Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 13

Dagblaðið - 10.08.1976, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGUST 1976. Vilmundur Vilhjálmsson missti af meistaratitli í gærkvöld þegar Valbjörn Þorláksson mætti ekki tii ieiks i 4x100 metra boölilauH. - en áður hafði Vilmundur sigrað í fjórum greinum á Meistaramóti tsiands. DB-mvnd — Bjarnleifur. Þráinn náði sínu bezta í fimmtarþrautinni! — Vésteinn Haf steinsson setti sveinamet í f immtarþraut, sem f ram f ór á Laugardalsvelli Þráinn Hafsteinsson sigraði í fimmtarþraut á Meistaramóti Islands í frjálsum íþróttum, sem fram fór í gærkvöld. Þráinn náði sínum bezta árangri í fimmtar- þrautinni, fékk 3122 stig. Þessi árangur Þráins er ekki langt frá íslandsmeti Björgvins Hólms, sem er allar götur frá árinu 1959, svo tími er til kominn að það falli. Met Björgvins er 3467. Þrátt fyrir að Þráinn hafi sigrað leit ekki svo út eftir þrjár greinar, því þá hafði Hreinn Jónasson UBK 300 stiga forystu, en honum tókst illa upp í spjót- kastinu — kastaði 30.88 og þegar að síðustu greininni kom — 1500 metra hlaupinu — hafði Hreinn 6 stiga forystu en fékk hlaupasting og náði sér aldrei á strik. Vésteinn Hafsteinsson setti sveinamet í fimmtarþraut—náði ágætum árangri af 16 ára puti að vera, 2701 stigum. En lítum á árangur þeirra Þráins og Hreins. Þráinn byrjaði að stökkva 6.24 í langstökki, kastaði spjótinu 58.15, hljóp 200 metra á 25.3, kastaði kringlunni 43.36 og hljóp 1500 metrana á 4:53.4, — samtals 3122 stig. Hreinn stökk 6.70, kastaði spjótinu 59.17 og hljóp 200 metra á 23.6. Allt voru þetta beztu árangrar sem hann hafði náð og á þessu stigi hafði Hreinn 300 stiga forystu. En síðan kom kringlan 30.88 og 1500 metrarnir 5.44.6. Þriðji varð Hafsteinn Jóhannesson með 2804 stig. Fjórði Vésteinn Hafsteinsson, bróðir Þráins. Hann setti sveina- met — stökk 5.46, kastaði spjóti 52,46, hljóp 200 metra á 26.2, kastaði kringlu 35.88 og varð fyrstur í 1500 metra hlaupi á 4.45.5, samtals 2701 stig. Fimmti varð Bjarki Bjarnason, Aftureldingu, með 2619 stig og sjötti Gunnar Arnarsson, UNÞ, með 2346 stig. Hlaupa átti 4x100 metra boðhlaup — og mættu 3/4 af sveitinni en hinn síungi Valbjörn Þorláksson mætti ekki til hlaupsins en hann gleyndi keflinu í hlaupinu á laugardag, sem var dæmt ógilt og hlaupa varð aftur. En sem sagt — ekkert varð af 4x100 metra boðhlaupinu. Emil Björnsson sigraði í 3000 metra hindrunarhlaupi á 10.30.8, annar varð Halldór Matthíasson UBK á 11.30.8 — þeir tveir hlupu. Sigur KS á Grenivík Tveir leikir fóru fram í Norðurlandsriðli í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina. Siglfirðingar, sem raunar höfðu þegar tryggt sér sigur í riðlinum ferðuðust til Grenivíkur og léku við Magna. Siglfirðingar báru sigur úr býtum — skoruðu eina mark leiksins. Að Laugalandi Iéku Árroðinn úr Eyjafirði og Leiftur frá Ólafs- firði — jafntefli varð 2-2. l/if skil (‘kkcrl í þrssu. ^Nci, húsið var lcigl '"] | Þarlnasi þú nkkar^ Kkki t hili. Kti ílomarinn Vciziu mikkiið um^^hiniini láina bvssu morðinirjann':’ \í marini. Bcnna \ ciði. / \ Það cr það cina sr-i - það cina scm ? Vcil X' 1 'ZZr&sMl ^ sj irikar, sijóri.. -f'þarf a j>úi a«> lialfla scn — ___—r vitni. éí h Mi 10-Z6 Guðni tekinn við Guðni Kjartansson hefur nú tekið við þjálfun ÍBK-liðsins af þeim Jóni Jóhannssyni og Sigurði Steindórssyni og mun gegna því starfi að minnsta kosti út leik- tímabilið, hvað sem seinna verður. Sigurður Steindórsson vallarvörður sein víða hefur komið við i keflvískri íþróttasögu sést á m.vndinni ásamt einum lærisveini sínum, Guðjóni Guðjónssyni, meðan hann Ieiðbeindi ÍBK-liðinu. Fannst okkur tilvalið að birta þessa mynd af þessum heiðursmanni, þar sem hann á í dag (10. ágúst) 50 ára afmæli. Þróttur í úrslit Þróttur Neskaupstað sigraði í riðli sínum fyrir austan í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Og sannarlega gerðu Norðfirðingar það með glæsibrag — sigruðu helztu andstæðinga sína, Einherja frá Vopnafirði, 9-1, já og Vopnfirðingar fengu sannkallaða óskabyrjun því þeir skoruðu þegar á 1. mínútu. Aðalsteinn Björnsson skoraði fyrir Vopnfirðinga, en síðan tóku Norðfirðingar Ieikinn í sínar liendur og í hálfleik höfðu þeir skorað fjögur mörk — bættu við fimm í síðari hálfleik. Þrátt fyrir stóran sigur og tals- verða yfirburði voru mörkin helzt til mörg — að minnsta kosti ef marka má gang leiksins. Mörk Norðfirðinga skoruðu Björgúlfur Halldórsson 4, Bjarni Jóhannsson 2, Sigurður Friðjóns- son 2 og Árni Guðjónsson 1 mark. Þróttur tekur því þátt í úrslita- keppni 3. deildar sem fer fram á Akureyri. -S.G. Standard í úr- slit ú Spúni Stórlið Evrópu búa sig hvert sem betur getur undir átök vetrarins. Þannig eru nú haldin mót víða um Evrópu og í einu slíku tekur Standard Liege — lið Asgeirs Sigurvinssonar í Belgíu. Standard tekur þátt í móti í Valencia á Spáni, og þar eru ekki ómerkari lið en Feyenoord frá Hollandi, Derby County frá Eng- landi og Valencia frá Spáni ásamt Standard. Liegé hefur þegar úrslitasæti og mun hollenzka stórliðið samkvæmt fréttum Standard tryggt sér leika við Feyenoord, BBC í gærkvöld. Feyenoord sigraði Derby í gærkvöld 2-0 og bæði mörk Hol- lendinganna skoraði Dijon. Ekki sagði BBC frá hvernig leikjum Standard hefði lyktað — aðeins að Feyenoord og Standard Liege léku til úrslita. 1 Brugge í Belgíu fer nú fram sterkt mót — í því taka þátt belgísku meistararnir FC Brugge, Hadjuk Split, Eindhoven, hollenzku meistararnir og Rapid Vín, frá Austurríki. Hadjuk Split og Rapid Vín léku til úrslita og sigruðu Slavarnir 6-0. PSV Eindhoven sigraði FC Brugge í keppninni um þriðja sætið 3-0.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.