Dagblaðið - 11.10.1976, Page 18
18
G
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. OKTÖBER 1976
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
I
Þróttur og Grótta hlutu
sín fyrstu stig í ór!
— Liðin deildu bróðurlega stigum í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik 17-17
Þróttur og Grótta skildu jöfn í
1. deild íslandsmótsins í gær-
kvöld — hvort lið skoraói 17 mörk
og voru það sanngjörn úrslit því
hvorugu liðinu tókst að ná undir-
tökunum í leiknum, sem bauð
upp á talsverða spennu en var
eyðilagður með slakri dómgæzlu
þeirra Geirs Thorsteinssonar og
Georgs Arnasonar. Þeir voru
ákaflega slakir, óákveðnir og
ósamhljóða.
Hvorugt liðið er líklegt til að
blanda sér í toppbaráttu 1.
deildar — sennilega verður
baráttan frekar á botninum.
Raunar verð ég að segja eins og
er, lið Gróttu kom mér nokkuð á
óvart — spilaði mun betur en ég
átti von á. Svo var greinilega um
leikmenn Þróttar líka. Þeim kom
mótstaða Gróttu greinilega á
óvart og liðið náði sér aldrei á
strik — ef til vill vegna furðu-
legra innáskiptinga.
ÞJÓFAAÐVÖRUNARKERFI
BRUNAAÐVÖRUNARKERFI
I
SÉRHÆFT
FYRIRTÆKI
\\v//
VARI
SIMI
37393
Halldór Bragason skoraði
fyrsta mark leiksins en Gunnar
Lúðvíksson jafnaði fyrir Gróttu.
Þannig hélzt leikurinn út — var
allan tímann í jafnvægi og staðan
í hálfleik var 10—9 fyrir Gróttu.
Þór Ottesen var drjúgur fyrir
Gróttu og greinilegt að leikmenn
Þróttar áttu í megnustu vandræð-
um með að stöðva þessa vinstri-
handarskyttu — en hann skoraði
5 mörk Gróttu í fyrri hálfleik.
Þrótti tókst að skora tvö fyrstu
mörk síðari hálfleiks og þegar 20
mínútur voru af síðari hálfleik
hafði Þróttur náð þriggja marka
forustu — 16—13. En illa tókst að
halda forskotinu — Halldór
Kristjánsson skoraði þrivegis og
tókst að jafna fyrir Gróttu 16—16.
Þegar aðeins rúmar 20 sekúndur
voru til leiksloka tókst Þrótti að
skora 17. mark sitt — það hefði
vissulega átt að nægja en leik-
menn voru of önnum kafnir að
fagna. Voru seinir í vörnina —
Gunnar Lúðvíksson brunaði upp
og i vinstra hornið en það var
brotið á honum og víti dæmt. Árni
Indriðason skoraði örugglega og
jafnaði fyrir Gróttu 17— 17.
Sanngjörn úrslit og bæði Iið hlutu
sín fyrstu stig í íslandsmótinu.
Konráð Jóusson var mark-
hæstur Þróttara með 5 mörk-------
1 víti, Þeir Halldór Bragason,
Gunnar Árnason og Trausti
Þorgrímsson skoruðu þrjú mörk
hver. Sveinlaugur Kristinsson,
Jóhann Frimannsson og Bjarni
Jónsson skoruðu eitt mark hver.
Þór Ottesen skoraði 6 mörk
fyrir Gróttu — kom þægilega á
óvart i leiknum. Árni Indriðason
og Halldór Kristjánsson skoruðu
þrjú mörk — Arni 2 víti. Gunnar
Lúðvíksson skoraði tvö mörk og
þeir Magnús Sigurðsson Grétar
Vilmundarson og Kristmundur
Ásmundsson skoruðu 1 mark
hver.
KR lagði íslands-
meistara Ármanns!
