Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 -----------------------------\ 4 Sala á raforku til útlanda: Samstarf smaður Von Braun kom hingað til viðrœðna — sœstrengur einnig talinn konra sterklega til greina Kunnur bandarískur geim- rannsóknarmaður, dr. Krafft A. Ehricke, kom hingað til lands í marzmánuði sl. til þess að kynna sér orkulindir íslend- inga og kynna ráðamönnum orkumála hérlendis nýjustu rannsóknir, sem nú standa yfir, og tilraunir með sendingu há- spennuraforku um langar vega- lengdir með örbylgjum um gervihnetti. Var hann hingað kominn fyrir milligöngu ræðismanns íslands í New York sem átt hafði við hann undirbúnings- viðræður um málið. Dr. Ehricke er fyrir löngu kunnur í Bandaríkjunum og víðar fyrir störf sín við geimferðaáætlanir þjóðarinnar og einn nánasti samstarfsmaður Werner Von Braun, er hann var yfirmaður geimferðaáætlunarinnar. Einnig starfaði hann með honum við framleiðslu fyrstu eldflauganna í Peenemiinde á síðustu árum heimsstyrjaldar- innar en dr. Ehricke er þýzkur að uppruna. Kvað dr. Ehricke sér kunn- ugt um orkuauðlindir tslend- inga og vildi hann athuga hversu mikinn áhuga íslenzkir ráðamenn hefðu á þessu máli, með útflutning raforku til orkusnauðra landa um gervi- hnött fyrir augum. Sérstakan áhuga hafði dr. Ehricke á jarðvarmaorkunni sem hann taldi líklegt að væri mun meiri heldur en núverandi þekking á jarðhitasvæðunum gæfi til kynna. Hann hefur sent íslenzkum ráðamönnum niðurstöður sinna kannana og hafa þær verið til athugunar síðan. „Ef gera á rafmagn að út- flutningsvöru og afla þannig gjaldeyris, er í stórum dráttum um þrjár leiðir að ræða,“ sagði Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra í viðtali nú fyrir skömmu. í fyrsta lagi taldi ráðherra að hægt væri að nota orku til orku- freks iðnaðar í landinu eða svo nefndrar stóriðju. í öðru lagi væri hægt að selja raforku um gervihnött til annarra landa, eins og að framan er geint, og í þriðja lagi kæmi til greina að selja rafmagn til útlanda með því að flytja það um sæstreng. Ráðherra fól Orkustofnun að hefja viðræður við svissneska verkfræðifyrirtækið Electro- watt um möguleika á því að flytja raforku með sæstreng héðan til Skotlands. Var þar hreyft á ný nokkurra ára gam- alli hugmynd sem ekki hafði verið talin tímabær við fyrstu athugun árið 1970. Athugunin, sem fór fram í fyrra og hittiðfyrra, miðaðist við það að orkuflutningur færi fram með háspenntum rak- straum um sæstreng sem lagður yrði milli landanna í þessu skyni. Þar var miðað við að flutt yrðu 2000 MW með sæstreng 900 km leið til Skot- lands og afhent þar sem sam- keppnisfær raforka við það sem framleitt er í kjarnorkuverum í Bretlandi. Komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að tæknilega væri þetta ekki óráðlegt ef tekizt gæti að finna leið fyrir strenginn milli Færeyja og Skotlands á minna en eins km dýpi. Varáandi fjárhagshliðina var talið að þetta væri hagkvæmt ef hægt væri að framleiða orkuna fyrir sjö mill á KWh, (mill er einn þúsundasti partur úr doll- ara, ca 19 aurar) færi kostn- aður yfir 16 mill var þeta hins vegar talið óráðlegt. — HP. Þeir berjast við skœðustu höfuð- skepnuna Það er líklega nokkuð erfitt að ná öllu slökkviliði