Dagblaðið - 15.10.1976, Síða 11

Dagblaðið - 15.10.1976, Síða 11
DACBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976. Letelier leiddur út úr skrifstofu sinni i varnarmála- ráðuneytinu i Santiago í byltingunni Fyrir þremur árum. Lögreglan og FBI fengu málið strax til meðferðar og síðar leyniþjónustan CIA. Nú eftir helgina lauk rannsókn leyni- þjónustunnar og varð niður- staðan sú að þarna hefði her- foringjaklíkan i Chile ekki verið að verki, til þess hefði sprengjan verið of viðvanings- lega gerð — og auk þess stæði chileanska ríkisstjórnin í við- kvæmum samningum við Bandaríkjastjórn. Útlagastjórn Samt sem áður eru fjölda- margir þeirrar skoðunar að enginn nema herforingjaklíka Pinochets hafi staðið að morðinu. Nokkrum dögum áður en Letelier var myrtur var hann sviptur chileönskum ríkisborgararétti. í stjórnartið Allendes gegndi hann mörgum þýðingarmiklum embættun — eða allt þar til hann var hand- tekinn og fangelsaður í Santi- ago þegar stjórn Allendes var steypt af stóíi 11. september 1973 Eftir handtökuna sat Letelier í fangelsi í 364 daga, mestallan tímann á hinni ís- köldu Dawson-eyju í Magellan- sundi skammt frá Suðurheims- skautinu. Þegar hann var Teiknimynd úr Washington Post: „Viltu horfa aðeins í hina áttina — ég þarf að ganga frá nokkrum pólitískum morðum," segir imynd herforingjastjórnarinnar við Sám frænda. látinn laus fór hann til Washington. Hann og frú Moffitt voru bæði starfsmenn stofnunar sem fæst við stjórn- málarannsóknir. Letelier hafði ævinlega verið mjög gagnrýn- inn á herforingjastjórnina og hafði jafnvel í hyggju að setja á laggirnar chileanska útlaga- stjórn. Embættismenn stjórnar Pinochets í Chile hafa visað fullyrðingum um þátttöku stjórnar þeirra í morði Lete- liers á bug og fullyrt á móti að þeir hafi veitt alla hugsanlega aðstoð við rannsókn morðsins — eða morðanna. Pyntingar, raflost, nauðganir í Playboy-viðtalinu sagði Letelier að kvenfangar hefðu verið fluttir til Dawson-eyju með skipinu Esmeralda, einu þeirra skipa sem tóku þátt í skrautsiglingunni upp Hudson-- fljót í New York á 200 ára af- mæli Bandaríkjanna 4. júli f sumar. „Konurnar voru pyntaðar. Þær fengu raflost. Þær voru þvingaðar til að ganga naktar I fylkingu fyrir framan aðra fanga og sjómennina. Þeim var nauðgað margsinnis af sjó- mönnunum...“ Pyntingum var óspart beitt til að fá fram játningar af ýmsu tagi, segir Letelier í viðtalinu. „Sergio Vuskovic, sem var ,„.l..l. ■<“' .... < ..U,.l < „1. ““ . neykj»víwurw>r-f , f de». !A»taaolnal<>- . • .össins, »•* lrr'°‘ doga ko9t selj* WirkJ- clf.nr ■y(.4Vnr.<« anatjóoi? r.;-, oi'é° '• cndurtyr.Cln t»ak ^ tjóoi’ vnr3 *V. »11 r uQ31.555,00. ' rcW^tri FmosoUnsrhfissi ^ ^ rríltirtjuve; rítt «3 in.telsnlnnl nr. ,„n.n 14 dngn. rcttnr imnn gerðnr tíor3ki»au,,1:’!1’' Tlóo, — < “•»— V-,, lyisjn ®Wl1* KtovcrOiO srolfln1 þnnnls '■ ■ , Rir nS »roi n. lAstnrtíniO tokur^ ^ coo.oo< (v 1 hnndhain, » ur> 400.ooo, „.<1. < “■<<““ vc8*r.uið4r oy nó -*tlr- indvirBi If.6t.lCW* arstrtfti. c_ u«tn»»l undlrskrlít 1 v.sti, 10 <» <•'■■*’ vlB •*»• 4t*eíl8 r,«tel*° w„t s-'tn i»‘ 10 M — ,1, « „ snmnlnt* 'Y*, vlnnustoin , ; -inn k<«.rt'>! nlW£* ;rclO. •! 1 ■Mt<-n :iiu <" .stolan, n.,;-or3inn. iðnurinn loí!,r ini nnlt'u eiC°'r -» ir—'■■ “ .