Dagblaðið - 11.10.1976, Page 2
I)A(JBLAÐH). MANUDAGUR 11. OKTÓBER 1976.
■>
10 ám afmœli
áþessubausti
en það var hinn 25. nóvemher 1966, sem við
gáfum út fyrstu bókina, LANDIÐ ÞITT,
eftir Þorstein Jósepsson.
Við minnumst afmœlisins með þeim hœtti
að gefa a/menningi kost á að eignast „feg-
ursta og dýrasta prentgrip á íslandi
eftir Benedikt Gröndal
með sérstaklega hagstœðum kjörum.
Bók þessa gáfum við út til þess að minnast
150 ára afmœlis Gröndals, 6. október 1976.
Bókin er með eftirmála á íslensku og ensku
um Gröndal sem náttúrufrœðing, eftir
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Greiðslukjör: Bókin kostar 60 þúsund
krónur, en hin hagstœðu greiðslukjör eru
þannig að kaupandinn þarf aðeins að
greiða 20 þúsund krónur við móttöku og
síðan 10þúsund annan hvern mánuð eða 5
þúsund mánaðarlega. Tilboð þetta stendur
til afmœlisdagsins 25. nóvember n.k., néma
að bœkurnar seljist fyrr upp.
Bókin fœst aðeins í forlagi okkar Vestur-
götu 42, sími 25722 og í póstkröfu.
SJð SALTKORN í
GRAIIT HALLDÓRS
HALIDÓRSSONAR
Þó að það sé mér þvert um
geð sé ég mig tilneyddan að
svara grein Halldórs Halldórs-
sonar, frá 5. okt. sl. hér í Dag-
blaðinu, sökum rangra ummæla
og skoðunar, sem hann gerir
mér þar upp.
1. H.H. segir:
„Hann (Þ.E.) segir til dæmis,
aðupplýsingarum afsagða víxla
séu trúnaðarmál.“ Hér gerir
H.H. mér upp ummæli, sem
aldrei hafa verið viðhöfð.
2. H.H. segir:
„Hins vegar er Þorvarður
sjálfur bundinn skriflegu
þagnarheiti..." Þetta er rangt.
Þorvarður er ekki bundinn
skriflegu þagnarheiti og alls
engu þagnarheiti viðvikjandi
afsagnalistunum, enda hvernig
ætti hann þá að geta dreift
þeim? Öll skrif H.H. um
trúnaðarbrot undirritaðs eru
því markleysa.
3. H.H. segir:
„Sjálfur hef ég aldrei undir-
gengizt þá þagnarskyldu, sem
Verzlunarráð gerir ráð fyrir.
Að halda því fram er út i hött.“
Þ.E. heldur engu slíku fram í
grein sinni. H.H segir aftur á
móti sjálfur í grein sinni Eniga
Meniga: „Birting á þessum upp-
lýsingum Verzlunarráðs er eins
og framan greinir trúnaðar-
brot, en ég kæri mig kollóttan."
Rétt er að benda á í þessu sam-
bandi að afsagnarlisti V.í. er
unninn og kostaður af
Verzlunarráðinu og því þess
eign. Listin er sendur þeim sem
V.I. ákveður og á þann hátt sem
V.í. ákveður. Ef H.H. er hættur
við að hafa framið trúnaðar-
brot. er hann þá að fremja rit-
stuld? Það mál þarfnast nánari
athugunar.
4. H.H. fjallar allmikið um af-
sagnarlista V.i. og lætur sem ég
hafi í grein minni mest verið að
skamma sig vegna birtingar
þeirra. Þetta er misskilningur
Þvert á móti lét ég i það skína
að H.H. kæmist næst sannleik-
anum. þar sem hann ræddi um
afsagnarlistann. Ég var fyrst og
fremst að skammast út af þeirri
röngu og ósanngjörnu mynd,
sem H.HÞ dró upp af einstök-
um nafngreindum fyrirtækjum
og viðskiptalífinu í heild.
