Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 11
i >_V iBI.AÐH). FIMMT.UDACUK 12. AC.L'ST 1976. 11 2.1. júlí: ..Viú höfum aúeins oliu 111 þess aö berjast “egn Kenýa í fimm daga." segir Antin. Um leirt rærtst hann harkalega gegn nágrannalandi sinu. 26. júlí: Idi Amin hefur nú skipt um skortun frá deginum ártur: Ugandamenn eiga olíu til þriggja ntánaða styrjaldar gegn Kenýa. 27. júlí: Um nóttina hefur Amin skipt algerlega unt skort- . un varðandi styrjöld gegn Kenýa. ,,Þaö verður aldrei styrjöld á inilli Kenýa og Uganda. Við erum nefnilega brærtur og systur." segir hann. Og hann er i góðu sknpi því sama dag sendir iranr. Jimmy Carter forsetaefni demókrata heillaóskaskeyti þar sem hann segist skipa sér í raðir þeirra milljóna manna sem óski honum til hamingju með út- nefninguna. Vegna anna hafi hann ekki getað sent skeytið fyrr. 28. júlí: Amin sakar Israels- Þegar Idi Amin heldur blaðamannafundi þarf ekki allt að ganga eftir kúnstarinnar reglum: Hann tekur á móti blaðamönnum. alklæddur í sundlauginni. menn um art hafa beitt sérstök- um efnafræðilegum hand- sprengjum gegn hermönnum sínum: ..Nokkrir hermanna ntinna sofnurtu er sprengjunum var varpað að þeim." 29. júli: Bretar slíta stjórn- málasambandi við Uganda. ..Þaö kemur mér ekkert við." segir Amin. „Nú veröa Bretar þeir,sem hér búa, borgarar í Uganda." Santa dag: Idi Amin fyrir- gefur erkióvini sínum, Jonto Keriyatta. skyndilega. ,,Eg vil endilega hitta hinn virta þjóðhöfðingja," segir Antin og fullvissar alla um að honunt rnuni aldrei detta í hug að ráðast á Kenýamenn. / Ríki á engan vin í grein sem ég skrifaði í Dag- blaðið fyrr í sumar, ræddi ég um það, sem ég kallaði ný viðhorf í utanríkismálum íslendinga. Ég tel, að land- helgismálið og gangur þess hafi fært okkur heim sanninn um þann sannleik, sem de Gaulle þreyttist aldrei á að boða, að ríki á sér engan vin. Íslendingar stóðu gagnvart þeirri staðreynd, að það mál varð ekki rekið af neinum öðrunt en þeint sjálfum, og enginn kæmi til móts við þá af vinsemd einni saman. Til að ná árangri í landhelgismálinu varð að fara þá leið að leita sam- eiginlegra hagsmuna. Merkileg- asta árangur landhelgis- deilunnar við Breta tel ég vera þann. að landsmönnum gafst kostur á að sannreyna eðli þess áhuga, sem erlend ríki hafa á Íslandi. Öllum ætti nú að vera ljóst, að varnarlið hér á landi er ekki til að standa vörð um sjálfstæði Íslands og verja það þeim, sem í það seilast, heldur til að verja þýðingarmikinn punkt á hnettinum, punkt sem skiptir allmiklu máli í stórvelda- taflinu. Mér hefur oft fundist á skorta að menn almennt geri sér grein fyrir þessu nauðaeinfalda atriði. Jafnframt því hafa margir talið, að hlut- íeysi væri í því fólgið að láta sig engu skipta það sem fram fer í kringum okkur, láta eins og við værum einir í heiminum og gætum útilokað óþægilegar staðreyndir með því einu að látast ekki sjá þær. Á hinn bóginn hefur svo ríkt sú skoðun meðal margra, að til væru „vinaþjóðir" sem hugsuðu um það eitt að tryggja sjálfstæði, heill og hag íslensku þjóðarinnar. Hvort tveggja er jafn óvænlegt til að byggja á utanríkisstefnu. Það segir sig sjálft, að hvort sem við leyfum hér herstöðvar eða ekki þá erunt við að taka