Dagblaðið - 17.09.1976, Síða 4

Dagblaðið - 17.09.1976, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. Tónlistarfélag Reykjavíkur auglýslr: Getum bætt við okkur nokkrum nýjum áskrifendum að tónleikum félagsins í vetur. Nánari upplýsingar í síma 17765 eða á skrifstofunni Garðastræti 17, föstudaginn 17.9. frá kl. 17—19 og laugar- daginn 18.9. frá kl. 10—12. Ein f rœgasta ijéðasðngkona heims í Hóskólabíói „Helztu verkefni Tónlistar- félagsins eru að fá það bezta tón- listarfólk sem völ er á hingað er- lendis frá og gefa Islendingum tækifæri til að halda tónleika og um leið ungum tónlistarmönnum tækifæri til að koma fram“ sagði Haukur H. Gröndal framkvæmda- stjóri Tónlistarfélagsins í viðtali við DB í gær. Hann sagði að hin heimsfræga hollenzka sópransöngkona, Elly Ameling og píanóleikarinn Dalton Baldwin, myndu halda tónleika í Háskólabíói á morg- un, laugard. kl. 14.30 Ameling er ein frægasta ljóðasöngkona heims í dag og Baldwin er talinn með fremstu listamönnum á sínu sviði. Tónlistarunnendum mun í fersku minni er hann heimsótti ísland í fyrra ásamt franska söngvaranum Gérard Souzay og vöktu tónleikar þeirra mikinn fögnuð áheyrenda. A efnisskrá tónleikanna á morgun verða lög eftir Schubert. Næstu tónleikar Tónlistar- félagsins verða laugard. 28. sept. og er þar á ferðinni Zetteravist- kvartettinn frá Svíþjóð. Tónleik- ar þessir eru liður í Norðurlanda- samvinnu um tónleikahald á veg- um Nordisk Solisrád. • Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon munu halda tónleika fyrir félagið 9. okt. Guðný Guðmundsdóttir, Hafliði M. Hall- grímsson og Philip Jenkins koma fram í tónleikum í janúar. Franski fiðluleikarinn Jan Dobrezelezski kemur til tónleika- halds í febrúar. Italski fiðlu- leikarinn Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson halda tónleika í marz. Crsúla Ingólfsson heldur tónleika I apríl, Selma Guðmunds- dóttir heldur sína fyrstu opinbéru tónleika I apríl. Síðustu tónleik- arnir verða I maí með hinum heimsfræga söngvara Peter Piers. Tónlistarfélagið getur bætt við sig nokkrum félögum fyrir næst- komandi vetur. —EVI Þar leigja menn í 5 ár - kaupa svo 8 nýjar íbúðir voru teKnar í notkun á Sauðárkróki I sl. mánuði en þær eru hluti úr nýju 14 íbúða fjölbýlishúsi. Af þessum 8 eru tvær í eigu bæjarins en fimm I eigu einstaklinga. Smíði hússins hófst vorið 1974 og er það Byggingafélagið Hlynur hf. sem s'á um framkvæmdir. Þeir sem taka við íbúðunum tryggja sér leigurétt i næstu 5 ár og forkaupsrétt að þeim tíma loknum með því að kaupa skulda- bréf af bæjarsjóði fyrir upphæð sem nemur um 20% af byggingar- kostnaði. Ibúðirnar eru tveggja og þriggja herbergja, og eru afhent- af fullbúnar með öllum venju- legum heimilistækjum. Auk þessa húss eru á annað hundrað íbúða í smíðum á Sauðárkróki. -JB. Sauðárkrókur: Þeir una sér auðsjáanlega vel þessir ungu „Króksarar" sem spila þarna fótbolta fyrir utan nvju blnkkina í bænum. Ljósmyna: Stetan Pedersen. Ljósmyndir að ~| 122 AF SNILLDAR- Kjarvalsstöðum: J MYNDUM GUNNARS Fjöldi stórfenglegra Jitmynda er á ljósmyndasýningunni sem opnuð var í gærkvöldi að Kjarvalsstöðum, til minningar um Gunnar Hannesson ljósmyndara sem lézt fyrr í sumar. Það er fjölskylda Gunnars heit- ins og vinir sem að sýningunni standa en sumar myndirnar, sem þar eru, hafði hann sjálfur valið á sýningu er hann hugðist halda í haust. Þarna er um að ræða 122 myndir, viðs vegar af landinu, margar mjög ó\ cnj-!''''Tnr oe ailai stórfallegar Myndirnar eru ailar úr safni Giuiiia' ^ heitius cn það hot ui ið ge.vma svo margar myndir að vart verður töiu á þær komið. Gunnar vann við verzlunar- og viðskiptastörf alla ævi en ljós- myndun tók hann upp sem áhuga- mál árið 1964. Batt hann sig ein- göngu við litmyndir frá Islandi og sérstaklega voru Vatnajökull og Reykjavfk honum hugleikin við- fangsefni. Hafa komið út tvær bækur með myndum eftir hann, einmitt frá þessum tveimur stöð- um. Gunnar var mikill náttúru- unnandi og fór víða um ævina. Aldrei hafði hann þó mynda- vélina með sér nema hér innan- lands. Síðastliðinn vetur var Gunnari sérstaklega boðið að sýna hjá Nikkon House í New York en þangað koma margir þekktir ljós- myndarar með myndir sinar. Enn- fremur tók hann þátt í tveimur sýningum hér á landi, Ljós ’73 og tsland—íslendingar 1974. Þá prýddu myndir Gunnars mörg tímarit og almanök, auk jólakorta o.fl. Sýningin að Kjarvalsstöðum stendur daglega frá kl. 4—10 til 28. september. —JB

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.