Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 11
l).V;BI.At>lf>. KÖSTUDACUK 17. SKl*Tf:MBF:K 1976. 11 RAUÐA AKURLILJANISOWETO hefur upp í Suður-Afríku. En Mashinini var andsnúinn öllu ofbeldinu. „Hélt að þeir myndu tala við okkur“ Hann lét í ljós skelfingu sína yfir þvi hvernig fór í viðtali við brezka sjónvarpsmenn sem kvikmynduðu viðtalið á laun í Suður-Afríku. „Stúdentarnir voru að undir- búa andófið," sagði hann. „Þegar við komum á staðinn var lögreglan þar fyrir i btlum og brvnvörðum vögnum með hríðskotabyssur og skamm- byssur. A milli lögreglurtnar og stúd- entanna var alls ekkerl sam- band. Egman að ég reyndi að stöðva strák sem var með grjót- hnullung í hendinni og bað hann að sleppa steininum. Allt í einu komu lögreglu- þjónarnir að okkur. Fyrst hentu hvltir lögreglumenn táragasi. Við vissum ekki einu sinni hvað það var. Þegar við sáum reykinn leggja upp dreifðum við okkur. Þegar við komum aftur héldum við að þeir myndu tala við okkur í gegnum gjallarhorn eða eitt- hvað í þá áttina. Allt t einu hófst skothríðin En þá gerðist það allt í einu að sami lögreglumaðurinn og henti táragasinu byrjaói að skjóta á stúdentahópinn, annaðhvort yfir höfuð þeirra eða þá með púðurkúlum. Þá urðu stúdentarnir reiðir og byrjuðu að henda grjóti i áttina að lögreglumönnunum. Svörtu lögreglumennirnir fóru aftur í brynvarða vagninn en hvítu lögreglumennirnir komu fram fyrir hann og byrjuðu að skjóta með hríð- skotabyssunum. Ég trúði ekki mínum eigin augum." Stúdentarnir tóku til fótanna til að bjarga lífi sínu. Eftir varð þrettán ára gamall drengur, Hector Peterson, dáinn af skot- sárum. Stúdentarnir hlupu um allt borgarhverfið og áður en varði voru óeirðirnar orðnar gjörsamlega stjórnlausar. Leiðtogi stúdenta Síðar þann sama dag var hvítur félagsráðgjafi, Melville Edelstein, dreginn út úr bíl sínum í Soweto, barinn til dauða og síðan brenndur. Lög- reglan hefur einkum hug á að ræða við Mashinini um það til- tekna atvik. Öeirðirnar breiddust út til annarra borgarhverfa blökku- manna og þremur dögum síðar lagu 176 manns í valnum, allir blakkir nema tveir, að þvi er lögreglan segir. Mashinini sagði í viðtalinu við brezku sjónvarpsmennina að raunveruleg tala látinna væri rúmlega þrjú hundruð manns. Blakkur ritstjóri, Percy Qoboza, segir að Mashinini hafi verið „hræðilega skelfdur" vegna ofbeldisins. Fulltrúanefnd stúdenta í Soweto var sett á laggirnar í skyndi í því skyni að stilla til friðar. Mashinini var formaður nefndarinnar. Hann hvatti stú- denta til að snúa aftur til skóla sinna — en án árangurs, enn var of mikill hiti í mönnum. Þá gerði Mashinini sér ljóst að lögreglan var farin að leita hans. Hann hvarf eins og jörðin hefði gleypt hann. Félagar hans segja að síðan hafi hann ekki sofið tvær nætur í röð á sama stað. Ákafur gegn ofbeldi Mashinini kynntist líklega hugtakinu „svart vald“ fyrir þremur árum þegar hann gekk í samtök blakkra stúdenta í Suður-Afríku (SAS). Margir letðtogar þeirra samtaka sitja qd'í öryggisgæzlu með tilvísun til laga um öryggi ríkisins. En í augum Mashinini þýddi svart vald ekki endilega ofbeldi. „Hann kemur til með að verða sakaður um að hafa æst til ofbeldisverka um allt land,“ segir frændi hans, David Thebahali, sem á sæti í Afríku- ráði Soweto. „En allir sem þekkja hann munu sverja að í öllu sem hann gerði prédikaði hann ákafur gegn ofbeldi í hvaða mynd sem var.