Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 4
'4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976
Rýmingarsala á
telpnaf atnaði:
Síð pils st. 6-14
Flauelskjólar st. 8-14
Telpnablússur
Vestissett
Allt á tækifærisverði
Elízubúðin, skiphoiti 5.
Styrkur
til háskólanáms í Hollandi
Hollcnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi
til háskólanáms í Hollandi háskólaárið 1977-78. Styrk-
urinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er
nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídat til framhalds-
náms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er
styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjár-
hæðin er 950 flórínur á mánuði í 9 mánuði og styrkþegi
er undanþeginn greiðslu skólagjalda. Þá eru og veittar
allt að 300 flórínur til kaupa á bókum eða öðrum náms-
gögnum og 300 flórínur til greiðslu nauðsynlegra
útgjalda í upphafi styrktímabils.
Nauðsynlegt er að umsækjandur hafi gott vald á
hollensku. ensku. frönsku eða þýsku.
Umsóknir um styrki þessa. ásamt nauðsynlegum fylgi-
gögnum. skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu.
Hverfisgötu 6. Reykjavík. fyrir 6. janúar n.k. Umsókn
um styrk til myndlistarnáms fylgi Ijósmyndir af verkum
umsækjanda. en segulbandsupptaka. ef sótt er um styrk
til tónlistarnáms.
Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
3. desember 1976.
Styrkir til náms við lýðháskóla
eða menntaskóla í Noregi
Norsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa
erlendum ungmennum til námsdvalar við norska
lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1977-78. Er hér
um að ræða styrki úr sjóði sem stofnaður var 8. maí 1970
til minningar um að 25 ár voru liðin frá því að norðmenn
endurheimtu frelsi sitt og eru styrkir þessir boðnir fram
í mörgum löndum. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur
stvrkjanna kemur í hlut íslendinga.
Stvrkfjárhæðin á aö nægja fyrir fæði. húsnæði. bóka-
kaupum og einhverjum vasapcningum.
Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga
þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um
starfsreynslu á sviði félags- eða menningarmála.
Umsóknum um st.vrki þessa skal komið til mennta-
málaráðuneytisins. Hverfisgötu 6. Re.vkjavík. f.vrir 20.
janúar n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðune.vt-
inu.
Menntamálaráðuneytið,
3. desember 1976.
Snjóhjólbarðar
MEOAL ANNARS:
825x16 —14—PR 700x16 —10—PR
750x16 —12 —PR 650x16 —10 — PR
Ótrúleg ending
Pástsendum |
Gúmmíviðgerðin Keflavík
Michelin-umboðið
Sími 92-1713 og 92-3488
MÁLVERKASALAN
ÞINGHOLTSSTRÆTI 6
Seljum eingöngu verk eftir
þekktustu listamenn landsins
Opið kl. 1—7 laugard. og 1—5 sunnud.
Sími 19909
Ný bók Halldórs Laxness:
..Úngur eg var”
skáldverk um minningar höfundar
frá árinu 1919
Halldór Laxness hefur sent frá
sér nýja bók sem hann nefnir
„Ungur eg var“. Úgefandi er
Helgafell. Á bókarkápu má lesa
m.a.: „Úngur eg var er skáldverk
um minningar höfundar frá árinu
1919. í upphafi frásagnarinnar er
hann að leggja af stað „útí þann
stóra heim“, sem er Kaupmanna-
höfn. Heima í Reykjavík er fyrsta
bók hans, Barn náttúrunnar, í
þann veginn að koma út. Þessi
ungi maður er félítill, en fullur
bjartsýni. Það gengur á ýmsu um
hagi hans, en hvar sem hann
drepur sér niður, er hann óðara
farinn að skrifa. Hann á góða að.
en einkum lukkuna, sem ekki
svíkur hinn óforsjála. Margir
nafnkenndir íslendingar koma
við söguna allt frá því að höfund-
urinn stígur á skipsfjöl. I þessum
hópi, sem Halldór dregur upp
mynd af, er til dæmis Hallgrímur
Kristinsson, Einar Benediktsson,
Jón Helgason, og aðrir, sem birt-
ast jafnskýrt þó þeir komi ekki
beint við gang sögunnar, eins og
Þórbergur Þórðarson eða höfund-
ar, sem Halldór les á þessu ferða-
lagi og gerir fyndin reikningsskil
við til dæmis Hamsun og Strind-
berg.“
-KP
Skáldsaga eftir
Þorgeir um glæpa
mál samtímans
— ný bók eftir Hannes Pétursson
Komin er út á vegum Iðunnar
ný skáldsaga eftir Þorgeir Þor-
geirsson, „Einleikur á glans-
mynd“, 144 blaðsíður.
