Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. 23 Útvarp Sjónvarp Útvarp í kvöld kl. 20,35: MSSE Hefur misst minnið og strýkur of hjúkrunarhœlinu Myndin var tekin á æfingu á Martin Fern snemma í júni- mánuði. Á henni sjást nokkrir af aðalleikendum: Randver Þorláksson, Bessi Bjarnason, Halla Guðmundsdóttir, Gísli Aifreðsson, Ieikstjórinn, Anna Vigdís Gísladóttir, Steindór Hjörleifsson og Þóra Friðriks- dóttir. Síðar tók Herdís Þor- valdsdóttir við hlutverki Þóru. DB-mynd Bjarnleifur. o Leikritið sem fiutt er i út- varpinu í kvöld kl. 20.35 er sálræns eðlis, mjög viðkvæmt á köflum og lýsir sálarástandi manns á trúverðugan hátt. Þar segir frá Martin, sem er miðaldra maður er misst hefur minnið í bílslysi og dvelur á hjúkrunarhæli. Hann heldur því fram að hann sé alls ekki sá sem hann er, þótt aðrir reyni að fullvissa hann um það. Martin strýkur af hælinu og fer að kynna sér sitt „fyrra líf“. Hann er ekki alls kostar ánægður með það sem hann kemst að raun um og margt fer öðruvísi en hann ætlar. Þetta leikrit heitir Martin Fern og er byggt á sögu eftir danska leikritahöfundinn og blaðamanninn Leif Panduro. Sagan heitir „En mand frá Dan- mark“ og er útvarpsgerð leiksins samin af Mats Arehn. Torfey Steinsdóttir gerði þýðinguna. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson. Með aðalhlutverkin fara Bessi Bjarnason, Halla Guð- mundsdóttir, Erlingur Gísla- son, Margrét Guðmundsdóttir, Randver Þorláksson, Herdís Þorvaldsdóttir o.fl. Höfundur sögunnar Leif Panduro er fæddur í Kaup- mannahjöfn árið 1923. Stundaði hann nám í tann- lækningum og var skóla- tannlæknir í Esbjerg á árunum 1957-62. Árið 1961 gerðist hann lausráðinn blaðamaður við Politiken., Hann hefur skrifað bæði. sögur og leikrit, ekki sízt sjón- varpsleikrit, sem flutt hafa verið í islenzka sjónvarpinu. Panduro hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit. Aður hafa tvö leikrit Panduros verið flutt í út- varpinu. Sagan af Ambrósíusi árið 1956 og framhaldsleikritið Upp á kant við kerfið, sem fiutt var á sunnudagseftirmiðdögum í sumar. -A.Bj. Útvarp kl. 19,35: | Nasasjónl Hefur leikið með mörgum fitegum hljómsveitum „Nasasjón byggist að þessu sinni á viðtali við Hafliða Hall- grímsson, sellóleikara og tón- skáld,“ sagði Björn Vignir Sigurpálsson, annar tveggja umsjónarmanna þáttarins. Nasasjón verður á dagskrá út- varpsins kl. 19.35 í kvöld. Hafliði hefur lengi verið búsettur erlendis og hefur aðal-' lega dvalizt í London. Við spjöllum um feril hans, en Hafliði er Akureyringur að uppruna. Hann var í tónlistar- skólanum þar, síðan nam hann í Reykjavík, og hélt síðan til Ítalíu og þaðan til London, og starfaði þar að námi loknu. Hafliði hefur verið lausamaður í ýmsum hljómsveitum og það frægúm. Hann hefur m.a. leikið með Ensku kammersveitinni og Menuhin hljómsveitinni. Hann hefur farið víða um lönd með Menuhin hljómsveitinni. Til dæmis fór hann til Ástralíu með henni. Einnig hefur hann leikið mikið undir stjórn Barenbaum. Lætur Hafliði mjög vel af að vinna með bæði Barenbaum og Menuhin. Milli þess sem hann spilar er hann sjálfur að semja og er *hann óðum að komast í röð okkar fremstu tónskálda. Þegar hann er ekki að æfa sig á sellóið eða semja, þá er hann að mála. Nú stendur yfir sýning á verk- um hans í Norræna húsinu og hefur hún hlotið mjög góða dóma. 1 þessu spjalli förum við lítil- lega inn á viðhorf hans til tón- listar, hvaða gildi hún hefur fyrir hann, og hvaða gildi hún hefur fyrir alla. Sitthvað fleira spjöllum við um í þættinum. Einnig getur verið að við skjót- um inn símtali við Jakob Tryggvason, sem varð þess valdandi að hann valdi sellóið í stað fiðlu, sem hann upphaf- lega hafði ætlað sér. Hafliði hefur aldrei séð eftir því að sellóið varð ofan á.“ Þeim fer að fækka þáttun- um hjá þeim félögum því þeir ætla áð hvíla sig frá útvarpinu i vetur. —KL Fimmtudagur 2. september 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðtirfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir i fjörunni" eftir Jon Oskar. Iloluiltlur lt*s (0). 15.00 Miðdegistonleikar. 10.00 Fróttir. Tilkynningar. (16.15 Veóurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli bamatiminn. Finnborg Seheving hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Franska einvigið", smásaga eftir Mark Twain. Óli Hermannsson ís- lenzkaði. Jón Aðils leikari les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 1S.45 Veðurfregmr. Dagskrá kvöldsiiis. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Nasasjón. Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson ræða við Hafliða Hallgrímsson tónlistarmann. »0.10 Pianósónótur Mozarts. l’ngverski pianóleikarinn Dezsii Hanki leikur: a. Sónötu i F-dúr (K2S0). b. Sóniitu i Ks-dúr (K2«2). llljóðritun Irá ung- verská útvarpiiui. 20.35 Leikrit: „Martin Fem" eftir Leif Panduro. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Martin Fern—Bessi Bjarnason. Eva Carlsson—Halla Guðmundsdóttir. Ebbesen læknir—Erlingur Gíslason. Frú Fern—Margrét Guðmundsdóttir. Þjónn—Randver Þorláksson. Frú Hansson—Herdís Þorvaldsdóttir. Aðrir leikendur: Anna V'igdís Gísla- dóttir. Nína Sveinsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Jón Aðils og Ása Jóhannesdóttir. 21.20 íslenzk tonlist: „Missa Brevis" eftir Jónas Tómasson yngra. Sunnukórinn á tsafirði syngur. Kjartan Sigurjónsson og Gunnar Björnsson leika með á orgel og selló. Hjálmar Helgi Ragnars- son stjórnar. 21.45 „lltsær", kvæði eftir Einar Bene- diktsson. Þorsteinn ö. Stephensen les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur les (5). 22.40 Á sumarkvöldi. Guðmundur Jóns- son kynnir tónlist um ber og ávexti. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. ^ , U l - rv. nýtt í hverri Viku - Sagt fró brúðkaupi ó átjóndu öld. — Ástkona Paul Gettys segir frá 'Aummi króna, framhaldssaga fyrir börn. — Eg hef verið nógu lengi stjarna Idhúsi Vikunnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.