Dagblaðið - 12.08.1976, Síða 7

Dagblaðið - 12.08.1976, Síða 7
D.UiBLAÐIÐ. FIM.MTUDAGUR 12. AGU'ST 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER SPÍNÓLA SllPPT Antonio de Spinola, fyrrum hershöfðingi og forseti Portú- gals, sem handtekinn var við heimkomuna sl. sunnudag, hefur verið látinn laus úr fang- elsi. Æðsta ráð hersins segir, að engin ástæða sé til þess að „halda Antonio de Spinola, óbreyttum borgara. i fangelsi og að hann hafi endurheimt frelsi sitt . Segir I tilkynnngu frá hernaðaryfirvöldum, að hers- höfðinginn fyrrverandi hafi verið handtekinn um leið og hann kom frá New York sl. sunnudag, vegna þess að fyrir löngu hefði verið gefin út hand- tökuskipun i sambandi við meintan þátt hans í misheppn- aðri byltingartilraun hægri sinnaðra herforingja í marz á siðasta ári. Þá segir í tilkynningunni, að eftir að Spinola hafi verið yfir- heyrður I Caxias fangelsinu, skammt frá Lissabon, hafi hann verið látinn laus, enda engar sannanir fyrir hendi um aóild hans að byltingartilrauninni. Þó eigi hann yfir höfði sér rannsókn á því hvort hann hafi verið aðili að vopnakaupum Frelsishreyfingar Portúgals er- lendis, en hreyfing þess hafði sig mikið í frammi fyrir síðustu kosningar i landinu. Spinola stofnaði samtök þessi, eftir að hann flúði land og settist að í Brasilíu. Kommúnistar hafa alla tíö sakað samtök þessi um að hafa staðið fyrir hermdar- verkum í landinu til þess að reyna að auka á óreiðuna, sem þar hefur rikt. í janúar sl. tilk.vnnti svo Spinola, að hann hefði sagt sig úr samtökum þessum og hygðist snúa heim á leið, enda væri lýðræði tryggt meðal þjóðarinnar. Argentína: Lanusse laus Alejandro Lanusse, fyrrum forseta Argentínu, var sleppt úr fangelsi í Buenos Aires í gærkvöld eftir að hafa verið-I haldi í fimm sólarhringa. Honum var gefið að sök að hafa brotið agareglur hersins. Lanusse fór frá herstöðinni, þar sem hann hafði verið í haldi skv. skipun Videla for- seta. í f.vlgd eiginkonu sinnar og nokkurra vina. Hann vildi ekki tala við blaðamenn. Skotið á systiir Mexíkóforseta Fjórir biðu bana og fjórir aðrir særðust hættulega í gær þegar borgarskæruliðar í Mexíkó City hófu skothríð á systur verðandi forseta Mexíkó, Margaritu Lopez Portillo. Hún slapp ómeidd úr skothríðinni. sem tveir skæru- liðar hófu skyndilega á bíl hennar á fjölförnu götuhorni i úthverfi boruannnar. Fórnarlömbin voru saklaus- ir vegfarendur. Þoka myndast á Alars eftir sálarupprás Ljósmyndir frá geimfarinu Víkingi I. á Mars sýna gretnileg merki þess að þoka myndist á yfirborði plánetunnar strax eftir dögun, að því er vísinda- menn i Pasadena skýrðu frá I gærkvöld. ,.Við höfum fundið greinileg merki þess, að vatn stígur upp af yfirborðinu," sagði dr. William Baum, einn vísinda- mannanna sem rannsaka ljós- myndirnar frá Víkingi I., við fréttamenn í Pasadena í gær. „Þetta getur verið mjög mikil- vægt fyrir hverja þá lífrænu starfsemi, sem fer fram við yfirborðið.“ Dr. Baum sagði myndirnar sýna að nokkurra metra þykkt þokulag sæist myndast í dældum og lægðum, til dæmis gigum, liðlega klukkustund eftir sólarupprás á Mars. Gröfuarmurinn á geimfar- inu, sem bilaði í annað sinn fyrir viku síðan hefur nú hlotið viðgerö og mun síðar I dag skila af sér yfirborðssýninu, sem hefur beðið í skóflunni í viku. Blóðugar óeirðir í 17 blökkumenn féllu A.m.k. 17 blökkumenn létu lífið og 50 eru alvarlega særðir eftir mjög harða bardaga milli blökku- manna og lögreglu í blökku- mannahverfum umhverfis Höfðaborg í S-Afríku í gærkvöldi og nótt. Eru þetta blóðugustu óeirðir, sem orðið hafa I S-Afríku síðan þær hófust fyrir tveim mánuðum. Blökkumenn fóru með eldi um þrjú borgarhverfi, brenndu a.m.k. 15 byggingar, réðust inn i áfengisverzlanir og létu grjót ríða Öeirðir hafa legió lengi í ioftinu i líoiðabotg ug nu má búast við, að þær breiðist út um alla S-Afríku. Höfðaborg á bifreiðum og gluggarúðum verzlana. Öeirðalögreglan lét til skarar skriða og skömmu síðar mátti heyra skothvelli um allt, sér- staklega nálægt lögreglustöðinni i blökkumannahverfinu Guguletu. Ekki vildi lögreglan láta uppi, hversu margir hefðu látið lífið, en samkvæmt talningu í sjúkra- húsum hafa 17 manns látið lífið, langflestir með skotsár. Seint I nótt bárust þær fréttir, að kyrrð væri komin á en menn óttast samt, að óeirðirnar kunni að brjótast út að nýju í dag. Eldar loga víðs vegar um blökkumannahverfin og enn má heýra skothvelli hljóma í gegnum sírenuvæl sjúkrabifreiða og slökkviliðs, sem fara verða um hverfin í lögreglufylgd. Ekki var vitað um neitt eitt atvikrsem valdið hefðu óeirðum þessum.en ókyrrt hefur verið í Höfðaborg undanfarnar vikur. Talið er, að með þessu hafi blökkumenn viljað sýna samstöðu með blökkumönnum við Jóhann- esarborg. Upp úr sauð I gærmorgun, er skólanemendur yfirgáfu skóla og gengu út á götur, syngjandi sálma. Lögreglan var kölluð til og þá hófust átökin. Frá menntamálaráðuneylinu Óskað er eftir fósturforeldrum fyrir fjölfötluð börn sem stunda nám við Öskjuhliðarskóla. Jafnframt eru þeir aðilar sem höfðu börn í f.vrra beðnir að hafa samband við ráðuneytið, séu þeir fúsir til að taka að sér börn á komandi hausti. Menntamálaráðuneytið verk- og tæknimenntunardeild. MARKAÐURINN Grettisgötu 12—18

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.