Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. Sorphaugarnir við hlið stœrstu púðurtunnu landsins Helgi Vilhjálmsson skrifar: Oft hafa gerðir ráðamanna valdið furðu eða jafnvel reiði ýmissa, bæði fyrr og síðar. Er slíkt engin nýlunda. I raun má þetta teljast eðlilegt, því að svo margþætt og margslungið er mannlífið að ekki er á færi margra að gera svo öllum líki. Þó finnst mér fyrirhyggjuleysi borgaryfirvalda hafa keyrt úr hófi, þegar sorphaugum Reykjavikur var valinn staður upp við Gufunes á sínum tíma — í næsta nágrenni við Áburðarverksmiðju ríkisins. Fyrir nokkrum árum var byrjað að aka á þennan stað sorpi og alls kyns úrgangi. Var þá vegalengdin að hliði Áburðarverksmiðjunnar á að gizka 400 m. Þarna var ágæt náttúrufegurð: lítið lón gekk inn í landið, en á hina hönd lá bóndabýli og fallegur vogur. Síðan hefur átt að heita svo, að allt rusl væri grafið niður með stórvirkum vinnuvélum og sandi og öðrum jarðefnum ýtt yfir. Ef hreyft hefur verulega vind, hefur blaðarusl eigi að síður fokið vítt og breitt um næsta nágrenni öllum til mikils ama og þá sérstaklega starfs- fólki Áburðarverksmiðjunnar og fólki, sem í grennd býr. í annan stað hafa rottur átt mjög góða daga á soprhaugum þess- um, þær hafa orðið stórar og bústnar og gengið þarna um . eins og stórir fjárhjópar. En nú skal að lokum minnzt á hlut, sem er sýnu verri og alvarlegra eðlis en þau atriði sem á hefur verið drepið hér að framan Á undanförnum árum hafa margsinnis orðið sjálfs- íkveikjur í sorpinu. Er þá kallað á slökkvilið Reykjavíkur til að ráða niðurlögum eld- anna. En eins og gengur og gerist hefur það verið misfljótt að koma á staðinn. Sterk reykjarsvæla hefur þábætztvið megnan óþef sem gjarnan leggur af haugum þessum yfir nærliggjandi mannabústaði og veldur mörgum skapraun og angri. Aðfaranótt laugardagins 14. ágúst síðastliðinn myndaðist ein af þessum sjálfsikveikjum, var það í annað sinn á sama stað með eins eða tveggja daga millibili og hefur ekki í annan tíma logað jafnglatt á þessum slóðum. Svo undarlega sem það nú annars kann að láta f eyrum eru þessir sorphaugar alltaf að færast nær Áburðarverksmiðj- unni.Gizka ég á að vegalengdin frá hliði verksmiðjunnar að sorphaugunum sé nú sé nú um um 100 metrar, en einmitt þar á mörkunum loguðu hinir miklu eldar. Áburðarverksmiðjan er án efa stærsta púðurtunna landsins. Þess vegna stendur maður undrandi frammi fyrir þeirri staðreynd, að sorp- haugum skuli valinn staður einmitt þarna. Þessa umræddu nótt urðu sprengingar í eld- kófinu og þyrlaðist neistaflugið Útigöngufénaður Reykjavikur SKJOTIÐ SKJOLSHUSIYFIR SMÆLINGJANA Helgi Hannesson skrifar: Hugsað til hunda og katta. Ég ólst upp með hundi og ketti, eins og allflest önnur sveitabörn — þeir félagar þóttu þá nauðsynlegir þjónar á hverjum bæ. Hundur skyldi hjálpa til við að verja tún og engjar fyrir ágangi búfénaðar. — Köttur skyldi verja bæinn fyrir músagangi. Löngu síðar var ég nokkur ár verkstjóri á stóru búi. Hafði ég þá hvorki hund né kött á bænum og saknaði hvorugs, nema síður væri. Ég fann og sá að því fylgdu stórir kostir: Ærnar urðu spakari en ella og fuglar áttu friðland heim að bæ. Hundur er svo bezt hæfur á búi að hann sé greindur, vel siðaður og heimamenn allir kunni lag á honum. En þar hefur löngum verið ljóður á, furðulega fáir sveitamenn kunna að venja hund og stjórna honum. Nú eru sveitahundar orðnir heldur þarflitlir þjónar. Gadda- vírinn er búinn að gera þá næstum atvinnulausa. t kaup- stöðum er hvorki starf né staður fyrir hund. Þar er hann oftast innibyrgður fangi — ekki sjaldan sárþjáður píslar- vottur. Það er í sannleika sagt furðulegt fólk sem gleðst við að horfa á svona vansæla skepnu. Reykvíkingar svelta enn ketti sína. t ungdæmi mínu voru kettir sveltir. Þeim var skömmtuð mjólk á undirskál, þegar bezt lét bæði kvöld og morgna, en yfirleitt ekki annað matarkyns. Þá var sagt að matgjöf gerði þá ónýta veiðiketti — sultur skyldi knýja þá til veiða! Á sumrin áttu þeir margir sældarævi — voru um nætur úti á veiðum og komu mettir að morgni af fuglakjöti. Að vetrarlagi voru þeir stundum sultarlegir, músa- ' veiði var oft treg og snjótittl- ingar styggir og varir um sig. Þannig var þetta fyrir 70 árum. Köttum var ætlað að bjarga sér á hálfgerðum úti- gangi og þannig er ennþá búið að köttum hér i Reykjavík. Fólk virðist ekki gera sér ljóst að