Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. bráðefnilegi markvörður á þó skilið annað tækifæri. Menn hafa brugðist í fyrsta landsleik áður — leikmenn, sem síðar hafa orðið ,,stórkallar“. Birgir byrjaði strax að verja — varði fjögur fyrstu skotin, sem hann fékk á sig, og sá aðeins á eftir knettinum i mark eftir víta- köst í fyrri hálfleiknum. Olafur Einarsson komst í ham — skoraði þrjú mörk í röð. Jafnaði í 7—7 og misnotaði þó víti. Viðar Símonar- son áður. í hálfleik var staðan 10—9 fyrir ísland. Jafnræði var framan af síðari hálfleik — íslenzka liðinu tókst meira að segja ekki að nýta, að tveimur leikmönnum Sviss var vísað út af á sama tíma. Ölafur var í sama ham — skoraði þrjú fyrstu mörk íslands, en fór svo út af, og Viggó, sem sýndi góða kafla, og Björgvin komu tslandi i 15—12. Þá fór allt að ganga úr- skeiðis hjá Svisslendingum — og leikmennirnir reyndu, Viðar og Geir, gengu á lagið. Viðar skoraði þrjú mörk og Geir tvö á stuttum tíma. Munurinn jókst — mest í níu mörk, 24—15, en mikil mistök i lokin gerðu það að verkum, að Jullig skoraði þrjú síðustu mörk leiksins fyrir Sviss. Mörk íslands skoruðu. Olafur 6. Björgvin 5, Viggó 4, Viðar 4 (1 viti), Geir 2, Arni Indriðason 2, og Agúst Svavarsson eitt — reyndar fyrsta mark islands. Jullig skoraði 9 mörk fyrir Sviss — þrjú víti — Schar 3, Jehle og Offalter 2 hvor, Huber og Graber eitt hvor. hsím. puma ÆFINGASKÓR NÝKOMNIR Iþróttir þrottir Iþróttir Iþrottir Hollond leikur í HM Mikil blaðaskrif hafa orðið vegna ummæla eins af st.jörnarmönnum hollenzka knattspyrnusambandsins á dögunum, þar sem hann sagði að Holland mundi hætta þátttöku i heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu ef lokakeppnin yrði í Argentínu. í gær gaf formaður knattspyrnu- sambandsins hollen/.ka, Mennle- man, út yfirlýsingu, þar sem hann sagði, að Hoíland mvndi kcppa á HM. _miiiiuiwliiO'1"M1lVVS" Fimleikasýning Ollerup i kvðld i Laugardalshöll Ilér hafa dvalið frá því sl. laugardag tveir sýningaflokkar íþróttaskólans i Ollerup i Dan- mörku. Þeir hafa sýnt við mikla hrifningu við v ígslu iþróttahússins í Vestmannaeyjum, íþróttahúsi Hagaskólans og á miðvikudag i íþróttaskeinmunni á Akureyri, þar sem húsfyllir var. Siðustu sýningu sína hafa fiokkarnir í kvöld í Laugardalshöll. Núverandi skólastjóri skölans, Gunnar B. Ilanscn stjórnar karla- flokkunum en Marit M.Mortensen kvennaflokkunum. Við píanóið er Karen Hvilshöj. Sýningarnar hefjast kl. 20.45. Valur leikur á Selfossi í tilefni af 40 ára afmæli Ung- mennafél. Selfoss á þessu ári munu íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnunni leika við Sel- fyssinga á laugardag. Leikurinn hefst kl. 14.00 og þar mun Hermann Gunnarsson leika sinn 250. leik með meistaraflokki V'als. Niu lið í mfl. í Reykjanesmóti Reykjanesmót í handknattleik hefst sunnudaginn 19. september kl. 11.00. í meistaraflokki karia taka 9 lið og er þeim skipt i tvo riðla A og B riðil. Vegna þess hversu áskipað er með leiki á næstunni var tekin sú ákvörðun að leika alla leikina í riðlunum á tveim suniiu- dögum