“ Kennarar Mashininis lýsa honum sem aðlaðandi frekar en snjöllum. „Hann sýndi mikla getu í leiklist," segir frú Bernadette Mosala, einn kennara hans I Morris Isaacson menntaskólan- um, sem varð miðdepill Soweto- óeirðanna í upphafi. Hún minnist þess að hann lék Cassius í uppsetningu skólans á Júlíusi Sesar eftir Shakespeare fyrir þremur árum og að síðar setti hann sjálfur Macbeth á svið. „Hann er mjög aðlaðandi og myndarlegur ungur piltur. Ég veit að stúlkunum þótti mikið til hans koma og hann hafði föst tök á þeim,“ segir frú Mosala. „En nú er hann auðvitað ekki drengur lengur, hann er karlmaður." Fólk mun verða frjólst „Af honum stafaði mikill kraftur," segir Qoboza ritstjóri sem átti við hann viðtal skömmu eftir óeirðirnar í júnl. I því viðtali sagði Mashinini: „Það sem fólk í dag, einkum hvítt fólk, ætti að gera sér ljóst er að stúdent dagsins segir ekki að fólk verði að vera frjálst, hann segir að fólk muni verða frjálst." x) Rauða akuiiiljan. hetjan í skaldsögu ef tir Orczy baronessu, var enskur aAalsmaöur sem dvaldi og starfaöi í Frakklandi á tímum byltingarinnar í lok síAustu aldar.Hann sýndi mikla hugvitssemi og hugrekki í aA hjarga frönskum aAalsmönnum sem aö öörum kosti heföu veriA leiddir undir fallöxina. Franska lögreglan leitaöi hans stööugt en tókst aldrei aö finna hann. hvers konar yfirhylmingar: Það getur verið skipulaginu, kerf- inu, hættulegt, að sumir hlutir fréttist. Og það er undir slíkum kringumstæðum sem auðveld- lega fer að grafa í innvióunum, gröfturinn verður að kýli, og loksins, einhvern tímann, springur kýlið með hvelli. Saga úr fangelsi Þessar hugleiðingar eru eins konar formáli að sögu úr fang- elsi, sem mér þykir eiga erindi við lesendur. Einhverjum kann að þykja sagan ótrúleg, en herrar mínir og frúr, islenzkt réttarríki: Fyrir rúmum tveimur árum gerist það í íslenzku fangelsi að fimm fangar sitja að drykkju í klefa eins þeirra. Fangaverðir urðu varir við að eitthvað „óvenjulegt" var á seyði, en sinntu þvi ekki frekar. Einn fanganna hafói verið dæmdur fyrir óvenjulegt ofbeldisverk, hann skaut meðal annars fót undan manni og hlaut átta ára fangelsi. Þann verknað hafði hann framið í áfengisvimu. Fangarnir ákveða að reyna að komast út um gluggann, en það tókst ekki. Kemur þá til tals að rota einhvern fangavörðinn og ná af honum lyklunum. For- sprakkinn dregur þá úr buxum sínum vafinn rörbút. Er hér var komið sögu var einn fanginn orðinn veikur af neyzlu áfengisins og horfinn til klefa síns. Forsprakkinn fór hins vegar við annan mann fram á gang, og rneðan sá rabbaði við fangavörð kom hinn höggi á fangavörðinn. Hver sem ætlun- in var þá hálfgeigaði höggið, fangavörðurinn komst við illan leik til annarra fangavarða. Var kallað út varalið úr nærliggj- andi byggðarlagi, fjórir fangar færðir í einangrun og sá fimmti lokaður í klefa sínum. Heimild er endurrit úr Saka- dómsbók. Vörnin Verjandi ákærða, fanga Y, fjallaði um kjarna þessa máls, þegar málið kom fyrir dóm fimm mánuðum síðar. Hann krafðist sýkr,unar fangans og lægstu refsingar til vara. Hann spurði i vörn sinni ekki fyrst og fremst: Hvað gerði fanginn? Hann spurði: Hvernig komst fanginn — fangarnir — yfir vínið? Ilann benti á að um- ræddur fangi væri í fangelsi vegna óhæfuverka sem hann hefði framið vegna mikillar áfengisdrykkju. Hann sagði: „Ekki er hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að orsök ólátanna. ... er að finna í áfengisneyzlu fanganna þar. Þótt ótrúlegt sé þá virðist sem það sé til í dæminu að fangar bruggi og drekki áfengi innan veggja vinnuhælisins. Þetta mál hefur rennt stoðum undir þær sögusagnir að föngum sé mögulegt að brugga og verða sér úti um áfengi svo og lyf. Af skjölum málsins má sjá að plastbrúsar með og án bruggs hafi fundizt á fleiri en einum stað og þ.