afstöðu í tog- streitu risaveldanna. Með því að ganga í Atlantshafsbanda- lagið 1949 var Bandaríkjunum afhentur þýðingarmikill reitur á skákborði heimsstjórn- málanna, en Sovétmenn útilokaðir frá því að notfæra sér hann. Þar með er ekki sagt, að ég telji rétt að island gengi í Atlantshafsbandalagið. Það er allt annað mál. Hins vegar er það staðreynd að ísland gekk í bandalagið og við það situr enn, og er einn af hornteinum utan- ríkisstefnu landsins. Það sem ég vildi undirstrika er, að íslendingar verða að gera sér ljóst að þátttöku þess í banda- laginu var einungis óskað vegna hagsmuna annarra ríkja, án tillits til hagsmuna íslands. Með þetta í huga er unnt að ræða um íslenska utanríkis- stefnu. En fyrst nokkur orð um þýðingu utanríkisstefnu. Fátt er ríki hættulegra en sundrung innbyrðis. Ekkert er jafn óvar- legt sem að gera sjálfstæðismál Íslands að pólitísku bitbeini í innanlandsdeilum. Um áratuga- skeið hafa utanríkismál er svo hafa verið nefnd, verið eitt helsta deiluefnið og uppistaðan í því þrasi Morgunblaðsins og Þjóðviljans, sem búið er að sefja stóran hluta þjóðarinnar með sífelldri endurtekningu ömurleikans. Fátt gæti verið þjóðinni heppilegra en að um utanríkisstefnuna ríkti veruleg einingffyrsta skrefið gæti verið að hætta Iandráðahjalinu, sem báðir aðilar grípa til þegar mikið liggur við). Með einingu á ég við, að tekið væri mið af eftirfarandi atriðum: 1. Utanríkisstefnan miðist við hagsmuni íslands og viðurkennt verði, að island er í Atlantshafsbandalaginu og úrsögn úr því yrði að skoða einungis í ljósi þess hvort staða íslands batnaði eða versnaði við hana. 2. Nýting auðlindanna við og í og á landinu er langmikil- vægasta verkefni Islendinga og framtíð mannlífs í landinu er undir því komin að vel takist til um hana. Þessi nýting verður að verulegu leyti að fara fram í samstarfi við önnur ríki. Það þýðir vandasama og flókna samninga um fjármagn og viðskipti. 3. Meðan herstöðin er í Kefla- vík, en ég tel, að hún verði ekki lögð niður á næstu árum, þótt að því komi vafa- laust, skulu Islendingar fá Kjallarinn Haraldur Ólafsson langtum meiri upplýsingar en hingað til um hvað þar fer fram, hvert eðli stöðvarinnar er, hvaða vopn eru þar, hvaða flugvélar og tæki. Það er okkur bráónauðsynlegt að geta gert okkur ljóst til hvers hún er notuð og til hvers er hægt að nota hana. Ríkis- stjórnin á nú þegar að vinna að því að hafa í sinni þjónustu sérfróða menn um herbúnað og hertækni. Þessi atriði ættu að vera svo augljós, að ekki þyrfti um þau aðræða, enþað erþógert af því að mér virðist sem mjög margir vilji alls ekki ræða málin á þessum grundvelli. Öskhyggja er aldrei til góðs, og eins og Konfúsíus sagði, þá er stjórn- viskan í því fólgin að kalla hlutina réttum nöfnum. Svo ég ræði frekar um atriðin þrjú, þá er þess fyrst að geta, að ég tel verulega hættu fólgna í því að ganga úr Atlantshafsbandalaginu nú. Ríkjandi ástand í alþjóða- málum er þannig, að risaveldin sogast inn í hvert það tómarúm, sem skapast, hvort sem þeim líkar vetur eða verr, eða réttara sagt: risaveldin geta ekki annað en þrýst á hvern þann auma punkt, sem þau finna. Átök um aðstöðu á íslandi skapa stórkostlega hættu fyrir landið. Oft heyrist