Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. Þeir uppskera loun erfiðisins ríkulega Síðastliðinn þriðjudag birtist fyrri grein Ólafs H. Jónsson- ar, handknattleiksmannsins kunna sem nú leikur með v-' þýzka handknattleiksliðinu Dankersen, um v-þýzka knatt- spyrnu. Þar rakti Ólafur það helzta sem er að gerast í þýzkri knattspyrnu og greindi frá hinni nýju stefnu — sem hann kallaði framkvæmdastjóra- stefnuna. En hún gengur einmitt út á það að líta á knattspyrnu sem skemmtanaiðnað. Geysilegir fjármunir eru lagðir í knatt- spyrnuna í Þýzkalandi og beztu leikmenn v-þýzkrar knatt- spyrnu fá gífurlegar tekjur. Hér er átt við beinar tekjur þeirra — það er það sem þeir fá greitt fyrir að leika knatt- spyrnu. En einnig fá beztu knattspyrnumenn V- Þýzkalands gífurlegar tekjur í gegnum auglýsingar og annað svipað. En gefum Ólafi orðið. Það er því vel viðeigandi, þegar rætt hefur verið um hin geysilegu laun sem þýzkir knattspyrnumenn fá að setja upp lista yfir þá landsliðsmenn sem hafa hæst markaðsverð nú og árslaun þeirra. Heildarverð- mætið er um 1.7 milljarðar íslenzkra króna eins og áður sagði. Knattspyrnumönnum er greitt mjög misjafnlega og fer það fyrst og fremst eftir getu þeirra og eins velgengi félags- ins sem þeir leika fyrir. Franz Beekenbauer er bókstaflega í sérflokki hvað tekjur snertir — gnæfir hátt yfir aðra. Hann hefur 71 milljón króna eingöngu fyrir að leika knatt- spyrnu en auk þess eru gífur- legar tekjur sem koma í gegn- um auglýsingar og annað þess háttar. En lítum á listann. 1. Franz Beckenbauer, 30 ára, B. Munchen. Árslaun: 71 milljón ísl. króna. Markaðs- verð: 320 milljónir ísl. króna. 2. Uli Hoeness, 24 ára, B. „Keisarinn" Franz Becken- bauer — tekjuhæsti leikmaður þýzkrar knattspyrnu. Munchen. Árslaun: 35 millj- ónir ísl. króna. Markaðsverð: 121 milljón ísl. króna. 3. Hans Bongartz, 24 ára, Schalke 04. Árslaun: 14 milljónir ísl. króna. Markaðs- verð: 107 milljónir ísl. króna. 4. Sepp Maier, 32 ára, B. Miinchen. Árslaun: 35 milljónir ísl. króna. Markaðs- verð: 100 milljónir ísl. króna. 5. Bernd Holzenbein, 30 ára, Eintracht Frankfurt. Ars- laun: 35 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 100 milljónir ísi. króna. 6. Rudi Kargus, 23 ára, HSV. Árslaun: 25 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 92 milljónir ísl. króna. 7. Rainer Bonhof, 24 ára, MUnchengladback. Árslaun: 17 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 92 milljónir ísl. króna. 8. Erich Beer, 29 ára, Hertha Berlin. Árslaun: 21 milljón fsl. króna. Markaðsverð :85 milljónir ísl. króna. 9. Berti Vogts, 29 ára, Míinchengladbach Árslaun: 17 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 85 millj. Isl. króna. 10. Ulli Shielíke, 21 árs, Milnchengladbach. Árslaun: 15 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 85 milljónir tsl. króna. 11. Manfred Kaltz, 23 ára, HSV. Árslaun: 25 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 71 milljón ísl. króna. 12. Bernd DUrnberger, 23 ára. B. Miinchen. Árslaun: 18 milljónir ísl. króna. Markaðs- verð: 71 milljón ísl. króna. 13. Heine Flohe, 28 ára, 1. FC Köln. Árslaun: 18 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 71 milljón ísl. króna. 14. Dietmar Danner, 25 ára, Miinchengladbach. Árslaun: 14 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 71 milljón ísl. króna. 15. Dieter Múller, 22 ára, 1. FC Köln. Árslaun: 14 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 71 milljón ísl. króna. 