Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDACUK 12. ACUST 1976.
frfálst. óháð dagblað
l-’tí»efanUi Dat'blaðió hf.
FramkvæmUastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birjíir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helfíason. Aóstoðárfrétta-
stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reyktlal. HanUrit
Asnrimur Pálsson.
Blaóamenn. Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. BerKlinU ÁsyeiisUóttir. Brayi Siuurðsson.
Erna V. IngólfsUóttir, Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helyi Pétursson. Jóhanna Biryis-
Uóttir. Katrín PálsUóttir. Kristín LýösUóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Vahlimarsson. Ljósmymlir:
Arni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Raanar Th. Siyurós^on
GjalUkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. HallUórsson.
ÁskriftargjalU 1000 kr. á mánuði innanlanUs. í lausasölu 50 kr.».intakið.
Ritstjórn Sfðumúla 12. slmi 83322. auglýsirigar. áskriftirog afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022.
SiUninit o« umbrot: Dagblaðið hf. og SteinUórsprent hf.. Ármúla 5.
MynUa-ogplötugerð' Hilmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf.. Skeifunni 19.
Eyðilegging kjarasamninga
Til hvers eru kjarasamningar?
Von er, að fólk spyrji. Það hefur
einkum orðið Ijóst eftir síóustu
skattpíningartilkynningu hins
opinbera, að til lítils var fyrir
verkafólk að knýja fram kaup-
hækkun með verkfalli síðastliðinn
vetur.
Þaó er til lítils fyrir verkafólk að setjast að
samningaborði með atvinnurekenUum og
semja um þessa eða hina prósentuhækkunina.
Ríkisvaldið hefur,ríkisstjórn eftir ríkisstjórn,
iðkað aó stela af launþegum því, sem þeir hafa
náó fram í samningum. Þetta hefur stundum
verið gert meö því að fella úr gildi umsamdar
vísitölubætur á laun. Stundum var þetta gert
meó gengisfellingum, þótt nú séu í samningum
ákvæói um, aó þeir falli úr gildi, ef um „veru-
lega“ gengisfellingu sé að ræða. Nú er þetta
fyrst og fremst gert með skattpíningu.
Aðalheióur Bjarnfreðsdóttir, formaður
Starfsstúlknafélagsins Sóknar, gerði þessu
máli skil í kjallaragrein í Dagblaðinu í síðustu
viku-. Hún nefnir dæmi um verkamann, sem
hafói fyrir verkfall sextíu og tvö þúsund
krónur á mánuði. Hann var í hálfan mánuð í
verkfalli og tapaði þrjátíu og einu þúsundi af
mánaóarlaunum. Hann fékk ekki láglauna-
bætur, og laun hans hækkuóu aðeins upp í
sextíu og fimm þúsund krónur.
Þessi verkamaður tapaði ekki aðeins rúmum
þrjátíu þúsundum vegna verkfallsins, sem
verkalýðsfélögin töldu óhjákvæmilegt að grípa
til. Verðhækkanirnar hafa hirt þær
kauphækkanir, sem hann fékk. Sér-
fræðingarnir telja, að kauphækkanir ársins
nægi ekki fyllilega til að vega upp á móti
hækkunum verðlagsins.
Ennfremur hefur hin mikla hækkun skatt-
teknanna, sem hið opinbera hirðir, tekið
mikinn toll af launaumslagi verkamannsins.
Það er augljóst, að verkamaðurinn stendur
miklu verr eftir en fyrir kjarasamningana,
þegar ekki er aðeins tekið tillit til kaupmáttar
launa hans heldur kaupmáttar launanna, eftir
að skatturinn hefur verið greiddur. Mönnum
hættir til að horfa á kaupmátt tímakaupsins
en gleyma þá, aó það, sem máli skiptir, er
auðvitað kaupmáttur launanna eftir skattinn.
Verkalýðsfélögin gerðu tilraun til þess í
síðustu samningum að semja við ríkisstjórnina
um tryggingu kaupmáttar, skattamál og önnur
slík, sem mestu skipta.
Það er augljóst, að kjarasamningar vió at-
vinnurekendur nægja ekki.
Viósemjandi verkalýðsfélaganna hlýtur fyrst
og fremst að vera ríkið sjálft.
Þegar sú von brást, að unnt væri að semja við
ríkið, neyddust verkalýðsfélögin til að knýja
fram prósentuhækkun launa með verkfalli.
Skattseóillinn hefur nú sýnt, betur en áóur
var séð. tilgangsleysi kjarasamninganna frá
síðastliðnum vetri. Þetta á að veróa lærdóms-
ríkt, þannig að samningamönnum launþega
skiljist enn betur, hvar hnífurinn stendur í
kúnni.
