Dagblaðið - 15.10.1976, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976.
íþróttir Iþróttir íþróttir
óttir
13
I
Tveir landsleikir við
Norðmenn í körfubolla
— um mánaðamótin nóvember-desember. íslandsmótið hefst 6. nóvember.
deild karia, en ÍR og KR í meist- I leika UMFN og Breiðablik í 1. I A Laugarvatni leika UMFL og
araflokki kvenna. í Njarðvík | deild, en UMFG og Þór i 2. deild. | Snæfell í 2. deild.
TVÖ MÖRK GUÐJÓNS í
FYRSTA LUGI-LEIK SÍNUM
— Jón Hjaltalín lék ekki með — Halmia Matthíasar í höfn
að sýnir myndin vel, þegar þeir félagar
-. 3) með höndina á handlegg Ölafs. Axel
DB-m.vnd Bjarnieifur.
, 24-10 i gœrkvöld
,,Að einu leyti hefur ferðin hingað
verið mér mikil vonbrig"ði,“ sagði
Axel Axelsson," og það er að alls
engin stemming hefur verið á Ieikj-
um okkar. íslenzkir áhorfendur
virðast alls ekki koma lengur og þá
vantar mikið. Það er af sem var, er
hér ríkti mikil stemming og leik-
menn, sem áhorfendur höfðu mikla
ánægju af,“ Já, þetta er sannarlega
íhugunarefni en allar götur síðan
1971 hefur áhorfendum fækkað
stöðugt á leikjum í íslandsmótinu. Ur
rúmlega 1300 1971 og niður í tæplega
400 á síðasta Islandsmóti, sannarlega
íhugunarefni. Án áhorfenda verður'
handknattleikur ekki leikinn á Is-
landi í framtíðinni.
Nú, en snúum okkur að marka-
skorunum í gærkvöld. Jón Karlsson
skoraði 4 mörk fyrir Val, Jón P. Jóns-
snn oe Þorhiörn Guðmundsson 2.
Gunnsteinn Skúlason og Steindór
Gunnarsson sitt hvort markið.
Fyrir Dankersen skoruðu Gerd
Bécker 5. Axel Axelsson 4, Ölafur H.
Jónsson og Dieter Waltke þrjú hvor.
Þeir Hans Grund, Hans Kramer,
Bernhard miseh og Deitef Meyer
skoruðu 2 mörk hver. Walter Van
Oepen skoraði eitt mark.
Leikinn dæmdu Gunnar Gunnars-
son og Sigurður Hannesson — fórst
þeim það vel úr hendi.
h.halls.
Tveir landsleikir við Norð-
menn í körfubolta hafa verið
ákveðnir um mánaðamótin
nóv.—des. nk. Norðmenn eru þá á
leið vestur um haf og munu koma
hér við og leika landsleiki við
íslendinga. Hinn fyrri verður 30.
nóvember, en sá síðari 1. desem-
ber. Liðið hefur hér aðeins
tveggja daga viðdvöl.
í norska liðinu eru mest ungir
leikmenn á aldrinum 20—25 ára.
en innan um gamalreyndir lands-
liðsmenn íslenzka landsliðið mun
síðan strax eftir áramótin — 7. til
9. jan. taka þátt í fjögurra landa
móti í Danmörku. Danir hafa boð-
ið ísl. landsliðinu sérstaklega til
þess móts, en auk Dana og íslend-
inga leika Finnar og Pólverjar á
mótinu, sem háð verður í Kaup-
mannahöfn.
íslandsmótið i körfubolta hefst
6. nóvember nk. og lýkur 26 marz.
Alls senda 23 félög lið til keppni í
80 flokkum og verður leikið á 12
stöðum víðs v.egar úm landið.
Fyrsta keppnisdaginn verða sjö
leikir á þremur stöðum — þrír
þeirra i 1. deild. í Reykjavík leika
ÍR—Fram. Valur—KR í 1.
Guðjón Magnússon, landsliðs-
maðurinn kunni í handknatt-
leiknum. sem áður lék lengst með
Víking — síðast Val — er nú í
Svíþjóð við nám. Hann leikur
með Lugi, þar sem fyrrum félagi
hans úr Víking, Jón Hjaltalín
Magnússon, verkfræðingur, hefur
gert garðinn frægan um árabii —
en Jón Hjaltalín hefur einnig
leikið tugi landsleikja fyrir ís-
land.
Guðjón lék sinn fyrsta leik með
Lugi í Allsvenskan fyrir nokkrum
dögum gegn Kristianstad. Leikið
var í Kristianstad og lauk leikn-
um með jafntefli 18—18 eftir að
Lugi hafði haft yfir i fyrri hálf-
leik, 9—10. Markhæstur í liði
Lugi var Eerö Rinne með 6 mörk.
Claes Ribendahl skoraði 4, en þeir
Guðjón og Göran Gustafsson tvö
hvor. Aðrir færri. Fyrsta umferð-
in í Allsvenskan var háð um og
eftir síðustu helgi og af öðrum
úrslitum má nefna, að Hellas
vann Vikingarna 26—17, Ystad
vann Lidingö 29—22, GUIF, sem
lék hér á Islandi í haust, vann
Vástra Frolunda 21—17, en IFK
Malmö tapaði á heimavelli fyrir
Saab 14—17. Björn. Andersson
skoraði sex af mörkum Saab, Jan'
Jonsson fimm, en Lars Staffans-
son var markhæstur hjá Malmö
með 6 mörk.
Jón Hljaltalin- lék ekki með
Lugi gegn Kristianstad. Hann var
erlendis, en í starfi sínu sem verk-
fræðingur þarf hann oft að
bregða sér að heiman. Hefur
umsjón og eftirlit með ýmsum
þýðingarmiklum tækjum í stór-
um olíuskipum.
Þá má geta þess í leiðinni, að
Halmia, liðið. sem Matthías Hall-
grímsson leikur með í Svíþjóð
hefur tryggt sér sæti áfram í 2.
deild sænsku knattspyrnunnar
næsta keppnistímabil. Sigraði
nýlega Raa á heimavelli 2-1. Liðið
hefur nú 23 stig og á einn leik
eftir, en var með 11 stig. þegar
Matthías byrjaði að leika með því
og var í næst neðsta sæti. Hefur
hlotið 12 stig af 16 mögulegum í
haust.
Bommi er enn lasburða þegar hann kemur til
Madrid frá Frakklandi.
' Held að hann sé barna''f Ég ætla að tala við
senor Múkki >4—? C hann.
'Það eru nokkrir herramerin frá
MtKKA
Allt undir einu þaki -
JL-húsiö býður einstætt úrval af húsbúnaði - allt undir einu þaki.
■ Vegghúsgögn í tíu geröum og við allra hæfi.
■ íslenskur iðnaður í fyrirrúmi:
nær allar bestu gerðir af íslenskum vegghúsgögnum.
Vönduð vara frá völdum framleiðendum.
Húsgagnadeild
i tíu ðCtöw.,^nusta-
Uli
Jón Loftsson hf.
!::::::! fliaiÍ í::::i:l l::ii::l Í:::::|::5::::1::Í::.J yi ií j!
ii m ■ ■ ■ n □ í i cj □
m i l_ ; i | sJiJD □ a
‘JÍII i IT I ! 11' T -léMl 111
Hringbraut 121 Sími 28601