Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 3

Dagblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976. ----- Hvað er í töskunni hans Finns Ólafs? Asgeir Ásgeirsson, Reykjavík. skrifar: Danir voru fyrir eina tíð bara töluverð nýlenduþjóð, en eiga nú aðeins eftir Grænlendinga, sem þegar hafa fengið skorin- orðaða tilkvnningu þess efnis, að þeir geti siglt sinn eigin sjó, „ef þeir ekki makka rétt“. Bretar voru hér áður fyrr mikið heimsveldi, en nú eru þeir illa staddir og krjúpa og biðja um aðstoð, því þeir hafa tapað þrem sjóorrustum á síðustu tveim áratugum, og eiga engin skip til að verja fisk- veiðilandhelgi þá er þeir hafa í hyggju að tileinka sér nú á næstunni. Lady Tvímýri mistókst að heilla vestfirzkan framábónda, og Hattersley gleymdi póker- fésinu og tapaði. Nú voru góö ráð dýr, finna þurfti mann sem gæti þekkt tslendinga, sem kæmi að gagni er setzt yrði að samningum um „gagnkvæmar“ veiðiheimilda- samningsgerðir. Það ráð var upp tekið, að brezki fulltrúinn varð veikur, og því sendur aðstoðarmaður í hans stað. Maðurinn fannst. það er maðurinn sem ku hafa kúgað dugnaðarþjóðina Japani til að láta ekki svona mikið bera á því að þeir geti framleitt ódýrari bíla en Bretar. Maðurinn heitir Finnur Ólafur og er kominn til gömlu nýlendunnar með heljarmikla tösku, sem íslenzkir tollverðir fá ei að athuga hvort í leynist vopn, hass eða annaö fíkniefni, eða annaö le.vnivopn scm hægt væri að rétta undir „samninga- borðið" í réttu augnabliki.Hvað er í töskunni. fáum við ekki að vita, ekki einu sinni eftir að samið hefur verið um „gagn- kvæmar. heföbundnar" veiði- heimildir. Svona til glöggvunar fyrir þá sem kunna að renna augum yfir þessar línur fylgir hér með ljósrit úr lagasafni íslands af köflum í gildandi lögum um hefð: Þar segir m.a. í 2. gr. Lög um hefö. h) (1905 Nr. 46 10. nóv.) 1. gr. Hefð má vinna á hverjum hlut. jafnt fasteÍKn sem lausafé, er setur verið eisn einstakra manna. án tillits til þess. hvort hann var áður einstaks manns ei«n eða opinber eij>n. — 2. gr. Skil.vrði fvrir hefð er 20. ára óslitið 'eignarhald á fasteign. en 10 ára óslitið ei«narhahl á lausafé. c). — Nú hefir maði r umráöum náö meö glæp eða óráðvandlegu atferli.og má hann þá ekki hefð vinna. Sama er og ef hefðandi fær vitneskju um. áður en heföin er fullnuð að eignarhaldið sé þannig til komiö — Nú hefir hefðandi fengið hlutinn að veði, til geymslu, til láns eöa á leigu, og geta þá slík umráð ekki heimiiað hefð. Og í 4. gr. segir. 4. gr. Nú missir hefðarhaldið, b) nema svo sé, að hann hafi umráðin óviljandi misst og náð þeim aftur innan 6 mánaða eða nái þeim með lögsókn, er hafinn sé innan þess frests og rekin með hæfilegum hraða. Af skrifum marga íslenzkra blaða, og reyndar einnig af flutningi geimfjölmiðlanna, ber okkur (almúganum á Islandi) að skilja það svo að áðurnefndur Finnur Ólafur sé sendur hingað til að „þreifa“ fyrir sér um samninga til handa afdönkuðum nýlenduveldum um gagnkvæma veiðisamninga, og byggist það einkum á samningi þeim er Danir gerðu við Breta 1901. Það er vonandi að þeir menn er sitja nú í húsinu, er reist var