Þetta er nútímasaga, raunsæ
lýsing á samfélagi okkar nú á
dögum, þar sem m.a. er fjallað um
hin óhugnanlegu glæpamál sam-
tímans, að því er segir á bókar-
kápu.
Einnig er komin útj hjá sama
forlagi ný bók eítir Hannes
Pétursson skáld. Heitir bókin „Úr
hugskoti" og geymir bæði kvæði
og laust mál, sem orðið hefur til á
undanförnum sjö árum. Þessi bók
er 144 blaðsíður.
Loks hefur Iðunn gefið út tvær
nýjar bækur í bókaflokknum um
Kalla og Kötu eftir Margret
Rettich, en þetta eru litmynda-
bækur ætlaðar ungum börnum.
Þessar tvær heita „Kalli og Kata
eiga afmæli“ og „Kalli og Kata
eignast gæludýr". .ov.
ÞorgeirÞorgeirsson
Einleikurá glansmynd
Skáldsagfl
Úr hugskoti
Kaupfélag og
mannlíf við
nyrzta haf
„Kaupfélag Norður-Þingeyinga
1894-1974, samvinna í Norður-
sýslu, mannlíf við yzta haf“, er
heiti bókar sem Björn Haraldsson
bóndi í Austurgörðum skrásetti.
Er þetta saga kaupfélagsins og
b.vggðarlagsins en á sinum tíma
var nafnið Norðursýsla notað um
Þingeyjarsýslu alla og er í bókar-
heitinu skírskotað til þeirrar
merkingar.
Saga kaupfélagsins og sam-
viiinuhre.vfingarinnar fléttaðist
siigu fólksins og er þetta því jafn-
framt saga mannlífsins norður við
vzta haf.
Lesmálið er 200 síður i stóru
broti og jafnframt 28 m.vndasíður
með yfir 200 myndum af fölki og
mannvirkjum. Bókin er gerð i
Prentsmiðjunni Eddu. A.Bj.
Tvær sígildar
barnabækur
Heiða og
Róbinson Krúsó
í nýjum útgáfum
Bókaútgát'an Örn og Örl.vgur
hefur sent frá sér tvær bækur í
flokknum „Sígildar sögur með lit-
myndum". Þær eru Róbinson
Krúsó, eftir Daníel Defoe og
Heiða eftir Jóhönnu Spyri. John
Worsley myndskreyt'ti bækurnar
mjög skemmtilega og gefur það
sögunum óneitanlega mikið lif.
Bækurnar eru í stóru broti með
skýru og þægilegu letri.
Báðar bækurnar eru meðal sí-
gildra barna- og unglingabók-
mennta, og liklega þekkja flestir
þessar bækur og fagna því að
börn þeirra og barnabörn kynnast
nú mun glæsilegri útgáfu þessara
sagna en þeir. KP
ANNA, - berst
af eigin rammleik
við geðveikina
„Anna er ekki skáldverk. Hvert
atriði, sem fjallar um fortíð Önnu
og lokabaráttu hennar, sem getur
ekki endað nema á einn veg, er
skráð með hrottalegri hreinskilni.
Þessi bók, sem skrifuð er af eigin-
manni Önnu, er saga um tilraun:
Anna, gift kona og tveggja barna
móðir, sem hefur oft látið bugast
andlega, var hvött af lækni sínum
sem aðhylltist kenningar R.D.
Laings á sviði geðlækninga, til að
berjast við geðveiki sína í stáð
þess að leggjast í sjúkrahús. Og
þetta er sagan af þeirri kvöl
ábyrgðarinnar, sem leggst á alla
umhverfis hana, sem sjá hvað
henni líður og vilja ekki bregðast
henni." Þetta segir á bókarkápu
„Önnu“ eftir David Reed í þýð-
ingu Hersteins Pálssonar. Útgef-
andi er Leiftur h/f.
-KP
Sprengjuárás
með
múrsteinum
Gavin Lyall, brezkur metsölu-
höfundur og sérfræðingur í öllu
er varðar flugmál.er höfundur
spennandi bókar, sem Hörpuút-
gáfan á Akranesi hefur látið þýða
og gefur út nú fyrir jólin. Bókin
heitir Teflt á tæpasta vað. Aður
hefur komið út hér á landi bók
eftir Lyall. Hættulegasta bráðin.
Fyrrverandi orrustuflugmaður
flækist í deilur í Mið-Ameríku.
Farin er flugferð á aflóga
sprengjuflugvél, og múrsteinum
dengt yfir flugflota einræðisríkis.
Þetta er spennandi bók. sem hef-
ur fengið góða dóma í erlendum
blöðum. Björn Jónsson skólastjóri
þýddi bókina.