Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 16
16 d Iþróttir íþróttir DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976. I íþróttir Iþróttir BóðarUSA sveitirnar á heimsmeti Bandaríska oeitin — John Naper, John Hencken, Matt Vogel og Jiin Montgomery — hafði mikla yfirburði í úrslita- sundinu í 4x100 m f jórsundi á Olympíuleikunum í gær. Sveitin setti nýtt heimsmet 3:42.22 mín, enda allt olympískir meistarar á ferð nema Jim Montgomery, en hann er fljótasti sundmaður heims og á eftir að keppa í 100 m skriðsundinu á morgun. Naper varð meistari í baksundi, hefur unnið tvenn gullverðlaun í boðsundum, og silfuri200 m skriðsundi—og hann á eftir að keppa i enn einni grein. Hencken sigraði i 100 m bringusundinu — Vogel í '100 m flugsundinu. Ursiitin í sundinu í gær urðu þessi: 1. Bandaríkin 3:42.22 2. Kanada 3:45,94 3. V-Þýzkaland 3:47,29 4. Bretland 3:49,56 5. Sovétríkin 3:49,90 6. Ástralía 3:51,54 7. Italía 3:52.92 8. Japan 3:54.74 Bandaríska sveitin hafði forustu frá upphafi til loka i úrslitasundinu í gær I undanrásum í gær byrjaði sveit Kanada á því að setja nýtt heimsmet í fyrri riólinum — synti á 3:50.61 mín en í síðari riðlinum voru Banda- ríkin með algjöra varasveit og hún gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet. Synti á 3:48.16. I sveitinni syntu Peter Rocca, Chris Woo, Joo Bottom og Jack Babashoff, en sam- kvæmt alþjóðareglunum i sundi geta lönd notað mismunandi ' sundmenn i undankeppninni og úrslitum. Það notfærðu Bandaríkin sér — enda hafa ,,stórkarlarnir“ í nógu að snúast. Setti heims- metáleiðí úrslitin! Hannelore Anke, Austur- Þýzkalandi, heimsmeistarinn í 100 m bringusundi, setti tví- vegis heimsmet á vegalengd- inni á Olympíuleikunum. Fyrst í undanrás, 1:11.11 mín. en í undanúrslitum synti hún svo á 1:10.86 mín. og bætti þar með met hinnar 14 ára Carola Nitschke. Úrslit í fyrri riðiinum í undanúrslitum urðu þessi. 1. L. Rusanova, So 1:13.53 2. C. Nitschke, A-Þ. 1:13.73 3. Iurchenia, Sov. 1:13.96 4. K. Linke, A-Þ. 1:14.49 5. G. Askamp, V-Þ. 1:14.50 6. C. Jarvis, Bretl. 1:14.59 7. S. Nielsen, Danm. 1:15.38 8. A. Desusini, Frakkl. 1:16.30 I síðari riðlinum í undan- úrslitum urðu úrslit þessi 1. H. Anke, A-Þýzkal. 1:10.86 2. M. Keshevaia, Sov. 1:13.20 3. M. Kelly, Bretl. 1:13.57 4. Corsiglia, Kan. 1:14.56 5. L. Siering, USA, 1:14.48 6. W. Mazereeuw, Holl. 1:14.86 7. J. Baker, Kanada, 1:15.20 8. L. Borsholt, Kan. 1:15.41 Fimm stúlkur úr fyrri riðlinum komust í úrslit — þrjár úr þeim síðari. Þeir brezku hlupu fra Tékkum í fimmtarþraut — Brezka sveitin sigraði í nútíma f immtarþraut í gœr og Pólverji varð meistari í einstaklingskeppninni Það standast fáir Bretum snún- ing, þegar hlaup eru annars vegar. Það kom vel í ljós í nútíma fimmtarþrautinni á Olympíuleik- unum í gær, þegar Bretar hlupu frá Tékkum og urðu olympíu- meistarar. Einhver óvæntustu úrsiit, sem um getur í fimmtar- þrautinni. Brezku garparnir Jim Fox, Adrian Parker og Danny Nightingaie sýndu mikla hæfni í lokagrein fimmtarþrautarinnar, 4000 m víðavangshlaupinu — hlutu langflest stig það svo, að þeir skutust upp í efsta sætið samanlagt. Upp fyrir Tékka, sem höfðu verið taldir nokkuð öruggir með sigur eftir fjórar fyrstu greinarnar. Bretland hiaut sam- tals 15.559 stig, en Tékkar urðu í öðru sæti með 15.451 stig. í einstaklingskeppninni í nútima fimmtarþrautinni varð Pólverjinn Janusz Pyciak-Peciak olympíumeistari. Þessi 26 ára gamli íþróttakennari frá Varsjá var í fimmta sæti fyrir víðavangs- hlaupið, en