held að Lista-
hátíð þurfi að fara hér varlega i
sakir og reyna eftir megni að
gefa ungu og lifandi listafólki
tækifæri.
Fyrir hvern er svo
Listahátíð? Eg held að þessari
spurningu verði aðeins svarað á
einn veg: fyrir þá sem hafa
áhuga á listum. Ymsa út-
breiðslu og kynningarstarfsemi
mætti að sjálfsögðu auka, en
það er framkvæmdastjórnar að
móta stefnu, sem getur þá varla
tekið mið af öllu því sem Pétur
og Páll úti í bæ vilja sjá og
heyra.
Góð hátíð
Lislahátíðin 1976 var að
Sigurvegarar í m.vndlist
listahátið: Grafíks> ningin....
Ootiirri