Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. r \ STUmiNN skemmla á Lœkjartorgi á sunnudaginn Hljómsveitin Stuð- menn býöur öllum Reykvíking- um og öórum, sem á hana vilja hlýða, til hljómleika á Lækjar- torgi næstkomandi sunnudag klukkan þrjú — ef veður leyfir. Þetta er í fyrsta skipti á árinu sem Stuðmennirnir leika opin- berlega en í fyrrasumar fóru þeir í hljómleikaferð um land- ið, eins og frægt varð á sínum tíma. Steinar Berg, sem hefur gefið út plötur Stuðmannanna, sagði í samtali við Dagblaðið að auk hljómsveitarinnar kæmu einhverjir aðrir skemmii- kraftar fram. Ekki vildi Steinar tjá sig um hverjir þeir væru. Nýlega kom á markaðinn önnur plata Stuðmanna. Sú nefnist Tívoli. Væntanlega leikur hljómsveitin lög af þeirri plötu á torginu og ef til vill heyrast einhverjir tónar af fyrri plötunni, Sumar á Sýr- landi. Stuðmenn hafa jafnan sótt trommuleikara sína til Englands er þeir hafa komið saman til hljómleikahalds eða plötuupptaka. Svo verður ekki að þessu sinni heldur mun Sigurður Karlsson trommu- leikari Celsíusar sjá um allt slagverk. I samtalinu við Steinar Berg kom fram að jafnvel getur svo farið að Stuðmenn heimsæki landsbyggðina í næstu framtíð. Það er því óþarfi fyrir þá sem búa langt frá Stór- Reykjavíkursvæðinu að gera sér ferð í höfuðstaðinn til að sjá Stuðmenn. Allt eins getur það gerzt að hljómveitin leiki í sam- komuhúsunum þeirra innan skamms. — AT — Stuðmennirnir Valgeir, Egill, Sigurður Bjóla og Tómas. Auk þeirra verða með á sunnudag- inn þeir Þórður Árnason, Jakob Magnússon og Sigurður Karlsson. DB-mynd Árni Pall. E3 Saga WHO á einni plötu í dag kemur út í Englandi ný plata með hljómsveitinni Who. Plata þessi nefnist Teh Story Of The Who. Hún er tvöföld og hefur að geyma 26 lög hljóm- sveitarinnar frá ýmsum tímum. Auk þess fylgir átta blaðsíðna bók albúminu. Meðal laga á The Story... má nefna Substitute, hljómleikaút- gáfu af laginu My Generation, I'm A Boy, Summertime Blues Heat Wave og nokkur lög úr rokkóperunni Tommy. Það er Polydor sem gefur nýju plötuna út. Nýjar hljómplötur þessa vikuna. Fátt bitastætt er væntanlegt á erlenda hljómplötumark- aðinn þessa vikuna. Þó skal hér getið þess helzta. Af listanum yfir stórar plötur er óvenjufátt um þekkt nöfn. Áður hefur verið getið nýjustu plötunnar frá Who. The Story Of The Who. Stvlistics koma einnig með samsafnsplötu með beztu lögum sínum. Hún heitir Best Of The Stylistics Voiume II og er gefin út af H&L. Jose Feliciano sendir frá sér nýja plötu, Angela. Utgefandi hennar er Private Stock Þá má geta nýrrar plötu með Ellu Fitzgeraid & Joe Pass. Sú heitir Fitzgerald & Pass ... Again og er gefin út af Pablo. Heldur fleiri þekkt nöfn koma fyrir á listanum yfir nýj- ustu litlu plöturnar. Skal þar fyrst getið endurútgáfu á lagi Harry Nilsons, Without You. Lagið varð geysivinsælt um allan heim fyrir nokkrum árum og hefur nú þótt ástæða til að koma því á plast enn á ný. Utgefandi er RCA. Þá sendir gamli Monkees-maðurinn Mike Nesmith frá sér nýtt lag sem heitir í höfuðið á honum, eða Nesmith. Utgefandi er Island. Denny Laine, sem eitt sinn lék með Moody Blues og varð eiginlega verulega frægur með Wings, syngur tvö gömul lög sem urðu á sínum tíma þekkl með Buddy Holly. Þau nefnast It’s So Easy og Listen To Me. EMI gefur plötuna út en Paul McCartney stjórnaði upptök- unni. Þá má geta nýrrar lítillar plötu með John Miles. Aðallag hennar er Remember Yester- day. Utgefandi er Decca. Isaac Hayes heiur einnig sungið inn á plötu. Lag hans nefnist Juey Fruit og kemur út á merki ABC. Að lokum skal sagt frá nýju lagi sem hljómsveitin Hollies flytur. Það lag nefnist Daddy Don’t Mind og kemur út hjá Polydor. Hollies hafa verið mjög vinsælir