Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 24
r r STOUN AVISUN VARÐ NÁTTFARA AÐ FALU - hann reyndist vera 25 ára gamall rauðhœrður Reykvíkingur 25 ára gamall Reykvíkingur, .sem hefur framið fjölda innbrota og þjófnaða undan- farna mánuði, var handtekinn í gær og hefur nú verið úrskurðaður í gæzluvarðhald. Hann hefur þegar játað á sig 12 innbrot en yfirheyrslum er ekki lokið og talið víst, aö ekki séu öll kurl komin til grafar í málinu. Rannsóknarlögreglan hafði fengið augastað á þessum manni sem líklegum margum- ræddum' Náttfara, en engin ástæða gafst til þess að taka hann. þó grunur hefði fallið á hann og lýsing sjónarvotta kæmi vel heim við útlit hans nema háralitinn. Mun það hafa orðið honum að falli, að hann reyndi að koma í peninga ávísun, sem hann hafði stolið. Hár vexti, grannvaxinn og rauðhærður er þessi maður, sem telja má alveg víst að sé Náttfari. Sennilegt er þó talið, að einhver eða einhverjir hafi fetað í fótspor hans um innbrotsaðferðir og að Náttfari hafi átt a.m.k. einn tvífara. Enn er ekki ljóst, hversu miklum fjárhæðum þessi maður hefur stolið, en þær skipta hundruðum þúsunda króna. -BS. Þingmaðurinn og ráðherrann fyrrverandi greiðir 575 kr. í tekjuskatt Þetta eru alls 609.048 krónur. Halldór Asgrímsson greiðir 455.802 krónur í tekjuskatt og 18.927 krónur í eignarskatt. Út svar hans er 287.500 krónur en barnabætur 93.750. Alls eru þetta 658.479 krónur. Á Vestfjörðum ber Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð- herra hæstu gjöldin af þing- mönnum Vestfjarðakjördæmis. Hann greiðir 745.996 krónur í tekjuskatt. Eignarskattur hans er 137.652 krónur og útsvarið 374.100. Samtals eru þetta 1.257.748 krónur. Karvel Pálmason greiðir 157.206 krónur í tekjuskatt. Hann ber engan eignarskatt en greiðir 192.200 í útsvar. Þá fær Karvel 37.500 krónur í barna- bætur. Samtals eru þetta 311.916 krónur. Gunnlaugur Finnsson greiðir 290.607 krónur í tekjuskatt en engan eignarskatt. Útvar hans er 187.000 krónur og til frá- dráttar eru barnabætur upp á 150.000. Samtals 327.607 krónur. — BA Bensínið í minnst 75 kr — ríkissjóður vill vera með Bensínhækkunin úr kr. 70 í kr. 75,00 hver lítri hefur verið samþykkt i verðlagsnefnd. Ennþá hefur ríkisstjórnin ekki staðfest heimild til þessarar verð- hækkunar, en aðalröksemdir olíu- félaganna fyrir umsókn um hana eru erlendar verðhækkanir og hækkun ýmiss tilkostnaðar. Ríkisstjórnin hefur óskað sér- stakrar greinargerðar verðlags- nefndar um rökin fyrir þéssari hækkun, en til viðbótar því, sem áður var fram komið, hefur fjár- málaráðuneytið nú óskað eftir einnar krónu hækkun á vegaskatti, sem tekinn er af útsöluverði bensíns. BS Skattskrá Austfjarða var lögð fram í fyrradag. Áður hefur hér verið fjallað um gjaldahæstu einstaklingana. En i dag var kannað hvort éinhver mismunur væri á því hvað ráð- herrar og þingmenn greiddu úti á landi, miðað við þá sem búa í Reykjavík. Lúðvik Jósepsson þingmaður og fyrrverandi ráðherra greiðir fimm hundruð sjötíu og fimm krónur í tekjuskatt. Eignar- skattur hans er 53.065 krónur og útsvarið sem er 215.000 svarar til þess að hann hafi um 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Samtals gera þetta 268.640 krónur. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra býr í Mjóafirði og þar hafa enn ekki verið lögð á útsvör. Hann greiðir hins vegar 764.822 krónur í tekjuskatt en ber engan eignarskatt. Helgi Seljan greiðir 417.948 krónur í tekjuskatt og engan eignarskatt. Útsvar hans er 228.600 og barnabætur sem koma til frádráttar eru 37.500. Brotinn og beyglaður úr hðfninni Það fór heldur illa fyrir þessum skemmtibáti í Reykja- víkurhöfn. Sást hann á kafi í gærmorgun er mannaferðir hófust, en þó var stefni hans bundið við festar., Gígja er nafn þessa báts og mun hann í sameign nokkurra mánna. Við björgunartilraunir í gær með krana tókst heldur illa til, því vírfestingar um bátinn skemmdu hann eitthvað og er hann kom upp á hafnar- garðinn, brotnaði plastbyrði bátsins. Einar Thoroddsen yfirhafn- sögumaður tjáði blaðinu að of mikið væri um umhirðulausa báta í höfninni