eða 8 leiki hvorn i striklotu. A-riðilI B-riðill FH Ilaukar UMFN Grótta Afturelding ÍBK UBK Stjarnan HK Sunnudaginn 19. september leika eftirtalin lið saman. FH—UMFN Ilaukar—Grótta Afturelding—UBK HK—FH Stjarnan—Haukar UMFN—UBK Afturlending—HK ÍBK—Stjarnan Reykjavikurmótið hefst á morgun Revkjavíkurmótið i handknatt- leik. hið 31. i röðinni, hefst á morgun í Laugardalshöl! kl. 15.30 með leik Víkings og Vals í meistara- flokkí karla. Siðan leika ÍR og Artnann í sama riðli. Auk þess er Leiknir í riðlínum. Leikið er i tveimur riðlum. i hinurn riðlinum eru KR. Frani, Þróltur og Fylkir. A sunnudag kl. 14.00 heldur mótið áfram með leik KR-Fram. Siðan leika Þrótlur-Fylkir, Kl. 19.00 leika Válur-Armann, Vikingur-Leiknir. Allar stœrðir fyrirliggjandi Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholti Simi 75020 Klapparstíg 44 Simi 11783 Það verður fylgzt með þeim öllum! — sagði pólski landsliðsþjólfarinn um íslenzku leikmennina, sem leika erlendis Islenzka landsliðið lék oft vel í siðari hálflcik, en það er margt, sem hetur má fara. Ég er viss um, að ég get gerl mikið fyrir islen/.ku landslrðsmcnnina. sagði pólski landsliðsþjálfarinn. Janusz Czer- winski, eftir landsleikinn í gær. Viljinn til að sigra var aðall liðs- ins í leiknum, en það vantar hraðaupphlaup og inargt annað i leik liðsins. Að \isu er ekki gott með samanburð. sagði Czerwinski enn- fremur. þar sem lið Sviss er slakt lið á Fvrópunnelikvaröa. Mót- staðan var því ekki mikil, sem íslenzka liðið hlaut. Ekki vildi þjálfarinn spá um möguleika íslands í B-keppninni í Austurríki í vetur, þar sem sex efstu liðin komast í úrslit heims- meistarakeppninnar í Danmörku — Sagði í þvi tilefni, að það mundi verða fylgzt með öllum þeim íslendingum, sem leika með erlendum handknattleiksliðum og þeir reyndir með íslenzka landsliðinu i‘f ásta'ða þykir til — svo fremi, a<) þeir hafi möguleika til að leik; íeö islenzka lands- liðinu. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholfi Simi 75020 Klapparstig 44 Simi 11783 Eftir sex marka sigur íslands gegn Sviss í landsleiknum í hand- knattleik í Laugardalshöll í gær- kvöld, 24—18, — sigur, sem átti og gat orðið miklu stærri, er með öllu óskiljanlegt hvernig íslenzka landsliðið fór að því að tapa fyrir þessu svissneska landsliði á Akra- nesi á þriðjudag. Svissneska liðið er slakt — slakara en beztu 1. dcildar-lið okkar. Liðið á aðeins einn góðan leikmann, Jullig, auk sæmilegra markvarða — leik- kerfi eða leikfléttur sáust varla. BOLIR BERRI leikfimibolir Aðeins byggt á hraða — og aftur hraða. Leikur íslenzka liðsins gekk i bylgjum — allgóður í síðari hálf- leik — en sigurinn byggðist þó mest á einstaklingsafrekum nokk- urra snjailra leikmanna og var Björgvin Björgvinsson þar fremstur í flokki ásamt Birgi markverði Finnbogasyni. Hið athyglisverðasta í leiknum var samvinna Olafs Einarssonar og Björgvins — samvinna, sem gaf af sér nokkur falleg- mörk. Hins vegar er rétt að taka fram að í byrjun kepiinistímabils — gegn slakri mótstöðu — verða leik- menn varla dæmdir af þessurn