Dagblaðið - 02.09.1976, Blaðsíða 6
n AGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976.
6
Nú er talið að alls hafi um 280 manns látið lífið í óeirðunum í S-Afríku undanfarnar vikur. Talið er
Iíkiegt að fundur þeirra Kissingers og Vorsters kunni að hafa afgerandi áhrif á gang máia í framtíðinni.
Þessi stórglœsilegi bíll til sölu.
Upplýsingar hjá Bílamarkaðinuhi,
Grettisgötu 12-18. Sími 25252.
Mercury Montego
MX Brougham '74
Málaskólinn Mímir
Lifandi tungumálakennsla. Mikið um nýjungar. Kvöld-
námskeið — siðdegisnámskeið. Samtalsflokkar hjá Eng-
lendingum. Léttari þýzka. íslenzka fyrir útlendinga.
Franska, spánska, ítalska. Norðurlandamálin. Hin
vinsælu enskunámskeið barnanna. Unglingum hjálpað
fyrir próf.
Innritun í síma 10004 og 11109 kl. 1-7 e.h.
Er tekinn til starfa að
Brautarholti 2
Viðtalsbeiðnir í sima 23495 fró kl. 1-5
Skúli Kristjánsson
tannlœknir
Iðnaðarhúsnœði
óskast
Okkur vantar gott iðnaðarhúsnæði í
Reykjavík fyrir bifreiðaviðgerðir. Góð
innkeyrsla nauðsyn. Upplýsingar í
síma 28590.
Viðgerðarmenn
óskast strax.
Steypustöðin
Simi 33600
VERKAMENN
Nokkrir verkamenn og menn vanir
vinnu á loftpressum óskast strax.
Uppl. í síma 50877.
LOFTORKA S/F.
Einkaritaraskólinn
starfsþjáifun skrifstofufólks.
KJAKNI A: Enska. Ensk bréfritun. Verzlunarenska.
Pitnianspróf.
KJARNI B: Almenn skrifstofustörf. Skrifstofutækni.
SÉRNAMSKEIÐ: C. Bókfærsla— D. Vélritun — E.
Notkun skrifstofuvéla — F. Kennsla á reiknivélar — G.
Meðferð tollskjala — II. Islenzka, stafselning
t # Brautarholt 4 — sími 11109
Mimir (ki. i-7 e.h.)
VORSTER SÝNIR UT FYRIR
FUND ÞEIRRA KISSINGERS
í SVISS NÚ UM HELGINA
Svo virðist sem yfirvöld í ríkj-
um í sunnanverðri Afríku hafi
tekið kipp í átt að samkomulags-
tilraunum við fulltrúa blökku-
manna til þess, að því er virðist,
að sýna einhvern lit áður en
fundur Vorsters, forsætisráð-
herra S-Afríku, og utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Henry
Kissingers, hefst í Sviss nú um
helgina.
Hafa borizt fréttir af því, að
yfirvöld í S-Afríku hygðust hefja
samningaviðræður við Swapo,
samtök frelsishreyfinga blökku-
manna í Namibíu, um frelsi
landsmanna. Segir í fréttum frá
Lusaka, að blökkumenn séu fúsir
til viðræðna.
Þá segir að Vorster hafi gefið
samþykki sitt fyrir því að full-
trúar stjórnar hans í S-Afríku
gangi til fundar við fulltrúa
blökkumanna þar í landi til'þess
að ræða innanlandsvandámál S-
Afriku sjálfrar.
Til smávægilegra óeirða kom [
Höfðaborg í gær og særðust fimm
ungmenni, er lögreglan hóf skot-
hríð að hópum þeirra, þar sem
þeir grýttu bíla. Alls er talið, að
um 280 manns hafi látið lífið í
óeirðunum síðustu tíu vikur þar í
landi.
Viðbrögð Vorsters við ræðu
Kissingers í fyrradag voru þau að
hann léti ekki erlend áhrif hafa
áhrif á sig. Sagði hann að hann
vildi koma til fundarins f Sviss
með jákvæðu hugarfari og hann
tók það fram að engir aðrir en
landsmenn sjálfir tækju
ákvörðun um stjórnmál í Suður-
Afríku.
Minnsti eiturlyfjaneytandinn
Enda þótt þetta liti út eins og vera frá oorum hnetti, er hér aðeins
um að ræða litinn maur, sem stækkaður hefur verið 400 sinnum á
þessari mynd, þar sem hann er að næra sig.
Myndina tóku vísindamenn við háskólann í Michigan í gegnum
smásjá.
Hægt er að rekja allan æviferil þessa litla maurs, sem mikið
nærist á marijuanaplöntum, á einu litiu laufi.
Erlendar
fréttir
„Hjónabands-
nauðgun?"
Konur í S-Ástralíu munu nú
geta kært eiginmenn sína fyrir
nauðgun ef lagafrumvarp, sem
verkamannastjórnin hefur lagt
fram, hlýtur samþykki. Dóms-
málaráðherra landsins, Dun
Dustan, sagði á þingnu í síðustu
viku: „Eiginkona er ekki skyldug
til þess að eiga kynmök við eigin-
mann sinn í hvert sinn sem hann
vill það. Ríkisstjórnin vill að öll
lög, sem halda því fram að konan
sé eign mannsins og að hann geti
neytt eignarréttar síns, verði
numin úr gildi.“
Ekki er minnzt á það í fréttum
þaðan hvort lögingildi einnig á
hinn veginn.
VÍKINGUR II.
LENDIR ANN-
AÐ KVÖLD
Geimskipið Víkingur II. mun
lenda á Mars annað kvöld um
klukkan 21.40 að íslenzkum
tíma. Lendingarstaðurinn
hefur verið valinn á hrjóstrugri
sléttu sem kallast Utopia og er í
um 6.400 kílómetra fjarlægð frá
staðnum sem Víkingur I. lenti á
fyrir rúmum sex vikum.
Vísindamenn segja að þeir
hafi orðið varir við smávegis af
is og þoku á Utopia sléttunni.
Þeir telja meiri möguleika á að
finna líf þarna en þar sem
Víkingur I. lenti.