Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SF.PTEMBKR 1976. „Ofanfrá" meinsemdin I grein minni í Dagblaðinu fyrr í sumar gat ég þess, að . íslenskt þjóðfélag væri að drukkna í auðsöfnunar- og alls- nægtaspursmálinu, jafnframt sem drottnunargirnin, fylgi- fiskur slíkra gerða, skýtur æ víðar upp kollinum, en hver er orsökin? Er þetta meðfædd meinsemd eða utanaðkomandi áta, sem nú nagar sig á ógnar- hraða inn í þjóðarsálina? Ég drap á það í sumar, að ýmis utanaðkomandi áhrif væru þarna að verki og eyði ég ekki fleiri orðum í það, en til við- bótar því, þá virðist ljóst, að ýmsir áhrifaaðilar þjóðfélags- ins eru fæddir með þessi áðurnefndu fasisku einkenni, sem raunar er arfur frá norskum þrælahöldurum, er hingað hrökkluðust undan Haraldi gamla lúfu á sínum tíma og mótuðu hér fasiskt þjóðskipulag, sem að lokum kollsigldi sig vegna auðs- og valdatogstreitu. En látum slíkt ekki endurtaka sig, þótt ýmis teikn bendi uggvænlega í þá átt. „Eftir höfðinu dansa lim- irnir“. Eg held því hiklaust fram, að stærstu meinsemdir þjóðfélagsins komi „ofan frá“, ef svo á að taka til orða. Raunar er slíkt þversögn, því öll spilling kemur neðan frá, sem önnur skemmdarverk. En það er ekki von á góðu, þegar ráða- menn og aðrir „máttarstólpar“ þjóðarinnar lifa í allsnægtum, (án þess þó að borga skatta og skyldur, sem nýútkomin skatt- ská ber með sér) meðan hinir raunverulegu máttarstólpar mega hafa sig alla við að hafa í sig og á. Eitt það fyrsta, er maður hnýtur illilega um, er banka- valdið. Það vald sýnist mér óeðlilega mikið og innan þess- ara stofnana virðist þróast stór- kostleg spilling, sem nú síðustu daga er að koma í ljós, svo að manni setur hrylling. Allt at- hafnalíf þjóðarinnar rennur að sjálfsögðu í gegnum banka- kerfið og er út af fyrir sig eðli- legur hlutur, en að því sé bein- línis stjórnað þaðan er aftur á móti óeðlilegt. Ég lít svo á, að bankarnir seu einungis þjónustustofnanir undir umsjá kjörinna fulltrúa þjóðarinnar í lýðræðislegum kosningum. Annað kemur raunar ekki til greina, því fjármagn bankanna er afrakstur vinnu fólksins í landinu. Á pappírunum ku það víst vera svo, að bankarnir séu undir yfirstjórn Alþingis, en í reynd virðist annað uppi á ten- ingnum. Ég hef rætt við fleiri en einn og fleiri en tvo alþingis- menn um banka- og embættis- mannavaldið og þeir hafa viðurkennt, að það sé óeðlilega mikið — en það er eins og ekkert sé við því að gera, það vex með ógnarhraða líkt og arfi. En hvers vegna er þá ofur- vald bankanna svona mikið, hver er orsökin? Mér virðist helst þrennt koma til greina: í fyrsta lagi, að þeir menn, er ráðast þar til mannvirðinga, séu svo vel af guði gerðir, að ákvarðanir þeirra séu það eina rétta og hrein glópska að fetta þar hinn minnsta fingur út i. í öðru lagi, að meirihluti Alþingis sé ánægður með að- gerðir bankavaldsins og þá trú- lega meiri hluti landsmanna. (Er það kannski ekki svo?) í þriðja lagi, að þingmenn, þótt óánægðÍF séu, hafi ekki bol- magn eða réttara sagt áræði til að rífa sig upp úr meðal- mennskunni til að hrófla við þessu volduga kerfi — eða hafa þeir ekki tíma til þess, eru þeir í öðru að vafstrast en þing- störfum? Slíkt nær auðvitað engri átt og vík ég að því síðar. Hvað af þessu þrennu (vafa- laust fleiru) kemur til greina, þá er eitt víst, að bankakerfið er orðið það þungt á saltinu að öll önnur öfl virðast ekki hafa bolmagn til að ná ballansinum og aðstaðan vonlausari meðdegi hverjum. Ég er samt sann- færður um það, að meiri hluti þjóðarinnar æskir breytinga, þótt menn þeir, er túlka eiga vilja hennar, geri það ekki. Þetta er þungur dómur, en að mínu viti réttur. Þess vegna þurfa alþingismenn ekki að koma fram fyrir alþjóð og tala um það með vandlætingu, að ekki sé borin nægileg virðing fyrir stofnuninni við Austur- völl. Þeir verða að skilja það, að ekki er nóg