Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 24
D VITAMINI BEITT TIL UT- RÝMINGAR ROTTUM Reykjavikur „Rottueitur þetta, sem nefn- ist Calciferol, er hættulaust mönnum og stærri dýrum en hefur þau áhrif á nagdýr—og þar meö rottur — að þau drep- ast þegar þau éta það.“ Þannig svaraði Pétur Hannesson yfir- maður hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar spurningu Dagblaðsins um rottueitur sem hefur fundizt á fjörum í Laugarnesinu að undanförnu. Ástæðan fyrir því, að spurzt var fyrir um þetta eitur, er sú, að maður nokkur hafði sam- band við Dagblaðið fyrir skömmu og kvaðst hafa tekið poka af blálituðu rottueitri af tveimur ungum strákum sem voru að gramsa í fjörunum 1 Laugarnesinu. Hann fór síðan í fjöruna sjálfur og fann ekki færri en 20 poka af þessu eitri á litlu svæði. Þá sá hann talsvert af dauðum fuglum svo og einn dauðan kött, sem hann áleit að hefði komizt í eitrið. Maðurinn taldi óforsvaran- legt að koma eitrinu fyrir eins og gert hafði verið. Eiturpok- arnir vektu forvitni barna sem fyndu þá. Sum væru ólæs og önnur hefðu ekki hugmynd um skaðsemi rottueiturs og gætu jafnvel haldið þetta vera sælgæti. Hann bað því Dag- blaðið að kanna hversu hættu- legt þetta bláa rottueitur væri. „Calciferol er einungis D- vítamín og ekkert annað,“ sagði Ásmundur Reykdal hjá hreinsunardeildinni Dag- blaðinu. „Það verkar þannig á öll nagdýr að þau drepast þegar þau éta af því. Önnur dýr og menn þurfa að borða mjög mikið magn af þessu efni til að það skaði þau svo að kötturinn, sem maðurinn fann í fjörunni hefur drepizt af öðrum orsök- um, nema þá að hann hafi borðað mikið magn af því að staðaldri." Asmundur sagði að Calci- ferol væri dönsk framleiðsla. Tiltölulega stutt er síðan farið var að beita'því gegn rottum og öðrum meindýrum af nagdýra- kyni. Hann nefndi sem dæmi að danskir bændur notuðu efni mikið til að eitra fvrir rottur á býlum sínum. Calciferoli, eða D-vítamíni, eins og það nefnist einfaldlega á íslenzku, hefur verið dreift á fjörur Reykjavíkur frá Foss- vogi og inn fyrir Sundahöfn á alla þá staði þar sem helzt má vænta þess að rottur haldi sig. Þær lifa aðallega í námunda við enda holræsa og afrennsli frá matvælaverksmiðjum og sækja þangað fæðu sína. —ÁT — efnlð er óskaðlegt öðrum en nagdýrum Þannig er gengið frá Calciferoli eða D-vítamíni. Pokunum er komið fyrir í fjörum þar sem sjór á ekki að ná til þeirra. Pokarnir eru merktir sem rottueitur, enda notaðir í þeim tilgangi einum. DB-m.vnd Bjarnleifur. Sandskip hf. lýsir sig gjaldþrota Sandskip hf. hefur að beiðni félagsstjórnar verið tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skiptarétti Reykjavíkur. Sandskip hf. var eigandi sand- dæluskipsins Grjótjötuns, sem síðan var selt Námunni hf. Rekstur skipsins hjá Sandskipi hf. gekk mjög erfiðlega, enda var það að ýmsu leyti vanbúið til að sinna verkefnum, sem til boða stóðu. Reyndust dælur þess aflvana og bilanir tíðar i öðrum búnaði. í maímánuði óskaði ríkissak- sóknarinn, að beiðni Seðlabank- ans eftir dómsrannsókn vegna meintra gjaldeyrislagabrota við kaup Grjótjötuns frá Noregi. Að lokinni rannsókn í Sakadómi var málið sent til ríkissaksóknara en hann sendi það til frekari