leik. Villur íslenzku leikmann- anna voru lika fjölmargar í leikn- um. Byrjunin var slæm og eftir 17 mín. leik hafði Sviss náð þriggja marka forskoti 7—4. Birgir Finn- bogason kom þá i markið, en Jens Einarsson, sem lék sinn fyrsta landsleik, hafði ekki náð sér á strik — reyndar ekki varið skot. Taugarnar brugðust því Jens i sínum fyrsta landsleik — en þessi Óskiljanlegt hvernig ísland lá á Akranesi — Islenzka landsliðið sigraði Sviss 24-18 í Laugardalshöll í gœrkvöld. Lið Sviss lakara en beztu 1. deildarlið okkar. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. óttir íþróttir Iþróttir íþróttir Sebrar Charleroi byrjuðu vel Um síðustu helgi fór fram fyrsta umferð 1. deildar í knatt- spyrnu og einnig var leikin önnur umferð í 2. deild. Á laugardag voru leiknir sjö af átta leikjum helgarinnar í 1. deild og hinn áttundi — leikur Standard Liege og Molenbeek fór fram á sunnudag. Áður en við höldum lengra skulum við lita á úrslit leikja: 1. deild Beershot—Lierse 6-2 Malinois — Winterslag 1-0 Courtrai — CS Brugge 1-1 Charleroi — Beveren 2-1 Anderlecht — FC Liege 1-1 Standard — Molenbeek 0-0 Lokeren — Östende 1-0 FC Brugge — Waregem 2-0 Beringen — Antwerpen 1-2 Ur 2. deild má nefna, að Royale Union sigraði Turnhout 2-1. Anderlecht. sem sjaldan eða aldrei hefur leikið betur en um þessar mundir, náði ekki að sýna sínar beztu hliðar í leiknum við FC Liege á Parc Astrid. Þó leit út fyrir auðveld- an sigur Anderlecht eftir 20 mínútur, þegar Rensenbrink einlék skemmtilega í gegn um vörn Liege og skoraði 1-0. Eftir markið dofnaði mjög yfir Evrópumeisturum bikarhafa og handhafa ,,super-cup“ og jöfnunarmark Liege lá í loft- inu. A 41. mínútu var dæmd aukaspyrna á Ressel. Leunen sendi háa sendingu f.vrir mark Anderlecht og K’ivpers skallaði í netið 1-1. Anderlecht reyndi mikið að ná forvstu, en allt kom fyrir ekki og Anderlecht tapaði sínu fyrsta stigi i sínum f.vrsta leik í 1. deild í ár. Antwerpen krækti sér í eina útisigurinn í f.vrstu umferðinni, þegar liðið sigraði Beringen 2-1. Beringen álti töluvert meira í lciknum og átti betra skilið. Van Moer, sem Beringe i keypti frá Standard eftir síðasta keppnistimabil, átti mjöggóðan leik og kom vörn Antwerpen oft í hinn mesta vanda með frábærum sendingum. Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit. FC Brugge, meistararnir frá því I fyrra, átti ekki í erfiðleik- um með Waregem á heimavelli sínum og 2-0 voru sanngjörn úrslit. Paul Courant, belgíski landsliðsmaðurinn sem keyptur var frá FC Liege til að fylla skarð Roger Van Gool, sem seldur var til FC Köln í V- Þýzkalandi, átti frábæran Ieik og bar af á vellinum. Hann skoraði sjálfur fyrra markið og lagði hið siðara upp. Roger Davies, sem Brugge keypti frá Derby í Englandi, Iék allan leikinn og þótti ekki koma nógu vel frá leiknum. Sebrarnir frá Charleroi ætla að byrja betur en í fyrra og unnu Beveran heima 2-1. Hinn nýi leikmaður Charleroi, Iezzi skoraði fyrra mark Charleroi á 8. mínútu og opnaði þar með markareikning sinn í 1. deild. Þetta var jafnframt fyrsta markið á keppnistímabilinu i 1. deild. Jacobs kom Sehrunum í 2-0 og það var ekki fyrr en á síðustu mínútu að Beveren tókst að minnka muninn í 2-1. Á sunnudag léku síðan Standard og RWDM í Liege. Um 32 þúsund manns komu á völlinn og fyrirfram var búizt við góðum leik og fjörugum, en raunin var önnur. Fyrri hálf- leikur Standard var með þeim lélegri, sem liðið hefur lengi sýnt. Mikið var um rangar send- ingar á báða bóga og létu áhorf- endur óspart óánægju sína í Ijós. