Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. íþróttir ks verður tekið i notkun i október. ir nú 50 milljónir I tilbúin er húsið verður opnað. I koma fyrir kaffiteríu þar sem sést í framtíðinni er áformað að | vel yfir keppnisvellina. h. halls. , ~ Talið frá vinstri eru Jóhann Hálfdánarson, Hængur Þorsteinsson, Sigurður Haraldsson. DB-mynd. Bjarnleifur. indir stór- 9ðu hjó TBR Crty steinló í Birmingham — Deildabikarmeistarornir Manch. City slegnir út af Aston Villa í deildabikarnum Deildabikarmeistararnir frá síðastliðnu vori, Manchester City, steinlágu fyrir Aston Villa í 2. umferð deildabikarsins á Eng- iandi í gærkvöid. Aston Villa, sem nú er í efsta sæti 1. deildar eftir þrjár umferðir, náði þegar undirtökunum í leiknum og aldrei fór á milli mála hvort liðið var sterkara. Mörk Aston Villa urðu þrjú en City náði ekki að svara fyrir sig. Þegar rúmur hálftími var af leik, skoraði Brian Little fyrir Aston Villa við gífurleg fagnaðar- læti hinna 35 þúsund áhorfenda. Staðan í hálfleik var 1-0 og i síðari hálfleik bættu þeir Little og Graydon við mörkum fyrir Villa. Athylgisverður sigur, en fyrir skömmu mættust liðin á Maine Road í Manchester og þá sigraði City 2-0. En lítum á úrslitin í gær- kvöld: Aston Villa—Man. City 3-0 Blackburn — Stockport 1-3 Bradford—Bolton 1-2 Bury—Darlington 2-1 Cardiff—QPR 1-3 Chelsea—Sheff. Utd. 3-1 Gillingham—Newcastle 1-2 Man. Utd.—Tranmere 5-0 Rotherham—Millvall 1-2 Stoke—Leeds 2-1 Torquay—Burnley 1-0 West Ham — Barnsley 3-0 Wrexham—Leicester 1-0 Sá sigur er vafalítið vekur mesta athygli er sigur Wrexham í 3. deild gegn Leicester úr 1. deild. Wrexham stóð sig með mikilli prýði í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra og tapaði naumlega fyrir Anderlecht eftir sigur velska liðsins í Wales. Anderlecht varð síðan sigurvegari. Það var því engin minnimáttarkennd hjá Wrexham í gærkvöld þegar liðið mætti Leicester. Eina mark leiks- ins skoraði fyrirliði Wrexham. Gereth Davis, aðeins sex mínútum fyrir leikslok við gífur- leg fagnaðarlæti hinna tryggu stuðningsmanna sinna. Það var ekki aðeins Wrexham sem kom á óvart. Athyglisverðir eru sigrar Stockport úr 4. deild yfir 2. deildarliði Blackburn en liðin eru bæði úr Lancashire. Torquay úr 4. deild sigraði Burnley, sem á síðasta vori féil í 2. deild. Eina mark leiksins skoraði Billy Brown á 25. mínútu. I postulínsborginni miklu — Stoke on Trent, áttust við heima- liðið Stoke City og Leeds United úr Yorkshire. Leeds náði forystu með marki Tony Currie á 28. mínútu og þannig stóð þar til langt var liðið á leikinn en þá skoraði Stoke tvö mörk á skömmum tíma. Fyrst jafnaði Terry Conroy og síðan skoraði Jimmy Greenhoff sigurmark Stoke þegar hann skallaði í netið hjá fyrri félögum sínum í Leeds. Greenhoff var hjá Leeds en átti í erfiðleikum með að komast í lið. Hann var þá seldur til Birming- ham og fór þaðan til Stoke. Leikmenn Manchester United höfðu ekki haft miklu að fagna I fyrri hálfleik í leik sínum við 3. deildarlið Tranmere. Staðan í leikhléi var 0-0 en í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir Birkenhead - liðsins. Fimm mörk á hálftíma sáu um sigur United. Lou Macari, Stuart Pearson, Gordon Hill og Gerry Daly skoruðu mörk United en Daly skoraði 2. rk Reynis línútum! ileiki fyrir Reyni fró aði Aftureldingu 3-2 maður Aftureldingar hafði slæmt hendinni í knöttinn. Reynismenn tóku mikinn fjörkipp við markið og úr hornspyrnu tókst Ómari Björnssyni að skalla í netið svo að framlag hans til sigurs Reynis í Ill-deildinni var því alldrjúgt. Aftureldingarpiltarnir misstu samt ekki móðinn. Lengstum sóttu þeir fast að marki Reynis í seinni hálfleik en vörnin var þétt og föst fyrir svo að hvorki gekk né rak fvrr en Kristján skoraði sitt annað mark með skoti rétt innan við vítateigslínu sem Jón Örvar markvörður réði ekki við. Reynismenn, sem aðeins af og til höfðu átt skyndiupphlaup, sóttu