rann- sóknar um tiltekin atriði. Hefur Sandskip hf. nú lagt inn beiðni um að fyrirtækið verði tekið til opinberrar skiptameð- ferðar sem gjaldþrota, þar sem eignir þess standi ekki sannan- lega fyrir skuldum. Verður nú gefin út innköllun á kröfum á hendur fyrirtækinu. Að loknum innköllunarfresti verður kannað, hvort nauðasamningum verður náð við kröfuhafa. —BS Riðandi unglingar gera ökumönnum fyrirsát Þrír rioa.idi unglingar lok- uðu þjóðveginum norður á Vatnsskarði fyrir ökumönnum og létu svipur sínar ríða á bílum. Reyndu þeir einnig að láta hesta sina prjóna fast við bíla og ollu með því nokkrum skemmdum á a.m.k. einum bíl sem um er vitað. Um kl. 11 í fyrrakvöld var maður á leið akandi úr Reykja- vík áleiðis til Akureyrar. Sá hann þessa fyrirsát í tæka tíð til þess að gefa ljósmerki og síðan að stöðva bifreið sína þegar ekki var vikið af veginum. Veittust þrir ríðandi unglingar að bílnum með svipum og létu hestana prjóna upp á bílinn. Tókst öku- manninum að sæta lagi og komast leiðar sinnar með lítt skemmdan bílinn. Nokkru síðar var þessi leikur endurtekinn þegar annar maður kom þar akandi sömu leið. Bifreið hans varð fyrir nokkrum skemmdum áður en hann komst undan þessari árás. Sa ökumaðurinn, sem varð fyrir tjóni, hafði hug á að kæra þetta athæfi, þar sem hann taldi sig geta þekkt aftur þenn- an óþjóðalýð. Ekki er þörf á að — létu svipurnar riða á biium þeirra fjölyrða um þennan ljóta „leik“. Til þessa hafa íbúar þéttbýlisins talið að þeir sætu einir að árásum skemmdar- varga eins og þeirra, sem þarna áttu hlut að máli. Þetta er von- andi einsdæmi til sveita enda fullvíst að sveitamenn kæra sig ekkert um hlutdeild í „einka- rétti" þéttbýlisins á svona piltum. -BS. Flugstjórinn varð að velja „Ég hljóp inn í flugstöðina til að sækja félaga minn, þegar mér var ljóst að Arnarflugs- vélin ætlaði að leggja af stað fyrr en ráðgert var úr seinkun- inni,“ sagði Júlíus Kristjáns- son, ungur Keflvíkingur, einn af átta farþegum sem skildir voru eftir á flugvallarhlaðinu á Mallorca á sunnudaginn. „Flug- vallarstarfsmennirnir, „stiga- mennirnir", lofuðu að hinkra við en þegar ég kom aftur að vörmu spori ásamt hinum sjö renndu þeir stiganum frá flug- vélinni, sem ók á brott, en far- þegarnir veifuðu bara til okkar.“ AF STAÐ EDA ALLT AÐ SÓLARHRINGS TÖF Júlíus og félagi hans, Einar Bjarnason, einnig Keflvíkingur fóru þess á leit við flugum- sjónarmenn að vélin yrðu stöðvuð, en engu tauti var við þá komandi. Ekki fengu þeir heldur aðgang að síma fyrr en eftir klukkustund til að reyna að ná sambandi við Sunnuskrif- stofuna í Palma, en þar svaraði ekki þegar til kom, enda starfs- liðið önnum kafið við að flytja nýkomna ferðalanga á hina ýmsu staði í borginni. „Eftir langa ferð í áætlunar- vagni örkuðum við í tvær klukkustundir í leit að Sunnu- skrifstofunni og gengnir upp að hnjám römbuðum við loksins á réttan stað,“ sagði Einar, „og þar var okkur tekið tveim höndum, boðið í mat, útvegað hótelherbergi og látnir hafa vasapeninga.