Dagblaðið - 21.08.1976, Side 24
Vestur-þýzkir togarar veiða þorsk hér:
Geta hagrœtt aflatölum
af Islandsmíðum að vild
— fleiri en einn möguleiki að villa um fyrir okkur
Það virðist nú alveg ljóst að
við íslendingar höfum engin
tök á að fylgjast með afla og
aflaskiptingu þýzku togaranna
hér við land, og vilji Þjóðverj-
arnir hafa rangt við þá geta
þeir það að vild.
Islenzkir togaraskipstjórar
hafa oftar en einu sinni sagt
blaðinu frá mokveiðum þýzku
togaranna á þorski, en sín á
milli tala þýzku togaraskip-
stjórarnir alltaf um karfa og
ufsafeng sinn, jafnvel á
svæðum sem ekkert er að hafa
nema þorsk. Benda íslenzku
skipstjórarnir á, að miðað við
þennan skrípaleik bendi líkur
til að aflátölur þeirra þýzku
kunni víðar að vera falsaðar en
V
Bflainnflutningurinn:
út keppi
nautana
í nýtútkominni skýrslu frá
Hagstofu tslands sem telur upp
þær bifreiðar sem tollafgreiddar
voru á tímabilinu janúar-júní
1976, kemur fram að langflestar
þifreiðar hafa verið fluttar inn af
tegundinni Skoda 100/110, eða
alls 292 og komu um 90% þeirra
bifreiða til landsins eftir 1. apríl
sl. Næst í röðinni koma Mazda
929, 105 bifr., Ford Cortina, 102,
Austin Mini, 80, Volvo 244,73,
Lada 2103,72, Volkswagen 1200,
62-og Ford Escort, 61 bifreið.
Af notuðum bifreiðum var mest
flutt inn af Audi 100, eða 10 bif-
reiðar. Þá voru einnig fluttar inn
2 björgunar-, sjúkra- og lögreglu-
bifreiðar frá Bandaríkjunum, 1
sjúkrabifreið frá Noregi og 1
slökkvibifreið frá Bandaríkjun-
um.
Samtals voru fluttar inn á þess-
um fyrstu sex mánuðum ársins
2097 bifreiðar, þar af 1848 nýjar
fólksbifreiðar og 136 notáðar
fólksbifreiðar. Aukningin frá
sama tímabili í fyrra eru tæp
25%, því þá voru fluttar inn 1680
bifreiðar.
JB
í samtölum skipstjóranna á
miðunum.
Skv. samningunum við V-
Þjóðverja mega þeir veiða 60
þúsund tonn á íslandsmiðum í
ár, en aðeins fimm þúsund tonn
af þorski. Hin 55 þúsund tonnin
eiga að vera karfi og ufsi. Fimm
þúsund tonnin af þorskinum
voru hugsuð þannig, að fengju
þýzku togararnir einhvern
slæðing af þorski á karfa- og
Ufsamiðunum, þyrftu þeir ekki
að henda honum. Skv. upp-
lýsingum íslenzku togarasjó-
mannanna sækja þýzku togar-
arnir hins vegar stíft á þau mið
þar sem helzt er að vænta
þorsks, og benda ísl. sjómenn-
irnir á að floti þeirra væri
fljótur að ná fimm þúsund
tonna markinu miðað við það
og sé líklega búinn að því
nokkrum sinnum.
Blaðið hafði samband við
Fiskifélag íslands í gær, en
þýzku skýrslurnar koma
þangað reglulega einu sinni í
mánuði og virðist ekkert at-
hugavert við þær. Koma þær
frá rannsóknastofnun þýzka
sjávarútvegsins. Hins vegar er
ekki kunnugt um hversu mikið
eftirlit stofnunin hefur með því
hvort skýrslurnar séu réttar, og
enginn tslendingur hefur fylgzt
með því og er ekki reiknað með
að svo sé, nema rökstuddur
grunur um misferli komi upp.
Erfitt er að rökstyðja grun um
misferli ef enginn Islendingur
fær að koma nálægt eftirlitinu.
Virðast því þýzku togaraskip-
stjórarnir eiga tvo möguleika á
að falsa aflatölur héðan.
Annars vegar áð gefa upp rangt
aflahlutfall, þ.e. minna af
þorski en þeir í rauninni veiða,
og hins vegar geta þeir gefið
upp að hluti aflans sé af öðri m
miðum en tslandsmiðum, því
það hrapallega gat slæddist inn
í samningana við Þjóðverjana,
að fari þeir til veiða á Islands-
miðum er þeim heimilt að koma
við á öðrum miðum i leiðinni og
er því ógerningur að henda
reiður á hvað er af íslands-
miðum og hvað annars staðar
fengið. —G.S.
Hœ, manrn!
Þau hafa ekki miklar áhyggjur
af morgundeginum þessir kátu
krakkar sem dveljast á barna-
heimiiinu Efri-Hlíð. Það myndi
víst margur óska þess um
þessar mundir að áhyggjuleysi
bernskunnar fyigdi þeim um
aldur og ævi. Foreldrar þessara
barna hafa verið svo lánsöm að
geta komið þeim inn á
barnaheimili. Við megum hins
vegar ekki gleyma því að enn
er langt í land með að allir
landsmenn fái notið þeirrar
þjónustu sem barnaheimilin
veita.
(DB-mynd Sv. Þorm.)