— KR sigraði Ármann í körfunni 71-63 og Valur sigraði
Reykjavíkurmeistara ÍR 73-69 í Reykjavíkurmótinu
Övænt úrsiit í Reykjavíkurmót-
inu í körfuknattleik — Valur
sigraði ÍR og KR sigraði Íslands-
og bikarmeistara Armanns. Já,
það verður að segja að sigur KR
hafi verið óvæntur yfir tsiands-
meisturnum frá í vor en hann var
engin tilviljun.
Þrátt fyrir að Armenningar
kæmust í 16—8 þá tókst þeim
ekki að fylgja þessu góða forskoti
eftir. Liðið virðist ekki ná eins
vei saman og í fyrra — einhver
iosarabragur á leik þess.
Vörn KR var þétt allan tímann
og leikmenn liðsins börðust vel
— bæði í vörn og sókn. Staðan í
ieikhléi var 37—32 KR í vil og
Armanni tókst aldrei verulega að
ógna forskoti KR, sem sigraði
nokkuð örugglega 71—63.
Einar Bollason var liði sínu
drjúgur — skoraði 19 stig og
spilið gengur mikið í kringum
þennan snjaila körfuknattieiks-
mann, sem aftur hefur dregið
fram skóna. Kolbeinn Pálsson
skoraði 18 stig og Bjarni
Jóhannesson skoraði 17 stig.
Fyrir Armann var Jimmy
Rogers stigahæstur með 22 stig
Jón Sigurðsson skoraði 16 og Jón
Björgvinsson 15.
A undan leik KR og Armanns
iéku Reykjavikurmeistarar ÍR
við Val. Meistararnir frá í fyrra
náðu sér aidrei á strik — og
virðist lítil reisn yfir liði ÍR nú
— leikmenn virðast verða í lítilli
æfingu.
Leikurinn var siakur — en þó
var talsverð spenna í honum allan
tímann. ÍR hafði yfir í hálfleik
33—32 en Valur seig framúr í
síðari hálfleik og sigraði með
fjórum stigum — 73—69.
Stigahæstur Valsmanna var
Þórir Magnússon með 22 stig en
Kolbeinn Kristinsson skoraði 14
stig fvrir ÍR,
Mörk, mörk eru
dagskipun Revie
— enska landsliðið gegn Finnum
ó miðvikudag valið
„Ég hef aldrei fyrr valið lið,
sem byggir eins mikið á sóknar-
leik,“ sagði Don Revie, einvaldur
enska landsliðsins eftir að hann
hafði tilkynnt enska iandsliðið
gegn Finnum á miðvikudag.
„Frá vörn og í sókn — þá hafa
allir gaman af að sækja. Mörk —
mörk og aftur mörk cr það sem
liðið á að gera gegn Finnum,“
sagði Revie ennfremur.
Revie valdi tvo leikmenn
Manchester City í sókn sína — þá
Dennis Tueart og Joe Royle.
Royle Iék síðast með enska lands-
liðinu í Ameríku í sumar en nú er
rúmt ár síðan Tuert lék fyrir Eng-
land.
Þeir Dennis Tueart og Joe
Royle munu mynda sóknarkvart-
ett ásamt þeim Mike Channon og
Kevin Keegan — en annars er
Iiðið þannig skipað:
Markvörður er Ray Clemence,
Liverpool. Aðrir leikmenn: Colin
Todd Derby, Phil Thompson
Liverpool, Brian Greenhoff
Manchester United. Kevin
Beattie Ipswich. Tengiliðir eru:
Ray Wilkins Chelsea, Trevor
Brookin frá West Ham og í
sókninni verða þeir Keegan
Liverpool, Joe Royle Manchester
City, Mike Channon Southampton
og . Dennis Tueart Manchester
City.
Það eru því þrír leikmenn frá
Liverpool, tveir frá Manchester
City og siðan einn leikmaður frá
Ipswich. Manchester United.
Southampton. Derby. West Ham
og Chelsea.