að sitja þar og þrefa um x og z, en láta málefni lýðs- ins fyrir róða. Menn bera ein- upgis virðingu fyrir þeim er þora að stjórna, þeim er leggja sig í líma við að bæta lífskjör almennings á sem sanngjarn- astan hátt. Geta og alþingis- menn vænst virðingar fólksins, meðan þeirra oddamenn predika að nauðsyn sé að spara um leið og þeir stunda sinn „bílaleik" af kappi, án þess að blikna. Slíkur tvískinnungur er óhæfa vægast sagt. Nei, þegnar þessa lands geta ekki og eiga ekki öllu lengur að sætta sig við slíkt himinhrópandi ranglæti. Sllk stjórnun er ekki samstiga nútimanum, heldur endur- speglun af gamla lénsskipulag- inu, svo dæmi sé nefnt. Það er ekkert launungarmál, að bankakerfið er orðið háska- lega voldugt, teygir arma slna inn á öll svið þjóðlífsins. Slíkt ægibákn er allt of dýrt fyrir fámennt þjóðfélag, því mann- afli þessa kerfis er undarlega mikill og spurning, hvort fjöldi þessara stofnana er þjóðhags- lega hagkvæmur. I ekki fjöl- mennara landi getur það ekki staðist. Mannafli og húsakostur bankakerfisins er þessu þjóð- félagi ofviða, því það er vitað mál, að innan veggja þess situr fjöldi fólks, sem lltið sem ekk- ert hefur að gera. Ölafur Ragnar Grímsson sýndi eitt sinn fram á það I sjónvarps- þætti, en hann hlaut víst ekki þökk fyrir. Þannig er það. Ef einhver vill hrófla við vitleys- unni og ósómanum, þá er skrúfað fyrir hann sem fljótast, því fólkinu má ekki gefast kostur á að vakna. Það er vlðar vont en I Rússlandi. Nú kann einhver að spyrja: „Veita ekki bankarnir fjölda manns at- vinnu? Yrði ekki geigvænlegt atvinnuleysi, ef samdráttur yrði I bankakerfinu? Ég svara því neitandi. Það vantar sífellt fólk 1 undirstöðuatvinnuvegina og það sem meira er: fjölbreytt- ari starfsemi þarf að eiga sér þar stað, en er ekki fram- kvæmanleg vegna fámennis. En með aukinni fjölbreytni I úrvinnslu hráefna eykst út- flutningsverðmætið og við vitum öll, hvað það þýðir. Það er óneitanlega undarlegt, að meðan undirstöðuatvinnuveg- irnir berjast I bökkum, þeir reknir með tapi, hús þeirra standa vítt og breitt um landið hálfköruð vegna fjárskorts, þá skila bankarnir hagnaði svo skiptir milljörðum. Þeir byggja auk þess veglegar hallir, þar sem ekkert er til sparað, auka við starfsfólk, sem hefur mjög takmarkað að gera, auka vald sitt I skjóli athafnaleysis stjórn- valda, halda atvinnurekstri landsmanna i heljargreipum með svívirðilegu vaxtaokri, sem tæpast á sér hliðstæðu um gjör- Kjallarinn Guðjón Sveinsson valla heimsbyggðina. Slík stefna er ófrjó, lamar allt at- hafnalíf og eykur þessa fyrir- taks verðbólgu, sem heldur lífinu I bröskurum og afætum þjóðfélagsins. Þetta er gert I skjóli bankavaldsins. Hverjum er um að kenna? Svari hver fyrir sig, en ég veit, að allir sverja það af sér. Ég er aftur á móti sannfærður um það, að fólkið I landinu unir ekki lengur við þennan aðbúnað og síst eftir atburði síðustu daga. Ormagarð bankakerfisins þarf að taka rækilega til bæna, ok þess þarf að hrista af þjóðinni og reisa þarf nýtt þjóðskipulag, þar sem hlutur hins almenna borgara verður betri og réttlát- ari, en milljóna auðsöfnun „máttarstólpanna" verður stöðvuð og þeir látnir sitja við sama borð og aðrir og látnir fara að borga skuldir sfnar. Lesendur góðir. Bankakerfið er að verða vanskapað af ofvexti og spillingu, þvl völd þess eru I höndum of fárra. Eitt af þvf sem talað er um er, „að menn séu misjafnlega kynntir I bönk- um“. Hvað merkir það? Jú, að þeir sem smjaðra og bukka sig fyrir bankastjórunum fá betri fyrirgreiðslu en þeir, sem tala við þá á jafnréttisgrundvelli. Sllk framkoma er ósvinna, en vissulega er slík framkoma per- sónubundin en ekki algilt lög- mál, þvf margir bankastjórar munu vera viðræðugóðir menn. En eitthvað mun samt reynast rétt I þessu, „þvl sjaldan lýgur almannarómur". Nú má enginn skilja orð mln þannig, að ég