á m. tveir brúsar í klefa fanga X, sem fór af vinnu- hælinu tæpum mánuði áður en hinn umdeildi atburður átti sér stað. Því hefur ekki verið neitt einsdæmi að áfengi var í klefa fanga Y þetta kvöld." Þá segir verjandinn að vert sé að líta á skyldur og hlutverk fangelsa og fangavarða. Hlut- verk fangelsa sé að halda mönnum frá frekari afbrotum. Fjöldi áfbrota, einnig þess sem hér á í hlut, er framinn undir áhrífum áfengis. Því ætti það að vera sérstök skylda fangelsis að halda í'öngum frá áfengis- neyzlu. Ábyrgð fangelsisyfir- valdanna sé þess vegna mikil. Loks segir verjandi: „Einu atriði i sambandi við rannsókn máls þessa vil ég koma á fram- færi. Öll rannsóknin snýst um árás fanga Y á fangavörðinn, en engin rannsókn hefur farið fram á því hverjir brugguðu og hvernig eða hve lengi.“ Með þessum rökum krafðist verjandi sýknu. Heimild er afrit af vörn verjanda. Dómurinn Og þá kom að kerfinu. Sam- kvæmt íslenzkum lögum liggja þung viðurlög við því að ráðast með ofbeldi á fangavörð. Allt að tólf ára fangelsi. Dómarinn kvað hins vegar upp vægan úrskurð, tíu mánaða fangelsi. Lögmenn, sem ég hef talað við um þessi mál, undrast hversu léttur dómurinn er — þangað til þeim er sagt að í dómsfor- sendum er ekki minnzt á áfengisneyzlu né rannsakaður eða farið fram á rannsókn á þeim þætti málsins. Opinber- lega að minnsta kosti virðist málið þar með vera úr sögunni. Dóminn kvað upp Örn Höskuldsson. Hugsanleg skýring Ástandið í fangelsinu á aug- ljóslega ekki að fréttast, það gæti komið óorði á glansmynd- ina, sem okkur er gert að trúa. Fyrrum gæzlufangi í þessu fangelsi hefur tjáð mér hugsan- lega skýringu á þessu: Hann telur að, vínföngin, eða efnin í þau, hafi að einhverju leyti komið frá starfsmönnum fangelsisins! Alla vega sér hver maður, að hafi þeir verið til líkamans eins og fólk er flest þá hlutu þeir að vita hvað gekk á og hvað hafði lengi gengið á að sögn verjanda. En ekkert af þessu var athugað betur. Af M m mmu i k : gengið — hverjir eru þeir seku? Eða lét hann yfirsaka- dómarann, yfirmann sinn, vita, og tók hann þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar? Var saksóknara ríkisins gert við- vart? Og hafi þessi menn um þetta vitað, létu þeir þá ráð- herra vita? (Um það efast ég reyndar). Ég er þeirrar skoðunar, sem auðvitað er ágizkun, að iiill Hegningarhúsið, tákn fangelsa á Islandi. Það er þó ekki tengt þeim frásögnum er hér eru birtar. Sakadómsafriti er ljóst að dómarinn var þægur, spurði einskis, og allt féll í ljúfa löð. Fanginn, sem hafði hlotið átta ára dóm var í sumar látinn af dómsmálaráðherra laus til reynslu, hann hafði þá ekki af- plánað helming refsingar fyrir fyrra brot, hvað þá að þetta litla leiðindaatvik komi nokkurn tímann til refsingar. En áfram grefur í kýlinu. Hvers vegna spurt? Ég bið lesendur að virða þau grundvallarsjónarmið, að þessi grein er ekki rituð í þeim til- gangi að vekja andúð á þeim föngum sem í hlut eiga. Þvert á móti tek ég undir það með verj- anda að í þessu tilviki að minnsta kosti eru þeir — eða hann — fórnarlömb aðstæðna. Það er enn fremur grundvallar- skoðun að refsingar eigi að vera mildar og aðbúnaður í fangels- um svo sem bezt verður á kosið —' en refsingum ber að fram- fylgja og þaó á jafnt yfir alla að ganga. Þar eiga til að mynda misvitrir ráðherra ekki að vera að káka. En hitt er alvarlegra: Tekur dórnarinn þá ákvörðun upp á sitt eindæmi að dæma í þessu máli en leiða gersamlega hjá sér að spyrja þeirra