Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 24
LOÐNUVERTÍÐ MED AÐSTOÐ GERVUUNGLA FÖSTUDAGUK 17. SEPTEMBER Þotukaup Flugleíða: Frestur til að svara fram- lengdur Flugleiðir hafa nú fengið framlengingu á fresti til að svara Lockheed flugvéla- verksmiðjunum af eða á með kaup á Tristar breiðþotun- um tveim, og mun stjórn Flugleiða aftur fjalla um málið á laugardag. Sigurður Helgason forstjóri sagði i morgun að ýmis atriði væru enn óljós og vildi hann ekki slá föstu að ákvörðun yrði tekin á laugardag. Aðspurður hvort vélarnar væru ef til vill tæplega nógu langfleygar, sagði hann að þær væru að vísu ekki eins langfleygar og DC-8 vélarnar, sem nú eru notaðar, en þær væru hins vegar fyllilega nægilega langfleygar á leiðum félags- ins nú og það með tilliti til varavalla. — G.S. — það gœti orðið raunveruleiki á þessum áratug Verði tillögur Fjarkönnunar- nefndar Rannsóknarráðs rikisins teknar til greina um aukið samband og gagnaöflun frá svonefndum Landsat gervi- tunglum og siðar frá Seasat gervitunglum eftir að þeint hefur verið skotið upp eftir tvö ár er líklegt að fiskileit okkar og stjórnun fiskveiða geti að verulegu leyti farið fram með aðstoð gervitunglanna því Seasat tunglunum er einkum ætlað að kanna ástand hafsins. Þessi tungl geta kannað hita- stig og strauma og geí'a þannig upplýsingar um hvar líklegast er til að fá fisk miðað við heppilegustu skilyrði hverrar tegundar. Þannig gæti t.d. loðnuveiðunum verið stjórnað að verulegu leyti i gegnuni gervitungl fyrir lok þessa ára- tugaref Alþingi fellst á hug- myndir nefndarinnar um víðtæka þátttöku í fjarkönnun. Það kom fram á biaðamanna- fundi hjá Rannsóknarráði ríkisins í gær að einnig er unnt að fylgjast með hafís, snjóa- lögum.gróðurfariog fleiri gagn- legunt þáttum með fjarkönnun og er þessi aðferð mun ódýrari og gagnlegri en ef framkvæma ætti þessar rannsóknir á landi. Dæmi um nákvæmni mynda frá gervihnöttum í 900 km hæð er að á íslandskorti má sjá hvaða tún eru nýslegin. Einnig er unnt að fylgjast með hitastreymi frá jörðu og gróðri með innrauðum tökum. Þær eru einnig notaðar við hita- mælingar sjávar og sýna glöggL hvernig heitir og kaldir straumar liggja. í nefndaráliti Fjarkönnunar- nefndar er fjallað um þetta efni í fjórum köflum, Fjarkönnun úr gervihnöttum, Fjarkönnun úr flugvélum, Fjarkönnunar- stofa og Menntun á sviði fjar- könnunar. Gerir nefndin ítar- lega grein fyrir hverjum þætti og loks kostnaðaráætlanir við hina ýma þætti, en lágmarks- kostnaður við fjarkönnunar- stofu, sem tekur á móti og vinnur úr gögnum frá gervi- tunglum, er áætlaður 13 milljónir króna á fyrsta starfs- ári. Vegna mikils kostnaðar við byggingu móttökustöðvar fyr-. ir hinar fullkomnustu upplýsingar, sem gervihnettirnir geta veitt, leggur nefndin til að höfð verði náin samvinna við nágranna okkar í Noregi, eða Kanada um móttöku gagna frá tunglunum. sem síðar yrði unnið úr hér.G.S. Of snemmt fyrir framsóknarmenn að kœtast: Ég er ekki horfinn á braut" — segir Sverrir Hermannsson „Slít mér ekki lengur út fyrir komið ykkur," sagði Sverrir Hermanns- son við flokksbræður í lokahófi kjördæmaráðsfundar á Egils- stöðum. Þannig er fyrirsögn Tímans í morgun af sögulegri ráð- stefnu á Austurlandi og segir áfram í fréttinni, að mjög hafi skorizt i odda milli Sverris og flokksbræðra hans fyrir austan. Þá er einnig sagt frá því að athygli hafi vakið að varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskördæmi, Pétur Blönda!, sem verið hafi tryggur fvlgismaður Sverris, hafi ekki í veizlu er haldin var á Seyðisfirði. ,,Eg var að enda við að lesa þessa frétt Tímans. 