Þoð sem Amin sagði
fró degi til dags:
Dagana fyrir og eftir atburð-
ina á Entebbe-flugvelli varð Idi
Amin forseti Uganda enn einu
sinni til þess að gera allan um-
heiminn steinhissa á því
hvernig þjóðhöfðingi i Afríku
getur sagt og gert eins mikla
vitleysu og hann lét út úr sér og
gerði við hin ýmsu tækifæri.
Svo oft varð hann þversaga að
fólk rak í rogastanz. Hér á eftir
fara nokkur af hinum furðu-
legu ummælum og gerðum
mannsins eftir flugvélaránið,
sem lá við að yrði örlagaríkt
fyrir alheiminn:
30. júní: Atburðirnir við En-
tebbe-flugvöll eru í fullum
gangi. Amin kemur á staðinn
sem sjálfskipaður samninga-
maður og „frelsandi engill“.
Um útvarpið í Kampala koma
þær upplýsingar að Amin hafi
haft samband við „.bezta vin
sinn“, ísraelska ofurstann, Bar
Lew, i Israel í síma, og beðið
hann að koma þeim skilaboðum
til ríkisstjórnarinnar að hún
gangi að kröfum flugræningj-
anna.
2. júli: Tilkynnt er í út-
varpinu í Kampala að Amin
hafi farið á þing Einingarsam-
taka Afrikuríkja í Mauritíus.
Sama daginn : „Gíslarnir 100
hafa það gott,“ segir Amin
starfsbræðrum sínum á þing-
inu. Þá segir hann að gíslarnir
hafi grátið af hræðslu er hann
fór frá flugvellinum. „Þeir
grátbáðu mig um að vera hjá
þeim og hjálpa þeim,“ segir
hann sigri hrósandi.
Þá segir Amin að hann telji
kröfur flugræningjanna rétt-
lætanlegar og sanngjarnar.
4. júlí: Amin er æfareiður
vegna aðgerðar ísraela á En-
tebbe og segist munu krefjast
þess að málið verði rætt 1
Öryggisráðinu. í símaviðtali við
ísraelskan fréttamann segir
hann: „Nú hafið þið gert mér
ljótan grikk.“ Svo hellir hann
sér yfir ísrael að gömlum sið.
5. júlí: Uganda á rétt á
hefndaraðgerðum gegn Ísrael,
segir Amin.
6. júlí: Eftir að hafa hund-
skammað blaðamann, tveim
dögum áður, er Amin með mild-
ara móti. Hann segir við annan
ísraelskan blaðamann: „Ég átti
enga samvinnu við flugræn-
ingjana. Ég vildi aðeins reyna
að frelsa gíslana frá ísrael. Ég
vii alltaf hjálpa þeim sem vilja
aukinn frið í heiminum."
6. júlí: Nú sér Amin óvini
alls staðar: „30 flugvélar óvin-
anna eru á leið að landamærum
landsins," segir hann þjóðinni í
tilkynningu i útvarpi. Og hann
bætir við: „Kenýamenn þurfa
ekki að óttast okkur. Við
munum ekki ráðast á þá.“
Leikin voru hergöngulög all-
an þann dag.
9. júlí: Óhugnanlegar upplýs-
ingar koma frá fyrrum lækni
Amins: „Amin er með sýfilis á
háu stigi."
Sama dag: Amin tilkynnir að
hann ætli á Ólympíuleikana.
11. júli: Nú sýnir Amin á sér
tvær hliðar: Hann hefur allt í
einu skipt um skoðun á að-
gerðum Ísraela á Entebbe:
„Sem l.r.t'aður fyllist ég
aðdáun á ac .erðum hinna dug-
miklu herrranna. Vil helzt
ekkert hafa með arabíska
skæruliða að gera.“
12. júlí: Amin sendir tólf
þúsund manna herlið að landa-
mærum Kenýa.
14. júlí: Amin hellir sér yfir
Breta og Kenýamenn og gefur
fyrirskipun um að skjóta niður
allar flugvélar sem kunni að
koma að sækja brezka rikis-
borgara í Uganda.
15. júlí: Amin segir að Bretar
séu hans beztu vinir.
16. júlí: Nú hundskantmar
Amin lögregluna í Uganda
fyrir að hafa sýnt hugleysi við
aðgerðirnar á Entebbe.
21. júlí: Í símasamtali við
dóttur Bar Lew í Ísrael segir
Amin að hann muni hefna sín
grimmilega á þeim, annaðhvort
með árás úr lofti eða méð land-
her. Sama dag lýsir hann þvi
yfir við útvarpíð í Kampala, að
hann hyggist fara pílagríms-
ferð til Ísrael.
