Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 6
6- Lrfitt er að gera sér grein fyrir hinu raunverulega ástandi í flóttamannabúðunum, en hörmungar- sögur þeirra, sem þaðan hafa sloppið, eru óhugnanlegar. Hér má sjá bílalest Rauða krossins flytja særða út úr búðunum. Allir fluttír brott frá Tel Al-Zaatar Sendifulltrúi Arabasamtak- anna í Líbanon, Hassan Sabri Al-Kholi, tilkynnti fréttamönn- um í gær, að samkomulag hefði náðst um að flytja alla íbúa Tel Al-Zaatar flóttamannabúðanna á brott en stöðug skothríð hefur nú verið á búðirnar í meira en sjö vikur. Leiðtogar hægri manna gáfu út um það tilkynningu í gær, að búðirnar væru í þann veginn að falla og að þeir hefðu náð á sitt vald síðasta vatnsbóli Palest- ínumanna. Ekki vildi Al-Kholi greina nánar frá samkomulaginu milli hægri manna og leiðtoga Palestínumanna, sem höfðu fyrr um daginn sagt, að ekki kæmi tilgreina að gefast upp. Samkomulagstilraunir sem þessar hafa áður reynzt hald- litlar í borgarastyrjöldinni í Líbanon og vekur það athygli, að einungis þeir fulltrúar Falangista, sem ráða yfir svæð- unum næst flóttamannabúðun- um, hafa undirritað samkomu- lagið. Enn er óljóst liversu margir hafast við í búðunum, sem eitt sinn hýstu a.m.k. 30 þúsund manns. Eru búðirnar í miðjum austurhluta Beirút en kristnir hægri menn hafa ráðið þeim borgarhluta um langt skeið. Talsmaður Palestínumanna sagði i gær, að búðirnar liktust nú einna helzt fjöldagröf, þar sem 10—12 börn dæju á dag vegna fæðuskorts og fjöldi full- orðinna af sárum sínum. Að sögn herstjórnar krist- inna manna er álitið, að um 300 hermenn Palestínumanna séu enn í búðunum, en vandamálið er að fá þá til þess að gefast upp. Þeir eru bundnir eiði þess efnis að drepa alla þá, er reyna að gefast upp, líkt og hermenn Þjóðverja á síðustu mánuðum heimsstyrjaldarinnar. _____DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976. Reyndu að rœna EI-AI #■ A§ — fímiti flugvel s Fimm manns létust og um 20 særðust alvarlega eftir skotbar- daga milli palestínskra skæruliða og öryggisvarða á flug- vellinum við Istanbul í gær. Hófu skæruliðarnir skothríð á fólk og sprengdu eina hand- sprengju, eftir að taska, sem einn skæruliðanna hélt á sprakk við skoðun öryggisvarða. Mun einn skæruliðanna hafa látið lífið í sprengingunni, en tveir lögreglu- menn særzt alvarlega. Tveir skæruliðanna reyndu að verjast handtöku á salerni, en gáfust upp eftir um hálftíma bardaga. Að sögn farþega, sem komu með flugvél þeirri er skæruliðarnir ætluðu með og er í eigu EL-Al flugfélagsins ísra- elska, hófu þremenningarnir skothríð, er þeir voru hindraðir í að taka 40 farþega sem gísla og færa þá inn í flugvélina. Tóku öryggisverðir vel við sér og segja farþegarnir, að einn skærulið- anna hafi fallið fyrir kúlum þeirra. Þá hafi hinir hafið skot- hríð með fyrrgreindum afleiðing- um. Korchnoi fundinn Sovézki stórmeistarinn Viktor Korchnoi, sem sótt hefur um land- vistarleyfi í Hollandi sem pólitísk- ur flóttamaður, hefur sagt, að hann muni taka þátt í heims- meistaramótinu í skák á næsta ári. Korchnoi hefur verið veitt landvistarleyfi til bráðabirgða i sex mánuði, þar til ákvörðun hefur verið tekin um mál hans hjá dómsmálaráðuneytinu. Segja apinberar heimildir, að öruggt sé talið, að honum verði veitt hæli i landinu. „Sjálfsstjórn á Grœn■ landi er óraunhœf" Kansas: 19 ÁRAIEYNISKYTTA DRAP TV0 OFAN AF 26. HÆÐ HÓTEIS — og sœrði sjö aðra vegfarendur í viðtali við dönsku frétta- stofuna Hitzau segir græn- lenzki þjóðþingsmaðurinn Lars Emil Johansen, að sjálfsstjórn í Grænlandi sé óhugsandi þessa stundina. Segir hann ennfrem- ur, að stjórnmálalega sinnaðir menn á Grænlandi eigi að beina öllum