Reykja- víkur á eina mynd. En þetta er það næsta sem hægt er að komast þvi að sinni, eitthvað um helmingur hinna vösku manna sem etja kappi við þá höfuðskepnuna sem getur valdið okkur hvað mestu tjóni, eldinn. Þeir komu saman, piltarnir á stöðinni, eftir útför eins félaga þeirra á dögunum. Við það tækifæri tók Árni Páll. ljós- myndari DB, þessa mynd. Norrœn róðstef na um f iskimól í Reykjavík Norræn Fiskimálaráðstefna sú 15. í röðinni, verður haldin í Reykjavík dagana 17.-19. ágúst. Er hún haldin á vegum Sjávar- útvegsráðuneytisins og mun Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra setja hana að Hótel Sögu. Alls mun um 230 fulltrúar sækja ráðstefnuna, þar af um 80 Islendingar. Fluttir verða finim fyrirlestrar, þar af þrír af íslenzkum aðilum, þeim dr. Sigfúsi Schopka fiskifræðingi, dr. Birni Dagbjartssyni forstjóra Rannsóknarstofnunar Fisk- iðnaðarins og dr. Jónasi Bjarna- syni verkfræðingi. Sex vinnunefndir munu starfa og verða frummælendur frá öllum Norðurlöndunum. Þar verður m.a. rætt um mengun, nýtingu sjávarafla, rannsóknir, útflutning og markaðskönnun o.fl. Auk Matthíasar Bjarnasonar munu tveir norrænir ráðherrar sækja ráðstefnuna, þeir Poul Dalsager frá Danmörku og Peter Reinert frá Færeyjum. —,IB— Nýtt og glœsilegt hótel íÓlafsvík: ÞEIR KALLA ÞAÐ MAFÍUNA t daglegu tali er nýja hótelið í Ólafsvik kallað Mafían. Þetta viðurnefni er þannig tilkomið að útgerðarmenn og fiskverkendur staðarins mynduðu eins konar ,,mafiu“ eða félagsskap sem hafði það á stefnuskrá sinni að reisa vertíðarfólki glæsileg húsa- kynni til íveru, þannig að fólki líði sem bezt meðan það dveldi í hinni miklu verstöð. Þegar vertíð er lokið breytist skyndilega andrúmsloftið í Ólafsvík eins og i öðrum ver- stöðvum. Vertíðarfólkið hverf- ur hvert til sins heima, það kemur víða að af landinu og jafnvel utanlands frá í staðinn koma ferðamenn, innlendir og erlendir. Tíl að nýta þá góðu aðstöðu sem þegar var búið að skapa I Sjóbúðum var ákveðið að leysa Hádegisverði aflokið — og þá er það matseðil! kvöldsins. Rúnar Marvinsson og Ágúst Tómasdóttir bera saman bækur sínar. jafnframt þörfina fyrir gisti- rými fyrir ferðafólkið. Jafnframt því að Sjóbúðir hafa 38 tveggja manna her- bergi á sumrin til ráðstöfunar fyrir vegmóða ferðamenn, er alltaf haldið nokkrum her- bergjum lausum að vetri til fyrir þá sem ber að garði. Vertíðarfólkið nýtir hins vegar stærstan hluta hús- rýmisins yfir veturinn. Tveir ungir menn, Rúnar Marvinsson og Jón Þór Einars- son, tóku að sér reksturinn, Rúnar frá því Sjóbúðir tóku til starfa fyrir hálfu öðru ári en Jón Þór frá því í september s.l. „Ferðamannastraumurinn i sumar hefur verið talsverður og annir miklar á hótelinu," sagði Rúnarer fréttamaður DB ræddi við hann. „Ég hef tekið eftir því að þeir sem koma einu sinni á Snæfellsnesið koma hvar eftir annað aftur. Tími til kominn að Islendingar skoði eitthvað fleira en Þingvelli og Mývatnssveit,“ sagði hann. —JBP Starisioikio i Hotei sjóbuðum. Talið frá vinstr-': Jón Þór Einarsson, Ágústa Tómasdóttir, Guðrún Blöndal. Rúnar Marvinsson og Jennetta Bárðardóttir. (DB-mynd Arni Páll) «. - 3 i 1 1 f f r: . j 'S. • ■ lr^.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.