þar stóð hann sig mjög vel. „Eg hljóp hraðar en nokkru sinni fyrr á ævi minni, og það voru brekkurnar,' sem færðu mér olympíska meistaratitilinn,“ sagði hann eftir keppnina, en þess má geta að fyrir þremur ár- um var hann í pólska landsliðinu í sundknattleik, Sneri sér svo alveg að nútíma fimmtarþrautinni. En sveitakeppni fimmtar- þrautarinnar vekur alltaf meiri athygli og sigurinn í gær er sá fyrsti, sem Bretar vinna á þessu sviði íþrótta. Fimmtarþrautin er sögð erfiðasta íþróttakeppnin á leikunum. Einn brezku meistar- anna, Jim Fox, liðþjálfi í brezka hernum frá Portsmouth, keppti nú í fjórða sinn á Olympíuleikum — og er nú hættur að sögn. Urslit í fimmtarþrautinni urðu þessi i 1. Bretland 15.559 2. Tékkóslóvakía 15.451 3. Ungverjaland 15.395 4. Pólland 15.343 5. Bandaríkin 15.285 6. Italía 15.031 7. Finnland 15.000 8. Svíþjóð 14.946 9. Frakkland 14.834 10. Búlgaría 14.824 Árangur brezku sveitarinnar er talsvert lakari, en það bezta, sem náðst hefur. Það eru 15.968 stig — unnin af sovézkri sveit. Beztir í einstaklingskeppninni urðu. 1. P. Peciak, Pólland, 5.520 2. P. Lednev, Sovét, 5.485 3. J. Bartu, Tékk. 5.466 4. D. Masala, Italíu, 5.433 5. A. Parker, Bretl. 5.298 6. J. Fitzgerald, USA, 5.281 7. J. Steffensen, Danm. 5.281 8. B. Mosolov, Sovét, 5.200 9. T. Kancsal, Ungvl. 5.195 10. Nightingale, Bret. 5.187 Sem kunnugt er var Boris Oinischenko staðinn að svindli í skylmingum fimmtarþrautar- innar og dæmdur úr leik. Þar með var sovézka sveitin úr leik. I víðavangshlaupinu f gær náði Parker, Bretlandi, beztum tíma 12:09.50 mín. Michael Burley, USA, varð annar, Peciak, Pól- landi, þriðji og Nightingale, Bret- landi, fjórði. Lednev, sem hafði forustu fyrir hlaupið, varð aðeins tíundi. I sveitakeppninni hlaut brezka sveitin 3.951 stig fyrir hlaupið. Pólland 3.585 stig og Finnland. 3.579 stig. Tékkneska sveitin varð ekki meðal tíu beztu sveitanna og missti því af gullinu. Boris Onischenko, Sovétríkjur.um — sá, sem dæmdur var frá keppni f fimmtarþrautinni, þar sem hann hafði rangt við f skyimingunum. Tvítugur Búlgari var sú sterkasti í millivigt! — og setti nýtt olympíumet í lyftingum Hinn tvítugi Búlgari Yordan Mitkov sýndi eldri görpunum í millivigt í lyftingum hvernig bezt er að takast á við lóðin — sigraði samanlagt með 335 kg, sem er nýtt olympískt met. Það eru önnur guilverðlaunin sem Búlgaria hlýtur i lyftingum á Olympíuleikunum. Búlgaría hef- ur því hlotið jafnmörg gull og Sovétríkin eftir keppni í fimm þyngdarflokkum á ieikunum. Mitkov, sem hlaut bronsverð- launin á síðasta Evrópumeistara- móti — f Austur-Berlín í apríl — jafnhattaði 190 kg í síðustu til- ráun sinni, sem þýddi, að Vartan Militosian, Sovétríkjunum, Evrópumeistarinn í þyngdar- flokknum, varð að lyfta 192.5 kg eða jafna heimsmetið. Það tókst Evrópumeistaranum ekki og Búlgarinn ungi stóð uppi sem sigurvegari. Eftir keppnina í snörun voru þeir Mitkov, Militosian og Peter Wenzel, Austur-Þýzkalandi, jafnir — snöruðu allir 145 kíló- um. Sá sovézki tók svo forustuna, þegar hann jafnhattaði 185 kg. Fyrr hafði Mitkov jafnhattað 182.5 kg. Honum mistókst fyrst við 190 kg en jafnhattaði þann þunga siðan í síðustu tilraun sinni. Urslit urðu þessi: 1. Y. Mitkov, Búlgaria, 335.0 2. Militosian, Sovét, 330.0 3. P. Wenzel, A-Þýzkal. 327.5 4. W. Huebner, A-Þýzk. 320.0 5. D. Cioroslan, Rúmeníu, 320.0 6. A. Ala-Pontio, Finnl. 315.0 7. A. Stark, Ungverjal. 315.0 8. O. Hekel, Tékkósló. 312.5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.