Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976.
ATHUGIÐ!
Við vorum að fó nýjar gerðir af Ijósakrónum
og lömpum fró Belgíu. Þér getið fengið
heilar „seríur". Við birtum mynd af seriu
„D" sem dœmi.
Belgískir lampar eru
vandaðir og fínlegir.
Og verðið er hagstœtt.
TRÉSMIÐIR! — HÚSASMIÐIR!
BOSCH tilboö
meðan birgðir endast
HEFILL
Veröl. 34.500
Tilboö
30.100
Hagstæöir
greiöslu-
skilmálar
Bosch
er betri
STINGSOG
Veröl 38 700
Tilboð
28.400
KR. 6280
HJOLSOG
Veröl 45.200
Tilboö
32.700
AÐ HIKA
ER SAMA
OG TAPA
Ótrúlegt
en satt
BANDSLIPARI
Veröl. 61.600
Tilboð
42.180
HÖGGBORVÉL
Veröl. 36.500
Tilboð
30.950
Komiö og
reyniö
verkfærin
KR. 21.080
KR. 14.450
KR. 10.960
» ............................ '
Kynlífshneykslið í Washington:
Hays er endanlega fallinn maður
Fulltrúadeildarþing-
maðurinn Wayne Hays, sém
bendlaður hefur verið við
kynlífshneykslið mikla í
Washington, hefur dregið sig í
hlé frá stjórnmálum og sagt
sæti sínu lausu í þinginu.
I bréfi, sem aðeins var ein
setning, tilkynnti Hays Carl
Albert, þingforseta: „Ég dreg
mig hér með í hlé frá störfum
sem fulltrúi Ohio-ríkis í
fulltrúadeild bandaríska
þingsins."
Fyrir þrem dögum ákvað
siðgæðisnefnd þingsins að
gangast fyrir opinberum yfir-
heyrslum vegna ákæra um ósið-
legan lifnað á hendur þing-
manninum.
Fyrr á þessu ári sagði Hays
upp stöðu sinni sem formaður
rekstrarnefndar þingsins eftir
að uppvíst varð að hann hafði
haldið hjákonu, Elísabetu Ray,
á kaupi úr almenningssjóðum.
— sagði af sér þingmennsku í gœr
Ég dreg mig í hlé....
Leikfang fulltrúadeildarþingmannsins, Elisabeth Ray, þykir
fönguleg kona. Tímaritið Playboy Magazine birti nýlega mynd af
henni í myndaflokknum stelpurnar frá Washington.
UBANON:
Sýrlendingar daufheyrast
við bónum Sarkis
— og fara hvergi frá Líbanon
Sýrlendingar, sem nú hafa
dregizt mjög inn í borgarastyrj-
öldina í Líbanon, hafa að sögn
austrænna kommúnista gjör-
samlega hafnað þeirri beiðni
Sarkis, kjörins forseta landsins,
að verða á brott þaðan með her-
lið sitt.
Segja heimildarmenn
Reuters að Sarkis, sem nýtur
stuðnings Sýrlendinga, hafi
borið fram ósk sína við Assad
forseta Sýrlands í gær, en
Assad er talinn vera sá maður
sem hefur örlög Líbanons í
hendi sér.
Er talið að Assad hafi sagt
Sarkis að enginn möguleiki
væri á þvi að Sýrlendingar
drægju herlið sitt til baka á
meðan bardagar geisuðu í land-
inu. Talið er að í herliði Sýr-
lendinga séu um 13 þúsund
manns.
Þá er talið að Sýrlendingar
hyggi á miklar hernaðarað-
gerðir í Líbanon fyrir 23. þ.m.,
en þá verður Sarkis settur inn í
embætti forseta landsins, og
ætli þeir með því að koma á
friði með góðu eða illu.
Sýrlendingar eru taldir hyggja á mikia sókn i Libanon fyrir 23.
september en þá mun Sarkis, kjörinn forseti, verða settur f
embætti.
85 fangar
uppi á
fangelsis-
þaki í Hull
Hermenn í brynvörðum bif-
reiðum og með liðstyrk 50
fangelsisvarða eru nú komnir
að gæzluvarðhaldsfangelsi í
Hull í Englandi þar sem 85
fangar hafa náð undirtökunum
í uppþoti og hafast við á
þökum tveggja álma fangelsis-
ins.
Munu hermennirnir ætla að
nota hinar brynvörðu bif-
reiðar til að bjarga fanga-
vörðum, sem hafast við f einni
byggingu fangelsisins og kom-
ast hvergi.
I gær voru gerðar tilraunir
til þess að fá fangana til þess
að hverfa ofan af þakinu með
því að beina vatnsfallbyssu að
þeim, en sú tilraun mistókst.
Ekki var nægur vatns-
þrýstingur.
Er búizt við, að her-
mennirnir láti til skarar skríða
innan skamms, og er ekki talið
að nærliggjandi íbúðarhverfi
séu í hættu. Fangarnir hafa
enga gisla á valdi sínu.
REUTER
Utsölustaöir:
GUNNAR ÁSGEiRSSON H.F.
REYKJAVÍK - AKUREYRI
BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÓPAVOGS
Sendum í póstkröfu hvert 6 land sem er
Raftoekjaverzlun Kópavogs h/f
Hamraborg 9, Kópav. — Sími 43480