Dagblaðið - 12.08.1976, Side 8

Dagblaðið - 12.08.1976, Side 8
8- /* V DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. AGÚST 1976. blóð 70 sinnum aðrir sem gæfu blóð í sér- stökum tilfellum. Ætti það vel við að ættingjar og vinir þeirra sem á blóði þyrftu að halda gæfu blóð í Blóðbankann í staðinn. Blóðsöfnunarbíll Rauða krossins hefur heimsótt marga staði og vinnuhópa í sumar. Síðast var billinn í Borgarnesi. Þá gáfu 80 manns blóð, m.a. smiðir við Borgarfjarðarbúna nýju. Met í söfnunarferð bílsins var nýlega sett í Sigöldu. Þar gáfu 166 manns blóð. Þár er lfka einn fjölmennasti vinnu- flokkur landsins eða um 600 manns. -A.St. — stuðráðmn í að gefa 100 sinnum Stefán er farinn að kunna vel við sig á bekknum eftir 70 blóðgjafir. En á bekkinn er hann staðráðinn í að leggjast til blóðgjafar. minnsta kosti 30 sinnum í viðbót. Það fer vel á með honum og Höllu hjúkrunarkonu — enda orðin dável kunnug. Stefán Jónsson liggur þarna á einum blóðgjafabekkja Blóðbankans. Halla Sigurbjörnsdóttir mælir blóðþrýsting hans. Þær mælingar og blóðtöku hefur hún stundað frá stofnun Blóðbankans 1953. DB-m.vndir Árni Páll. Sjötiu sinnum hefur maður að nafni Stefán Jónsson frá Stokkseyri iagzt á bekk i Blóðbankanum og gefið blóð. Hann er sá íslendingur sem langoftast hefur gefið blóð. Kveðst hann staðráðinn í að gefa blóð 100 sinnum. Stefán, sem vinnur hjá Raf- magnsveitum ríkisins við mæla- álestur, á á heimili sínu fagran silfurkertastjaka. Hann er gjöf frá Blóðbankanum. Stjakinn er áletraður og var afhentur Stefáni þá er hann hafði gefið blóð 50 sinnum. Við sama tæki- færi fékk hann eirmerki RKÍ. Stefán er tæplega 54 ára gamall, fæddur 16. nóvember 1922. Hann gaf fyrst blóð 6. október 1958. Hann hefur því mætt í Blóðbankanum fjórum sinnum á ári síðan og alls gefið um 32 lítra af blóði, því tæpur hálfur lítri er tekinn við hverja blóðgjöf. Stefán sagði í stuttu viðtali við Dagblaðið; að aldrei hefði hann fqndið mun á líðan sinni eftir blóðgjöf og fyrir nema þá kannski helzt að honum liði betur eftir, eins og hann sagði brosandi. Blóðgjöf Stefáns hófst með því að hann mætti í Blóðbankanum ásamt fjórum félögum sínum hjá Rafmagns- veitunum til blóðgjafar vegna þess að vinnufélagi þeirra þurfii á blóðgjöf að halda. Þegar það var hafði Blóðbankinn starfað í 5 ár en hann var stofnaður 1953. Hvatamaður að því var Elías Eývindsson fyrsti „Blóðbanka- stjórinn". Starfskona frá byrjun hefur veriö Halla Sigur- björnsdóttir, sem enn starfar þar. Er hún mörgum blóðgjöfum kunn, því vel tekur hún á móti þeim, með blíðu brosi, vingjarnlegu tali og fáir munu hafa boðið fleirum til kaffidrykkju en Halla. Halla kvað það ánægjulegt hve stóran hóp vina og stuðningsfólks Blóðbankinn ætti. Fólk sem ávallt kæmi þegar á það væri kallað og Hefur gefið / FLESTAR BUÐIRNAR SÆKJA UM MJÓLKURSÖLULEYFl — segir Hreinn Sumarliðason kaupmaður, f ormaður mjólkursölunef nadar ,,Það er enginn listi til yfir þær búðir sem koma til með að selja mjólk eftir breytinguna 1. febrúar næstkomandi," sagði Hreinn Sumarliðason kaup- maður, formaður nefndarinnar sem sér um mjólkursölumálin. ,,Það er ákveðið af borgar- læknisembættinu hvaða búðir hafa aðstöðu til sölu mjólkur og embættið á eftir að fjalla um þetta mál,“ sagði Hreinn. ,,Ég tel að velflestar mat- vörubúðir á Stór- ,,Við þessi lög, er sett voru á Alþingi í vetur, um að smásala á mjólk verði lögð í hendur matvörukaupmönnum, er ljóst mál að ekki verður um