í kálgarði bæjafulltrúans beri gæfu til að vinna verk sitt í anda íslenzks eðlis, aó gera aðeins það sem rétt er, þó að lóðarseljandinn hafi haft það Raddir lesenda sem ,,hobby“ að rækta mat- jurtir og sauði. Þegar Finnur Ölafur kom hér í fyrra sinnið, fékk Pétur ekki að leggja fyrir hann spurningar. Hver var það sem lét Finn Ólaf vita að Pétur mundi bera fram spurningarí anda meirihluta íslenzku þjóð-| arinnar? Nú má vel vera að okkur (almúganum á íslandi) sé ekki kunnugt um leynilega samninga við önnur ríki en ég held að það sé óþarfi að halda slíku leyndu vegna þess að við getum ekki gert neina leynilega hernaðar- samninga, einfaldlega vegna þess að við erum ekki og munum ekki verða hernaðarþjóð. Ekki er óhugsandi að „framá- menn“ okkar tilkynni okkur (almúganum á íslandi) innan skamms, að nauðsynlegt sé að veita ,,vestrænum“ þjóðum veiðiheimildir innan fisk- veiðitakmarka okkar. Ef það gerist, þá verða „framámenn" okkar að sýna þann manndóm að láta viðkomandi þjóðir samþykkja að greiða minnst 15% af því verðmæti er þær taka með þvingunum af okkar eign í sérstakan sjóð til að efla fiskirækt og annarra nytja sjávardýra hér við land, við landið sem ekki bara fæðir og klæðir 220 þús. manns, heldur leggur fisk á borð fyrir stór- þjóðir, sem eiga enga aðra eftir til að kúga nema okkur, Fær- eyinga og Grænlendinga. „Mikið vill meira” — á vel við í bankakerfinu Þorvaldur Nóason, Borgarnesi, skrifar: Föstudaginn 19. nóv. birtist athugasemd í þessum dálki frá Jenna Ólasyni í Borgarnesi undir fyrirsögninni „Bankinn og Rauðhetta". Fyrirsögnin höfðar til banka- kerfisins en innihald athuga- semdarinnar fjallar um reglur sjónvarpsins varðandi aug- lýsingar. Þar held ég að höfundurinn vaði svolítið reyk. Með fyrirsögninni er virki- lega hreyft nauðsynlegu máli, þ.e. stefnu hins íslenzka auð- valds í hinu daglega lífi okkar og má með sanni segja að mál- tækið „mikill vill meira“ njóti sín þar til fullnustu. Höfundur athugasemdar- innar hefði átt að segja meira um það, því aðferðirnar eru því miður að verða svo óhuggu- legar, eins og sú auglýsing frá Utvegsbankanum sem birtist í sjónvarpinu ber vott um. Þetta ætti því ekki bara að ná yfir reglur sjónvarpsins um birtingu auglýsinga heldur reglur fjölmiðla almennt. Sú spurning hlýtur að vakna hvort leyfilegt skuli fyrir þjónustu- fyrirtæki, verzlanir eða hvern sem er að auglýsa hvers kyns lygi, sem sannleika, í því augna- miði að græða á því. Bankaauglýsingin umrædda er bara táknræn mynd af slík- um auglýsingum og það versta er að hún höfðar vísvitandi til barnanna, þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Það er vafalaust til fullorðið fólk sem í dag lætur ginna sig til að setja peninga í banka en eitthvað virðist það fara þverr- andi þegar bankakerfið fer út í svona aðgerðir. Þvi hver getur eignazt nokkuð með því að ætla sér að safna fyrir hlutnum? Enginn heilvita maður lætur peningana sína gufa upp í bankanum. Nei, þetta sjá bankarnir núna og snúa því máli sínu að varnarlausum börnunum. Hvers vegna segja ekki for- ráðamennUtvegsbank-ans börn- unum sannleikann, að til þess