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að Standard fór að taka við sér og áttum við stórgóðan leik, 15 minútna kafla, sem oft skapaði mikla hættu við mark Molenbeek. Sanngjörn úrslit að mínu áliti og vonandi reynist gamla, máltækið rétt, „fall er farar- heill“. Royale Union, liðið sem Mar- teinn Geirsson og Stefán Hall- dórsson leika með, vann Turnhout 2-1 i Brussel. Marteinn fékk góða dóma fyrir leik sinn. Stefán Halldórson hefur ekki getað leikið með vegna meiósla. Union er nú í 2.—3. sæti með 3 stig eftir 2 leiki. Tongres hefur hlotið 4 stig úr 2 leikjum. Að lokum skulum við líta á stöðuna í 2. deild að loknum 2 umferðum. Tongres Malines Royale Union östende VG La Gantoise Turnhout Saint-Rrond Eupen La Louviere FC Boom Eisden Montignies Waterschei Berchem St. Nicolas Diest 2 0 0 4-2 2105-2 1102-1 1014-2 1013-2 10 14-2 10 13-2 10 13-3 10 12-2 1013-4 1013-4 10 11-1 1012-2 0111-21 0 112-51 0 0 2 2-6 0 Erá leik Standard og Molenbeek. —Gerels i baráttu við Teugels. Báðir þessir leikmenn léku landsleikinn heima á íslandi. I 2. umferð leika þessi lið saman í 1. deild. Antwerpen — FC Malinos Lierse-— Beringen Waregem — Beerschot Ostende — FC Brugge Molenbeek — Lokeren FC Liege — Standard Beveren — Anderlecht CS Brugge — Charleroi Winterslag — Courtrai Royale Union leikur á úti- velli í 2. deild við Saint-Trond. Björgvin Björgvinsson er bezti línumaður í heimi heyrðist Jón Erlendsson, fyrrum formaður landsliðsnefndar, segja, þegar Björgvin skoraði eitt af glæsi- mörkum sinum gegn Sviss í gær. Björgvin skoraði falleg mörk í gær —eitt þeirra rcyndar alveg stórkostlega með einn Sviss- lendinginn á bakinu. Á DB-mynd Björgvins Pálssonar sést Björg- vin Björgvinsson senda knöttinn í mark Sviss — Geir Hallsteinsson, lengst til hægri, fylgist spenntur með. Atli Þór ó skotskóm með varaliði Holbœk — og hefur alveg náð sér eftir meiðslin í sumar Ég hef nú alveg náð mér eftir meiðslin, sem háðu mér í allt sumar — og hcf leikið þrjá leiki í Danmerkur-seríunni að undan- förnu með varaliði Holbæk. Skorað þrjú mörk í þessum leikj- um, sagði Atli Þór Héðinsson, fyrrum miðherji KR, þegar blaðið hafði samband við hann í gær. Atli lék í 1. deildarliði Holbæk í vor og framan af sumri, þar til meiðslin settu strik í reikning- inn. Mikil keppni er um efsta sætið þar milli B1903 og Holbæk. Kaupmannahafnarliðið hefur 30 stig, Holbæk 29, en síðan koma Frem, OB og AaB með 26 stig. Öll liðin hafa leikið 21 leik — en umferðir eru þrjátíu. Atli Þór er alveg með 1. deildar leikmönnum Holbæk, og þjálfari liðsins, Svíinn Bosse Hakonsson, tilkynnti Atla