1 stuttu máli sagt er varla hægt að segja að heil brú sé í neinu sem þar stend- ur,“ sagði Sverrir Hermannsson alþingismaður. „Rétt er það að fram kom á kjördæmisráðsfundi okkar að stuðningsmönnum mínum þótti sem ég þyrfti að auka samband við þá með heimsóknum og fundarhöldum og þótti mér sú gagnrýni miður. Allt slíkt munum við þó jafna með okkur, vinir mínir eystra og ég. Það kann hins vegar að vera fullsnemmt fyrir vini mína í Framsóknarflokknum að kætast yfir því að ég sé horfinn á braut sem forystumaður Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi. Hvað sem skálaræðum líður þá mun ég ekki bregðast því mikla trausti sem sjálfstæðisfólk á Austurlandi hefur sýnt mér. Að síðustu þetta: Þeir sem þekkja Pétur Blöndal á Seyðis- firði munu bezt sjá hver hæfa er í fréttaflutningi Tímans í dag. —EVI Óttazt um bát — sem ekki svaraði Norð- fjarðarstöðinni i gær var haft samband við Slysavarnafélagið frá Norðfirði. Voru menn þar farnir að óttast um 10 tonna bát sem svaraði ekki loft- skeytastöðinni á Norðfirði. Hann hafði verið að veiðum austur af Norðfirði og voru skip og bátar beðnir að svipast um eftir bátnum. Þegar skip ætluðu að fara að svipast um eftir honum kom hann siglandi inn á Norðfjörð. Reyndist allt vera í bezta lagi um borð og tafirnar stöfuðu einungis af veðrahaminum. — BA Ómerktum bóti bjargað við Skildinganes í veðrahaminum í gær rak bát, er hafði verið geymdur við Skildinganes, frá landi. Var haft samband við Slysa- varnafélagið og sagt frá ein- hverjum einkennilegum hlut sem sæist við bátinn. Björgunarsveitin Albert fór þegar út á bátisínum og tókst að ná í hann áður en hann fór á haf út. Hann reyndist ómerktur en á björgunarhring sem var í bátnum stóð SSH Hrönn. Hinn einkennilegi hlutur sem fólkið kvaðst hafa séé var belgurinn sem báturinn hafði verið festur með. Bátseigendur, sem geyrna báta sína vestur á Nesi. ættu því að hyggja vel að kænum sínum eftir þessa storma- sömu nótt. Einhver hlýtur að eiga bátinn sem nú er í vörzlu Slysavarnafélagsins. — BA Svipazt um eftir trillu fró Hafnarfirði Síðdegis í gær var haft samband við Slysavarna- félagið þar sem menn var farið að lengja eftir trillu. Var hér um að ræða trillu úr Hafnarfirði sem átti að vera á Bollasviði. Slysavarnafélagið var búið að gera ráðstafanir til að fá lóðsbátinn út til áð svipast um eftir trillunni. En einmitt í sömu mund birtist hún og hafði henni þá seinkað vegna veðurs . Veðrahamurinn var það mikill í allan gærdag að trillunni hafði Htt miðað áleiðis til lands. — BA Fyrstu rettir á Suðurlandi í dag Aðrar réttir um helgina Nú er byrjað að rétta á Suðurlandi og i dag er réttað í hinni frægu Skeiðarétt. Einnig verður réttað í Valdásrétt og Rauðsgilsrétt í dag. A morgun verður réttað í Auðkúlurétt. Undirfellsrétt og Víðidalstungurétt. Á sunnudag í Skrapatungurétt, Miðfjarðar- rétt, einnig á mánudag, og Kaldárrétt. og á mánudaginn i Silfrastaðarétt, Reynistaðarétt og Hafravatnsrétt. — A.Bj. Norðlendingar hafa sólbak- azt í allt sumar, hitinn engu líkur dag eftir dag og viku eftir viku. í gær var september hálfnaður, og ekkert lát á sól- skininu og hlýindunum. Norðlendingar geta gengið létt- klæddir meðan Reykvíkingar norpa um götur og torg. ÞIÐ HAFIÐ VERIÐ ÓHEPPNIR ÞARNA SYÐRA" VÖRUBÍLL í FLUGFERÐ GEGNUM HVAMMSTANGA Veðuráhugamaður á Sauðár- króki kvaðst hafa komið út klukkan 5 í gærmorgun og lesið af hitamælinum, — þar kom í ljós aö 10 stiga hiti var. Taldi hann sig ekki vita dæmi slíks hita svo síðla sumars þar á staðnum. Akureyringar gengu létt- klæddir um götur bæjarins í gær, brugðu sér i sólbað í sund- lauginni, húsagörðum og víðar. „Þið hafið verð óheppnir syðra,“ segja þeir norðanmenn gjarnan, þegar veðurmisrétti landsfjórðunganna ber á góma. Það má með sanni segja, og Indíánasumarið, sem norðan- menn njóta þessa dagana, er eins og punktur vfir síðustu sólarmánuði. — JBP Ungur Hvamnstangabúi varð fyrir miklu skakkafalli á dögun- um. Hann var á ferð sem farþegi í vörubifreið sinni efst í plássinu, þegar bílstjórinn ætlaði að skipta um drif. Ekki tókst þetta betur en svo, að ökumaðurinn missti alla stjórn á bílnum, sem fór yfir hvað sem fyrir varð, ofan í neðstu byggðir staðarins. Eftir þessa ökuferð var bíllinn ónýtur að mestu, eins og myndin sýnir ljós- lega. Ökumanninn sakaði ekki, en hann ríghélt sér í stýrið meðan á óskö])unum gekk og húsið bók- stailega rifnaði utan af honum. Það er aftur á móti af eigandan- um að segja að hann kastaði sér snemma út úr bílnum, taldi það öruggara. Hann hlaut mikil sár á andlil og þurfti að sauma fjöld- ann allan af sporum i opin sár hans i sjúkrahúsinu á Hvamms tanga. JBP — Billinn ónýtur en engan sakaði alvarlega Billinn eftir „flugferöina" gegnum Hvammstanga. Sem betur fer varð enginn fyrir stjórnlausu farartækinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.