Dagblaðið - 11.10.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. OKTÖBER 1976.
9
ISRAELSMENN TAKA ÞATTI
STRÍÐINU í LÍBANON"
ísraelskir embættismenn
hafa þverneitað að segja nokkuð
um þá fullyrðingu Beirút-
útvarpsins, að hersveitir
kristinna manna í borgarastyrj-
öldinni í Líbanon nytu aðstoðar
israelsks stórskotaliðs.
Þögnin vekur óþægilegan
grun um að ef til vill eigi frétt
Beirút-útvarpsins við rök að
styðjast.
íbúar borgarinnar Metulla á
ísraelsku landamærunum,
skýrðu frá því í gær, að á
laugardaginn hefði harðvítugur
stórskotaliðsbardagi farið fram
í líbönsku þorpunum handan
landamæranna.
Líbanskir, sýrlenzkir og
palestínskir sáttamenn hefja í
dag nýjar tilraunir til að koma
á friði í Líbanon. Viðræður
þeirra fara fram í sumar-
leyfisborginni Shtoura, sem er
nú undir stjórn Sýrlendinga.
Þessar viðræður koma i kjölfar
viðræðna á laugardaginn, þar
sem sérlegur sendimaður
Arababandalagsins, dr. Hassan
Sabri al-Kholi, átti í hlut. Dr.
Kholi sagði að viðræðunum
loknum, að þær hefðu orðið
— fullyrðir
Beirút-útvarpið
„mjög árangursrikar", sam-
komulag ríkti um öll meiri-
háttar mál og að „aðeins smá-
atriðin væru ófrágengin."
Þrátt fyrir þessar yfir-
lýsingar eru mennTiéldur svart-
sýnir á að hægt verði að semja
um frið á næstunni.
Erlendar
fréttir
Seveso:
ÓMAR í
VALDIMARSSON PE l'URSSON
1
REUTER
8
IBUARNIR
smm AÐ
— enda þótt mengunin sé ennþá mjög mikil
Um 500 íbúar þorpsins Seveso,
sem fluttir voru þaðan er mikil
sprenging var í efnaverksmiðju
þar og olli mikilli eiturmengun í
andrúmslofti, réðust yfir vega-
tálmanir hersins og settust að í
húsum sínum í gær.
Yfirvöldin í þorpinu hafa
greinilega ekki verið á varðbergi
er flóttafólkið, sem kom til
bæjarins í sendiferðabílum
fólksbílum og á mótorhjólum
ruddi sér leið í gegnum gadda-
vírsgirðingarnar. Það mætti
nánast engri mótspyrnu.
Hafa yfirvöld gefið út
yfirlýsingu þar sem fólkið er
hvatt til þess að hafa síg á brott
hið snarasta, enda sé enn langt I
land með það að eiturloftið sé
horfið.
Bæjarstjóri Seveso, Francesco
Rocca, fór um svæðið í gær með
lögreglustjóranum, en aljar til-
raunir til þess að fá fólkið til þess
að fara, hafa mistekizt.
Mcngun eða ekki mengun: íbúar Seveso snúa heim á ný yfir vegartálmanir hersins og fara hvergi.
Liz giftist í 7. sinn
Tilkynnt hefur verið i
Vínarborg, að leikkonan Eliza-
beth Tavlor muni ganga í
hjónaband með fyrrum flota-
málaráðherra Bandaríkj-
anna, Jolir. Warner sem er 49
ára, áður en þetta ár er liðið.
Það mun verða í sjöunda
sinn sem leikkonan gengur i
það heilaga en Elizabeth, sem
er 44 ára, fékk skilnað frá
Richard Burton i annað sinn
fyrir þrem mánuóum.
Blaðafulltrúi leikkonunar
sagði í Vínarborg í gær að þau
Warner og leikkonan hefðu
opinberað trúlofun sína og
myndu ganga í hjónabnd
„áður en árið er liðið.“ Ekki
vildi maðurinn láta uppi hvar
athöfnin myndi eiga sér. Litlu
dúfurnar hittust fyrst í boði,
sem Elizabeth Bretadrottning
hélt fyrirfólki i Washington 4.
júlí sl.
FRA HERRATIZKUNNI
Sérstakt tilboð þessa viku
30-50% afslóttur ó
Manhattan skyrtum.
Nýbúnir að taka upp fyrstu
sendinguna af hollensku
leðurlíkijökkunum fyrir haustið.
Einnig nýkomin sending af
Shetlandsullarpeysum með rennilús
og Manhattan skyrtum.
Laugavegi 27 - Sími 12303
Gólfteppadeild Alafoss er einnig
flutt í Bryggjuhúsið Vesturgötu 2
Auk gólfteppa og áklæða fáið þér einnig ailt ^ IV
sem til þarf við lagningu gólfteppa, s.s. lista, mÆÆ IhI
borða, lím, filt o.fl. Sími 22090 Æ VWA# WW
Auk gólfteppa og áklæða fáið þér einnig allt
sem til þarf við lagningu gólfteppa, s.s. lista,
borða, lím, filt o.fl. Sími 2 2090
f