að eignast gítar verður barnið að fara inn í Útvegsbankann, slá víxil og láta verðbólguna vinna með sér en ekki á móti? Og af hverju er börnunum ekki sagður sannleikurinn um þau útgjöld sem eru því samfara að eignast sparibaukinn Trölla, það er að um leið og peningur- inn er í banka fer verðbólgan að éta af honum? Fróðlegt væri ef forráða- menn Útvegsbankans fengjust til að gefa einhverjar skýringar á þessari ógæfulegu fjár- öflunarleið bankans. Hvað verður um frímerkin? — Stórar fjárfúlgur renna til opinberra stofnana í formi frímerkja Frímerkjasafnari skrifar: Ég þurfti að senda bréf'til opinbers aðila um daginn og -þegar ég frímerkti það datt mér skyndilega í hug hvað yrði um öll frímerkin sem hið opinbera fær frá þegnunum. Mér er kunnugt um ýmis einkafyrirtæki sem selja söfn- urum fengin frímerkiog vega þær tekjur oft vel upp á móti póstburðargjöldum fyrirtækj- anna. Forvitnilegt væri að fá upp- lýsingar hjá Rikisútvarpinu um afdrif frímerkja sem berast til hinna ýmsu útvarpsþátta, s.s. » óskalagaþátta o.fl. sem hlust- endur skrifa til. Slíkt hlýtur að vera fært til tekna í ríkisbók- haldinu þar sem hér er um óumdeílanleg verðmæti að ræða, eign skattborgaranna. Almenningi þætti vaíalaust vænt um að fá greinargóð svör um afdrif þessara frímerkja svo ekki þurfi að væna viðkom- andi embættismenn um að koma þeim fyrir í cigin söfnum eða selja fyrir eigin reikning. Eftir því sem DB kemst næst, þá mun það mjög mismunandi hvað gert er við frímerkin í hinum ýmsu opinberu stofnun- Þó frimerki séu ekki stór geta þau oft reynzt býsna verðmæt. um. Algengast mun þó að starfsmannafélög fái afrakstur- inri til ýmissa nota, svo sem í ferðasjóði eins og dæmi eru um hjá Tryggingastofnuninni og Tollstjóraembættinu. Hjá Ríkisútvarpinu fá stjórnendur hinna ýmsu þátta þau frimerki sem þáttunum berast og er það mjög mismunandi hvert and- virði þeirra rennur. Þau fri- merki sem stofnuninni sjálfri berast eru frekar fá, en þó þeint sé haldið til haga, gilda engar reglur um hvað gera skuli við andvirðið. Algengt mun að safnarar innanlands og er- lendis fái frímerki hjá útvarp- inu, væntanlega gefins. 3 Viltu fá óskalög sjúklinga aftur á laugardaga? Sigrún Bjarnadóttir. Já, mér finnst alveg upplagt að hafa þau á laugardögum þá getur fólk hlust- að. Sigrún Guðmundsdóttir. Já, kveðjurnar komast þá miklu betur til skila. Mér finnst það eigi að breyta þessu aftur vegna sjúkl- inganna. Stefán Kjærnested. Ég veit ekki hvað skal segja, ég vildi helzt hafa þau eftir hádegi á laugardögum. Fólk sefur fram að hádegi á laugardögum, þeir sem eru að vinna. Þorsteinn Arnason. Mér finnst ágætt að hafa þau á föstudögum, ég heyri þáttinn í vinnunni. Það sofa allir fram að hádegi á laugar- dögum. Ragnheiður Ingvarsdóttir. Ég get a.m.k. ekki hlustað á föstudögum. Það er miklu betra að hafa þenn- an þátt á laugardögum. Armann Arnason. Þetta er alveg ómögulegur tími á föstudögum. Mér finnst að það eigi að hafa þetta eins og var á laugardögum vegna barnanna. Þau eru ekki í skólanum á laugardögum og geta þá hlustað.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.