Dagblaðið - 27.11.1976, Side 4

Dagblaðið - 27.11.1976, Side 4
I)A(íHLAí)If). HAUCAKDAíiUK 27. NOVKMBKK 1976. Erlend myndsjá Patty komin heim til mömmu sinnar HELGI PETURSSON Þýðingarlaust verkfall? í gær lauk ólöglegu verkfalli olíuflutningabílstjóra í Danmörku eftir aó við lá að danska ríkisstjórnin félli vegna stjórnarkreppu. IVlikil átök höfðu orðið innan þingsins um málið en bílstjórarnir kröfðust 30% kauphækkunar til þess, eins og þeir sögðu, að geta staðið jafnfætis þeim er vnnu f.vrir opinbera aðila. Var harkalega gengið fram við verkfallsvörzlu og um tíma var mikill olíuskortur í Kaupmannahöfn. þar sem skólum varð að loka. Verkfall þetta var mjög óvinsælt af almenningi og verður ekki séð í fljótu bragði hvað bilstjórarnir höfðu upp úr krafsinu. Hér halda nokkrir þeirra til vinnu á ný. Hatricia Ilearst, einn mest umtalaði bankaramingi bandariskrar sögu (og er þar nú af nógu að taka) er komin heim í sófann til mömmu sinnar. Faðir hennar, hlaðakóngurinn Kandolph Hearst. greiddi hálfrar milljón króna tr.vggingu f.vrir dótturina. en mál hennar híður dóms í áfrýjunarrétti í San Francisco sem fjalla á um sjii ára fangelsisdöm er kveðinn var upp yfir henni f.vrir hankarán og þáltlöku í starfsemi SI.A-skæruliða, eftir að þeir rarndu henni f.vrir rúmum tveimur árum. FRIÐARKONUM VEX FISKUR UM HRYGG Friðarsamtök kvenna á Norður-írlandi hafa mikið látið til sín taka að undanförnu og farið hverja friðargiinguna á fætur annarri í flestum stórborgum landsins. Hefur þeim verið tekið misjafnlega. þá sérstaklega af IRA, og hefur margsinnis verið gerður aðsúgur að göngumöiinum. Hér má sjá einn af forvigismönnum saintakanna. Betty YVillianis. halda ra*ðu i kvöldverðarhoði sem haldið var til styrktar samtökunum í I.ondon, Meðal gesta var lcikarinn kunni Rohért Morley. CARTERMEÐ WASHINGTON í BAK 0G FYRIR Jimmy Carter hefur gert víðreist í þessari viku og hitt fyrir alla ráðamenn í Washington auk þingmanna. Ilefur hann enn ekki útnefnt neinn ráðherra sinna i væntanlegri rikisstjórn en hefur þó sagt að hann muni leggja áherzlu á val hæfra manna í stöður utanríkis- og f jármálaráðherra. enda eigi þeir að vinna mun meira saman en gert hefur verið til þessa þar í landi. Myndin er af Carter á blaðamannafundi i YVashington með YVashington í haksýn. Mikil spenna við landamæri ísraels og Líbanons Um miðja vikuna þótti horfa ófriðlega við norðurlandamæri ísraels að Libanon. Rabin forsætisráðherra hótaði að til skarar yrði látið skríða ef hersveitir Sýrlendinga sæktu lengra fram til suðurs en þeir höfðu gert í Líbanon. Y'ildu ísraelsmenn með þessu tryggja að suðurhlutinn yrði ekki bækistöð skæruliða eins og verið hafði fyrir borgarastyrjöldina. ísraelskir hermenn standa hér á skriðdrekum sínum skammt frá landamærunum. við öllu búnir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.