Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBI.AÐIÐ. MIDVlKl'DAGl'H H. DKSKMBKK lí)7(i jþróttir Iþréttir íþróttir Sþróttir ísl. landsliðið á leið í víking — Hélt utan í morgun og leikur tvívegis við A-Þjóðverja. Dani á sunnudag — Við förum i loftið kl. átta þrjátíu. sagði dr. Ingimar Jóns- son. aðalfararstjóri íslenzka landsiiðsins. þegar blaðið hafði samband við hann i gærkvöld. í morgun hélt handknattleiks- landsliðið í víking til Austur- Þýzkalands og Danmerkur. Þrír landsleikir verða leiknir í förinni og auk þess leikur við úrvalsliö Sjálands. Auk dr. Ingimars verða lands- liðsnefndarmennirnir Birgir Björnsson og Gunnlaugur Hjálmarsson með i förinni og landsliðsþjálfarinn Janusz Czer- winski. Fyrsti landsleikurinn verður á fimmtudag við Austur-Þjóðverja í Berlín. Daginn eftir verður leikið við þá í Frankfurt — en síðan haldið til Danmerkur. Á sunnudag verður leikið við Dani í Kaupmannahöfn og hefst leikur- inn kl. 16.30. Á mánudag verður leikið við úrvalslið Sjálands — og síðan komið heim. Þá verður skammt í þrjá landsleiki hér heima við Dani eða um aðra helgi. Eitt mark í Köln bjargaði Rangers — QPR komst í 8-liða úrslit UEFA-keppninnar í gær Lundúnaliðið QPR tryggði sér rétt í 8-liða úrslit UEFA- keppninnar í gær — lék í Köin og þar mátti ekki miklu muna. Þýzka liðið sigraði með 4-1 og markatala úr báðum ieikjum lið- anna var því 4-4. Utimarkið í gær tryggði Rangers áframhald í keppninni. Það leit þó sannarlega vel út íyrir QPR. Liðið kom með þriggja marka forustu til Kölnar og eftir aðeins fimm mín. hafði Don Masson skorað. Það'var eins og köld drífa á 38 þúsund áhorf- endur í frostinu í Köln. En QPR urðu þá á mikil mistök. Liðið lagðist í vörn — gaf leik- mönnum Kölnar eftir frum- kvæðið. Það hefði getað orðið dýrt. Köln skoraði þrivegis íyrir hlé. Fyrst „Nýi-Miiller“ — lands- liðsmiðherjinn Dietmar Múller. Síðan Hames Loehr og að lokum Wolfgang Weber. Staðan 3-1 i hálfleik og rétt fyrir hlé var enska landsliðsmarkverðinum Dave Clement vikið af velli. Utlitið var því bjart að ílestu leyti hjá Köln, þar sem kappinn frægi, Wolfgang Overath réð al- gjörlega miðju vallarins ásamt Heinz Flohe. Liðið þurfti að skora tvö mörk til að komast áfram. Köln sótti og sótti allan síðari hálfleikinn, en Phil Parkes átti einn af sínum stórleikjum í marki og þurfti aðeins að sjá á eftir knettinum einu sinni i mark til viðbótar. Múller skoraði —en það nægði Köln ekki. 1 kvöld verða sjö leikir i UEFA-keppninni. 'jjgj Æ- :,, I 1 wKm'' Wttkf § \ ISyQv Wmh JWi ntíK S mpmk y ' 1 \ 'Æ f \ ^ / 1 % # | ( ■ V / • i| J . • j | ,, f f ÉÆ ... ., W R i m m m M i 1 jpj | Æ M EfilP- ‘Á Jyj Bandarískt háskóla- lið gegn landsliðinu — Leikur hér þrjá leiki í körfuknattleik rétt fyrir jól Körfuknattleikslið Tennesse- háskóla er væntanlegt liingað til lands 18. desember og mun leika hér þrjá leiki. Liðið kemur hingað beinl úr keppnisferð um England. Liðið er sterkl — vann 1!) leiki. en lapaði aðeins átta á siðasta leiktímabili bandarísku háskólanna. Fyrsti leikur liðsins verður við íslenzka landsliðið í Kennaraskól- anum sunnudaginn 19. desember. Daginn eftir leikur það í Njarðvík við UMFN og þriðji og siðastf leikur liðsins verður aftur við ís- lenzka landsliðið. 