Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 Skyggnzt um i Þjóðleikhúsinu i gœr þegar hjólin fóru að snúast ó ný eftir sumarleyfin: ÓDÝRASTA SÓLARFERÐIN VERÐUR í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þóra Friðriksdóttir og Róbert Arnfinnsson stela senunni í elskulegri hjónabandssælu. Fanný Friðriksdóttir, forstöðu- kona saumastofu Þjóðleik- hússins, situr til vinstri. Þrjár saumakonur sitja við sauma- vélarnar. Brynja Benedikts- dóttir horfir kímin á hjónin en til hægri situr Sigurjón Jóhannsson leikmyndateikn- ari. -DB-mynd Arni Páll. „Þetta er áreiðanlega ódýrasta sólarferð sem hægt er aö komast í. Auðvitað eru menn fáklæddir en enginn þó ber“. Þannig fórust Brynju Bene- diktsdóttur orð er Dagblaðs- menn tóku hana tali í Þjóðleik- húsinu. Brynja leikstýrir nýju leikriti, „Sólarferð", undirtitill Viva Espania, sem frumsýna á 18. september. í gær var stór dagur í Þjóðleikhúsinu þegar leikarar og aðrir starfsmenn hússins komu saman eftir sumarleyfi. „Þetta er stórskemmtilegt leikrit," segir Brynja og það fjallar um hjónabandssæluna á Costa del sol.“ Við hittum Róbert Arnfinns- son á leið af æfingu. Hann er einn af aðalleikurunum ásamt Þóru Friðriksdóttur, Guðrúnu Stephensen og Bessa Bjarnasyni, Róbert sleppur ekki við myndatöku og er drifinn upp á saumastofuna þar sem Fanný Friðriksdóttir er önnum kafin við að máta kjól á Þóru. „Hann er allt of litill," segir Þóra og snýr sér í hring. „Það er ekki hægt að nota hann.“ Hún smeygir sér í annan og bendir Róbert á að fara í gulan skinnjakka, sennilegast ættaðan frá Spáni. „O, hvað hann er mjúkur," segir Fanný. „Já, það eru orð að sönnu,“ segir Róbert. „Ég ætla líka að segja ykkur svolítið. Þegar Fanný segir að eitthvað sé mjúkt eða sætt þá á hún fyrst og fremst við mig sjálfan, síðan allt hitt.“ Inni á saumastofunni eru þrjár saumakonur við vinnu sína. Við fáum að vita að þær séu samt ekkert byrjaðar að ráði við saumana. „Það er eins með þá og lýsingu, hljóð og leiktjöld," segir Sigurjón Jóhannsson leikmyndateiknari. „Síðustu tíu dagana eða vikuna fyrir sýningu fer allt í fullan gang.“ Byrjað var að æfa „Sólarferð" í fyrra eða réttara sagt á síðasta leikári, en leikár endar á sumri öfugt við önnur ár. „Guðmundur var árum saman á Spáni og gjörþekkir það sem hann skrifar um,“ segir Brynja ánægð með þetta verkefni sitt. Af leikritum Guðmundar er skemmst að minnast ,,Lúkasar“ sem leikið var í Þjóðleikhús- kjallaranum fyrir stuttu og „Skirnar11 sem bæði Leikfélag Reykdælinga í Borgarfirði og Leikfélag Þorlákshafnar sýndu í fyrra. „Sólarferðin" verður sýnd á stóra sviðinu. -EVI. Pontiac Lemans station '70 — Þetta er bíll í algjörum sérflokki, sem nýr með öllu, kr. 1400 þús. Omar Einarsson ráðinn fulltrúi Æskulýðsráðs Reykjavíkur Ömar Einarsson, framkvæmda- stjóri Tónabæjar, hefur verið ráðinn fulltrúi framkvæmda- stjóra Æskulýðsráða Reykjavíkur frá 1. september. Hann tekur við starfinu af Kolbeini Pálssyni. Ómar hefur verið framkvæmda- stjóri Tónabæjar um liðlega tveggja ára skeið. Starf fram- kvæmdastjóra hússins hefur ekki verið auglýst laust til umsóknar en Ómar mun sinna því þar til nýr maður hefur verið