neinn starfsgrundvöll að ræða fyrir mjólkurbúðir á vegum Mjólkur- samsölunnar,“ sagði Stefán Björnsson forstjóri Mjólkur- samsölunnar. „Það hljóta allir að sjá að þegar mjólk fæst í matvöru- búðum hlytur fólk heldur að kaupa hana þar um leið og það Reykjavíkursvæðinu komi til með að sækja um leyfi til sölu mjólkur og geri ráð fyrir að obbinn af matvörubúðunum fái leyfi til að selja hana. Mjólk er ekkert erfiðari í meðhöndlun en margar aðrar viðkvæmar matvörur. Þessi breyting ætti einungis að leiða af sér aukna og betri þjónustu, því það eru miklu fleiri matvöruverzlanir en mjólkurbúðir. gerir önnur innkaup heldur en að sækja hana í næstu mjólkur- búð. Og það er alveg þýðingar- laust að vera með tvö kerfi á dreifingu mjólkur í gangi. Mjólkursamsalan kemur til með að verða heildsöluaðili og með ákaflega svipuðu sniði og Osta og smjörsalan. Ef Mjólkursamsalan þarf að bæta við sig starfsfólki á skrif- stofu við þessa breyt- ingu munum við vitanlega taka stúlkur úr þeim hópi sem Kaupmannasamtökin hafa sett á stofn vinnumiðlun fyrir þessar stúlkur og þær hafa for- gang hjá okkur um vinnu. En áhugi hjá stúlkunum virðist ekki mikill því ekki hafa marg- ar látið skrá sig énnþá. Tekið verður tillit til starfs- aldurs stúlknanna þegar þær verða ráðnar í störf í verzlun- um, og það getur ekki orðið um neinn verulegan mismun á launum að ræða við vinnu- skiptin. starfað hefur hjá okkur í mjólkurbúðum. En þetta kemur ekki til með að breyta neinu í atvinnumálum stúlkn- anna því þetta kæmi til með að vera svo lítill hluti þeirra sem við mundum taka.“ DB spurði Stefán að því hvort ekki hefði verið athugað hvort ekki væri grundvöllur fyrir að senda mjólk heim eins og tíðkast víða eriendis. „Við athuguðum þáð mjög gaumgæfilega á sínum tíma og Kaupmenn sætta sig alveg við þá álagningu sem er á mjólk og í samkomulaginu, sem gert var milli Mjólkursamsölunnar og Kaupmannasamtakanna um þessi mál, eru ákvæði um að verzlanir megi aldrei fara í mjólkursöluverkfall. Verðlagning mjólkur er í höndum 6 manna nefndar sem í eru fulltrúar neytenda og seljenda.“ -KL. leituðum jafnvel til sendibíla- stöðvar einnar um hvort hún mundi taka slíka þjónustu að sér. Kom i ljós að enginn grund- völlur var fyrir sliku hér á landi. Kostnaður við að gera út 1 vagn með 1 til 2 mönnum er það mikill að slíkt borgar sig alls ekki. Enda tel ég að ekki væri hægt að fá nægilega margt fólk til að starfa við slíkt. Heim- sending erlendis hefur verið á undanhaldi og sumstaðar alveg dottin úr sögunni." Farþegar til íslands: Flestir koma frá Norður- löndum Farþegum til landsins með skipum og flugvélum hefur fjölgað nokkuð ef miðað er við sama tíma í fyrra, þ.e. júlímánuð. íslendingar, sem komu til landsins í júlí í ár voru 7253 en voru 6030 í fyrra. Alls komu nú í júlí 17270 útíendingar en á sama tima í fyrra voru þeir 15169. Frá Bandaríkjunum komu 3982 en frá Norðurlöndunum voru flestir eða 4708. Vestur-Þjóðverjar voru einnig fjölmennir, þaðan komu 3426 manns. Frá Bretlandi kom aðeins 871 farþegi. Á yfirlitinu yfir farþega frá Utlendingaeftirlitinu má sjá að nokkuð slæðist inn í landið af farþegum frá fjarlægum löndum, t.d. komu 6 frá Singapore, 3 frá Saudi Arabíu, 2 frá Thailandi, 3 frá Líbanon og 38 komu frá Israel. Þrír farþegar komu hingað, sem höfðu ekkert ríkis- fang. ENGIN HAGRÆÐING í AÐ HAFA TVÖ DREIFINGARKERFI forstjóri M jólkurscmsölunnar —KP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.