5. H.H. segir:
„Hér gerir Þorvarður skýran
greinarmun annars vegar á at-
hafnamönnum og hins vegar
launamönnum og gengur að því
sem vísu að athafnamennirnir
geti borgað afborganir og vexti
en launamennirnir ekki.“
Þetta er rakalaus þvætt-
ingur, sem H.H getur enga stoð
fundið fyrir í skrifum mínum.
Það var hann sjálfur, sem
flokkaði viðskiptavini bank-
anna í athafnamenn og fátækt
launafólk. Ef fátækt fólk getur
greitt afborganir og nær 17%
vexti af víxillánum, þá skil ég
ekki hvað það er að vera fátæk-
ur. Raunar spurði ég H.H. að
því í grein minni hverjir þessir
fátæku launamenn væru, sem
bankarnir neituðu um lán, en
honum láðist að svara því.
6. H.H. segir að rekstur olíu-
félaganna sé stórpólitlskt mál.
Þetta er misskilningur. Hér er í
eðli sínu um hrein viðskiptaleg
atriði að ræða og sá sem vill
stuðla að betra viðskiptasið-
ferði á að beita sér fyrir að-
greiningu viðskipta og stjórn-
mála.
7. H.H. telur í grein sinni að
ég hafi talað mér þvert um geð
og traðkað á sannfæringu
minni þegar ég reis upp til
varnar siðleysinu. Ég fæ ekki
séð að í grein minni hafi ég
varið siði eða siðleysi. Líki Hall-
dóri hins vegar ekki skoðanir
mínar og skrif getur hann ekki
afsakað mig á þennan hátt, þar
sem innræti mitt er engu betra
en atvinnan.
Það er mér mikið ánægjuefni
að grein mín skuli hafa orðið til
þess að Halldóri Halldórssyni
varð ljóst hvers vegna rekstur
fyrirtækja á íslandi er ekki
með eðlilegun hætti, en þar
sem hann kaus að láta spurn-
ingum mínum um þau efni
ósvarað, sé ég ekki ástæðu til
frekari blaðaskrifa en er til við-
tals á skrifstofu minni.
Þorvarður Elíasson
framkvæmdastjóri
Verzlunarráðs islands
Raddir
lesenda
Hringið í
síma
83322
milfi kl.
13ogl5
eða
skrifíi
Af hverju er enginn
uppgröftur í Málmey
þó að vitað sé að þar hefur verið
búið allt frá landnámsöld?
Karl Árnason skrifar:
Mig langar að varpa fram
tveimur spurningum til
þjóðminjavarðar vegna
sjónvarpsþáttar um Málmey á
Skagafirði.
1. a. Er þjóðminjaverði
kunnugt um að þegar grafið var
f.vrir kjallara húss nokkurs í
Málmey fannst m.a. exi,
forneskjuleg mjög og ekki i
verra ástandi en svo að hún var
lengi notuð til að kljúfa við.
b. Einnig spónn fagurlega
útskorinn með höfðaleðri.
e. Og síðast en ekki síst, neðst
í horninu voru hlóðir,
áreiðanlega mjög gamlar.
Þór Magnússon þjóðminja-
viirður.
2. Þar sem telja verður líklegt
að byggð 1 Málmey megi e.t.v.
rekja allt aftur að landnámstíð,
hvers vegna hefur þá aldrei
verið sýnd nein viðleitni í þá átt
að hefja þar skipulegan
uppgröft?
Þór Magnússon þjóðminja-
vörður svaraði þessum
fyrirspurnum á þá leið að hann
hefði aldrei heyrt um þennan
fund fyrr. Það væru hundruð
staða á landinu sem vitað væri
til að búið hefði verið á frá
landnámsöld en aðstæður
leyfðu ekki að þeim væri öllum
sinnt. Reynt er að velja úr þá
staði sem talið er að séu einna
markverðastir en því miður
væri þess ekki kostur að sinna
fleiri stöðum í einu. Þessir
staðir verða þá annaðhvort að
eigasig eða bíða betra tækifæris.