Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 12
12 l)A(im.Af)li) Mlf)VIKlJI)A<;i;K 8. DKSKMHKK 197« um að spila á Zf Islandi Ragnar Th. SÍKurðsson. fréttaritari Dagblaðsins í Sví- þjóð. var á ferð í Stokkhólmi fyrir nokkrum dögum. Hann notaði þá tækifa>rið or hitti íslenzku hljómsveitina Lava að máli en hún starfar. eins ojí flestum er vafalaust kunnugt. í Svíþjóð. ,.Við fórum til Svíþjóðar einfaldlega vegna þess að við töldum engan grundvöll vera f.vrir því að halda úti hljóm- sveit heima á tslaudi. Pær eru allt of margar og kaupið alll of lágt til þess að hægt só að lifa af því.“ sagði Janis Carol er óg ræddi við hana og hina með- limi hljómsveitarinnar Lava á heimili hennar í Stokkhólmi. — Og hún hélt áfram; ,,Við komum til Svíþjóðar fyrir fjórum mánuðum og hef- ur bara vegnað vel á þessum tima. Við höfum verið heppin og erum búin að koma fram á öllum helztu skemmti- stöðunum hérna í Stokkhólmi og nágrannaborgunum. Það er hins vegar alltaf erfiðast að byrja. Ég gæti trúað að til þess að kynna hljómsveitina þyrftum við að minnsta kosti 6-12 mánuði." Sœnskir umboðs- menn jókvœðir „Frarn að áramótum ætlum við að hafa frekar hægt um okkur og nota timann til að æfa okkar eigin tónsmíðar," sögðu þau í Lava ennfremur. „Við höfum verið að þreiía fyrir okkur með nýjan umboðsmann því við urðum að hætta með þann sem við höfð- um áður. Við sendum nýlega tólf segulbandsspólur til jafn- margra umboðsmanna sem allir gáfu jákvæð svör, — utan einn.sem taldi okkur of ÁSGEIR TÓMASSON progressiv (framstigul) fyrir sænskan tónlistarmarkað. Tveir eða þrír sögðu einnig að við ættum frekar heima í Hol- landi eða Þýzkalandi en hérna." Eftir nokkurt þóf tókst mér að veiða upp úr þeim að verið væri að athuga með að fara þangað með hjálp alþjóðlegs umboðsmanns. Hins vegar vildu • meðlimir Lava sem minnst ræða um þessa ferð. Furðulegur tónlistarsmekkur „Við leikum mest disco soul og country west tónlist," sögðu þau um músíkstefnu sína. „Þessi tónlist heyrist ekki mikið á almennum skemmti- stöðum í Svíþjóð og því hafa málin þróazt þannig að undan- förnu að við komum fram sem sérstakt númer á dans- leikjum." „Ég gæti trúað því að Raggi Bjarna og Ingimar Eydal yrðu vinsælir hér i Svíþjóð," sagði Janis Carol. „Svíar hafa yfir- leitt mjög furðulegan tónlistar- smekk. Eg mínnist þess að oft og iðulega hefur það komið fyrir að fólk kæmi upp að sviðinu og bæði okkur um að spila Islenzka hljómsveitin LAVA í Svíþjóð: LAVA: Þeim þykir tónlistarsmekkur Svía furðulegur. Frá vinstri eru: Ingvar Arelíusson. Janis Carol. Erlendur Svavarsson. Ragnar Sigurðsson og Ingvi Steinn Sigtryggsson. eitthvert lag með ABBA, — eða eitthvað álíka." Hljómleikaferðir í vœndum „Jú, það stendur til að fara i reisu til Noregs í janúar á næsta ári og um alla Svíþjóð næsta sumar," var svarið sem ég fékk er ég spurði um fram- tíðaráætlanir hjá Lava. Ég reyndi aftur að veiða eitthvað upp úr þeim væntanlega Ev'rópuferð en þau kváðu ekkert vera ákveðið með hana ennþá. Að síðustu spurði ég hvort þau hygðu á Islandsferð einhvern tíma á næstunni. „Islandsferð? Nei, það stendur ekki til af þeirri einföldu ástæðu, að við höfum ekki verið beðin um slíkt." -Ragnar Th./AT.- Einn þeirra sáratáu erlendu tónlistarmanna, sem heimsóttu tsland á þessu herrans ári, 1976, var skozki gítarleikarinn og söngvarinn Duncan Gillies. Hann kom hingað fyrir um það bil hálfu ári og yfirgaf síðan landið í byrjun þessarar viku. DB ræddi stuttlega við Duncan áður en hann hélt heim. „Tildrög þess að ég kom hingað til Islands í suraar," sagði Duncan, „eru þau að á meðan hljómsveitin Change var í . London bjó Tómas Tómasson í ibúð við hliðina á mér. deð okkur tókust ágæt kynn og í gegnum kunnings- skap við hann hitti ég Jakob Magnússon og hina meðlimina í Change síðar. Þegar hljómsveitni Celsíus var stofnuð í sumar bauð Birgir Hrafnsson mér að vera með-og koma fram með hl jóm- sveitinni. Þar sem konan mín er íslenzk sá ég þarna gullið tækifæri til að koma til Islands og vera þar um dálitinn tima." Duncan (iillies sagði enn- fremur að þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem hann kæmi til Islands svo að hann hefði vel vitað hvað hann var að gera þegar hann kom. „Og þetta verður örugglega ekki i síðasta skiptið," sagði hann, „því að mig langar til að koma með hljómsveit hingað næsta sumar og leika hér nokkrum sinnum. Þá hel' ég mikinn áhuga á að hljóðrita plötu í stúdíói Hljóðrita. Eg fullyrði að þetta er eitt bezta stúdíó sem ég hef komið í og þá spillir það ekki að andrúms- loftið þar er sérlega afslappað og þægilegt." Umboðsmaður Duncans á slúdíó í Manchester í Englandi þar sem hann hefur tekið upp lög sín. „Þarna hef ég öðlazt töluverða reynslu við stúdió- vinnu," sagði Duncan. „Reyndar hef ég ekki leikið inn á nema eina litla plötu enn þá. þó að vitaskuld hafi ég tekið upp fleiri lög. Núna á ég miklu meira en nóg af efni á> stóra plötu og heíði. eins og ég sagði áðan, mikinn áhuga á að taka hana upp i Hafnarfirði." Umboðsmaður Duncans vinnur meðal annars f.vrjr þann heimsfræga Mike Old- fields. blökkumannahl jóm- sveitina Bloodstono og banda- ríska plötusnúðinn Kmperor Rosko. -AT- það DlINi: komið \N St iid III toðrtt zta sem eg er l)B nd nu ,Höfum aldrei veríð beðin Skozki söngvarinn DUNCAN GILLIES: KEM AFTUR í SUMAR OG TEK UPP PLÖTU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.