kröfum sínum að því að heimastjórn komist á laggirnar sem fyrst, sjálfsstjórn verði ekki komið á fyrr en eftir einn mannsaldur eða þá meira. Er þessi yfirlýsing Johansen, sem talinn hefur verið róttæk- ur, algjörlega í samræmi við það, sem varaformaður Græn- landsráðsins, Jonatan Motzfeld, hefur sagt. Hann á einnig sæti í nefnd, sem kannar möguleik- ana á heimastjórn. Þessar yfirlýsingar stjórn- málamanna koma í kjölfar fundar, sem haldinn var í Narssak á Grænlandi. Þar var þess krafizt, að skipuð yrði nefnd ,,eða byltingarráð, eða frelsissveitir“ sem beittu sér fyrir algjörri sjálfsstjórn Græn- lendinga. Segja stjórnmálamennirnir tveir, að fremur beri að túlka þær hugmyndir sem gagnrýni á störf heimastjórnarnefndarinnar. Lögreglan í Wichita í Kansas í Bandaríkjunum skaut og særði í gær ungan mann, sem hafði komið sér fyrir á 26. hæð hótels í borginni með tvo kraftmikla riffla, drepið tvo vegfarendur og sært að minnsta kosti sjö manns. Talið er að leyniskyttan sé aðeins 19 ára gömul. Hann ruddist inn í Holiday Inn-hótelið þar í borginni í gær og komst inn á herbergi á efstu hæð. Þaðan hóf hann síðan skothríð á vegfarend- ur á helztu verzlunargötu borgar- innar fyrir neðan. Hann var enn að skjóta þegar lögreglan kom á vettvang, eftir að hafa fengið tilkynningu frá borgara er hafði séð piltinn bera vopnin inn á hótelið,og kom pilt- inum að óvörum. Skot í handlegg ag fótlegg stöðvuðu frekari skot- hríð piltsins. Enn hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna pilturinn hóf þesa furðulegu og afdrifaríku skothríð. Hann liggur nú á sjúkra- húsi og líður eftir atvikum vel. Annar þeirra, sem pilturinn myrti, var blaðamaður sem var á eiðinni í bíl sínum til hótélsins til að taka myndir af skotmanninum ag afleiðingum skothriðarinnar. Flokksþing repúblikana: Buckley þingmaður býður sig fram gegn Ford og Reagan Ovænt staða hefur allt í einu komið upp í jafnri baráttu Fords forseta og Ronalds Reagans um útnefningu banda- ríska Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs þar í haust. Þegar kosningabarátta þeirra er aö nálgast lokatak- markið, — flokksþingið í Kansas City eftir he.lgina, — tilkynnti öldungadeildarþing- maðurinn James Buckley frá New York, einn íhaldssamasti þingmaður deildarinnar, að hann hefði í hyggju að gefa kost á sér á flokksþinginu sjálfu. Bæði Ford og Reagan telja þessa yfirlýsingu Buckleys sér hjálplega—og báðir telja hana skaðlega hinum. t Hvíta húsinu sögðu starfs- menn kosningabaráttu Fords— sem hefur heldur fleiri nauð- synlega kjörmenn en Reagan til að hljóta útnefningu flokksins á miðvikudaginn — að þeir teldu skyndiframboð Buckleys sjá fyrir því að Ford hlyti út- nefninguna í fyrstu umferð. Menn Reagans líta öðruvísi á málið. Þeir telja Buckley munu koma í veg fyrir að Ford verði kjörinn í fyrstu umferð og þar með séu möguleikar þeirra manns meiri. Fróðir menn og fréttaskýr- endur telja það mjög nauðsyn- legt fyrir Ford að hljóta útnef- ninguna þegar i fyrstu umferð, að öðrum kosti sé veruleg hætta á því aó hann hljóti ekki út- nefningu flokksins. Það hefur aðeins einu sinni gerzt áður, að bráöabirgðaforseti (eins og Ford er) hafi ekki hlotið út- nefningu flokksins — en það var fyrir nærri hundrað árum. Þingfulltrúar eru bundnir af flokksdeildum sinum til að greiða annaðhvort Ford eða Reagan atkvæði sitt í fyrstu umferð, en í þeirri síðari geta atkvæði fallið á allt annan veg, ekki sízt ef þriðji frambjóðand- inn er allt í einu kominn til sögunnar. Sprengiframboð: James L. Buckley, hægri sinnaður repúblikani frá New York, gefur fólki kost á að kjósa sig sem forsetaefni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.