spurninga sem óhjákvæmilega vakna: Hvað var að gerast í fangelsinu — hvar fengu fangarnir vínið — hversu lengi hafði þetta vitneskja um svona mál hafi farið eitthvað upp eftir kerf- inu, ekki þó alla leið til ráð- herra. Einhvers staðar hlýtur að hafa verið tekin ákvörðun um að aðhafast ekkert frekar. Og enn fremur: Þeir menn — hvar sem þeir eru í dóms- kerfinu og hverjir sem þeir eru — sem taka þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar, eða fara alla vega svo leynt með það að það er nánast útilokað að það fréttist, sem með öðrum og skýrari orðum taka þátt í yfir- hylmingu af þessu tagi, séu ófærir um að gegna störfum sínum. Það er allt og sumt. Ef sprúttsala almennt og yfirleitt viðgengst í fangelsum landsins, þannig að endar í lim- lestingum starfsmanna, þá er þaó ekkert einkamál kerfis- kalla. Og ég vil enn fremur leiða rök aó þvi hvað ég hygg að þarna hafi átt sér stað: Hönd festir ekki nema á nafni Arnar Höskuldssonar, hann kveður upp hinn undarlega dóm. Það er þó ótrúlegt að hann hafi tekið slíkar ákvarðanir án sam- ráðs við einhverja yfirmenn sína, án þess þó um þaö sé nokkuð vitað. Nú er það svo að þessi dómari er auðvitað ekkert fúlmenni og ekkert spilltari en gengur og gerist með okkur öll. En það er hinn innb.vggði hugsunarháttur dómsyfir- stéttarinnar, sem enn kentur til álita. Eg er þeirrar skoðunar. að það sem gerist sé einfaldlega þetta: Dómarinn — eða yfir- maður hans — ákveða, að það sé þjóðskipulaginu sem þeir trúa á. þar með valdinu og þar með valdhöfum, fyrir beztu að þetta mál fari ekki lengra. Ef frekar væri aðhafzt, þá gæti það þýtt, hlyti að þýða, opin- bera úttekt á fangelsinu. Og það gæti leitt ýmislegt í ljós sem yrði valdinu, þar með vald- höfum, óþægilegt. Það gæti grafið undan virðingu valdsins og ýtt undir óróaöfl. Þess vegna: Þegja og þagga niður. Spyrja einskis. Lengra spurt TVlciin verða að átta sig á því, að þetta eru ekki gamanmál, þó svo fangelsissagan sé kannske kostuleg 1 aðra röndina. Mér þykir þessi saga gefa tilefni til að draga glæfralegar ályktanir. Nú er það svo að þessi sami Örn Höskuldsson hefur verið rann- sóknardómari svokallaðra Geir- finnsmála. Hins vegar hefur vestur-þýzkur sérfræðingur verið fenginn til þess að taka yfir þessa rannsókn, og var það vitaskuld eðlilegt eins og málin virtust í pottinn búin. Það er áreiðanlega fyllsta ástæða til þess að bera traust til Þjóðverj- ans. Það er engin ástæða til þess að ætla annað en að úr því sem komið er þá upplýsi hann það sem í mannlegu valdi stendur að upplýsa. En — til að mynda að því er varðar upplýsingar er Þjóðverj- inn vitaskuld háður íslenzkum hjálparmönnum sínum. Yfir- stjórn íslenzkra dómsmála dróst inn í þá umræðu, við skul- um segja með réttu eða röngu. Og þá kemur enn að kjarna vandans — og þetta er vandi ekki vegna þess að í dómsyfir- stéttinni sitji einhver illmenni heldur vegna þess að þeir eru að hugarfari sjálfvirkir kerfis- þjónar. Hvernig, til dæmis, gerir dómsyfirstéttin Þjóðverj- anum grein fyrir þingræðu Sig- hvats Björgvinssonar alþingis- manns, þar sem hann fjallaði um afskipti dómsmálaráð- herra? Hefur honum verið gerð hlutlæg grein fyrir öllum þeim þráðum þessa máls — eða er það afgreitt sem pólitískt skít- kast óróaafla og þessu máli óviðkomandi. Afleiddar spurn- ingar af þessu tagi vakna enda- laust. Lokaspurningin yrði senni- lega: Hefur dómskerfið sýnt og sannað að það sé trausts vert? Svarið er nei. Og það er hættu- legt þjóðfélaginu og þegnum þess.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.