hér. Þeir væru illa festir við land og gætu skorðazt undir bryggjustólpum eða öðru og þannig fyllzt er að flæddi án þess að nokkur kæmi þar nálægt. Annar skemmtibátur var á reki inni á Sundunum í gær. Hafði hann slitnað frá en fljótlega tókst að bjarga honum. Einar taldi að um bátinn sem sökk í höfninni hefði lítið eða ekkert verið hugsað í sumar. -ASt/DB-mynd Sveinn Þorm. frfálst, úháð daghlað FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1976. FRÖNSK HJÓN í BÍLVELTU Frönsk hjón sem voru á bíla- leigubíl frá Reykjavík á ferð norður i landi urðu fyrir því óhappi að bíll þeirra valt. Þetta gerðist kl. 2.30 í gær- dag við Kristnes er hundur hljóp fyrir bílinn, sem er af Skodagerð. Skipti það engum togum, sá franski hugðist beygja til þess að aka ekki á hundinn en við það missti hann vald á bifreiðinni, sem valt. Hjónin sluppu ómeidd en bíllinn er töluvert mikið skemmdur, skv. frásögn lög- reglunnar á Akureyri. — A.Bj. Blóðugar hjónaerjur Hjón, sem stödd voru í húsi einu við Laugaveginn í nótt lentu I miklum illdeilum. Mað- urinn reiddist svo við konu sína að hann lamdi hana með borðfæti með þeim af- leiðingum að konan varð al- blóðug og hlaut nokkrar skrámur. Var kallaður til sjúkrabíll, sem flutti konuna á slysadeild Bgrggr^p.ít.alaiis. þa.r sem gert var að sárum hennar. Hún var síðan flutt heim til sín. Þetta var klukkan rúmlega hálfeitt í nótt og eins og að líkum lætur voru hjónin bæði mjög undir áhrifum áfengis. -A. Bj. Tvöinnbroten einskis saknað Tvö innbrot voru framin í miðbænum í nótt, en ekkert hafðist upp úr krafsinu. Klukkan rúmlega hálfellefu í gærkvöldi var tilkynnt um inn- brot i vélbátinn Hafnarnes sem lá við Grandagarð. Unnar voru einhverjar skemmdir á bátnum en einskis saknað. Talsvert hafði verið rótað til líkt og leitað hefði verið ein- hvers. Klukkan rúmlega hálftvö var tilkynnt um rúðubrot í úti- hurð á kaffistofunni Skeif- unni, rétt við Slippinn, en læs- ingin hefur verið öflugri en þjófurinn gerði ráð fyrir, því honum tókst ekki að komast inn. — A.Bj. Gufuborinn inn að Kröflu þar sem landrisið er mest — þar verða báðir stáru borarnir „Gufuborinn stóri verður — „Gufuborinn byrjar að bora sennilega í næstu viku — flutt- ur norður á Kröflusvæðið og verður þar við boranir ásamt Jötni. Þessum tveim stærstu jarðborum okkar er þar ætlað að bora þrjár holur hvorum. Því verkefni er ráðgert að ljúka fyrir jól,“ sagði Isleifur Jóns- son yfirverkfræðingur hjá Jarðborunum Orkustofnunar í viðtali við DB. 300 metra vestan við Víti, eða sem öðru nafni er kölluð hola 4. Það var sú hola sem á sínum tíma sprakk og varð að hver,“ sagði tsleifur. ísleifur staðfesti, að á því svæði sem gufuborinn fer á sé landrisið nú mest. „Hvað land- hreyfingin merkir," sagði ísleifur, „er ekki vitað. Hún þarf ekki að þýða, að gos muni brjótast úr á þessum slóð- um. Frá jarðfræðilegu sjónar- miði er gos í gangi, en enginn getur sagt um, hvernig það æxlast. Sumir jarðfræðingar telja meiri líkur á því, að brjótist gos út, verði það aftur við Leirhnjúk. Við vonum að þeir hafi rétt fyrir sér.“ Og ísleifur hélt áfram: „Jötunn er búinn að bora eina holu um 2000 metra djúpa. Við bíðum eftir árangri í þeirri holu. Hún virðist hitna jafnt og þétt. Hitinn i botni hennar er kominn i 300 stig. Hann er samt ekki yfir suðumarki við þann þrýsting sem þar er. En vatns- borð hennar fer hækkandi og ætti að fara að koma upp. Við bíðum sem sagt eftir gosi úr henni, en hvenær það kemur veit raunveruléga enginn.“ Gufuborinn hefur verið á Norður-Reykjum í Mosfellsdal.* Hann er þar alveg um það bil að ljúka verkefni sínu og saman- tekt hans og flutningur norður ætti að hefjast í næstu viku. Holurnar 6 sem borunum er ætlað að bora við Kröflu fyrir jól ættu samkvæmt út- reikningum að nægja Kröflu- virkjun í bráð. „Ef heppnin er með tekst að ljúka þessum holnm,“ sagði ísleifur. „Ef eitthvað breytist parf kannsKi að bæta 2-3 holum við á svæðinu. Jötunn er byrjaður á annarri holu sinni og við erum því aðeins á undan áætlun eins og er,“ sagði ísleifur. —ASt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.