í sig veðrið, þegar skammt- var til loka og tókst að knýja fram sigurinn með marki Ómars. Vafalítið hafa margir sem á horfðu hugsað að lítið erind; ættu þessi lið í II-deild. Altur- elding á ennþá moguleika i auka- keppni við neðstu lió II-deildar, en eftir þessum leik er ekki rétt að dæma um getu liðanna. Til þess var taugaspennan of mikil og 'H riHiw á Þeir urðu meistarar 3. deildar — Reynir Sandgerði ásamt þjálfara sinum Eggert Jóhannessyni, sem er lengst til hægri í aftari röð. DB-m.vnd Bjarnleifur. það hafði skiljanlega mjög neikvæð áhrif á leikhæfni piltanna. Bæði hafa liðin sýnt betri ieik en þarna á Mela- vellinum í sumar og ef draga má ályktun af því er Reynisliðið lík- legt til að geta haldið sínu sæti í II-deildinni á næsta ári, enda leik- menn flestir ungir að árum og auk þess eiga þeir mjög góðum II-flokki á aó skipa. Þjálfari Reynismanna er Egg- ert Jóhannesson, sá hinn sami og kom Víkingum til vegs á ný í knattspyrnunni, eftir langt deyfðartímabil. Hann hefur unnið mjög gott starf í Sandgerði frá því í vetur að hann tók við liðinu og hann á óefað mestan heiðurinn af sigri Reynis í III- deildinni. emm. Birtir til hjá Halmia i Sviþjóð „Halmia Kommer" hljóðar fyrir- sögn í sænska Aftonbladet eftir leiki Halmia gegn Emmaboda og Grimsas. Halmia vann báða leikina, fyrst gegn Emmaboda 1-0 og siðan Grimsas 3-0. Sigrar Halmia voru ákaflega þýðingarmiklir því fyrir þessa leiki var Halmia — lið Matthíasar Hall- grímssonar í Svíþjóð — í næst- neðsta sæti í 2. deildinni sænsku — suðurdeildinni. Fyrir leikina hafi Halmia leikið 17 leiki — unnið 3 — gert 5 jafn- tefli en tapað 9 og því aðeins fengið 11 stig. Liðið hafði skorað 23 mörk en fengið á sig 28. Halmia var eins og áður sagði í næstneðsta sæti. Emmaboda var fyrir ofan með 12 stig en Trollháttan 11 rétt eins og Halmia. Með sigrum sinum þokaðist Halmia verulega upp deildina er nú í 9. sæti af 14 liðum en þrjú falla. Það er því bjartara framundan hjá Matthiasi í Svíþjóð en staðan í 2. deild suðurdeildinni er nú: Göteborg 18 16 1 1 47-16 33 Helsingborg 18 9 6 3 25-16 24 Hássleholm 18 10 2 6 29-19 22 Jönköping 18 8 5 5 34-30 21 IFK Malmö 18 9 3 6 23-20 21 Norrby 18 6 6 6 25-19 18 Grimsás 19 6 5 8 28-31 17 Ráá 18 6 4 8 22-22 16 Halmia 19 5 5 9 27-28 15 Motala 18 5 5 8 19-29 15 GAIS 18 6 2 10 23-27 14 Karlskoga 18 6 2 10 9-28 14 Trollháttan 18 3 6 9 19-31 12 Emmaboda 18 2 8 8 14-28 12 Jafntefli Celtic en þó ófram Celtic gerði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Dundee United í deildabikarnum skozka i gærkvöld, 1-1. Þrátt fyrir jafnteflið tryggði Celtic sér rétt í 8-liða úrslit. Dundee liðið varð að sigra með nokkrum mörkum til að komast áfram. Af öðrum úrslitum á Skotlandi má nefna: Diindee — Hearts 3-2 Hibernian — Montrose 0-0 Partick — Motherwell 2-0 St. Johnstone — Rangers 0-1 St. Mirren — Ayr 2-2 Athygli vekur jafntefli Hibernian gegn Montrose en á laugardag sigraði Hibs St. John- stone 9-2. Leikurinn skipti raunar ekki máli upp á endanieg úrslit í riðlinum — Rangcrs hafði þegar tryggt sér sigur. Hœttir Dinamo Kiev sem landslið Sovét? Mjög sennilegt er nú, að Dinamo Kiev hætti að leika fyrir hönd Sovétríkjanna, en síðastliðin tvö ár hefur liðið gert það. Alagið á leik- menn virðist hafa verið of mikið því í upphafi var Dinamo Kiev eitt sterkasta félagslið Evrópu og sem landslið Sovétrikjanna byrjaði Dinamo mjög vel. Nú hefur hins vegar syrt í álinn. Labanowski hefur verið rekinn sem þjálfari Sovétrikjanna en enn að minnsta kosti þjáifar hann Dinamo Kiev. Sovétmenn verða nú að byrja að byggja upp nýtt landslið fyrir HM '78. Þetta kemur fram í sovézku íþróttablaði, sem er gefið út af íþróttaráði Sovétríkjanna. Tilraun Sovétmanna að láta félagslið leika fyrir hönd þjóðarinnar hefur því mistekizt en víða um heim var fylgzt með þessari tilraun af at- hygli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.