ráðinn. —ÖV. ómar Einarsson í Tónabæ. DB- mynd BP. Örn & Örlygur 10 úra: BJÓÐA GÓÐ KJÖR VIÐ KAUP Á DÝR- USTU BÓK ÍSLANDS — Dýraríki Gröndals selst vel Það er óvanalegt að afmælis- börn færi öðrum feng á afmæli sínu, en þetta gerir . Bókaút- gáfan Örn og Örlygur nú á tíu ára afmæli sínu. Ein veglegasta bók, sem gefin hefur verið út á tslandi, Dýraríki íslands eftir Bene- dikt Gröndal, er nýkomin út hjá Erni og Örlygi og í tilefni afmælis síns bjóða þeir al- menningi kost á að eignast hana á sérlega hagstæðum kjörum. Örn og Örlygur hafa gefið út um 180 titla síðan starfsemin hófst og hafa þeir verið prent- aðir í rúmlega 800 þúsund eintökum. Fyrsta bókin, sem þeir gáfu út, var Landið þitt eftir Þorstein Jósepsson en siðan hefur komið frá þeim margt merkra bóka og bóka- flokka. - Dýraríki íslands er gefið út í 1500 tölusettum og árituðum eintökum og hefur helmingur upplagsins þegar seizt. Endur- prentun eftir filmum bókar- innar er ekki heimil fyrr en árið 2006, á 200 ára afmæli Benedikts Gröndals, en þangað til verða filmurnar geymdar á Landsbókasafninu. „Salan á Dýraríkinu verður mjög jöfn og góð,“ sagði Öriygur Hálfdánarson fram- kvæmdastjóri í gær. „Og það sem gleður okkur ekki hvað minnst er það hvað margt ungt fólk kemur og kaupir bókina. Það er ekki að sjá að neitt kynslóðagap sé til í kaupenda- hópnum," sagði Örlygur er við ræddum við hann um þessa dýrustu bók, sem hér hefur verið gefin út. Bókin kostar 60 þús. krónur og er seld með 20 þús. króna útborgun og 5 þúsund króna mánaðaraf- borgunum. -JB.- Ný og breytt leið hjú SVR: HRINGLEIÐ - BREIÐHOLT — tengir Seljahverfið við aðra hluta Breiðholts Eins og skýrt hefur verið frá áður í DB hófu Strætisvagnar Reykjavíkur akstur á nýrri leið 1. september, en hún nefnist Hringleið — Breiðholt. Breytingar voru gerðar á þeirri leið sem áður hét Hólar —Bakkar og var tengileið milli efra og neðra Breiðholts, þannig að nú mun hún liggja að nýju verkamannabústöðunum í Seljahverfi. Fyrst um sinn verður ekið á hálftíma fresti mánudaga til föstudaga frá kl. 07—19 og er leitazt við að tengja þessa leið við leið 12 á gatnamótum Stekkjarbakka og Miðskóga. Hér er þó aðeins um skamm- tímalausn að ræða, en fyrir- hugaðar eru á næsta vori gagn- gerðar breytingar á Breiðholts- leiðunum. Endastöð: Suðurhólar (tíma- jöfnun). Leið/ Suðurhólar — Austur- berg — Norðurfell — Breið- holtsbraut — Stekkjarbakki að Ölduselsskóla. Til baka Stekkjarbakka að Breiðholts- kjöri og þaðan um Breiðholts- braut — Norðurfell — Austur- berg — Suðurhóla. Verkamannabústaðir. Fyrsti vagn fer frá Öldusels- skóla kl. 06.57 og síðan á hálf- tíma fresti samkvæmt áætlun. Tengist hann beint við leið 12 við Miðskóga. Farþegar á leið í verkamannabústaðina taka leið 12, sem fer frá Hlemmi 8 mín- útur yfir heilan og hálfan tíma, og síðan hringleiðina við Mið- skóga, en þar verður fjögra mínútna bið. Taflan sýnir mínútur .yfir heila klukkustund Á 30 mín má-fö kl. fresti 07-19 P’rá Suðurhólum 48 18 Mióskógar-Stekkjarb. 56 26 ölduselsskóli 59 29 Mætir leið 12 að Hlemmi. Miðskógar-Stekkjarb. 02 32 Breiðholtskjör 07 37 Að Suðurhólum 12 42

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.