Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1976. Tvö mörk KR en jof nt þó :kkert að gert og Trausti er of seinn til varnar. DB-mynd Bjarnleifur. nir á sigur d og bikar n íslandsbikarinn, Fram 2-1 íbikarkeppni KSÍ betur og Jón átti engra kosta völ nema brjóta á Inga og Eysteinn Guðmundsson dæmdi umsvifa- laust vitaspyrnu. Ingi Björn tók hana sjálfur og skoraði örugglega 2-1 og Valur í undanúrslit Bikar- keppni KSÍ. Ingi Björn hefur nú skorað 17 mörk í 1. deild og Bikarkeppni KSÍ — langmarkhæstur allra leikmanna samanlagt. Leikinn dæmdi Eysteinn Guðmundsson — en sá ljóður er á ráði hans að það lið er brýtur á andstæðingi sínum hagnast oft á brotinu. En einmitt, aðall góðs dómara er að láta leik halda áfram ef sá er brotið er á heldur knettinum og sóknin getur haldið áfram ótrufluð. „Eruð þið með reglugerðina?" spurði dómari bikarleiksins milli Breiðabliks og KR, Magnús Pétursson, eftir að liðin höfðu sýnt alveg dæmafáa knattspyrnu í tvisvar 45 mínútur án þess að fá skorað. Dómarinn vissi ekki hvað gera átti, hann gekk því yfir völl- inn þveran og sneri sér að Ellert B. Schram, formanni Knatt- spyrnusambandsins, sem þar stóð í KR-hópnum. Að sjálfsögðu á dómari að taka ákvarðanir á leikvanginum, og eftir mikið japl, jaml og fuður var haldið áfram, 2x15 mínútur. Og þá loks tóku mörkin að sýna sig. KR skoraði fyrst, og þótti engum mikið. KR hafði nefnilega átt mun meiráí leiknum, og tækifær- in, þau fáu sem fengust, voru yfirleitt upp við Breiðabliksmark- ið. Þaðgerðist eftir 13 mín. leik að Jóhann Torfason fékk boltann i upplögðu tækifæri og smellti knettinum umsvifalaust í netið. Sá sem mestan átti þó heiðurinn varhinnefnilegiútherji KR, Hálf- dán Örlygsson, sem sýndi einstak- lingsframtak og góða fyrirgjöf á Jóhann. 1 seinni „litla hálfleiknum“ voru 7 mínútur liönar þegar bráðmeinlaust en langt innkast frá vinstri barst inn að KR- markinu. Magnús markvörður virtist eiga þennan bolta. En hvað skeður? Knötturinn fellur ofan á koll Hauks Ottesen, og þaðan í háum og glæsilegum boga inn í eigið mark! Þannig lauk þessum tilþrifa- litla leik með jafntefli 1-1. Nýr leikur mun því fara fram milli aðilanna til að fá úr því skorið hvort félaganna fer í 4 liða úrslit í bikarkeppni KSÍ. KR var öllu betri aðilinn í þessum leik, átti fleiri tækifæri og öllu meira fjör virtist í mann- skapnum. Annars vantaði alla. hreyfingu á liðin, jafnvel áhuginn virtist ekki með í förum þarna úti á vellinum. Einhverntíma í sumar kvartaði undirritaður yfir áhugaleysi áhorfenda í Kópavogi á sín- Hins vegar segir höfundur þessa bréfs að JBP hafi ritað um leik Fram og UBK í Vísi. Það er rangt, — það var í Dagblaðið. Svo virðist sem sami höfundur telji að JBP sé einhver senditík frá Reykjavíkurliðunum. Það er líka rangt. JBP er Kópavogsbúi í 13 ár og hefur tekið þátt í starfi Breiða- bliks á þeim árum. En þetta var útúrdúr um blaðamenn, sem brigzla blaðamönnum um óvönd- uð vinnubrögð. Áhorfendur voru talsvert margir í ágústnepjunni á Kópa- vogsvelli. Dómarinn, Magnús Pétursson, verður að undirbúa sig undir leiki, í bikarkeppninni a.m.k. Er það ekki neyðarlegt að þurfa að spyrja áhorfendur um hvernig útfæra á slíka leiki? — JBP — — Breiðablik og KR skildu jöfn 1-1 og gerði KR sjálfsmark og þvíþarf aukaleik um JrtetmavoUu- Höfundur fréttaíréfs þeirra Breiðabliks- manna hefur gert þau orð að sínum. í gærkvöldi var liðið mun betur hvatt en fyrr, — en líklega hafa Blikarnir valdið sinu fólki á áhorfendapöllunum og í stúkunni (sem snýr GEGN kvöldsólinni!), sem reyndar er í smíðum, áköfum vonbrigðum. Þeir voru ekki sama lið og það sem halað hefur inn hvert stigaparið á. fætur öðru aó undanförnu. Vonandi að hér sé um stundarfyrirbrigði aó ræða. íþréttir Si 1 imarið er bil iað liggur í 1 karár loftinu r IA i! — sagði Mike Ferguson, þjálfari ÍA eftir sigur Skagamanna gegn bikarmeisturum 1 Keflavíkur, 3-1 „Eg er ákaflega ánægður með leik strákanna gegn Kefivíking- um. Við reyndum að spila knatt- spyrnu, rétt eins og við höfum verið að reyna í allt sumar. Það hefur ekki alltaf gengið upp hjá okkur en það gerði það nú,“ sagði Mike Ferguson, þjálfari íslands- meistara Akraness eftir sigur gegn bikarmeisturum Keflavik. Sigur gegn liðinu er í fyrrasumar