Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. N Sjaldan reynist fyrsta val beztu kaupin 2189-2610 hringdi: Mig langar aö benda henni Lilju, sem skrifaði í Raddir les- enda 31. ág. sl., á að það er víða hægt að gera góð kaup og ættu fleiri að notfæra sér það en raun er á. Mjög misjafnt vöruverð er í verzlunum höfuðborgarinnar en margir virðast alveg loka augunum fyrir því og verzla aðeins hjá dýrasta kaupmann- inum. Þannig rakst ég á um daginn að þurrkaðir ávextir frá sama framleiðanda og í sams- konar pakkningu kostuðu kr. 148 hjá einum kaupmanni en kr. 211 hjá öðrum. Þarna er 63 króna mismunur og margur Verzlanir reynast hafa mjög mismunandi vöruverð, af hverju sem það kann að stafa. í þessari verzlun virðist vöru- valið nóg en ekki skal dæmt um hvar í verðlagsstiganum hún stendur. þ^egi nú að spara það sem minna er. Fólk þarf endilega að hafa augu og eyru opin þegar inn- kaup eru gerð. Sjaldan reynist fyrsta val beztu kaupin. Opið bréf til Stefóns forstjóra Mjólkursomsölunnar Ari Trausti Guðmundsson skrifar: Sem gamall sumarstarfs- maður Samsölunnar langar mig að leggja fyrir þig eina spurningu varðandi lokun mjólkurbúða Spurningin er svona; með formála: — Þið forstjórar ýmsir og stórkaupmenn, sem ekki vinnið fyrir u.þ.b. 70 þús. á mánuði og eigið ekki uppsögn yfir T.Ó. skrifar: Öðru hvoru má sjá lesenda- bréf í dagblöðunum þar sem þess er krafizt að einstaka þætt- ir í sjónvarpinu verði bann- færóir. Siðast mátti lesa eitt slíkt í Dagblaðinu þ. 27. ágúst sl. þar sem þrjár mæður vilja láta banna þáttinn um Hróa hött. Þetta nöldurfólk virðist allt þvi markinu brennt að halda að sjónvarpið hafi verið reist og sé rekið fyrir það eitt. Þótt einstaka fólki og nokkrum kunningjum þess líki ekki sumir þættir má það ekki halda að það endurspegli álit allrar þjóðarinnar. Við erum sjálfsagt flest á einu máli um það að gegnum- sneitt sé sjónvarpsefnið lélegt en við höfum engan rétt, vegna allra hinna, til að krefjast þess að efni, sem okkur líkar ekki, verði tekið af dagskrá. Mín fjöl- skylda hefur gaman af þáttun- höfðinu, hafið oft sagt að það sé Alþingi en ekki Samsalan eða stórkaupmenn er ráði lokun mjólkurbúða. Þetta kom síðast fram í viðtali við þig í sjón- varpinu fyrir fyrir skömmu. Þú segir beinlínis að öll mjólkursala eigi skilyrðislaust að færast yfir á kaupmenn skv. lögunum nýju. Hvernig stendur þá á því að í eigin útgáfu rikisvaldsins á lögum þessum stendur svo: um um Hróa. hött og félaga hans (þó að nokkuð sé farið frjálslega með bókarefnið) og sennilega er sú staðreynd hús- mæðrunum þrem og öðrum nöldrurum hneyklsunarhella að mér og mínum finnst einnig gaman að Columbo og jafnvel stundum McCloud. Ég vildi líka gjarnan að einstaka góð kúrekamynd, sakamálamynd eða gaman- mynd yrði sýnd á föstudags- eða laugardagskvöldum. Ég hef oft haft gaman af slíku léttmeti, allt frá unga aldri (er nú kominn yfir fertugt) og hef þó aldrei komizt á sakaskrá lögreglunnar og mér vitanlega ekki framið stærri glæp en að „Heildsöluaðila er heimilt að selja mjólk og mjólkurvörur á hinu skráða smásöluverði til aðila sem ekki reka smásölu- verzlun" (25. gr.)? Ég get ekki betur séð en Samsalan hafi allsendis óskil- yrt leyfi til að selja mjólk til hvers sem er á smásöluverði! Það er því í höndum þínum að eiga þátt i að ákveða t.d. mjólkursölu til hótela og að selja-ékki mjólk til almennings tvímenna á reiðhjóli fyrir 30 árum. Við höfum hins vegar t.d. ekkert gaman af að ájá kammertónleika í sjónvarpi, finnst það fremur hljóðvarps- efni en sjónvarps, og ekki höfum við meira gaman af að glápa á málverkasýningu i svart/hvítu, en mér kemur ekki til hugar að krefjast þess að slíkt efni sé bannfært. Ein- hverjir aðrir, sem greiða sama afnotagjald og ég af tækinu sínu, hafa sjálfsagt gaman af slíku og þá verða þeir að fá að njóta þess — ég einfaldlega slekk á tækinu ef mér og mín- um líkar ékki efnið. Við tökum okkur þá gjarnan bók í hönd eða röbbum saman, að góðum sið, eða förum jafnvel i heimsókn samkvæmt lögunum. Þau heimila Samsölunni