telji stofnanir þessar með öllu óferjandi. Ég vil því endurtaka, að þær eru nauðsyn, en þær mega ekki taka á sig mynd kirkjuvalds miðalda, þar sem auðsöfnun kirkna og klaustra var svívirði- leg á kostnað landsmanna. Þá lifðu biskupar, klerkar, ábótar og aðrir kirkjunnar menn munaðarlífi, meðan aðrir sultu við dyr þeirra, en þar voru líka til undantekningar. En við megum ekki staðnæmast við undantekningarnar. Kerfið I dag þarf lækningar við og fólkið I landinu á að sjá um, með sínum atkvæðum, með sínum skoðunum I ræðu og riti, að lækningin verði framkvæmd og því fyrr því betra. í lýðræðis- rlki mega einræðisöfl ekki skjóta rótum, því þau ganga af frelsinu dauðu. Þess vegna hlýtur það að verða krafa hins almenna borgara, að þeir menn, sem veljast til setu á Alþingi, sinni þessu verkefni, en séu ekki að vafstrast I öðru en þing- mennsku. Hún ein er yfrið nóg, enda það vel launuð, að hægt er að sinna því starfi með óskiptum hug. Ef alþingis- mönnum tekst þetta verkefni vel, .þurfa þeir ekki að kvíða virðingarleysi almennings — þurfa ekki að biðja um, að Alþingi verði virt. Guðjón Sveinsson rithöfundur, Breiðdalsvík. r Fyrirspurn til gatnamála- deildar Reykjavíkurborgar — Óskast svarað af gatnamálastjóra, Inga Ú. Magnússyni 1) Hvernig stendur á þvl að síðan svokallað „varanlegt slitlag“ var fyrst lagt á götur borgarinnar hefur þurft að endurnýja þetta „varanlega slitlag“ á þeim flestum svo til á hverju ári, og sumar götur borgarinnar eru líkastar sívalningi og miðbikið hærra en gangstéttirnar? 2) Hvers vegna hefur verið haldið áfram áð leggja þessi slitlög þegar þau endast ekki nema I eitt ár og varla það I sumum tilfellum? 3) Hefur gatnamáladeild borgarinnar gert rannsóknir á hvort ónýtt efni, sandur og grjótmulningur, til blöndunar I sjálft malbikið hefur verið notað og hvað hefur verið gert til að rannsaka hvort sandurinn og grjótmulningurinn er eða hefur verið I þeim gæðaflokki að verjandi væri að nota I endalaus ný slitlög? 4) Hvað olli þvi, að nýtt malbikslag var lagt á Miklu- brautina, sem var steinsteypt gata, hrjúf en I góðu ástandi með ekki neinum holum. Þetta malbikslag var lagt I september 1975 frá Háaleitis- braut niður undir Lönguhlíð en var algjörlega afmáð síðast liðinn aprílmánuð. Hvað kostaði þetta ævintýri, „varanlegt slitlag", sem entist aðeins I 6 mánuði? Svar óskast líka við þvi, hvers vegna nýtt malbikslag var lagt á sömu götu frá Háa- leitisbraut og alla leið að Lönguhlíð núna I sumar og hvað kostaði það íbúa borgar- innar? 5) Hvers vegna eru ekki allar aðalgötur borgarinnar steyptar, I stað þess að malbika þær, þar sem Mikla- brautin, sem steypt gata, gaf allgóða raun og langt fram yfir „lag ofaná lag“ varan- lega slitlagið, malbikið? 6) Hvers vegna eru flestar nýjar gangstéttir steyptar I stað þess að malbika þær? Slit á gangbrautum er ekki eins mikið og á götunum, þar sem farartæki aka. 7) Geta borgarbúar vonazt til þess að fjárhagslega verði mögulegt að halda þess- ari „lag ofaná lag stefnu“ áfram og samtímis standa undir kostnaði við lagningu nýrra gatna? 8) Hvar á Islandi er betra efni fáanlegt en það gjörónýta efni, sem nú er notað, og gæti það borgað sig að flytja inn Kjallarinn v y ■ ’ti , 1 Bjarni Guðjónsson granltmulning og sand frá t.d. Noregi? 9) Er verjandi að nota sand, sem dælt er hér upp úr sundunum af botni hafsins, I malbiksblöndu? Ennfremur, er þessi sandur nothæfur I sementsteypu, ef hún ætti að notast til gatnagerðar? 10) Hafa sýnishorn af grjótmulningi og sandi (fslenzkum) verið send til rannsóknarstofnana utan- lands og eru til niðurstöður (skriflegar) hjá gatnamála- deild borgarinnar? Ofangreindum spurningum óskast svarað sem fyrst I sem flestum fjölmiðlum af gatna- málastjóra Reykjavíkurborgar. Bjarni Guðjónsson forstjöri. J v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.