nýlega að hann yrði fljótt valinn á ný í aðalliðið ef hann Iéki áfram eins og að undanförnu í varaliðinu. Holbæk, sem um tínia hafði 3ja stiga for- ustu í 1. deild hefur ekki gengið of vel að undanförnu. Sigraði þó Næstved 5-2 um síðustu helgi á heimavelli — og skoraði þrjú mörk úr vítaspyrnum. Atli Þór hóf nám í matvæla- tæknifræði hinn 10. september sl. í skóla i Holbæk, en eftir ár heldur hann til Roskilde í fram- haldsnám, sem tekur þrjú ár. Halmia Matthiasar sœkir á brattann í 2. deildinni Halmia frá Halmstad — liðið, sem Matthías Hallgrímsson leikur með í Svíþjóó vann góðan sigur á útivelli í 2. deild (suður) um síðustu helgi. Það var í Malmö gegn IFK. Halmia vann 4-1 og færðist óðfluga upp töfluna. Þeg- ar Matthías hóf aðleika með lið- inu fyrir röskum mánuði var Iiðið í næstneðsta sæti með 11 stig eftir 17 leiki. I fjórum leikjum hefur liðið hlotið sex stig — og er nú í 9. sæti með 17 stig. Matthías skoraði ekki í leiknum um helgina. 1 Allsvenskan er mikil keppni um efsta sætið. Halmstad og Öster eru efst með 30 stig, en síðan kemur Malmö með 27 stig Atvidaberg, 14 stig, og Örgryte, 7 stig, eru neðst og svo gott sem fallin. Staðan í 2. deild er nú þannig: Staðan, þegar fimm umferðir eru eftir: Göteborg 20 17 2 1 36 Helsingborg 20 10 6 4 26 Hassleholm 21 10 5 6 25 Jönköping 20 10 5 5 25 IFK Malmö 21 10 4 7 24 Norrby 21 8 7 6 23 Grimsas 21 7 5 9 19 Karlskoga 21 8 2 11 18 Halmia 21 6 5 10 17 GAIS 21 7 3 11 17 RAA 20 6 5 9 17 Trollhatten 21 4 7 10 15 Motala 21 5 5 11 15 _Emmaboda 21 2 9 10 13 12-2 í Sofia Levski-Spartak, Búlgaríu, jafnaði markamet Derby í Evrópumótunum, þegar liðið vann Lahti, Finnlandi, 12—2 í Evrópukeppni bikarhafa í Sofia í gær. 5—1 stóð í hálfleik. Milanov skoraði sex mörk. Áhorfendur 45 þúsund. I UEFA-keppninni sigraði Lokomotiv Plovdiv, Búlgariu, Rauðu stjörnuna Belgrad 2—1 í Plovdiv í gær. Ahorfendur 20 þúsund. Meistarakeppni meistara i golfi Um helgina fer fram á Nes- vellinum hin árlega Afrekskeppni Flugfélags fslands, sem er eins konar „meistarakeppni m'eist- aranna" og lokakeppni þeirra á árinu. Keppni þessi hefur verið háð á Nesvellinum s.l. tólf ár, eða frá því að Golfklúbbur Ness var stofnaður. Að þessu sinni er keppnin háð með nýju fyrirkomulagi, og sérstak- lega vandað til 1 verðlaunanna, en þau eru í ár Skotlandsferð fyrir einn á komandi vori. Til keppninnar er boðið meisturum sjö golfklúbba víðsvegar að af landinu, svo og íslands- meistaranum, meistaranum í Opna islenzka meistaramótinu og sigur- vegurunum í þeim mótum, sem hafa gefið stig til landsliðsins á þessu ári. Keppnin hefst fyrir hádegi á laugardag en lýkur síðari hluta dags á sunnudag. f ár eru það tíu úr hópi beztu kylfinga landsins sem hafa rétt til þátttöku í mótinu, og eru það þessir: Björgvin Þorsteinsson, GA, Ragnar Ólafsson, GR, Sigurður Thoraren- sen, GK, Loftur Ölafsson, GN, Gunnar Júliusson, GL, Jóhann Benediktsson, GS, Haraldur Júlíusson, GV, Sigurjón Gíslason, GK, Jón H. Guðlaugsson, GN, Hallur Þórmundsson, GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.