í raun alla smásöluverzlun. Eg staðhæfi að það sé sam- vinna Samsölunnar og Kaup-' mannasamtakanna og ykkar eigin ákvarðanir sem liggja að baki þessari „skilyrðislausu lokun búðanna1*. Sem sagt: Hvernig skýrir þú ofannefnda heimild og lokun mjólkurbúða? til kunningjanna — sem oft hafa svipaðan smekk. Þessi eilífu ramakvein, sem rekin eru upp í hvert skipti sem hleypt er af gervibyssu í sjón- varpinu eða að tómatsósu er roðið í andlit einhvers, eru hvimleið. Mæðrunum þrem og öðrum kann kannski að finnast smekkur minn og minna á lágu plani, eins og nóbelsskáldið kynni að orða það, en það er nú einu sinni svo að við erum ekki öll jafnmiklir menningarvitar (og viljum ekki láta aðra þröngva menningu sinni upp á okkur) eða jafnáhrifagjörn varðandi gerviglæpi og óljósan grun hef ég um að ég og mitt fólk sé ekki það einasta sem gaman hefur af léttu efni eins og t.d. góðum sakamála- myndum, kúrekamyndum og jafnvel Hróa hetti. Hættið þessu nöldri, þið eruð ekki ein um að greiða afnotagjaldið. Hœttið þessu nöldri Ákaflega ókurteis framkoma afgreiðslumanns — Biðst innilega afsökunar, segir hann Ein sármóðguð skrifar: Mig langar að kvarta hérna í lesendadálkinum undan fá- dæma ókurteisri framkomu verzlunarmanns í tízkuverzl- uninni Karnabæ við Austur- stræti. Þannig var mál með vexti að ég átti leið inn í verzlunina ásamt móður minni og skildi litið barn í vagni eftir fyrir utan. Erindið var að skoða kápur og hafði ég með mér þykka peysu í því sambandi, til að máta kápuna í. Ekki fékk ég neina kápu þarna við mitt hæfi, en hugðist skoða nánar annan fatnað sem þarna var á boð- stólum. Móðir mín aftur á móti þurfti að hraða ferð sinni í vinnu og fór á undan mér en ég bað hana um að taka með sér peysuna og stinga henni undir svuntuna í vagninum. Nú, hún fór út, en á hæla hennar kemur afgreiðslu- maður, segir að þetta líti nú hálfundarlega út og vænir hana um að hafa stolið peysunni. Hún kom að sjálfsögðu inn til mín og bað mig að skýra málið, sem var í lagi, og sagði af- greiðslumaðurinn að því loknu að hún mætti fara. Mér fannst það vera skylda hans að biðjast afsökunar á mistökum sínum, en hann sagði bara: Þetta er skylda mín og ég hef ekkert til að biðjast afsök- unar á. Þetta finnst mér ófyrirgefan- legur dónaskapur. Sök sér að hann spyrði nánar út í peysuna, en lágmarkið er að hann biðji síðan afsökunar á mistökunum. Eða hvað? Gaman væri að heyra skýringar verzl- unarstjórans á slíkri fram- komu. DB hafði samband við verzl- unarstjórann og hafði hann eftirfarandi um málið að segja: Þessa dagana stendur yfir út- sala hjá okkur og er afgreiðslu- fólkinu uppálagt að vera mjög vakandi fyrir þeim sem reyna að fremja þjófnað í verzlun- inni. I þessu tilviki var af- greiðslumaðurinn að sjálfsögðu að gera skyldu sína en það er alveg rétt, að fyrst konan var höfð fyrir rangri sök, átti hann að biðjast afsökunar. Þetta var ábyggilega ekki illa meint og einfaldlega klaufaskapur af hendi afgreiðslumannsins. Viðkomandi afgreiðslu- maður bað DB að koma því á framfæri við konuna að hann bæðist afsökunar á ef fram- koma hans hefði komið illa við hana og þættu þessi mistök mjög leið. Spurning dagsins (Í Hafnarfirði) Finnst þér Hafnfirðingar eitthvað fróbrugðnir Reyk- víkingum eða öðrum landsmönnum? Anna Þormar, nemi úr Reykja- vík: Nei, það er sko enginn munur þar á. Mér finnst Hafn- firðingar alveg ágætir. Sonja Larsen húsmóðlr: Nei, nei. Ég held að þessi bæjarígur sé löngu búinn að vera. Annars getum við svo sem alveg grobbað okkur af þessum fallega bæ okkar. Páll Brynjarsson nemi: Nei, ég held að þær raddir sem um það heyrast séu bara sprottnar vegna monts hvors um sig. Jón Lárusson, skemmtilegur Hafnfirðingur: Ja, Hafnfirðingar eru nú snöggtum skemmtilegri held ég. Viggó Þorsteinsson stýrimaður: Nei. Fólk er ósköp svipað hvar sem það býr, en auðvitað er enginn eins. Vilborg Pálsdóttir húsmóðir: Æ, ég get nú ósköp lítið tjáð mig um þetta. Þetta er allt saman ágætis fólk, blessuð vertu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.