Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 3

Dagblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 3
DACBI.AtMÍX BKIÐ.JUDAGUK 10. ÁGÚST 1976. 3 Það vœri nœr að hœkka ellilaun og sleppa barna- Báöir erum viö kvæntir, kona hans vinnur úti, en konan mín er farin aö heilsu og getur því ekki unnið utan heimilisins. Hann á einbýlishús, rándýran bíl og sumarbústað meö hlunnindum. Bók óréttlætisins!! Skammizt ykkar! lífeyri til hótekjumanna Ég leigi í gömlu húsi, leigan aö vísu ekki mjög há, en hvernig má þetta vera? Ég spyr aftur og aftur. Ég sætti mig ekki viö þetta og útilokað er aö skuldir séu svona miklar hjá yfirmanni mínum. Það veit ég, en hann á góða aó. Er þaö ekki ríkisskattstjóri sem á að gæta þess að menn svindli ekki? Ég leyfi mér aö mótmæla því aö viö lág- launamenn borgum fyrir þá sem efnaðri eru, það er úti- lokað. Að því kemur að blaóran springur, fyrr eða síðar! Ég mótmæli því líka að hátekjumenn fái barnalífeyri, slíkt er til skammar fyrir þá. Nær væri að hækka ellilaun. Jón Sigurðsson verkamaður skrifar: Ég er einn þeirra mörgu sem er mjög óánægður með skattana. Það er örugglega eng- inn vafi á því að alltaf er verið að hækka skatta á láglaunafólki en þeir stóru sleppa alltaf vel frá öllu. Hvernig má það vera að yfirmaður minn, sem hefur 10-15 þúsund kr. hærri laun á mánuði en ég, greiði 30 þúsund kr. á mánuði í skatta á meðan ég borga 40 þúsund kr. á mánuði Ég spyr? Bréf tilskattstofunnar: Mistök hafa ótt sér stað Vinnuveitandinn skattlaus Kristin Þorvaldsdóttir Möðrufelli 3, Reykjavík.sendi okkur afrit af bréfi til skattstofunnar til birtingar: ,,Ég undirrituð, Kristín Þorvaldsdóttir, Möðrufelli 3, Reykjavík, fer þess hér með á leit, að gjöld.sem lögð eru á mig samkvæmt gjaldseðli og skatt- skrá, verði endurskoðuð með hliðsjón af eftirfarandi, Sl. ár, þ.e. 1975, starfaði ég í1 4 mánuði á hótelinu Norðurljósi á Raufarhöfn. Þangað var ég ráðin af hóteleig- andanum, .Guðjóni Styrkársyni, og tök laun samkvæmt samningum. Tel ég hann vinnu- veitanda minn og á ekkert sökótt við hann persónuiega. Hann er tekjuskattslaus og ber kr. 63. 500 í útsvar og fær þannig greiddar um 30 þúsund krónur vegna barnabóta þegar öll gjöld hafa verið frá þeim dregin. Get ég ekki varizt þeirri hugsun, að við sitjum ekki við sama borð, þegar við erum metin til gjaldþols af skatt-' stofunni. Hér hljóta einhver mistök að hafa átt sér stað. Mér er gert að greiða kr. 31.800.00 af fjögurra mánaða tekjum. Þessari álagningu er að vísu mætt með nákvæmlega jafnháum per- sónufrádrætti mínum. Það er fjarri mér að bera saman lífs- háttu mína og fyrrnefnds vinnuveitanda míns, þar sem ég þekki þá aðeins að mjög litlu leyti. Það litla, sem ég þekki til þeirra og með tilliti til framan- greindra gjalda okkar beggja, segir mér afar einfalda sögu: Hér hafa mistök átt sér stað. Endurtek ég beiðni mína um endurskoðun á álagningu gjalda á okkur bæði við fyrstu hentugleika. Vænti ég heiðraðs svars yðar. Virðingarfyllst, Kristín Þorvaldsdóttir. NEYTENDASAMTOKIN ERU RÉni AÐILINN TIL AÐ HJÁLPA NEYTENDUM Erika sendi biaðinu eftirfar- andi: Eins og allir landsmenn vita eru Neytendasamtökin eini að- ilinn á landi öllu sem hjálpar neytendum að fá rétt sinn ef nauðsynlegt er. Málin sem koma til kvörtunarþjónustu eru margvísleg og leséndur munu hafa gagn af að heyra nánar um þau. Hver ber ábyrgov Síminn hringdi í skrifstofu Neytendasamtaka, en tekið er á móti kvörtunum og fyrirspurn- um kl. 15—48 á mánudögum til föstudaga. I síma var kona sem bað um aðstoð. Lögfræðingur NS var í skrifstofunni og sá strax um málið. Konan var stödd i nýlenduvöruverzlun. Hún hafði ætlað að kaupa klór- vatn. Hún lyfti brúsanum, sem rann úr höndum hennar og datt á gólfið. Tappinn í þessum brúsum er ekki of fastur, brús- inn opnaðist og klórvatnið skvettist á kápu konunnar og slæmir blettir komu á hana. Til allrar hamingju var ekkert barn með konunni enda hefði þetta óhapp getað haft hrylli- legar afleiðingar þá. Hver var ábyrgur? Skv. lögum er verzlunin ábyrg. En hér var hægt að rekja málið lengra. Það var greinlega fram- leiðandi, sem var ábyrgur fyrir því að tappinn losnaði of auð- veldlega. Lögfræðingur hringdi í fram- leiðanda, sem var strax tilbúinn . að greiða skaðabætur, sem konan var ánægð með. Tveimur dögum seinna hringdi konan til þess að tilkynna að hún hefði fengið bæturnar greiddar. NS voru einnig ánægð — enda komu tveir nýir félagsmenn — konan og framleiðandinn. Kvörtunarþjónustan er ókeypis fyrir félagsmenn, nema ef um gólfteppi er að ræða. Utan- félagsmenn greiða 10% af verð- mæti eða geta orðið félagsmenn í staðinn. Ársiðgjald er fyrir árið 1976—77 kr. 1200. Félags- menn fá einnig Neytendablaðið og styðja alla aðra vinnu Neyt- endasamtakanna með iðgjöld- um sínum. Varstu ánœgð(ur) með launaumslagið þitt sl. mánuð? Axel Valdemarsson verkamaður: Já, svona nokkuð ánægður. Ég slapp nokkuð bæri- lega frá þessum sköttum, en hjá sumum var allt kaupið tekið upp í skattinn. íris Dalmar húsmóðir: Nei, langt frá því, vegna þess að ég fékk ekkert umslag. Áslaug Káradóttir skrifstofu- stúlka: Já, nokkuð ánægð. Ég hef sloppið við að láta allt kaupið mitt til gjaldheimtunnar. Hildur Hákonardóttir: Nei, ég fékk skell I þessum mánuði og þarf að greiða mikinn hluta til gjaldheimtunnar. Það er vel hægt að bera þetta ef rétt væri skipt, en þar vantar mikið á að réttlæti ríki i sambandi við álögur. Amundi Ámundason umboðs- maður: Ég hef ekki séð neitt launaumslag í 15 ár, þeir sem greiða mér koma ekki með greiðslurnar í umslagi. Sumir fá einnig tómt umslag vegna þess að allt er tekið í skatt. Það sjá allir misréttið nema kannski skatt- stjóri. Sigurður Björnsson, vinnur hjá Pósti og síma: Nei, blessuð vertu. Eg þarf samt ekki að kvarta undan því að allt sé tekið í skatt, ég hef bara svo lágt kaup.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.