Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 23
i).\< l'l \I MTl'D.U il' H 1L' A(,IST 1976. 23 1 Útvarp Sjónvarp D Útvarp kl. 20,20: Hvarf séra Odds Gömul harmsaga í nýjum búningi Leikrit vikunnar verður að þjssu sinni Hvarf séra Odds, eftir Agnar Þórðarson. Leik- stjóri er Rúrik Haraldsson en í helztu hlutverkum eru Steindór Hjörleifsson, Margrét Guðmundsdóttir, Anna Guð- mundsdóttir, Bríet Héðins- dóttir, Jón Sigurbjörnsson og Steinunn Jóhannesdóttir. Leikritið er byggt á sögnum um dauða sr. Odds Gíslasonar, sem átti að hafa borið að á voveiflegan hátt. Séra Oddur var prestur í Miklabæ í Skaga- firði, og lézt hann í janúar 1786. Þetta viðfangsefni er nálgazt með nokkuð sérstæðum hætti og þungamiðja leiksins er flutt út fyrir bæinn og notað það sem kallað er ,,flashback“, þ.e. sögu- maður er látinn rifja upp at- burði sem gerðust nokkrum árum fyrr. Séra Oddur kom illa fram við eina af vinnukonum sínum, Sólveigu að nafni. Hún var úr Fljótunum, smávaxin en skapheit. Hún gerðist þunglynd og fyrirfór sér og talið var að Oddur hefði átt þátt í þeirri framvindu mála hjá henni. Eins og venja var í þá daga fékk hún ekki leg í vígðri mold og sagan segir að hún hafi birzt séra Oddi og heitið honum því að hann skyldi hljóta sömu ■örlög, ekki heldur fá að hvíla í kirkjugarðinum. Höfundurinn, Agnar Þórðarson, fæddist árið 1917. Hann lauk stúdentsprófi árið 1937 og varð cand. mag. í íslenzkum fræðum frá Háskóla Islands 1945. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi og Bandaríkjunum. Agnar starfar sem bókavörður við Landsbóka- n—— Hér eru nokkrir af leikurum í „Hvarfi séra Odds“. Myndin var tekin, er upptaka leikritsins fór fram í júní si. Talið frá vinstri: Rúrik Haraidsson, leikstjóri, Steinunn Jóhannesdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Jón Sigur- björnsson. DB mynd Bjarnleifur safnið. Agnar hefur skrifað mörg leikrit fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp. En auk þess hefur hann skrifað all- margar skáldsögur og smá- sögur. Útvarpið hefur flutt 14 leikrit eftir Agnar. Má þar meðal annars nefna Sprett- hlauparann, sem fluttur var árið 1954, Víxla með afföllum, (1958), Ekið fyrir stapann (1960), Manga grásleppu (1968), Sand (1974) og Fingra- för á hálsi (1974). -KL. KRISTÍN LÝÐSDÓTTIR Útvarpkl. 17,30: Minningar Austur-Skaftfellings Tíðarandinn í sveitinni rétt eftir aldamótin Kanada," sagði Baldur Pálma- son, dagskrárfulltrúi hjá út- varpinu. Hann mun lesa annan hluta minninga Austur- Skaftfellingsins Guðjóns R. Sigurðssonar í útvarpinu í dag kl. 17.30. „Guðjón er maður kominn yfir sjötugt," sagði Baldur. Hann fór tiltölulega ungur til Kanada. Það var árið 1925 og dvaldi hann þar í um 35 ár. Þá kom hann heim til Islands og er nú setztur að hér heima og býr austur í Öræfum. Eftir hann hefur birzt töluvert af minningum hans frá Kanada í timarítinu Heima er bezt. Guðjón ólst upp að Brunnhóli á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu. Þessar minningar hans segja frá ýmsum atvikum sem fyrir hann komu ungan að aldri og þær lýsa vel tíðarandanum í sveitinni í þann tíma. “ Minningar þessar eru í þrennu lagi og verður síðasli „Þessar minningar Guðjóns eru aðallega frá uppvaxtar- árum hans unz hann fór til Minningar Guðjóns R. Sigurðs- sonar frá uppvaxtarárum hans verða lesnar í útvarpinu kl. 17.30. lesturinn næstkomandi miðvikudag. -KL. Baldur Páimason dagskrár- fulltrúi hjá útvarpinu les minningar Guðjóns. Agnar Þórðarson höfundur leikritsins sem flutt verður í útvarpinu í kvöld >g fleira — Spónskar nœtur og spaugileg atvik á Mallorka — Hugleiðingar lampmann — Ný framhaldssaga fyrir yngstu lesendurna eftir Herdísi Egilsdóttur nýtl í hverri Viku i i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.