16. G. Schwarzwnbeck, 28 ára, B. Múnchen Ársiaun: 25 milljónir ísl. króna. Markaðs- verð: 56 milljónir ísl. króna. 17. Bernhard Dietz, 28 ára, MSV Duisberg. Árslaun: 14 milljónir ísl. króna. Markaðs- verð: 56 milljónir isl. króna. 18. Herbert Winner, 31 árs, Múnchengladbach. Árslaun: 14 milljónir ísl. króna. Markaðsverð: 35 milljónir ísl. króna.. Gæta verður þess að árslaun standa saman af grunnlaunum, reiðufé þ.e. eins og samningur- inn segir til um, og sigur og verðlaun fyrir góða frammi- stöðu bætast við. Mörg félög (t.d. Múnchengladbach) greiða leikmönnum nettólaun, en taka sjálf á sig að greiða skattana fyrir leikmenn. Ölafur Jónsson handknattleiksmaður. Bayern Munchen lék nýverið við Anderlecht i hinni svoköliuðu „super-cup" keppni. Bayern vann i Munchen 2-1 en mátí: þola stortap í Belgíu 1-4. Hér gnæfir Rensenbrink vfir þvzka landsliðsmanninn Schwarzenbeck og skorar. En Schwarzenbeck hefur gifurlegar tekjur þó ekki jafnist á við „keisarann". Byggingarframkvæmdir á lokastigi i hinu glæsilega íþróttahúsi TBR. Ríkarður Pálsson, Jóhann Kjartansson, Sigfús Ægir Árnason og N6 hillir u bœtta aðsti — hið glœsilega iþróttahús TBR-fól Mannvirkið kostc Miklum áfanga verður náð í sögu TBR þegar hið nýja hús er félagið hefur verið að reisa við Gnoðarvog verður tekið í notkun. Þar með mun öll aðstaða badmintonfólks gjörbreytast til hinsbetra hvað æfingar ogkeppni snertir. Húsið hefur kostað 50 milljónir til dagsins í dag, svo fullyrða má að þetta nýja íþróttahús er mjög ódýrt saman- borið við það sem ríki og borg byggja. Engu að síður er húsið hið vandaðasta. Já, stórbreyting verður á að- stöðu badmintonfólks, ekki verður annað sagt. Félagar TBR hafa hingað til fengið um 120 vallartíma á viku í Laugardals- höilinni en með hinu nýja húsi stóreykst tíminn eða allt upp í rúma 700 vallartíma. TBR mun brydda upp á ýmsum nýjungum sem athyglisverðar eru. Leigðir verða út tímar frá 8 á morgnana til klukkan tíu á kvöldin. Þá verða unglingatímar um helgar og eins geta menn komið eftir hádegi á laugardögum og leigt sér völl án þess að þurfa að vera félagar í TBR. Byrjað var á að reisa íþróttahús TBR fyrir fjórum árum og hefur byggingunni miðað jafnt og þétt á tímabilinu. Ríki og borg greiða 80% af byggingarkostnaði. Nú er allur frágangur á lokastigi. Búið er að leggja gólf í salinn, sem er 800 fermetrar' að flatarmáli eða 20x40. Gólfið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir — það fjaðrar vel og hentar því mjög vel til badmintoniðkunar. Það sem ógert er nú, er að eftir er I að ganga frá hreinlætisaðstöðu en I unnið er að því og verður hún Sigurmai á lokam 2. deildin loks veri Sandgerði sem sigr III-deild, Áukaúrslit, Reynir, Sandgerði—Afturelding 3:2 (2:1). sandgerðingurinn Omar Björnsson hafði ærna ástæðu til að fagna markinu sem hann skoraði rétt fyrir leikslok þegar Reynismenn og Aftureldingar- piltarnir reyndu með sér í annað sinn, hvor hreppti sæti í II-deild að ári. Markið færði Reynis- mönnum sigurinn í III-deild, sigur sem þeir sunnanmenn eru lengi búnir að þrá eftir að hafa oftsinnis verið í úrslitariðlum og reyndar hreinum úrslitaleikjum — en ávallt hefur vantað herzlu- muninn. Framan af voru Mosfells- sveitarpiltarnir öllu meira í sókn og Kristján Sigurgeirsson náði forustunni fyrir þá með góðu skoti um miðjan fyrri hálfleik, skoti sem markvörður Reynis hefði átt að geta gómað. Júlíus Jónsson jafnaði síðan fyrir Reyni úr vítaspyrnu sem hinn ákveðni dómari leiksins, Guðmundur Haraldss'., dæmdi eftir að varnar-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.