Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.08.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 12.08.1976, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976. 2 Unga fóikin skemmti sér vei á þjóðhátíðinni enda voru mörg skemmtiatriði á dagskránni. Þjóðhátíðin svipur hjá sjón frá henni. Bezta meðalið til fleiri Eyjaskeggjar og fyrr. Og stilla þarf verðinu í þess er færra aðkomufólk, skemmtanir eins og voru áður hóf, en ekki öfugt.“ Laugameshverfið ila stott við lokun mjólkurbúða Þórarinn M. Friðjónsson skrifar: „Bréf þetta sendi ég til að birta í lesendadálki blaðs yðar. Þjóðhátíð Vestmanneyinga er svipur hjá sjón orðið, miðað við það sem var fyrir 15-20 árum. Aður fyrr þótti dýrkun á Bakk- usi og að þjóna Mammon ekki eiga leið saman en í Vest- mannaeyjum reyndist það vel. Iþróttafélögin þar keppast um að vera hinu fremra í að hafa þjóðhátíð Vestmannaeyja sem veglegasta, en öðru nær. I stað þjóðhátíðar, skv. skilningi á orðinu, hefur orðið fylliríishátíð. Með tímanum hvarf öll íþróttamennska og í staðinn kom fylliriismennska. Það var talið — og er enn — að íþróttin þjálfi líkamann og styrki til heilbrigðis - og aukinnar starfsorku og eðlilegs lífs en Bakkus eyðileggur líkamann og sálarlífið. Eins og fyrr var sagt er þjóðhátíðin svipur hjá sjón. Fyrir 15-20 árum voru íþróttir og keppni á þjóðhátíð Vestm. eins og 100 og 200 m hlaup, grindahlaup, langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk og spjótkast og m.fl. íþróttir sem þessar sjást ekki lengur og hafa ekki sézt í mörg ár. íþróttafélögin i Vestm. keppast um að græða sem mest af alþýðunni bæði drukkinni og ódrukkinni, að því að séð verður, og hafa allt dýrara en árið áður. 1975 kostaði aðgöngumiðinn á þjóð- hátiðina 2.500-3.000,- 1976 kr. 4.000.-. Og þetta eru íþrótta- félög sem eru hér að verki. Ég leyfi mér að áfellast þessi íþróttafélög fyrir þeirra fram- kvæmdir í þessum málum og bið þau um bætta þjóðhátíð í framtíðinni og vínlausa og hæna Vestmanneyinga á þjóðhátíðina en ekki fæla þá B.Ó. hringdi: „Ég er ein þeirra fjölmörgu, sem hafa áhyggjur af lokun mjólkurbúðanna. Þar sem ég bý, í Laugarneshverfi, eru nokkrar litlar verzlanir. Þær eru yfirfullar í dag og ég sé ekki hvernig hægt yrði með nokkru móti að koma þar inn mjólkurkæli. Ég veit ekki hvert fólkið i þessu hverfi á að snúa sér eftir mjólk. Það eru ekki allir sem hafa aðstöðu til að komast í hinar svokölluðu stórverzlanir. Þá langar mig að benda á þann þátt sem snýr að öðrum varningi sem mjólkurbúðirn- ar hafa á boðstólum. Á ég þar við brauð og ýmiss konar sætabrauð. Þessi varningur er reyndar á boðstólum í mörgum verzlunum og er þar innpakkaður í „sellofan“. Á þetta að stuðla að þvi að varan geymist betur. Staðreyndin er hins vegar sú að menn eru oft að kaupa gömul og þurr vínar- brauð sem menn hafa haldið að væru fersk af því að þau eru i þessum umbúðum. I mjólkurbúðunum er þessu ekki pakkað og því unnt að sannreyna hvort um gamla eða nýja vöru er að ræða.“ Lýsing og gangstétt við Kaplakrikavöll Þ.G. skrifarði: „Mig lanpar til að vekjá athygli á þeirri hættu sem er að skapast við annars ágætan völl í Hafnarfirði. Þetta er Kapla- krikavöllur sem er rétt við Ha fnarf jarðarveginn. Stórhætta kemúr til méð a3 skapast þarna í vetur þar sem engin lýsing er við völlinn. Þá eru engar gangstéttir sem unnt er að ganga eftir meðfram veginum. Börn eru einhverjir áhugasömustu áhorfendurnir en þau eru ekki að sama skapi varkár. I vetur má búast við að þau komi æðandi yfir veginn eftir að birtu tekur að bregða. Og þá veit enginn hvað kann að gerast. Ég vil skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, eða þá sem hafa með Keflavíkurveginn að gera, að bregðast hart og skjótt við og byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.“ Erfitt gæti orðið að koma fyrir kæliborðum eirs og eru í mjólkurbúðunum í litlu verzlanirnar. DB-mynd Bjarnleifur

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.