„o~l«- « •«» -j«ninK»» "** -n l*elr "rU .5 h»ildórn*00' . foók»rvot ,o««kr»r ów f;,3tUÍ4 tnsrtnu!' »HIS3U», ,ohlj“! ■orður ^íínr aúoby**l“‘a lögum Fjárveitingavaldið virð- ist ekkert um þessi viðskipti hafa vitað. En hvað gerist? Ég hafði samband við Hagsýslustofnun, þar sem upplýsingar eru ævinlega greiðlega veittar, sé það hægt I fjárlögum 1972 er ekkert um þetta að finna, ekki heldur í fjár. lögum 1973. I fjár- lögum 1974 er ekkert um þetta að finna. En í fjár- lögunum 1975, ég endurtek 1975 er heimildarakvæði sem heimilar þessi svokölluðu makaskipti, en ekkert meira. í millitíðinni höfðu til að mynda farið fram rikisstjórnarskipti. En leyfið til fjárveitingar, fram hjá fjárveitingarvaldi, sem gengur til Húsbyggingasjóðs Framsóknarflokksins, virðist hafa komið af himnum ofan. Annað verður ekki séð af heimildum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna Allt eru þetta staðreyndir, staðfestar staðreyndir. Þessu til viðbótar má minna á að til er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. en stjórn hans skipa þrír menn, einn tilnefndur af Hæstarétti, einn tilnefndur af fjármálaráðuneyti og einn af BSRB. Það mun vera fyrir því löng hefð, sennilega áratuga gömul, að fjármálaráðherra getur með valdboói lánað allt að 20% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Þetta virðist vera fjár- veitingarvald ráðherra, sem hann hefur fram hjá hinu raunverulega fjárveitingar- valdi. Þetta er táknrænt dæmi um það hvernig hætta mis- notkunar getur stóraukizt á óðaverðbólgutímum eins og þeim sem við nú lifum. Að þess- ar reglur eru svona hefi ég fengið staðfest á skrifstofu opinberra starfsmanna. En nú fullyrði ég ekki lengur, heldur spyr: Það skal endurtekiö að nú er ekki fullyrt heldur spurt: Kunnugir segja mér, en treysta sér ekki til að staðfesta, að útlánalisti ráðherra samkvæmt þessum reglum hafi að undanförnu verið skrautlegur. og þá einkum á því tímabili sem hér um ræðir. Getur verið að með þessum hætti hafi Lí f ey rissj óður st arf sm anna ríkisins verið notaður td þess að lána umræddunt Húsbyggingasjóði? Alla vega er það verkefni f.vrir röskan bing- mann að gera tyrirspurn um það hvernig útlánum úr þessum sjóði er háttað og hverjum er lánað. Og krefjast svara. Það virðist ekki þjóna neinum sjáanlegum tilgangi að Makaskiptasamningur Húsbyggingasjóðs Framsóknarflokksins og Listasafns ísiands. Magnús Torfi Ólafsson og Selma Jónsdóttir koma fram fyrir hönd I.istasafnsins, og er þeirra þáttur eðlilegur ugauðsær.Uuðjón Styrkársson, 1 Kristinn i Finnbogason og Sigur- björn Eiríksson koma fram fjrir hönd brunninna húseigna Fram- sóknarflokksins. Hins vegar er í raun óljóst f.vrir hvern Halldór E. Sigurðsson kemur fram. Hann áhagsmuna að gæta báðum megin. Menn kunna að spyrja hvernig greinarhöfundur hafi komizt yfir þetta skjal. Því er tii að svara að það barst nafnlaust í pósti, en síðan hefur verið kannað að það er víða til. Listasafninu, þegar það vantar fé til þess að greiða Húsbyggingasjóði Framsóknar- flokksins! - . hvernig verða þessir peningar til? Þetta virð- ist ekki vera fjárveiting af fjár- Kjallari á föstudegi Vilmundur Gylfoson ráðherra hafi prívatfjár- veitingavald („lán“ á óðaverð- bólgutimum er í raun fjárveitingjframhjá hinu raun- verulega fjárveitingavaldi með þessum hætti. Þetta er ein af þessum leynireglum sem til hafa orðið i skjóli samtrygging- ar og moggaþagnar, og þar sem vandinn og spillingarhættan margfaldast á óðaverðbólgu- tímum. Það er ekki fullyrt að þetta sé svona, en svara óskað. Hestar og hús "Þetta var útúrdúr, spurning og ekki fullyrðing. Eftir stend ur hinn sérstæði listaáhugi riktsins og útgáfa skuldabréfs að nafninu til handa Listasafni Islands og í raun og veru til handa Húsbyggingasjóði Fram- sóknarflokksins, samkvæmt undirskrift til handa Guðjóni Styrkárssyni og Kristni Finn- bogasyni. En listaáhuginn var fyrir bí jafnóðum og húsa- kaupin voru um garð gengin. Þetta skuldabréf virðist hafa verið gefið út í heimildarleysi, húsaskiptin sjálf eru fyrst leyfð á árinu 1975, og þar er ekkert minnzt á skuldabréf. Nokkrunt mánuðum síó„i þegar fyrrum rekstraraðilar Glaumbæjar voru orðnir rekstraraðilar