“ Á mánudagsmorguninn héldu ,,strandaglóparnir“ síðan flugleiðis til Barcelona og munaði minnstu að þeir yrðu af áætlunarvélinni til London, en tími til flugvélaskiptanna var aðeins 10 mín. 1 London gátu þeir tekið lífinu með ró, vegna 10 klst. seinkunar Flugfélags- þotunnar. Heim voru þeir svo komnir í fyrrinótt, en i gær var haft samband við þá af hálfu Arnarflugs. „Skýringin sem við fengum á skyndilegri brottför flugvélarinnar var sú, að flug- umferðarstjórnin hótaði að setja þá aftur fyrir í flugtaks- röðina, sem hefði getað orsakað allt að sólarhrings töf,“ sagði Júlíus, „og að sjálfsögðu vorum við beðnir afsökunar." En þeir félagarnir fengu að heyra fleira — hinir óheppnu farþegar eru þá lánsamir eftir allt saman — þeim var boðin ókeypis ferð til sólarlanda næsta sumar í sárabætur, og mega velja sér hvaða ferð sem er. Ekki ónýtt það. emm frfálst, úháð dagblað 2. SEPTEMBER 1976. Reykjavikurskákmótið: Timman heldur forystunni Skák kvöldsins i 8. umferð: Friðrik - Timman Timman vann Guðmund Sigur- jónsson í 7. umferðinni í Reykja- víkurskákmótinu, sem tefld var í gærkvöldi. Hefur Timman því hlotið 5'A vinning og á betri stöðu í biðskák við Björn Þorsteinsson. Staðan eftir 7 umferðir er þessi: 1. Timman: 5 V2 vinning og biÖskák. 2. FriÖrik: 5 V2 vinning 3. Najdorf: 4 Va vinning og biöskák 4. Tukmakov: 4 vinningar og biöskák 5. -7. Guömundur, Ingi R. KKrene: 3 V2 vinn- ingur og biÖskák 8. Antoshin: 3 vinningar oo 2 biðskáki' 9. Haukur: 3 vinninga og biöskák 10. -12. Helgi, Westerinen, Vukcevich: 2Vz vinningur og biöskák 13. Matera: 2 vinningar og biÖskák 14. Margeir: 1 V2 vinningur og biöskák 15. Gunnar: V2 vinningurog 2 biðskákir 16. Bjöm: V2 vinningur og biöskák. Úrslit í 7. umferð urðu þessi: Margoir— Haukur: V2 — V2 Vukcevich — Ingi R.: 1—0 Westerinen—Gunnar: 1—0 Keene — Helgi: 1—0 Bjöm — Friörik: 0—1 Timman—Guðmundur: 1-0 Matera—Tukmakov: Biöskák Antoshin — Najdorf: Biöskák Biðskákir verða tefldar í dag kl. 11 í Skákheimilinu við Grensás- veg. 8. umferðin hefst í Haga- skólanum kl. 17.30 í dag og eigast þá við þessir við: Haukur — Guðmundur, Friðrik — Timman, Najdorf — Björn, Tukmakov — Antoshin, Helgi -r- Matera, Gunnar — Keene, Ingi — Westerinen, Margeir — Vukce- vich. Keppendur eiga frí á morgun, en á laugardag verður svo 9. um- ferðin tefld. Hefst kl. 14 í Haga- skóla. -BS. Banaslys upp undir Heklutindi Þjóðverji á miðjum þrítugsaldri beið bana upp undir tindi Heklu í gær. Var hann ásamt tveimur sam- löndum sínum að klífa fjallið. Voru þeir komnir upp í ishettu þess, er einn þeirra hrasaði ofan i íssprungu. Klemmdist brjóst hans illa og var ljóst að maðurinn var í alvarlegri lífshættu. Annar félaga hans tók nú til fótanna og hljóp nánast í einum blóðspreng allt til Búrfells. Gat hann vart mælt fyrir mæði er hann kom þangað, en þá hafði hann hlaupið í hálfa aðra klukku- stund. Gísli stöðvarstjóri kom boðum í skyndi til SVFÍ. Óskar Þór Karlsson, sem nú leysir Hannes Hafstein af, fékk varnarliðsþyrlu til björgunarleiðangurs austur. Tók hún Þjóðverjann á Búr- felli og lenti síðan á Heklu- tindi. Þangað upp var hinn ' særði Þjóðverji borinn og fluttur í skyndi til Reykjavíkur. En er þangað kom var hann látinn. Tveir Bandaríkjamenn urðu að bíða á Heklutindi meðan þyrlan flutti Þjóð- verjana þrjá til Reykja- víkur. Voru þeir svo sóttir síðdegis. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.