upp á síðkastið svo að ekki kæmi neinum á óvart þótt þetta lag gerði það gott eins og Sandy og The Air That I Breathe. A nyjustu plötu WHO má lesa og hlýfia a sögu hljómsveitarinnar i hnotskurn. „Nafnið" frá Borgarnesi byrjar eftir mannaskipti — Gúi Ringsteð tekur sœti Birgis Guðmundssonar NAFNIÐ: Vignir Sigurþórsson, Sveinn Guðmundsson, Andrés Ólafsson og Gunnar „Gúi“ Ringsteð. Hljómsveitin Nafnið í Borgarnesi hóf að koma fram opinberlega á nýjan leik síð- ustu helgina í ágúst eftir rúm- lega tveggja mánaða hlé. Gunnar „Gúi“ Ringsteð, gitar- leikari, sem lék með Roof Tops í síðustu útgáfu þeirrar hljóm- sveitar, hefur nú gengið til liðs við félagana í Nafninu í stað Birgis Guðmundssonar, gítar- leikara, seni nú leikur með Celsius. Gúi leikur nú einnig á píanó, enda fjölhæfur og snjall tónlistarmaður. Einnig hefur nýr bassaleikari gengið i hljóm- sveitina, Andrés Ólafsson, en fyrir í Nafninu voru þeir Vignir Sigurþórsson, gítar- leikari, og Sveinn Guðmunds- son trommuleikari. Hann hefur leikið með hljómsveitinni frá upphafi. Nafnið hefur getið sér gott orð í heimabyggð sinni á undanförnum árum og mun vafalaust ekki láta verða lát á því. —ÓV. PLÖTUGAGNRÝNIN HRESST VIÐ Nokkrar hljómplötur sem komið hafa út í sumar bíða um- fjöllunar hér á síðunni. Sumar þeirra hafa beðið alllengi, svo sem plata Magnúsar Sigmunds- sonar og plata Ríó triósins. Aðrar eru fyrir stuttu komnar út. Ástæðan fyrir þessum töfum er sú að þeir, sem um þessa síðu sjá, hafa haft óhóflega mikið að gera að undanförnu og hrein- lega ekki haft tíma til að hlusta á tónlist af hljómplötum svo að nokkru nemi. Nú hillir hins vegar undir smárólegheit hjá oss poppsiðu- mönnum. Mestu sumarann- irnar eru nú senn að baki og þá gefst aftur timi til að setjast við fóninn og hlusta á þessar plötur af gaumgæfni. Við biðjum les- endur afsökunar á þessum óhóflega drætti sem orðið hefur og lofum bót og betrun á komandi vetri. Og svo er bara eftir að sjá hvort við getum staðið við það loforð. ÖMAR VALDIMARSSON ÁSGEIR TÖMASSON Gerð plötu- umslaga orðin listgrein — og þar er ROGER DEAN meistarinn Plötuumslög hafa gerzt æ vandaðri á síðari árum. Þó að mestur fjöldi þeirra sé aðeins „venjuleg" umslög sem ein- göngu þjóna sínu upprunalega hlutverki, það er að hlífa hljómplötunni fyrir ryki og hnjaski, þá koma fleiri og fleiri plötur á markaðinn með hreinustu listaverkum á um- slaginu. Allir sem kaupa hljómplötur hafa séð hverjir leggja mest upp úr því að hafa sem fall- egust umslög um plötur sínar. Ef litið er á plötu lOcc, How Dare You, Precense með Led Zeppelin og svo að farið sé lengra aftur í tímann, — Sgt. Pepper með Bítlunum og Sticky Fingers, plötu Rolling Stones, þá sést hvað við er átt. Þegar hönnuðir plötuum- slaga ber á góma ber nafn Rogers Deans hæst. Hann er langfrægasti og hæst launaði umslagamyndlistarmaðurinn. Hann er nú 31 árs og þykir á ferli sínum hafa náð hvað lengst með skreytingum sinum á fimm síðustu hljómplötum Yes. A síðasta ári gaf Roger Dean út bók með öllum sínum beztu listaverkum. Skemmst er frá því að segja að ef sami mæli- kvarði hefði verið notaður á bókina og á plötur hefði hann hlotið gullplötu eða jafnvel platínu. Um list sína segir Roger Dean sjálfur: „Það býr í hverjum lista- manni að reyna að koma verk- um sínum á framfæri til sem flestra. Plötuumslögin eru bezti vettvangurinn til þess. Sumar plötur eru seldar í milljónaupplagi og þeir sem skreytt hafa umslögin hafa þvi komizt með verk sín inn á anzi mörg heimili.” —AT — ROGER DEAN: Fyrir framan hann er reyndar ekki líkan af plötuumslagi heldur nýja hús- inu hans. Að sjálfsögðu teikn- aði listamaðurinn húsiðsjálfur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.