Klúbbsins, voru menn á þeirra vegum staðnir að verki þar sem þeir voru að næturlagi að flytja vínbirgðir úr rikisrekinni áfengisverzlun og í veitingahús sitt. Þá stóðu lögreglumenn þá að verki og innsigluðu veitingahúsið. Ólafur Jóhannesson greip inn i þau afskipti lögreglu meö frægum hætti, þannig að lögregluntenn mótmæltu, lögreglustjöri mótmælti, og embætti ríkissaksóknara sagði i borgarstjóri i Valparaiso, fékk raflost í tunguna svo þar kom stórt sár. Það sama gerðist með Andrés Sepulveda, fyrrum þingmann. Fangarnir voru bundnir við mastur og húð- strýktir. Svo var farið með þá undir þiljur þar sem þeir fengu raf- lost þar til þeir játuðu hvað sem var... aðrir fangar fengu sár sem salti var nuddað í...“ Skrautsýning fyrir Rauða krossinn Nauðungarvinna og einangr- un frá öðrum föngum var einnig algengt. Einu sinni kom það fyrir að nefnd frá alþjóð- lega Rauða krossinum fékk að rannsaka fangabúðirnar. Þá var föngunum haldið vakandi til klukkan þrjú nóttina áður við að mála nýjan kofa. Daginn eftir var farið með þá niður á ströndina, þar sem þeir spiluðu fótbolta á meðan eftir- litsnefndin staldraði við. Síðan hófust pyntingarnar á nýjan leik Marcelo Meturana, blaðafull- trúi chileanska sendiráðsins I Washington, sagði frá þvi eftir að viðtalskaflarnir við Letelier voru birtir, að stjórn sín hefði aldrei beitt fanga pyntingum og að fangarnir hefðu alls ekki verið fluttir til Dawson-eyju með skipinu Esmeröldu. Þeir hefðu farið flugleiðis. greinargerð sem send var ráðu- neyti þegar í stað að „áfram- haldandi starfræksla þessa veitingahúss eins og málum þá var komið var alls endis óvið- eigandi frá sjónarmiði almennrar réttarvörzlu’*. Tveimur dögum áður en ráð- herra gerði þetta höfðu Guðjón Styrkársson og Kristinn Finnbogason. fyrir hönd þessa sama Húsbyggingasjóðs, lánað Sigurbirni Eiríkssyni 2,5 milljónir, en Sigurbjörn í stað inn fallið frá 5 milljón króna kröfu á þá.Uff! Tengslum lauk þar með, sagði Steingrímur Hermannss. í frægri blaðagrein í vetur sem leið. Ekki aldeilis. Þennan sama vetur hélt Kristinn Finnbogason á vegum Fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík klúbb sem hittist nokkuð reglulega — auðvitað í Klúbbnum, og þar sem snætt var og drukkið fyrir lítið verð. Þar komu saman ýmsir at- hafnamenn á vegum Kristins, og ýmsir forustumenn flokks- ins, svo sem Ölafur Jóhannes- son, Halldór E. Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson. Þetta væri auðvitað sjálfsagt og eðli- legt, nema í ljósi þess sem á undan var gengið. Heimildar- menn mínir eru tilbúnir til þess að staðfesta þetta. sé þess' krafizt. Auk þess hefur verið margsagt frá frekari og siðari samskiptum veitingahússins og þess litla hluta — en áhrifa- mikla að því er virðist — Fram- sóknarflokksins, sem kenndur er við Kristin Finnbogason og félaga. Það er nú svo. Í 1 Skítkast og hvað hefur gerzt? Efalítið segja samfélagsins pempíur að allt sé þetta skít- kast í garð heiðarlegra og at- hafnasamra borgara. Eg geri ráð fyrir að Kristinn Finnbogason fagni þeim yfir- lýsingum moggans og minni spámanna að tími sé til kominn að hætta þessum skrifum. Ég fagna þessum yfirlýsingum hins vegar ekki og hef ekki í h.vggju að hætta um sinn. Að sjálfsögðu veltur það þó á undirtektum lesenda. Það er starf mitt að segja frá -svona löguðu. En af hverju hefur allt þetta gerzt? A árunum upp úr 1970 hófst hér óðaverðbölga af áður óþekktri stærðargráðu. Óða- veröbólga hefur alltaf verið gróðrarstía braskara. hún ruglar alla dómgreind og fæðir af sér spillingu og þaðan af verra athæfi. Það verður að ráðast gegn rótinni og skilja hana. síðan veröur minni vandi að ráðast gegn sjálfum óvininum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.