UNDANKEPPNI HM 78
Spónn skoraði
sigurmarkið
skömmu fyrir
leikslok
Spánverjar náðu fram
hefndum á Júgðslövum í
undankeppni Heimsmeistara-
keppninnar er Spánn sigraði
Júgóslava 1-0 í landsleik
þjóðanna sem fram fór i
Sevilla á Spáni. Hefndir — jú,
Júgóslavar slógu Spánverja út
í undankeppni siðustu heims-
meistarakeppni.
En það var ekki fyrr en á 85.
minútu að Spánverjum tóks að
skora eina mark leiksins og þá
úr víti. Juanito sem lék sinn
fyrsta landsleik brauzt í gegn
um vörn Júgóslava en var
brugðið illilega og vitaspyrna
umsvifalaust dæmd. Hinn
gamalreyndi Pirri skoraði
örugglega úr vitinu við
geysilegan fögnuð heima-
manna.
En Spánverjar þurftu mikið
að hafa fyrir sigrinum því
Júgóslavar ógnuðu ávallt og
voru lengst af hættulegri.
Nokkrum sinnum skall hurð
nærri hælum við mark
Spánverja þó aldrei eins og á
67. mínútu er Jerkovic braust
skemmtilega í gegn eftir að
hafa sent á Popivoda og fengið
knöttinn aftur. Skot hans
hafnaði i stöng og Spánverjar
siuppu með skrekkinn — og
síðan að skora úrslitamark
leiksins.
Búlgarar
misnotuðu víti
Búigaría og Frakkland
skildu jöfn i undankeppni HM
í 5. riðii en leikurinn fór fram
í Soffíu í Búlgaríu. Hvort lið
skoraði 2 mörk, en Frakkar
voru yfir í leiknum. En
Búigarir voru nálægt sigri —
aðeins þremur mínútum fyrir
leiksiok misnotaði Bonev víta-
spyrnu fyrir heimamenn.
Já, Frakkar komust tveim
mörkum yfir — Fyrst skoraði
Michel Platini beint úr
aukaspyrnu af 30 metra færi á
37. mínútu og aðeins þremur
mínútum síðar skoruðu
Frakkar sitt annað mark —
Lacombe var þá að verki.
En í lok fyrri háifieiks tókst
Bonev, sem lék sinn 89.
landsleik fyrir Búlgaríu
að minnka muninn í l-2.Bonev
skoraði mark sitt beint úr
aukaspyrnu.
A 69. mínútu tókst Panov að
jafna af stuttu færi og
Búigarar sóttu síðan stift og
fengu víti skömmu fyrir
leikslok Bonev misnotaði vita-
spyrnu eins og áður sagði.
Bonev misnotaði vitaspyrnu
eins og áður sagði.
Ungverjar jöfnuðu
6 elleftu stund
Ungverjar náðu jafntefli í
Grikklandi í landsieik
þjóðanna í undankeppni
Heimsmeistarakeppninnar.
Ungverjar skoruðu jöfnuhar-
mark sitt aðeins fimm
mínútum fyrir leiksiok — og
hefði annað verið hreint rán,
því Ungverjar sóttu iengst af
og voru mun betri aöilinn.
Já, Ungverjar sóttu iengst af
og einokuðu allt spil. En vörn
Grikkja var þétt f.vrir og á 68.
minútu tókst þeim að skora.
Há sending var gefin fyrir
mark Ungverja, markverði
þeirra, Davoulis, tókst ekki að
halda knettinum — og
Papalonnu skoraði öruggléga
af stuttu færi. Fögnuður hinna
30 þúsund áhorfenda var
geysilegur.
En sókn Ungverja var þung
og loks á 85. minútu skoruðu
þeir. Sando Pinter sendi
knöttinn vel f.vrir — og Tibor
Nyilisi skallaði knöttinn í
netiö. Eftir markið sóttu Ung-
verjar stíft og re.vndu að knýja
fram sigur en vörn Grikkja var
sterk og hélt út.