Samgönguáœtlun fyrir Norðurland:
MILLJARÐUR Á
MILLJARÐ 0FAN
Rúmlega tíu milljörðum ætti að
verja til vegaframkvæmda á
Norðurlandi, þá er meðal annars
reiknað með áætluðum kostnaði
við uppbyggingu Norðurlands-
vegar með bundnu slitlagi til
Akureyrar samkvæmt heimildar-
lögum. sem voru sett í fyrravor.
I þessari tíu milljarða tölu er
reiknað á verðlagi frá því í ágúst í
fyrra, svo að kostnaðurinn yrði
piiklu meiri, væri verðbólgan
tekin með í reikninginn.
Rúinan milljarð er talið að
þurfi til framkvæmda við flug-
velli á Norðurlandi. Þá er áætlað,
að það muni kosta um þrjá millj-
arða að koma höfnum á Norður-
landi og Ströndum i gott horf. Það
er um þrefalt hærri upphæð en
gert er ráð fyrir í fjögurra ára
áætlun Hafnamálastjórnar.
Þetta kemur meðal annars
fram í samgönguáætlun Norður-
lands, sem Framkvæmdastofnun-
in sendir frá sér. Áætlunarsvæðið
nær einnig yfir Strandir og
austur til Vopnafjarðar.
Þessari áætlun fylgja ekki
skuldbindingar af hálfu ríkis-
stjórnar eða fjárveitingavalds,
heldur er ætlazt til, að áætlunin
verði höfð til hliðsjónar. Þá er
ekki miðað við fastmótað áætl-
unartímabil, þótt talið sé, að þörf-
um í vega- og flugmálum, sem
teknar eru með i þennan reikn-
ing, þurfi að mestu að fullnægja
innan áratugs.
Breiðholt:
Leiktœkja-
salnum
lokað
,,Við fundum sitthvað að
staðnum þegar við skoð-
úðum hann í dag,“ sagði
Þórhallur Halldórsson for-
stöðumaður Heilbrigðiseftir-
litsins í gærdag, en eftirlitið
lét loka leiktækjasalnum
sem búið var að opna í
Breiðholti án tilskilinna
leyfa.
Þórhallur kvað eftirlitið
mundu benda eigendum á
það sem gera þarf, við
staðinn til að hann geti talizt
boðlegur gestum sem
þangað koma. Verður það
gert á mánudaginn kemur.
—JBP—
20-30 bótar
í íslands-
mótinu í
siglingum
Fyrsta „alvöru Islands-
mótið í siglingum á svo-
kölluðum Flipper- og
Eldhnatta-bátum verður
haldið á Fossvogi og hófst
keppnin klukkan 9 í morgun
og stendur í allan dag og á
morgun.
Ahugi manna fvrir siglingum
hefui farið vaxandi
undanfarin ár, sem sést ef til
vill bezt á því að nú eru
keppendur orðnir
fjöldamargir, búizt er við 20-30
bátum í keppnina. Eflaust
munu margir vilja fylgjast
með keppninni, en það verður
næsta auðvelt, hvort heldur er
úr Nauthólsvík eða Kópavogi,-
fijálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 21. ÁGUST 1976.
Ríkið hirðir
stóran hluta af
vöruverðinu
Vatnsglas ó
126 krónur
— ríkið fœr
56 krónur
Þeir sem lagt hafa leið sína
til annarra landa hafa oft
undrazt þann mismun sem
virðist vera á vöruverði þar og
hér. Hlutir eins og t.d.
venjuleg vatnsglös kosta
sáralítið á erlendri grund en
hér kosta sambærileg vatns-
glös 126 kr. stykkið.
Bíómiðar á íslandi kosta 300
kr, en t.d. í Júgóslavíu kostar
bíómiði sem svarar 120 kr. ísl.,
en þar í landi eru ekki bara
settir textar við erlendar
bíómyndir heldur er sett í þær
júgóslavneskt tal. Og svona
mætti lengi telja.
Þegar farið er að athuga
vöruverð á íslandi ofan i
kjölinn kemur i ljós að það er
ríkið sem tekur bróðurpartinn
af vöruverðinu. Hér kemur
skilgreining á þvi hvers vegna
ómerkilegt vatnsglas, sem
kostar 26 kr. í innkaupi, kostar
126 kr. út úr búð á íslandi.
Á vatnsglösum er tollur 80%
vörugjald og söluskattur 20%.
1. Innkaupsverð eríendis 26 kr 20.9%
2. Tollur, vörugj. söluskattur 56 kr 44.7%
3. Flutninqspi.. vátr.
uppskipun o.þ.h. 7 Kr. 5.7%
4. Bankakostn. og vextir 2 kr. 1.5%
5. Heildsöluálagning 9 kr. 6.8%
6. Smasolualagning 26 kr. 20.4%
126 kr. 100.0%
Ef á þessu vatnsglasi væri
8% tollur, ekkert vörugjald og
20% söluskattur yrði útsölu-
verð skv. núgildandi verðlags-
ákvæðum ca 66 kr., þ.e.
lækkun um 60 kr.
-A.Bj.
Nýr rafmagns-
veitustjóri
ríkisins
Iðnaðarraöherra skipaði
Kristján Jónsson, verkfræðing, i
stöðu rafmagnsveitustjóra
ríkisins frá 1. okt. næstkomandi.
Kristján er 37 ára að aldri og
hefur frá 1974 starfað sem
deildarverkfræðingur hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Prófi í rafmagnsverkfræði lauk
hann við Tækniháskólann í
MUnchen í Þýzkalandi. Starfaði
hann um skeið hjá Brown, Boveri
& Cie í Baden í Sviss og siðan hjá
Smith & Norland hf. i Reykjavík
þar til hann hóf störf hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
—BS—
— HH