Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 3
OACHKAtm). KÖSTl'DACUH 17. SKPTKMBKK 1976. 3 Þaö eru oft biðraöir fyrir utan Tónabæ og aðsóknin oft mikil. Nú er talað um að loka staðnum en hvert eigum við þá að fara? sp.vrja krakkarnir. DB-mynd Björgvin. Hvers vegna er aðeins gatan fyrir unglingana? — Það vantar tilfinnanlega skemmtistað fyrir unglinga Þ.E.H. skrifar: „Ég var að lesa grein eftir leigubílstjóra þar sem hann bendir á þörfina á að unglingar fái einhvern samastað þangað sem þeir geta sótt. Það er ekki hægt að láta unglingana vera á götunni. Nú ætla yfirvöld að taka allt af okkur og loka Tónabæ. Ég hef sjálf farið þó nokkuð oft í Tónabæ og það er ekki alltaf fögur sjón að sjá þar fyrir utan á föstudagskvöldum. Það er algjör misskilningur hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur að það geti leyst einhvern vanda með því að loka Tónabæ. Þar' skjátlast þeim hrapallega. Krakkarnir reyna þá bara að svindla sér inn í vínveitinga- húsin hér i borg eða hanga þar fyrir utan. Ég sé ekki að það sé neitt skárra. Svo eru það krakkarnir sem eru svona um 16—18 ára. Þeir hafa engan einasta stað til að koma saman. Eins og leigubíl- stjórinn sagði eru þeir of gaml- ir til þess að fara í Tónabæ og Raddir lesenda of ungir í vínveitingahúsin. Ég skora á Æskulýðsráð Reykjavíkurborgar að íhuga þessi mál vandlega og reyna eitthvað til þess að bæta félags- líf unglinga hér í borginni. Við verðum að fá einhvern stað til þess að vera á. Það er ekki hægt að siga okkur út á götuna, það er ekki gert við þá eldri.“ Það þolir enga bið að kalla á oliubilinn þegar tankurinn er að þorna en svo er það undir hælinn lagt hvenær olíustyrkurinn er greiddur. VK> EIGUM ENGIN SKÁLD LENGUR Helga hringdi: „Hvers konar andleg fátækt er þetta ejginlega hjá okkur ís- lendinguin? Eg get ekki orða bundizt eftir þennan þátt sem var í sjónvarpinu sunnudaginn 12. september og nefndist Ljóð og jass. Eg hef aldrei á ævi minni heyrt aðra eins þvælu. Á mínu heimili er bæði ungt og gamalt fólk. Unglingarnir hlógu og fullorðna fólkið átti ekki til orð yfir þetta. Þetta fólk sem kallar sig skáld og þiggur laun fyrir frá ríkinu, listamannalaun, las þessa endaleysu sina með svo miklum þjáningarsvip að það var eins og heimurinn væri að farast. Ógurlega heldur þetta fólk að það sé merkilegt. Ef þetta eru þau skáld sem við eigum þá eigum við bara engin skáld lengur.“ Um nafnbirtingarsnakk Vísur um nafnabirtingarsnakk Allir mega um morðingja tala mikil og góð eru gerð á þeim skil en falsarar leikandi lausum hala látnir sem þeir séu ails ekki til HVAR ER OUU- STYRKURINN? — sveitarfélögin róða hvenœr þau greiða hann Jóhann Angantýsson, Kjöt- vinnslunni ísafirði, hringdi: „Við höfum ekki fengið olíu- stvrkinn borgaðan síðan í marz hér á Ísafirði og veit énginn hvenær hann verður borgaður. Þegar spurzt var fyrir á bæjar- skrifstofunni var svarið: í bvrjun ágúst. Nú er kominn september og ekkert bólar á styrknum. Mig langar því að spyrja hvort engin algild regla sé yfir allt landið hvenær borga skuli olíust.vrkinn. Það virðist vera að alls staðar sé búið að borga hann nema hér.“ DB hafði samband við við- skiptaráðuneytið og þar gaf Yngvi Olafsson okkur þær upp- lysingar að engar sérstakar reglur væru fvrir hvenær styrkur væri greiddur. Sveitar- félögin fá peninga til umráða og það er undir þeim komið hvenær styrkurinn verður greiddur út. Allir vita um viröulegt pakkið valdamenn landsins sem alltgeragott En falsarar leiðandi snobbina snakkið snoturt er svindl þeirra, fyndið og flolt Þeir hljóta að vera miklir þeir menn sem mega hér „nafnlausir" svindla á okkur fundnir þeir verða víst syndugir senn ef samstöðu sýnir hver maöur, hver flokkur Ef upplýsa fólk vill og forsmá það pakk sem fölsku er sleppt þó að lög séu brotin Ef leynd verður haldið við hátíðlegt snakk þá hallast ég að þvi að stjórnin sé rotin Svikjandi starfsmaður opinber einn upplýstur í máli og myndum Hví er ei dugandi dómstóllinn hreinn sem dæmir ei fleiri af stærri syndum Þú sem að dómsvaldið dregur hér sem dilk á eftir þér sjálfum I klíkunni kurteisir hvernig sem er kvikindi „nafnlausir" bjáifar með bjálfum Allir mega um morðingja tala mikil og góð eru gcrð á þeim skil En falsarar leikandi lausum hala látnir sem þeir séu alls ckki til Kristján Hreinsmögur Spurning dagsins Er lögregluríki ó íslandi? Inga Hallgrímsdóttir af- greiðslustúlka: Ég hef eiginlega ekki myndað mér skoðuri á því. Og þó finnst mér lögreglan stundum full yfirgangssöm þó að það sé kannski ekki afgerandi — ennþá. Guðmundur Gunnarsson vörubíl- stjóri: Að vissu leyti. Það er til allt of mikið af lögum og reglum, sem sumir fá að brjóta en maður sjálfur er síðan hankaður á. Ingibjörg Guðmundsdóttir: Eg hef ekki orðið vör við að lögreglu- ríki ríki í mínu byggðarlagi. Þá sjaldan maður þarf á lögreglu að halda finnst hún ekki. Bergsteinn Arnason lögreglumað- ur: Nei. Það er langur vegur frá því. Gottskálk triðgeirsson nemi: Nei, ég tel ekki að við lifum i lögregluriki. Það er kannski allt í lagi en svona yfirleitt virðist mér allt vera með felldu á þeim vígstöðvum. Jón isleifsson. vinnur í Kröflu: Nei. það tel ég alls ekki. Mér 'irðist starf lögreglunnar aðal- lega vera fólgið í því að liðsinna ósjálfbjarga borgarbúum. Eg held að lögreglan þvrfti frekar liðsstyrk en hitt við að levsa þau mál sem hún f;er i hendurnar þessa dagana.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.