sigraði Akranes í úrslitaleik á Laugardalsleikvanginum. Sigur Skagamanna var sanngjarn og verðskuldaður, 3-1. „Við höfum ekkert talað um bikarinn hingað til. Tókum leik- inn gegn Keflavík eins og hvern annan ’eik. Þó má finna að leik- menn eru staðráðnir í að sigra. Það er eins og liggi í loftinu að árið í ár verður bikarár Skaga- manna,“ sagði Ferguson ennfrem- ur. Já, Islandsmeistarar Akraness tryggðu sér örugglega rétt í undanúrslit bikarkeppni KSl. Um 900 manns sáu leikinn milli þessara erkifjenda, sem í svo mörg ár hafa eldað grátt silfur á knattspyrnuvöllum. Leikurinn var furðu vel leikinn ef marka má þær aðstæður, sem liðin máttu sætta sig við. Völlur- inn á Akranesi er ákaflega þungur og eitt forarsvað fyrir framan mörkin og einmitt forar- eðjan átti sinn þátt í tveimur af þeim mörkum er skoruð voru. En siðar að því — snúum okkur fyrst að leiknum. Skaga- menn byrjuðu mjög vel og höfðu ávallt undirtökin í fyrri hálfleik. Þó gerðu þeir ekki nema eitt mark og þar var að verki hinn. skemmtilegi og svo mjög efnilegi leikmaður Skagamanna, Pétur Péturssort. þegar hann skoraði á 26. mínútu af stuttu færi. Þrátt fyrir yfirburði tókst Skagamönnum ekki að nýta þá í fleiri mörk en hins vegar tókst bikarmeisturunum að jafna fyrir hálfleik. Þá var að verki Steinar Jóhannsson þegar hann skaut' föstu skoti utan af kanti og virtist knötturinn breyta um hraða í-eðj- unni og fór undir Hörð Helgason markvörð lA. Keflvíkingar sóttu stíft í byrj- un síðari hálfleiks en ekki tókst þeifti að knýja fram mark. Skaga- menn náðu síðan smám saman undirtökunum í leiknum os loks á 35. mín. tókst Skagamönnum að bæta við marki. Þar var að verki Árni Sveinsson er undanfarið hefur verið i mikilli sókn, si- vaxandi leikmaður. Árni skaut góðu skoti af löngu færi — knött- urinn breytti um stefnu í drull- unni og áttaði Þorsteinn Ólafss. markvörður Keflvíkinga sig ekki á því. Hann fór úr jafnvægi og knötturinn sigldi í markið, 2-1. Aðeins fimm mínútum síðar gulltryggðu Skagamenn sigur sinn þegar Sigþór Ömarsson skallaði knöttinn laglega í mark- ið, 3-1. Sigþór kom inn fyrir Teit Þórðarson, sem ekki mátti leika vegna keppnisbanns. Skagamenn eru því komnir í undanúrslit en í dag verður dregið í bikarkeppninni. h halls. Ingi Björn Albertsson hefur verið iðinn við að skora fyrir Val í sumar. Hann hefur skorað alls 17 mörk í 1. deildinni og bikarnum, 11 í deild — 6 í bikar. Hér fagnar Ingi Björn fyrra marki sínu í gærkvöld — hann á skilið að fá að reyna sig með landsliðinu! DB- mynd Bjarnleifur. Óvœnt úrslit í útimótinu! íslandsmótið í útihandknatt- leik er þegar hafið og hafa fjórir leikir farið fram í kvennahand- knattleiknum. Á þriðjudags- kvöldið sigraði FH nágranna sína úr Hafnarfirði, Hauka 13-7 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 5-2. Þá léku einnig Ármann og HSK og sigruðu Ármannsstúlkurnar 18-5 eftir að þær höfðu yfir í hálfleik 7-2. 1 gærkvöld voru leiknir tveir leikir og komu úrslit í leik Hauka og Fram mjög á óvart því Hauka- stúlkurnar sigruðu íslandsmeist- arana 11-7. Staðan í hálfleik var 5-5 en hafnfirzku stúlkurnar sigu fram úr i síðari hálfleik og tryggðu sér óvæntan sigur. Valur lék við HSK og sigruðu Valsstúlkurnar örugglega 20-5. Baráttan í A-riðli stendur því milli Hauka, Fram og FH en í B-riðli milli Vals og Armanns. Lilleström í forystu! Lilleström hefur nú náð þriggja stiga forystu í 1. deild norsku knattspyrnunnar — Ham- Kam er í öðru sæti eftir mjög góða byrjun og Mjöndalen í þriðja sæti. Markakóngur þeirra Norð- manna, Pal Jacobsen, Ham-Kam, hefur verið iðinn við að skora — alls 15 mörk í 13 leikjum en í landsleiknum gegn Islandi fyrr í sumar var hann sá eini, sem virtist geta ógnað íslenzka mark- inu. Tom Lund hjá Lilleström er í öðru sæti með 13 mörk — Egil Solberg, Mjöndalen með 9. Annars er staðan í norsku deildinni þessi: Lilleström 13 9 3 1 28-10 21 Ham-Kam 13 7 4 2 26-10 18 Mjöndalen 13 7 4 2 22-12 18 Viking 13 4 7 2 17-12 15 Brann 13 5 5 3 19-17 15 Rosenborg 13 4 4 5 10-12 12 Strömsgodset 13 3 6 4 13-23 12 Start 13 3 5 5 12-14 12 Bryne 13 3 4 6 15-23 10 Molde 13 3 3 7 16-22 9 Fredrikstad 13 2 4 7 14-25 8 Vard 13 0 7 6 9-21 7 ,13

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.