Dagblaðið - 17.09.1976, Síða 2

Dagblaðið - 17.09.1976, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. STJÓRNLAUST LAND ÍSLAND —OG MILUÓNARAR EKKITIL Skelfing verð ég oft leiður er ég hugsa um hve gjaldmiðill okkar, hin íslenzka KRÓNA, er orðinn lítils virði miðað við allan skráðan gjaldeyri hinna Evrópulandanna og Bandaríkj- anna. A mínum unglingsárum litum við strákarnir með lotn- ingu, öfund og aðdáun á AMERlSKU milljónarana er þeir komu með fjölskyldur sínar spígsporandi upp Stein- bryggjuna frá hinum risavöxnu skipum er dvöldu hérna dag- langt. Allt voru þetta milljón- arar, eða svo fannst okkur strákunum að minnsta kosti, og rerum við út að skipunum í von um að einhverju góðgæti yrði varpað niður til okkar af hinum „ríku“. Mikið var hugtakið milljón- ari fjarstætt okkur strákurum, jafnvel í islenzkum krónum. Hér á landi var aðeins talað um einn mann sem væri milljónari en það var hinn mikli athafna- maður Thor Jensen. Eg er reiður út í þá menn sem stjórna fjármálum okkar nú fyrir að hafa eyðilagt fyrir okkur þessa tilfinningu fyrir peningunum sem við áður höfðum og fyrir gildi þeirra. Nú er svo sem ekkert afrek að verða milljónari, það eru allir þeir sem geta keypt sér VOLKSWAGEN 1200, sem er ódýrasta Volkswagenbílinn, svo ekki sé nú talað um að eignast íbúð sem er „aðeins“ tvö her- bergi og eldhús í íbúðablokk. Nei, góðir hálsar, það er ekki einasta búið að gera þessa blessaða KRÖNU okkar alger- lega verðlausa heldur er líka búið að eyðileggja tilfinningu fyrir þessum gjaldmiðli okkar, KRÖNUNNI, sem einu sinni var þó allmikils virði. Ég er stundum að athuga Það væri ekki amalegt að eiga þessar tiu niilljónir og það í norskum krónum. Annars á maðurinn á myndinni ekkert í þessum peningum, þeir eiga að renna til félagsmála í Noregi. hvernig íslenzka KRÖNAN stendur gagnvart ýmsum gjald- miðlum Evrópulandanna og er sá samanburður ekki sem glæsilegastur. Svo virðist sem íslenzka KRÖNAN sé ávallt á niðurleið, að vísu ekki ýkja mikið gagnvart sumum erlend- um gjaldeyri, en alltaf að siga. Þegar Islendingar ' fara í Spánarferðir spyrja þeir gjarna hver annan: Hve mikið fékkst þi^ af gjaldeyri? Svo er þá komið að okkur sjálfum finnst ok'kár^KRÖNA enginn GJALD- EYRIR, gjaldeyrir er aðeins 'hugtak fyrir erlenda peninga. Það er svo sem von að fólk- inu finnist þetta því einhver deild finnst innan hins íslenzka bankakerfis sem heitir GJALD- EYRISDEILD (bankanna). Hið opinbera er sem sagt búið að slá því föstu að íslenzka KRÖNAN sé ekki gjaldeyrir, gjaldeyrir er aðeins erlend mynt, danskar kr., sænskar kr., pesetar, mörk o.s.frv. Eg ræddi þessi mál eitt sinn við kunnan kaupsýslumann, vin minn. Sagði ég honum að ég skildi ekkert í þessari gjald- eyrisskráningu lengur (gengis- skráning nr. 172 er frá 13. september þ.á.) Svarið sem þessi maður gaf mér var þetta: í þessum (til- teknu) löndum er stjórnað, hjá okkur ekki! Þá veit maður það, að á íslandi er engin stjóru sem stjórnar. HVAÐ HELDUR RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS (sem ekki stjórnar) AÐ ÞETTA GETI GENGIÐ LENGI? Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGI flug. Hundroð króna FÝLUívipvr Smil för an hund- ralapp ncitiw Yfttu nH pé K«Kntp kajdasjap «r *» pantUmau mad r~ ' nck fkr fmm 44 ttxnakm km- nor. Dtt ár ulU. - Dti ir OK. Mangt takk for kjtlpan. Ag gad r Sér -■ I vénUfi fintiar par mtjatt M tam fir (toifi fattnar «**’ ' i, *Ouk«, aá- w ISLENDINGAR MEÐ EILÍFAN FÝLUSVIP Viggó Oddsson skrifar: Eg hefi lengi verið að berjast við fýlusvipinn sem Islend- ingar hengja framan i síg. Þessi ónáttúra er að verða að þjóðar- einkenni. Það er undantekning ef það sésl Islendingur sem ekki er eins og spegilmvnd af hundraðkalli. Bannsett fýlan í Hafnarfirði Hafnfirðingar voru lengi seigir að krækja sér i „góðar" kvikmyndir, langlokur með grát og súrum svip. Einni hús- móður i Reykjavík var boðið á slika skemmtun og hún sagði: „Eg held að það sé nóg af bann- oettri fýlunni í heiminum, þótt ekki sé verið að kaupa hana líka." Fýlusvipurinn á Islendingum er sjálfskaparvíti sem veldur læknaskorti og biðröðum við dyr spítala til að gera við maga- sár og hjartasjúkdóma. KEA-einveldið á Akureyri þolir ekki samkeppni Akureyringur sendi okkur eftirfarandi: „Hér á Akureyri er nú hafið smástríð út af lagningu kant- steina við götu sem heitir TryggVabraut. Þar er bannað að leggja bílum sínum eða keyra bak við húsin nema fara götu sem nefnist Furuvellir. I þessu húsi, þar sem bannað er að leggja bílunum fyrir utan, er búðin Hagkaup ásamt Hita og Vörubæ. Nú, svo gerðist það einn góðan veðurdag að bæjar- starfsmenn fóru að leggja kant- steina við Tryggvabraut, byrjuðu þeir neðst og héldu upp eftir. Þegar komið var að ESSO-stöðinni var einhver sem kippti I spottann. Það er víst að þar hafa KEA-menn verið að verki. Þeim hefur nefnilega ekki verið beint vel við Hag- kaup og vilja helzt loka öllu fyrir þeim. Eigendur ESSO- stöðvarinnar fengu eitt og hálft ár til aðlögunar og á þessum tíma verður þetta saltað í bæjarstjórn Akureyrar. Allir þeir sem koma og leggja bílum sínum á þennan stað fá sektarmiða því lögreglan vaktar þennan stað. Mér finnst að KEA verði að þola sam- keppni og það vita allir um dæmi þess að á bæjarráðsfund- um hafa bæjarráðsmenn gert allt til þess að draga úr þessari samkeppni. Eitt dæmið er þegar ungur kaupmaður sótti um lóð í Glerárhverfi en var synjað um hana vegna þess að KEA þurfti þá allt í einu á lóð að halda. A tslandi er frjáls samkeppni en Akureyri virðist vera í ein- hverju öðru landi." Þessi m.vnd er tekin í Ilafnarstræti á Akureyri, aðal- verzlunargötunni.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.