sagt að auðvelt sé að forðast slíkt með því aó koma fram af þjóðlegri reisn. Því i miður eru slík orð oft ekkert annað en hátíðarræða. Veru- leikinn er sá, að sjálfstæði ríkis verður ekki tryggt nema með samningum við önnur ríki, samningum af ýmsu tagi. Og þá kem ég að öðru atriðinu. Nýting allra auðlinda á íslensku yfirráðasvæði er vafa- laust merkilegasta verkefni okkar kynslóðar. Þar býðst okkur tækifæri til þess að sameina vit, vilja og þrek til að skapa hér samfélag manna sem öðrum þjóðfélögum gæti verið til fyrirmyndar. En til slíks þarf margvísleg og flókin samskipti við önnur ríki. Þau samskipti verða alltaf að hafa að leiðarljósi hvað íslendingum hentar, og aldrei hvað við getum sætt okkur við af því sem öðrum ríkjum hentar. Þetta þýðir raunar ekki annað en það, að allir samningar verða að miðast við hvað okkur er fyrir bestu í þeirri stöðu, sem upp kemur hverju sinni, vegna þess að í samningum við önnur ríki fæst aldrei hið besta, aldrei allt sem við viljum. Um þriðja atriðið er það að segja, að fyrst við erum í Atlantshafsbandalaginu þá eigum við að eiga aðgang að öllu, sem þar fer fram. Hér er herstöð og meðan hún er þá eiga islendingar að taka fullan þátt í öllum umræðum um hernaðarmálefni innan banda- lagsins. Hér eiga að vera menn, sem þekkja þessi efni frá grunni, svo við þurfum ekki að sitja uppi með það, að vita ekki hvort hér eru kjarnorkuvopn eða ekki, hver séu helstu verk- efni unnin í herstöðinni eða hvert eða til hvers hlustunar- kaplar teygja sig út frá ströndum landsins. Það verður að hafa menn í þjónustu ríkisins sem þekkja eitthvað til hermála og geta gefið upplýsingar og ráð um þau efni. Hingað til höfurn við verið háðir ummælum erlendra manna, sem fróðir eru um hernað. Árangurinn er sá, að jafnvel íslenskir stjórnmála- menn hafa rætt um hernaðar- málefni út frá ummælum alls konar hershöfðingja út um allan heim og sótt til þeirra rök fyrir heimagerðum skoðunum sínum á eðli og ástandi her- stöðvarinnar í Keflavík. Mál er að linni slíkum „rökum". Ég taldi að landhelgismálið hefði sýnt íslendingum nægilega vel inn í þann blekkingarvef, sem við höfum sjálfir ofið okkur, til að koma af stað umræðum um raunverulegt eðli utanrikis- mála og á grundvelli þess væri unnt að koma af stað umræðum um nauðsynina á lágmarks- einingu um stefnu okkar í þeim málum. Þrátt fyrir veigamikla galla benti þó utanríkisstefna vinstri stjórnarinnar í rétta átt. Samningarnir við Breta 1973 og svo Oslóarsamningurinn frá í vor eru einnig merki um ný viðhorf. Þær jákvæðu móttökur sem Oslóarsamningurinn fékk meðal þjóðarinnar sýndi, að fyrir hendi er vilji til vopnahlés í stríóinu um utanríkismálin. Eg held að það væri hollt að slíðra sverðin um sinn og beina kröftunum að þeim miklu verkefnum, sem fram undan eru, í stað þess að eitra loftið með ófrjóu karpi um gerða hluti. Látum óskhyggjuna víkja og horfumst í augu við það heillandi verkefni að skapa hér réttlátt og gott þjóðfélag. Og minnumst þess, að einu ríkin, sem ef til vill hafa snefil af áhuga fyrir því að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð, frjálst ríki, eru Norðurlöndin. Haraldur Ólafsson lektor

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.