Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. — Þetta er alltof stuttur tími sem við höfum fyrir nám- skeiðið, en við verðum víst að spara eins og aðrir, sagði Hörður Þorsteinsson kennari og brosti út i annað, er DB ræddi við hann um sjðvinnu- námskeiðið sem nú er að ljúka i Sjómannaskólanum en Hörður er einn þeirra sem að nám- skeiðinu standa. Þetta er þriðja námskeiðið, sem haldíð er, og sú reynsla, sem komin er, mun mjög góð. Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa og mennta kennara til sjóvinnukennslu við gagn- fræðaskólana. 19 nemendur sóttu námskeiðið að þessu sinni en það hófst 15. ágúst. Það má segja að nemend- urnir séu að allan daginn. Hálfur dagurinn fer til kennslu í siglingafræði en námskeiðið gefur 30 tonna próf 1 þeirri grein. Hinn helmingur dagsins fer síðan í verklega kennslu og eru þar kenndar margs konar hnýtingar og splæs, auk upp- setningar á fiskilínu, netafell- ingar og bætingar. En kennslu- deginum er aldeilis ekki lokið þó liðið sé á daginn því á kvöldin fer fram námskeið í hjálp í viðlögum og sóttu það allir nemendurnir að þessu sinni, að undanskildum tveimur. Sjóvinnubrögð eru nýjung í námsskrá gagnfræðaskólanna en með tilkomu grunnskólalag- anna er mun auðveldara að koma þeim í framkvæmd. Hingað til hafa þau verið kennd í 9. og 10. bekk grunnskóla, eða 3. og 4. bekk gagnfræðaskóla eins og það hét upp á gamla móðinn. Þetta nám styttir fram- haldsnám þeirra sem hyggjast halda í fiskitækni eða háskóla- nám, t.d. fiski- eða haffræði, um einn vetur. Stefnt er að því að sjóvinnunámið verði fært niður um tvo bekki, þ.e. að það hefjist strax að loknu barna- prófi eða 6. bekk. Alls munu sjóvinnubrögð verða kennd í um 40 skólum víðs vegar um landið á komandi vetri. Þeir sem sótt hafa nám- skeiðin i Sjómannaskólanum að undanförnu hafa flestir kenn- aramenntun eða einhverja sér- þekkingu i sambandi við sjávar- útveg, svo sem skipstjórnar- eða netagerðarréttindi. Hörður hefur kennt undan- farin 20 ár i Lindargötuskólan- um í Reykjavík. Hann kvað kennaraskort á sviði sjóvinnu- bragða vera mikinn. Margir búi yfir þeirri þekkingu sem til þarf en erfitt reyndist að nýta hana til kennslu. Það væri ein- mitt höfuðmarkmið þessara námskeiða að kenna þessu fólki að miðla þekkingu sinni til skólafólks. Pétur H. Ölafsson hefur undanfarin ár unnið að eflingu sjóvinnukennslu í skólum hér á landi. Hann hefur ferðazt víða um og verið þátttakandi í stofn- un slíkra deilda á 36 stöðum á landinu. Pétur kvað það mjög Gunnlaugur Einarsson ------ -------------- Mikill áhugi á sjóvinnubrögðum meðal ungs skólafólks - — 19 manns sóttu nám í kennslu þeirra í Sjómanna* skólanum — en þörf er á nauðsynlegt að auka áhuga ungs fólks á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Fyrir tíu árum eða svo hefðu unglingar alizt upp við þessa vinnu og ekki’ fyrr verið úr bleiu komnir en þeir stefndu niður í fjöru til að beita og sinna útgerð í einhverri mynd. Nú væru hins vegar breyttir tímar, atvinnuhættir hefðu gengið í gegnum miklar umbreytingar, línuveiðar hefðu minnkað og allir þyrftu að fara í skóla til að mennta sig til hinna mismunandi vinnu- bragða. Þannig væri ekki nema sjálfsagt að gefa ungu fólki kost á að kynnast sjóvinnu- brögðum í skólum, eins og öðru- Pétur kvað það hafa verið áriægjulegt að ferðast um og kynnast áhugasömu fólki um þessi mál. Hann