köttur þarf talsverðan mat til að líða vel. Ég sann- reyndi fyrir nokkrum árum matarþörf læðu sem lá á kettl- ingum. Ég gaf henni hráan fisk og nýmjólk eins og hún vildi þiggja. Hún lapti daglega hálfan lítra af mjólk og át 5—600 grömm af fiski. Sá skammtur kostar 1 búðum minnst í kringum 100 krónur. Það dregur út fé að fóðra ketti sína þokkalega enda sparar margur mat við þá. Það hef ég sannreynt hér í Reykja- vík. Mér hugkvæmdist í hittið- fyrra að bjóða hungruðum ná- grannaköttum mlnum í matar- veizlu! Ég fékk að velja úr fisk- úrgangi: ýsuþunnildi, ugga og hryggi úr flökuðum smáfiski. Eg sauð síðan þetta rusl og bar út fyrir vegg — það stóð ekki á veizlugestunum. Þeir komu og átu allt nema stærstu beinin! Síðan hef ég flesta daga boðið þessum vesalingum þennan veizlukost og vatnslögg með. Eigi veit ég hversu margir þeir eru, þessir gestir mínir, flesta þeirra hef ég aldrei séð — þeir koma oftast eftir hátta- tíma! Kannski eru þeir sveltir inni fram að háttamálum. Mælt er að margir Reykvíkingar loki ketti sína úti um nætur. Til hvers hafa Reykvíkingar ketti? Eigi þurfa þeir að verja fólkið fyrir músum — þær fyrirfinnast varla I Reykjavík. Þar að auki eru mýs miklu meinlausari en kettir. Varla hafa þeir ketti til að veiða smá- fuglana. Það virðist þó aðal- verkefni reykvískra katta. Svo svikalaust er að því unnið að varla sést sumarfugl I Reykja- vík. Hér ætti þó hver skógar- lundur að iða af fuglalífi sumarlangt. En Reykvíkingar kjósa heldur hungraða urðarketti — Kettir eru oft hin failegustu dýr en þau þarfnast líka mik- illar og góðrar umhirðu. það minnir á aðra borgarbúa sem kusu Barrabas. Til eru nokkrir einstæðingar sem telja sér nokkra raunabót að sambýli við kæran hund eða kött. Það fólk lætur sér annt um þessa einkavini sína og lætur þá varla hrekjast úti um nætur. . Sæluhús fyrir útigangsketti. Hér þarf að opna 10—20 sæluhús fyrir útigangsketti. Þar þarf að sjá þeim daglega fyrir mat og mjólk, eða a.m.k. vatni. Ekki þurfa þetta að vera Á sorphaugum myndast oft mikil íkveikjuhætta og má geta nærri hversu hættulegt er að hafa aðalsorphauga Reykja- vikurborgar við hlið Aburðar- verksmiðju rikisins. < -m. hátt I loft upp. En til allrar hamingju var svo til logn og stóð vindáttin frá verksmiðj- unni. Hvað hefði nú getað gerzt, ef staðið hefði sterkur vindur I átt að verksmiðjunni? Ég fullyrði, að þá hefði getað kviknað stærsta bál, sem menn hefðu hingað til séð brenna hér á landi. Eins og margir vita eru notuð mjög eldfim efni við áburðar- framleiðslu, t.d. vetni; auk þess er fullunninn áburður sjálfur eldfimur. Ef vetnistankurinn spryngi, er talið að mannvirki I Gufunesi yrðu rúst ein og jafnvel hluti Reykjavíkur færi svipaða leið. Þetta er ekki aðeins mál, er varðar starfs- menn Aburðarverksmiðjunnar og íbúa I Gufunesi heldur einnig Reykvíkinga og lands- menn alla. Þess vegna hlýtur það að vera sjálfsögð krafa hvers hugsandi manns að borgaryfirvöld hlutist til um, áð haugum þessum verði lokað hið fyrsta og sorphaugar Reykja- víkur færðir á annan stað. Eðlilega hefði slíkt einhvern kostnað I för með sér, en er ekki betra að afgreiða málið á þann veg en stofna dýrum mannvirkjum og mannslífum I hættu? Raddir lesenda stórar né glæstar stofur, þó svo hlýjar að matur frjósi þar ekki. Eigi þyrfti þetta að vera þungt né dýrt I vöfum. Hungurkettir Reykjavíkur virðast að vísu vera æðimargir en hægt væri og heiðarlegt að létta þeim gestum öðrum hvoru af fóðrum: Svæfa þá löngum, ljúfum svefni; senda þá brott úr sultarheimi inn I sígræn sumarlönd eilífðarinnar. Við hótel og sjúkrahús borgarinnar mun daglega kastað mat sem seðja mætti með 1000 útigangsketti. Hví gefur fólk ekki útigöngum, tví- og fjórfættum, þennan góða mat? Það vantar kannski veizlusali fyrir svona gesti? Hjartagæzku getur ekki skort. Reykjavíkurborg mun eiga næg hús til þessara nota. Nokkur get ég nefnt. í skemmti- garði við Grundargerði stendur nýtt hús, upphitað árið um kring en ekki notað neitt að vetrarlagi. í Hljómskálagarði og á Miklatúni munu standa myndarleg sams konar hús. Á þessum og ýmsum fleiri stöðum hlýtur borgin að geta skotið skjólshúsi yfir hörmungaketti sína! Eg heiti á horskan borgar- stjóra að beita sér fyrir úrbót á þessari ófremd Reykjavíkur. Dýraverndunarfélag Islands þarf ég ekki að brýna. V I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.