21. desember í Hagaskóla. Leikmenn University of Tennessee eru flestir mjög há- vaxnir — um og yfir tvo metra. Það var finti og fjör. sem einkenndi sýningu Finileikasambands tslands og spenna. Sýningin er orðin árlegur viöburöur og nú voru þátttakendur - mynd Bjarnleifs frá sýningunni er ung stúlka á jafnvægisslá og þar er allt Fer f ram á 1 ef þessu hc — segir Guðgeir Leifsson, en hann er afar < — Eg hef beðið um fund nteð stjórn Charleroi til að ræða ntálin. þvi ég tel langt frá því eðlilegt að hafa verið settur úr aðalliðinu síðustu þrjár t ikurnar. Ennþá hefur stjórnin ekki raút við ntig. en það er pottþétt. að ég reyni að fara frá félaginu — komast til annars félags í Beigíu — ef ekki verður á breyting um eða eftir ára- mótin, sagði Guðgeir Leifsson. at- . vinnumaður í knattspyrnu með Charleroi. þegar blaðið ræddi við hann í gær. Það heíur vakið mikla furðu hér í Charleroi, að ég hef ekki leikið í aðalliðinu. Mér var ekki einu sinni sagt frá því, þegar ég var settur úr liðinu fyrir þremur vikum. Ég veit ekki hver ástæðan er — get ekki skilið hvað að er. Eg hef hugsað mikið um þetta mál, en finn ekkert svar. Eg hef æft mjög vel — leik ekki lakar en áður og um algjöra reglusemi á ölium sviðum er að ræða. Jafnt við æfingar sem annað. Nei, ég finn ekkert svar, sagði Guðgeir ennfremur. Annars er mikil óánægja með árangur Charleroi hér í borg. Liðið hefur hlotið 9 stig úr 13 leikjum eftir þokkalega byrjun og aðeins tvö lið í 1. deild hafa hlotið færri stig. Það er árejðanlega stutt í að þjálfarinn Felix Weak, verðj rekinn. — Það er almenn óánægja með hann jafnt hjá leikmönnum sem áhangendum liðsins. Eg hef leikið í varaliði Charleroi að undanförnu. Á laugardag unnum við FC Brugge 4-1 á heimavelli, en það lið er í öðru sæti í keppni varalið- anna. Fyrsti leikurinn, sem ég lék í varnaríiðinu fyrir þremur vikum, var við Lokeren. Einnig á heimavelli, og við unnum 4-1. Þá lék ég einnig með varaliðinu gegn Standard í Liege og þar fengum við skell. 8-0. Aðalmark- vörður lsiðins var meiddur og vara- markvörðurinn lék með Charleroi gegn Standard í 1. deild. Hjá okkur í varaliðinu var kornungur strákur í markinu, sem ekkert varði. í leiknum við Lokeren skoraði ég. sagði Guðgeir ennfremur, og hef lagt upp 3—4 mörk í leikjunum við Loker- en og Brugge Það er lítið skrifað um þessa leiki varaliðanna í blöð, en mér hefur þó þótt vænt um að sjá þar skrifað, að það sé skrítið að ég skuli ekki leika I aðalliðinu. Fólkið hér í Charleroi er greinilega með mér, því þegar ég var á varamannabekkjum fyrst eftir landsleikina heima á ís- landi í HM við Belgíu og Holland, var byrjað að hrópa eftir 10—15 mín. á Buchani Martin Buchan. fyrirliði Manch. Utd. mun leika með liðinu á ný á laugardag gegn Bristol City. Það verður fyrsti Ieikur hans frá því hann meiddist í HM-leik Tékka og Skota fyrir um tveimur mánuðum. A sama tíma hefur Manch. Utd. ekki unnið leik í deildakcppninni. Johnn.v Giles. framkvæmda- stjóri WBA og leikmaður. var lagður inn á sjúkrahús í gær. Það á að skera hann vegna meinsemdar í fæti. Talið er. að Giles verði 5-6 vikur frá keppni. Duncan McKenzie komst í gegnum læknisskoðun í gær og mun leika sinn fvrsta lcik mcð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.