22. júlí: Amin ber til baka
sögusagnir þess efnis að stór
hluti hersins hafi gert byltingu.
Um leió ræðst hann harkalega
gegn Kenýamönnum.
24. júlí: Enn ber Amin til
baka þær fréttir að reynt hafi
verið að ráða hann og
fjöldskyldu hans af dögum.
Skothríð sem heyrðist frá for-
setahöllinni var alls ekki nein
byltingartilraun, segir hann.
„Þetta voru bara ég, konurnar
mínar tvær og fjögurra ára
sonur minn sem vorum að æfa
okkur í garðinum." Samkvæmt
því sem Amin segir æfðu þau
sig á loftvarnarbyssur.
Hin hliðin á Amin: Hann er talinn hafa iátið myrða fjölda stúdenta
við háskólann í Makare undanfarnar vikur, enda er honum í nöp við
gáfumenn, að hætti fiestra einræðisherra.
Mjólkursölumálin
1 Dagblaðinu nýlega er rætt
við Gunnlaug Ólafsson skrif-
stofustjóra Mjólkursamsöl-
unnar í sambandi við lokun
mjólkurbúðanna og þar segir
m.a.: „Margar verzlanir í gamla
bænum hafa litla sem enga
möguleika á því að selja
mjólk.“ Svar Gunnlaugs viö því
er að Mjólkursamsölumenn
geri sér þennan vanda Ijósan.
Hins vegar væri þetta mest
gamalt fólk sem litla mjólk
keypti. Svo mörg eru þau orð.
Það virðist hreinlega eiga aó
„afskrifa" eldri borgara sem
neytendur mjólkurafurða.
Það er auðséð á þessari full-
yrðingu skrifstofustjórans að
hann er lítt kunnur matarvenj-
um gamla fólksins, en þær
þekki ég úr ýmsum áttum. Og
aðalmaturinn sem fólk neytir,
sem komið er á efr' ^r, er fiskur
og mjólkurafurðir, skyr, súr-
mjólk, jógúrt, mjólk eða undan-
renna, sem margir taka fram
yfir mjólkina ef hún þykir of
fiturík fyrir viðkomandi.
Nú háttar svo til í gamla
hverfinu, sem ég bý í, að ég
verzla við „kaupmanninn á
horninu“ — litil en góð verzl-
un. Þar er engin aðstaða til
mjólkursölu. í sama húsi er lílil
fiskbúð og mjólkurbúð.
Skammt frá, á öðru horni, er
nýlenduvöruverzlun í gömlu
húsi og ekkert aukarými þar.
Þetta „horn“ í mínu hverfi, þar
sem við getum keypt daglegar
lífsnauðsynjar, er okkur alveg
ómissandi. En ég vil jafnframt
geta þess að það er ekki aðeins
gamalt fólk sem býr í gamla
Kjallarinn
Bjarnveig Bjarnadóttir
bænum. Hér í kringum mig býr
fjöldi barna og unglinga sem
áreiðanlega neytir mjólkuraf-
urða í ríkum mæli.
Það er ekki hægt að afgreiða
þetta mál á þann hátt að ill-
mögulegt sé að selja mjólk í
gömlu hverfunum, enda búi
þar mest gamalt fólk sem litla
mjólk kaupi. Þessi umsögn er
kaldtanaleg í meira lagi. Þeir
sem þrælað hafa allt sitt líf,
greitt skatta sína og skyldur við
þjóðfélagið, eiga nú að verða
,,úr leik“ hvað snertir kaup á
heilnæmustu fæðunni, nema þá
að hægt sé að arka langa leið í
eitthvert nýtízkuhverfið til
þess að nálgast hana.
Borgaryfirvöld verða að
skerast hér i leikinn. Slík
breyting, sem framundan er á
sölu mjólkurafurða, verður að
gerast með það í huga að stór
hverfi verði ekki afskipt. Ágæt
og vel búin mjólkurbúð á okkar
„horni“ hér í hverfinu verður
að fá að starfa áfram og alls
staðar í gömlu hverfunum þar
sem aðstæður eru svipaðar og
hér um ræðir.
Er ekki sá möguleiki fyrir
hendi að stúlkur þær sem
starfað hafa sem einskor.ai
verkstjórar í mjólkur- og brauð
búðunum fái verzlunarleyfi og
starfræki þessar búðir á eigin
spýtur þar sem kaupmenn geta
ekki sinnt þessari sölu?
En eitt er víst. Borgaryfir-
völd þurfa að ihuga þetta mál
og finna ráð til úrbóta áður en i
óefni er komið.
Bjarnveig Bjarnadótlir
húsmóðir.