Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 9
!) '(iBLAÐlÐ. FÖSTUDACUH 17. SEPTfUMBER 1976. 9 Verður ísland aðili að Geimvísindastofnun Evrópu? — gœti orðið ómetanleg lyftistöng fyrir íslenzkan rafeindaiðnað, segir Reynir Hugason, verkfrœðingur Það gæti oröið íslenzkum raf- eindaiðnaði ómetanleg lyftistöng ef ísland yrði aðili að Geimvís- indastofnun Evrópu því meðal annarra hluta, sem aðildarríkin 13 leggja til grundvallar með aðild sinni að stofnuninni, er að rafeindaiðnaður verði efldur í löndum þeirra, sagði Reynir Hugason, verkfræðingur • h.já Rannsóknaráði ríkisins í viðtali við DB í gær. Fjarkönnunarnefnd, sem Rann- sóknaráð ríkisins setti á laggirnar í ársbyrjun 1975, gerir að tillögu sinni í nýútkominni skýrslu um störf sín að ísland gerist aðili að þessari stofnun, ekki til að taka beinan þátt í geimskotum eða þess háttar heldur til að taka þátt í fjarkönnunarstörfum á vegum stofnunarinnar sem gætu komið okkur vel. Nefndin tilgreinir ekki sé'rstaklega það gildi sem Reynir bendir á í þessu sambandi. Eitt af meginverkefnum stofn- unarinnar, ESA, er og verður í náinni framtíð svonefnd Spacelab áætlun og verða í því skyni smíð- aðir sex til sjö Spacelab klefar, Halldór hjá nokkrum gömlum og frægum teikningum. Yfirlitssýning Halldórs: ÞAR ÆGIR ÖLLU Myndir úr þjóðsögunum, -frá skákeinvíginu, af frammámönn- um og hrossum eru meðal þess sem prýðir yfirlitssýningu er Halldór Pétursson listmálari hefur opnað að Kjarvalsstöðum. Halldór er öllum Islendingum kunnur fyrir skopmyndir sínar og bókaskreytingar. Hann hefur þó einnig lagt nokkra stund á list- málun og eru nokkrar nýlegar mannamyndir eftir hann á sýningunni. Þar má einnig finna fyrstu myndirnar sem Halldór teiknaði, sú elzta er frá því að hann var þriggja ára gamall. Má segja að hann hafi fæðzt með blýantinn i höndunum þvi snemma virðist áhuginn hafa beinzt að listinni. Eftir að hafa lokið prófi í aug- lýsingateiknun í Kaupmannahöfn og starfað hér heima í þrjú ár hélt Halldór til náms í Bandaríkjun- um þar sem hann dvaldist hátt á fjórða ár. Síðan hefur hann starf- SAMAN að hér heima, við teikningar í bækur, auglýsingar og flest sem nöfnum tjáir að nefna. Upp á síðkastið segist Halldór mest vera farinn að mála og teikna eftir eigin löngun og vilja og mikið minnkað að mála eftir pöntunum. Yfirlitssýning Halldórs stendur til 26. september og er opin dag- lega frá kl. 4—10 en um helgar kl. 2—10. —JB Landhelgissamtök GEGN ALLRI RÁNYRKJU — innlendri sem erlendri Dagur dýranna er ó sunnudaginn Dagur dýranna er að þessu sinni á sunnudaginn kemur. 19. september. Hann á að minna á skyldur mar’isins við dýrin og aukna verndun þeirra. Dagurinn verður notaður til fjáröflunar fyrir Samband dýr; verndunarfélaga íslands. 1 þw tilefni verður nterkjasala á Stór-Rcvkjavíkursvæðinu og á mörgum stöðum úti á landi. Einnig vcrður sérstökdagsk>'á í útvarpinu á sunnudagtnn þar sem fjallað er um meðferð ýmissa heimilisdýra, svo og hesta. „Þetta byggist vitanlega mest á því, að fólk, sem gerist félagar, vinni vel að málefninu meðal kunningja sinna, í stéttarfélögum sínum, á vinnustöðum og alls staðar þar sem fólk er að finna,“ sagði Sigrún Þorgrímsdóttir starfsstúlka á Kópavogshæli. Hún er einn af liðsmönnum í bráða- brigðaframkvæmdanefnd sem stendur fyrir því að stofna land- helgissamtök. Hún sagði að hugmyndin að þessum samtökum hefði komið upp á fundi sem haldinn var á vegum einingarsamtaka kommúnista um fiskveiðissamn- ingana sem gerðir voru við Bret- ana í júní. Á þann fund hefði komið hið ólíkiegasta fólk úr öllum flokkum. Hún vildi leggja áherzlu á það að landhelgissam- tökin yrðu ekki á vegum neins pólitísks flokks heldur ætluðu þau að byggja á einstaklingsaðild og sameina fólk þvert á pólitiskar línur. „Nú standa samningar við Breta aftur fyrir dyrum í desem- ber. Við verðum að halda vöku okkar. Gert hefur verið stefnu- skráruppkast fyrir samtökin," sagði Sigrún. Kjörorðin eru þessi: Engar erlendar veiðiheimildir innan 200 mílnanna; gegn allri rányrkju — innlendri sem erlendri; Virkja fjöldabaráttu í landhelgismálinu. Stofnfundur hinna nýju sam- taka verður haldinn í Lindarbæ á sunnudaginn kl. 15 og er stuðningsfólk hvatt til að koma. -EVI. sem eru rannsóknaklefar með mælitækjum og rými fyrir 3—4 manna áhöfn. Hver klefi er smíðaður með ákveðnar rannsóknir fyrir augum og verður klefunum skotið á loft og náð aftur tii jarðar með Space Shuttle geimferju, sem Banda- rikjamenn munu leggja til. Er áætlað að ferðir þessara klefa verið alls 337 á árabilinu 1981 til 1991. Áætlað er að ein braut liggi yfir vesturhluta tslands og því leggur nefndin áherzlu á að fylgzt verði náið með framkvæmd þessarar áætlunar. íslenzkur eðlis- fræðingur, Þorsteinn Halldórs- son, starfar nú í Þýzkalandi að verkefnum tengdum þessari áætl-, un og hefur hann gert nefndinni grein fyrir henni. Að lokum legg- ur nefndin til að könnuð verði hagkvæmni aukaaðildar að ESA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.