Dagblaðið - 11.10.1976, Side 14
14
OAíiBLAÐIH. MANUDAdUR 11. OKTÓBER 1976.
Skrifstofurnar verða lokoðar ó
morgun vegna útfarar
Sigurðar Jóhannssonar
vegamólastjóra.
Vegagerð rikisins.
Vinningur
í merkjahappdrœtti
berklavarnadags 1976 kom
ó númer
1465
S.Í.B.S.
Hannyrðaverzlunin
Grimsbœ við Bústaðaveg
SÍMI 86922
Þetta er stólarnir sem slegið
hafa í gegn hjá okkur. Þið
sparið með því að líma stól-
ana saman sjálf. Ný sending
væntanleg í vikunni.
Glæsiiegt úrval af hannyrð-
um fyrir unga sem aldna,
nýjar vörur vikulega.
Grófflosnámskeiðin eru
hafin. Sími 86922.
Opið á laugardögum.
i
Heildsölubirgðir
FESTI
Frakkaslín. — Simar 1K550. 10,1911
Megrunarklúbburinn Linan hefur ákveúio að bef ja start-
semi á Selfossi og í Keflavík. Stofnfundir verða haldnir á
Selfossi föstudag 15. okt. kl. 8 í Framsóknarhúsinu og i
Keflavík laugardaginn 16. okt. í Framsóknarhúsinu.
Innritun og upplýsingar i síma 22399 mánudag til
fimmtudags kl. 3—10 e.h.
MEGRUNARKLÚBBURINN LÍNAN
Skipholti 9, sími 22399.
Nýja Bió: Þokkaleg þronning (Bandarísk 1974)
Aðalhlutverk: Peter Fonda. Susan George og
Adam Roareke.
Leikstjóri: John Hough.
Það hlýtur að vera hræðilega
ieiðinlegt að eiga átta gata trylli-
tæki hér á íslandi og fá aldrei að
gefa tækinu í botn. Það hefðu
eflaust margir viljað vera í spor-
unum hans Larry (Peter Fonda).
Hann ekur eins og brjálæðingur
um vegina í Ameríku með lögregl-
una á hælunum. Það eru heldur
engar druslur sem hann sezt
undir stýrið á I kvikmyndinni
„Þokkaleg þrenning“. Islenzkir
bílstjórar sem hafa gaman af
kraftmiklum bílum hafa reyndar
ekki sætt sig við 45 kílómetra
hraðann'og eru nú að gera sér-
staka braut þar sem þeir geta
gefið allt í botn. En Larry er
reyndar kappakstursmaður og
hann vill komast langt I sinni
grein. Til þess þarf peninga og þá
á hann ekki til.
Larr.v og Deke (Adam
Roareke),sem ervélvirki taka það
ráð að ræna verslun nokkra.
Þegar þeir hafa fengið afhenta
peningana og ætla að halda af
stað ergir Mary (Susan George)
þá dálítið, sérstaklega Larry. Það
verður úr að þeir taka hana með
sér og hún kann bara vel við sig á
nokkur hundruð kílómetra hraða.
Kvik
myndir
Franklin (Vic Morrow) er gam-
alreyndur lögreglumaður og nú
hefur hann skipulega eftirför og
er staðráðinn I að ná í ökuþörana.
Það gengur ekki sem bezt og lög-
reglubílarnir standast engan veg-
inn þennan ofsa hraða. Þeir eru
klessukeyrðir, fljúga út í vötn og
við sjáum þá oftar með hjólin upp
í loft en á götunni.
En þar sem löggan er svona
klaufsk þá fær Franklín þyrlu sér
til aðstoðar. Frábær ökumaður
eins og Larry er ekki á_þeim bux-
unum að láta hana stöðva sig á
undanhaldinu. Hann er samt ekki
óskeikull og rekst nokkrum sinn-
um á bíla sem eru fyrir. en ekki
hindrar það hann í að halda
áfram. Deke gerir bara við
skemmdirnar jafnóðum.
Það er létt yfir þrenningunni í
Nýja bíó og sérstaklega er það
hún Mary sem hressir upp á
hópinn. Hún lætur ýmislegt
flakka sem fer misjafnlega f
félaga hennar. Þeir reyna
árangurslaust að losna við hana
en hún sér við þeim. Hún er ekki
eins vitlaus og þeir halda.
Efni myndarinnar er ekki upp
á marga fiska en þessi ofsalegi
akstursmáti bætir þar nokkuð úr.
Manni leiðist alls ekki meðan
hraðinn fer ekki niður fyrir 200
kílómetra á klukkustund.
— KP.
Kennedyfjölskyldunni ógnað enn ó ný
Caroline lögð inn til
krabbameinsrannsóknar
Það má nú segja að það á
ekki að að ganga af Kennedy
fjölskyldunni. Nú hefur
Carolina dóttir Jackie, sem er,
átján ára gömul, verið flutt í
hasti á sjúkrahús þar sem hún
gengst undir nákvæma krabba-
meinsrannsókn.
Jackie var stödd í London
þegar dóttir hennar var lögð
inn á New England Baptist
sjúkrahúsið í Boston. Hún flýtti
tc
Jackie Onassis flýtti sér til
Boston frá Englandi þegar hún
frétti um sjúkrahúsvist dóttur
sinnar.
sér heim með fyrstu ferð til
þess að vera við sjúkrabeð
dóttur sinnar.
í sjálfu sér er ekkert óvenju-
legt við að ungt fólk fari á
sjúkrahús til rannsóknar en
bað gerist vanalega ekki í jafn-
miklu hasti og hjá Caroline.
Það gat því ekki farið hjá þvi að
það orsakaði mikið umtal og
jafnvel gróusögur.
Það hefur nú verið gefin út
opinber tilkynning frá fjöl-
skyldunni að Caroline sé senni-
lega haldin illkynjuðum
sjúkdóm — hafi illkynja æxli.
Þótt það sé alltaf talið hættu-
legt ef fólk fær þennan
illræmda sjúkdóm er það enn
hættulegra en ella þegar um er
að ra'ða svo kornungt fólk eins