Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 9
D.AGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976. íslenzki verkamaðurinn stendur verr en verkamaður í öðrum löndum, f lestum ÍSIAND ER LÁGLAUNALAND Island er láglaunaiand, miðað við önnur vestræn ríki. Það sýnir samanburður á því hve Iengi verkamaður er að vinna fyrir ákveðnum, helztu nauðsynjavörum og áfengi. Miðað er við 6. taxta Dags- brúnar og borið saman hve mikla vinnu vörurnar kosta í Reykjavík, Washington, Moskvu, Miinchen, London ög París. Lengi má auðvitað deila um hvort teknar eru alveg sam- bærilegar vörur en í stórum dráttum er niðurstaðan eins og hér fer á eftir. tslenzkur verkamaður er 73 mínútur að vinna fyrir hálfu kílói af kaffi. t Washington er verkamaðurinn 32 mínútur að þvi, 163 í Moskvu, 75 í Múnch- en, 69 í London og 43 í Paris. 118 mínútur tekur það íslenzka verkamanninn að vinna fyrir 7 kílóum af kar- töflum en 58 mínútur hinn bandaríska, 49 hinn sovézka, 53 mínútur hinn vestur-þýzka, 160 hinn brezka og 94 hinn franska. Hálft kíló af hakki kostar ísienzkan verkamann 65 minútna vinnu en hinn banda- ríska 17 mínútur. 104 mínútur tekur það verkamanninn í Moskvu, 29 í MUnchen, 38 í London og 50 í París. Hálft kíló af smjöri kostar íslenzka verkamanninn 72 mínútna vinnu en hinn banda- ríska 23 mínútur, hinn sovézka 71, hinn þýzka 31, hinn brezka 29 og hinn franska 39. Þrjú kíló af brauði kosta hinn íslenzka 72 mínútur, hinn bandaríska 64, hinn sovézka 61, hinn þýzka 67, hinn brezka 29, hinn franska 54. Tólf egg kosta íslenzkan verkamann 49 mínútna vinnu, bandarískan 21, sovezkan 156, vestur-þýzkan 39, brezkan 28 og franskan 56 Kíló af þorski kostar Dags- brúnarmanninn 26 mínútna starf, en í Washington er verka- maðurinn 49 minútur að vinna fyrir því, 56 i Moskvu. 52 í MUnchen, 98 í London og 113 í París. Kíló af úrvals nautakjöii kostar íslenzkan verkamann 154 mínútur, bandarískan aðeins 66, sovézkan 144, vestur- Það þýðir Iíklega ekki annað en taka því með heimspekilegri ró þótt landið okkar hljóti nú að teljast tii iáglaunasvæða heimsins. Hann kærir sig áreiðanlega kollóttan, fyrir- sætan okkar á þessari mynd, einn af láglaunamönnum þjóðfélagsins en engu að síður eitt af „breiðu bökunum*‘. (DB-mynd Björgvin). þýzkan 115, brezkan 147 og franskan 166. Og 0,2 lítrar af vodka kosta íslenzkan verkamann 153 mínútna vinnu, bandarískan 19 mínútur, sovézkan 168 mínútur, vestur-þýzkan 18, brezkan 59 og franskan 42. -HH. Nýtt íþróttahús í Mosf ellssveit: w AFTURELDINGI BARÁTTUNNIÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR Nú getum við farið að búast við að Afturelding, íþróttafélag Mosfellinga, fari að blanda sér í keppnina í fyrstu deildinni í handboltanum áður en langt um líður. Þar er nú verið að reisa vegíegt íþróttahús, sem verður tekið í notkun í haust. Gólfflötur hússins er 40x23 metrar og því löglegur keppnisvöllur fyrir handknattleik. Búningsklefar verða sameiginlegir fyrir húsið og sundlaugina. Húsið er einingahús og mun kosta 40 milljónir eins og það er nú en þá er eftir að setja i það gólf og ganga frá þaki. Húsið mun kosta fullbúið á núverandi verðlagi um 150 milljónir. —KP Nýja iþróttahúsið hefur þotiö upp á skömmum tima, enda byggt ur einingum sem voru fluttar tilbúnar á staðinn. Ný bókabúð í Mosfellssveit: „SNERRA þýðir reyndar orusta" „Nafnið á bókabúðinni okkar er reyndar á sumarbústað afa okkar, en hann er í Önundarfirði og hann heitir líka ,,SNERRA,“ sagði Snorri Snorrason en hann er eigandi verzlunarinnar ásamt bróður sínum, Jóni Karli. Nafnið er frá tímum Snorra Goða og þýðir orusta eða harður bardagi. „Við vildum hafa sérstætt nafn á verzluninni og við erum ánægóir með þetta, það er allt of mikið af nöfnum sem er algjör deyfð yfir,“ sagði Snorri. Þeir bræður verzla með bækur, ritföng og skólavörur ásamt ijós- myndavörum. Þeir líta auðvitað björtum augum á samskiptin við Mosfellinga og vonast til að þeir geti veitt þeim góða þjónustu í framtíðinni. —KP SKATTSKRANNI FLETT: Ekki stórt sem sumir stórkaupmenn þurfa aðgreiða Stórkaupmenn verða að mikil að vísu. Þeir virðast ekki greiða sín gjöld eins og aðrir þurfa að axla eins miklar skattborgarar — misjafnlega byrðar og bankastjórarnir, sem Dagblaðið sagði frá í gær, en þeir voru allflestir i hærri kantinum með gjöld sín. En hér eru sem sagt nokkrir stórkaup- menn, búsettir í Reykjavík, teknir af handahófi upp úr þeirri merku bók, Skattskránni 1976: nafn Þorgrímur Þorgrímsson tekjusk. eignask. útsvar barnab. samtais stórkaupmaður Jón Guðlaugsson 482.345 384.820 214.000 1.081.165 forstjóri Ópal Sveinn Björnsson 279.699 133.219 154.000 566.918 stórkaupmaóur Þórður Sturlaugsson 107.514 258.378 130.900 496.792 Forstj. (Sturlaugur Jónss. & Co) Ágúst Kristmanns 101.070 6.072 109.900 217.042 frkvstj. (Snyrtivörur hf.) Agnar Ludvigsson 325.351 33.794 207.800 566.945 forstjóri Andrés Guónason 204.110 105.464 215.300 524.874 stórkaupmaður Haraldur Haraldsson 52.489 47.773 121.600 221.862 (Andri hf.) Árni Árnason 38.996 0 244,000 282.996 stórkaupm. (Austurbakki hf) Karl Eiríksson 215.604 0 126.700 342.304 framkv.stjóri (Bræóurnir Ormsson) Davíð S. Jónsson 533.128 66.942 313.100 37.500 950.670 stórkaupmaóur Eiríkur Helgason 382.315 135.400 192.700 37.500 672.915 stórkaupmaður Ragnar Borg 0 20.290 27.000 47.290 forstj. (G. Helgason & Melsteð) Guðmundur S. Júliusson 157.529 32.865 217.500 93.750 314.144 heildsali Bergur G. Gislason 0 2.399 0 37.500 + 35.101 stórkaupm. (Garðar Gisiason hf) Óiafur Haraldsson 428.694 164.852 195.500 789.046 forstj. (Fálkinn hf.) Hjörleifur Jónsson 138.662 56.600 172.300 93.750 273.812 forstj. (Fóðurblandan hf.) Gunnar Asgeirsson 120.846 42.521 189.200 352.567 stórkaupmaður 709.353 117.038 294.500 37.500 1.083.391

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.