nefndi sem dæmi útgerðarmann frá Pat- reksfirði, Jón Magnússon, sem boðizt hefði til að lána 250 tonna bát í 2‘A mánuð næsta sumar til notkunar sem skóla- skip. Bátinn mundi hann lána endurgjaldslaust svo enginn kostnaður væri við rekstur hans, utan eldsneytis. Jón mun hafa reynt þetta sjálfur og tek- izt vel. Var þá farið með unglinga í 8—10 daga veiði- ferðir og fengu þeir hlut í afl- anum. Að sögn Péturs er það von þeirra áhugamanna, sem efla vilja veg og virðingu sjávarút- vegsins meðal æskufólks, að yfirvöld gefi þessum málum meiri gaum en áður. Þeirra framtak og stuðning þyrfti til ef vel ætti að vera. Lítill áhugi hjá kvenfólkinu á ísafirði. — Ég var með um 35—40 nemendur í sjóvinnubrögðum síðastliðinn vetur og gekk það vel. Frekar dræmur áhugi var þó meðal stúlknanna, þó þær byrjuðu fullar af áhuga heltust flestar fljótlega úr lestinni, sagði Gunnlaugur Einarsson, netagerðarmaður frá ísafirði, sem nú er að ljúka sínu öðru námskeiði. Hann mun nú vera orðinn fullnuma sem kennari I þessum greinum og annast bæði bók- lega og verklega kennslu. Helzt sagðist Gunnlaugur hafa grætt á siglingafráeðikennslunni en mesta þekkingin kæmi þó af reynslunni, þegar út í kennsl- una væri komið, og menn þyrftu sjálfstætt að afla sér meiri þekkingar. Gunnlaugur kvaðst mjög ánægður með námskeiðin og taldi þau kennslubrögð, sem þar væru kennd, vera þau beztu sem völ væri á. Mest gaman að hinu verklega. — Ég hefi kennt hnýtingar í Vogaskóla undanfarin ár og hef haft mikið gagn og gaman af að læra splæs og netahnýtingar hérna. Mér finnst að það mætti gjarnan tengja það þeirri tóm- stundakennslu sem hefur verið jákvœðari áráðri fyrir sjávarútveginum A sjóvinnunámskeiðinu var bæði bókleg og verkleg kennsla. Þarna er Sigríður Guðjónsdóttir að hnýta net í vinnusalnum. við marga skóla, sagði Sigríður Guðjónsdóttir, Eyrbekkingur að uppruna og kennari við Vogaskóla. Þar hefur Sigríður kennt frá stofnun skólans en áður kenndi hún leikfimi í 9 ár á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Hún taldi mikinn áhuga vera meðal ungs fólks á þessum málum, sérstak- lega meðal stráka. — Mér hefur reynzt siglinga- fræðin einna erfiðust en það er Sigríður Guðjónsdóttir almennilega sjómannastétt, sagði Bjarni í lokin. Ekki nóg áherzla lögð á sjóvinnubrögðin — A Húsavík er verið að reisa nýja álmu fyrir verklegt nám í skólanum og munum við fá þar inni með sjóvinnu- brögðin, svo aðstaðan er mjög góð, sagði Vilhjálmur Pálsson iþróttakennari á Húsavík. gaman að sjá hinar margvíslegu aðferðir sem notaðar eru til út- reiknings í henni. En ég á nú eftir að sjá hvort þeir hleypa mér i gegnum prófið, sagði Sigríður og kímdi. Þörf fyrir jákvœðan áróður — Það hefur verið ákaflega fróðlegt að kynnast kennslu- brögðum hér á þessu námskeiði því leiðbeinendurnir hér hafa mikla og góða reynslu til að miðla af, sagði Bjarni Karlsson cand mag. sem kennt hefur ís- lenzku og stærðfræði í Haga- skóla undanfarin ár. — Ætli það sé ekki um 40 manna hópur sem velur sjó- vinnubrögðin í Hagaskóla í vetur, sagði hann. Áhuginn mun sízt minni hjá stúlkunum eri mest áherzlan verður lögð á hið verklega. Mér finnst virkileg þörf á jákvæðum áróðri fyrir þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar. Annars stöndum við uppi eftir nokkur ár með enga Bjarni Karlsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.