Dagblaðið - 17.09.1976, Page 7

Dagblaðið - 17.09.1976, Page 7
7* DACiBLAÐlÐ. FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. Erlendar fréttir REUTER Palme getur verid rólegur með sín 0,3% í mcirihluta. því ástandið var svipað '73. Tékkneski Oscarsverðlaunaleikstjórinn Milos Forman Sœkir um bandarískan ríkisborgararétt til að komast til Tékkóslóvakíu — þorir ekki að heimsœkja syni sína án þess Tékkneski kvikmyndaleik- stjórinn Milos Forman. sem stjórnaði öscarsverðlaunakvik- myndinni í ár. Onc flew over the Cuckoo's Nest, er nú kominn upp í fyrstu tröppuna á leið sinni til að verða banda- rískur ríkisborgari. Innflytj- endanefnd fulltrúadeildar þingsins samþykkti i gær um- sókn hans fyrir sitt leyti þótt hann hafi aðeins búið í Banda- ríkjunum í fjögur ár en lág- marksbúseta er hins vegar fimm ár til að koma til greina sent ríkisborgari. Þannig hafa Oscarsverðlaun- in ekki aðeins gert hann frægan a svipstundu, heldur virðast þau líka ætla að flýta ’ fyrir að gera hann bandarískan. Ástæðan fyrir að Forman sækir svo fast að fá ríkisborgararétt- inn er sú, að hann á tvo syni í Tékkóslóvakíu, sem hann þráir að geta heimsótt, en þorir ekki að gera það af ótta viö að yfir- völdin í Prag haldi honum eftir í landinu sem tékkneskum ríkisborgara sem hann er nú. Forman á nú eftir að fá þrjár jákvæðar stimplanir á umsókn sina og að þeim fengnum mun hann halda rakleiðis til Tékkó- slóvakíu á fund sona sinna. — Nfársboðskapur forsœtisráðherra ísraels Friðarsamninga við alla ara- bíska nágranna Rabin. forsætisráðherra ísraels, flutti nýársboðskap sinn i gær, enda nýtt ár að hefjast þar i landi nú og meðal Gyðinga annars staðar. í boðskapnum bauð hann upp á friðarviðræður við alla ara- bíska nágranna, bæði talaði hann um heildarfriðarsamn- inga og friðarsamkomulag, er miðaoi að langþráðum endan- legum friði í þessum heims- hluta. Patricia Hearst: Lokadómur eftir viku — fyrri dómurinn var til bráðabirgða vegna ólokinnar geðrannsóknar Eftir rétta viku mun William Patricia Ilearst eftir að hún hafði hlýtt á fyrri dóin sinn. Orriek dæma Patriciu Hearsl endanlega en hann hefur nú tekið sæti dómarans Olivers Carters sem lézt í júní en hafði áður dæmt hana í allt að 35 ára fangelsi fyrir aðild að bankaráni. með þeim f.vrirvara að dóminum kynni að verða brevtt að geðrannsókn lokinni. Orrick hefur nu kynnt sér öll málsskjöl og niðurstöður geðrannsóknanna og er til- búinn að dómtaka mál hennar að nýju á grundvelli þess. Hearst situr nú í San Diego fangelsinu, en þangað var hún flutt strax að loknum l'yrri réttarhöldunum. PALME HEFUR NAUMAN MEIRIHLUTA — að því er skoðanakönnun, sem gerð var í gœr, sýnir Skoðanakönnun, sem gerð var í Sviþjóð í gær. sýnir að flokkur Olofs Palme, Sósíal- demókratar. mun vinna nauman sigur í þing- kosningunum sem verða á sunnudaginn. Flokkurinn hefur nú verið 44 ár við stjórn í landinu. I könnuninni fengu Sósíal- demókratarnir og óopinber stuðningsflokkur þeirra á þingi, Kommúnistaflokkurinn 48.9 prósent greiddra atkvæða. Helztu stjórnarandstöðu- flokkarnir, Ihaldsflokkurinn og Frjálslyndir, voru alveg á hælum stjórnarflokkanna og hlutu 48.5 prósent fylgi. Þessi úrslit endurspegla vilja sænsku þjóðarinnar í síðustu þingkosningum sem fram fóru árið 1973. Ef kosningarnar fara, eins og þessi opinbera skoðanakönnun sýndi, mun Palme og menn hans hanga í stjórn með aðeins 20.000 atkvæða mun. Alls eru um 5.9 milljónir Svía á kjörskrá. Stjórn sósíaldemókrata og kommúnista hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Stjórnmálamenn hafa þó ekki staðið í broddi fylkingar í þeirri gagnrýni, heldur listamenn og andans leiðtogar í Svíþjóð. Þar ber hæst skaldkonuna Astrid Lindgren, sem hefur óspart látið í sér heyra. Þá var á sinum tima talið að meðferðin á Ing- mar Bergman fyrr á árinu myndi verða lóð á vogarskálina til falls stjórnar Palme. Það eru aðallega skattamál rikis- stjórarinnar og barátta hennar fyrir að elta uppi meinta skatt- svikara, sent sæta mestri gagn- rýni. Franjieh Líbanonsforseti stokkar upp i samstarfsmannaliðinu: Gœti þýtt nýja sprengingu — segir blað óánœgðra vinstrimanna Nú er mál að rísa úr rekkju og grípa til byssunnar, segir vinstrisinnað líbanskt blað, sem spáir að borgarastríðið blossi upp að nýju af heift. Suliman Franjieh, forseti Líbanons, sem neitar að víkja úr sæti fyrir kjörnum forseta frá í maí, Alias Sarkis, skvetti enn olíu á eldinn i borgara- stríðinu í landinu í gær er hann stokkaði upp í liði nánustu samstarfsmann i sinna á þann hátt að vinstri menn og múhameðstrúar telja stórlega gengið á sinn hlut. Eitt vinstri blaðanna í Líbanon segir að þetta kunni að kosta nýja sprengingu meðal þjóðarinnar sem um þessar mundir hefur orðið að búa við 17 mánaða borgarastyrjöld. Vekur þessi tiltekt forsetans óneitanlega nokkra undrun þar sem kjörtímabili hans á að ljúka næsta fimmtudag er hann hefur m.a. þrjózkast við að láta af embætti fyrr þótt þingið hafi orðið ásátt með Sarkis sem málamiðlunarfor- seta í maí sl. Loðfóðruð r wviil vtf>,étns^’ ma Laugavegi 69 simi 16850 Miðbæjarmarkaði — simi 19494 8500 VERÐ

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.