Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 STJÖRNUBÍO gamanmynd með ísl. texta. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. LAUGARÁSBÍÓ .Vertu sœl“ riorma Jcan Ný bandarísk kvikmynd sem segir frá yngri árum Marilyn Monroe á opinskáan hátt. Aðalhlutverk: Misty Rowe, Terr- ence Locke o. fl. Framleiðandi og leikstjóri: Larry Buchanan. Islenzkur texti. Sýnd kl, 5, 7, 9og11. Bönnuð börnum innan 14 ára. Aðventum.vndin i ár Bugsy Malone Ein frumlegasta og skemmtileg-i asta mynd, sem gerð hefur verið.1 Gagnrýnendur eiga varla nógu sterk orð til þess að hæla henni. Myndin var frumsýnd í sumar í Bretlandi og hefur farið sigurför um allan heim síðan. Myndin er í litum, gerð af Rank. Leikstjóri Allen Parker. Myndin er eingöngu leikin af börnum. Meðalaldur um 12 ár. Blaðaummæli eru á einn veg: Skemmtilegasta mynd. sem gerð hefur verið. Mynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl, 5, 7 og 9. Góða skemmtun. Maðurinn fró Hong Kong Islenzkur texti. Æsispennandi ný ensk-amerísk sakamálakvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Jimmy Wang You, .George Lazenby. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð innan 16 ára. NÝJA BÍÓ Conrack Bráðskemmtileg ný bandarísk lit-‘' mynd, gerð eftir endurminning- um kennarans Pat Conroy. Aðal- hlutverk: John Voight. Leikstjóri Martin Ritt. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ Skammbyssan Æsispennandi ög margslungin sakamálamynd sem er jafnframt ádeila á kerfið. Aðalhlutverk: Oliver Reed, Fabíó Testi. tsl. texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Drápssveitin Hörkuspennandi og viðburðahröð ný bandarisk Panavision litmynd. Leikarar: Mike Lane, Richard Slattery. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5. 7, 9 og 11. USTURBÆJARBÍÓ ÍSLENZKUR TEXTI Syndin er lœvís og........ (Peccato Veniale) Bráðskemmtileg og djörf, riý, ítölsk kvíkmynd í litum. Aðalhlutverk: Laura Antonelli, Alessandro Momo. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TONABIO Helkeyrslan (Death race 2000) Hrottaleg og spennandi ”ný amerísk mynd, sem hlaut 1. verðlaun á „Science Fiction“ kvikmyndahátíðinni í París árið 1976. Leikstjóri: Roger Corman. Aðalhlutverk: David Carradine, Sylvester Stallone. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Frumsýning á Aðventum.vndinni Blaðaummæli: sýnishorn: Mbl. og eitt er alveg víst. Þessa mynd má óhikað auglýsa fyrir alla f.jölskylduna. Börnin munu njóta hennar sem skemmtilegrar ævintýramyndar meðan hinir eldri geta jafnframt hlegið innra með sér að fjölmörgum persónum og sviðsetningum, sem þeir munu kannast við úr alvar- legri myndum um sama efni. Alan Parker, höfundi og leikstjóra myndarinnar, hefur nefnilega tekist að búa til einstaklega aðlaðandi mynd, sem á yfirborðinu er spennandi 'ævintýraland fyrir börn (enginn fullorðinn sést í myndinni) en undir niðri er botnlaust grín og háð um aðrar myndir, sem fjalla um svipað efni. sgp Dagbladet í Oslo: Skemmtilegri mynd hefur aldrei verið gerð. Aftenposten Oslo: Við fullyrðum að þessi mynd ætti að slá öll met, besta músíkin, frumleg og fyndin, fyrir alía aldursflokka, frá barnæsku til áttræðisaldurs. Útvarp á kvöldvökunni í kvöld: BÆÐILEIFAR FRA VÍKINGATÍMANUM 0G MIÐÖLDUM Á SUÐUREYJUM Eina viku á eynni Skye nefnist ferðapistill sem Gunnar Ólafsson fyrrverandi skóla- stjóri á Neskaupstað, flytur á kvöldvökunni t kvöld. Kvöld- vakan hefst klukkan 20.00 og er. ferðapistill Gunnars fjórði lið- ur vökunnar. „Þetta er riú ekkert merkilegt, ég segi frá smá- ferðalagi sem ég fór um Suður- eyjar, eða Hebrideseyjar í sumar er Ieið,“ sagði Gunnar er við hringdum til hans til Nes- kaupstaðar. „Eg rifja upp dálítið af sögunni frá víkingatímanum en þarna eru margar minjar frá gamalli tíð, miðaldakastalar og hallir. Annars er þarna orðinn ferðamannastaður, sumar- túristarnir eru þarna margir.“ — Er ekki mikið um norræn örnefni? „Jú, það er mikið um þau. Þau eru erfið í íramburði sambland af gelísku og norrænu, svo lítið þýðir að gefa þér sýnishorn, því ég er hræddur um að það myndi ekki skila sér 1 gegnum símann.“ — Varstu þarna í sumarleyfi þínu, Gunnar? „Já, ég var einnig að heimsækja Magnús son minn, sem þarna býr. Hann var við arkitektanám f Glasgow og kvæntist þarlendri súlku og hafa þau verið búsett á Skye í eitt ár.“ Gunnar Ólafsson var skóla- stjóri barnaskólans í Nes- kaupstað í tuttugu og fimm ár og hafði kennt þar í mörg ár áður en hann varð skólastjóri. Hann er nú setztur 1 helgan stein og kominn á eftirlaun. — Hvernig eyðirðu tfma þínum núna? „Eg ér svona að sýsla við eitt og annað. Ég hef einnig gaman af þvf að ferðast og þá til af- skekktra staða. I hitteðfyrra fór ég til Norður-Svíþjóðar — flutti Sagt frá heimsókn til Skye Þessi kross er á Eynn.i helgu, einní af Suðureyjum. Hann er frá, 10. öld. Litla myndin er af Gunnari Ólafssyni fyrrverandi skólastjóra barnaskólans á Neskaupstað. raunar erindi um það ferðalag í _„Nógur er jólasrijórinn, svo, útvarpið þá.“ það vantar ekki á að ytri — Eruð þið ekki komin f jóla- aðstæður séu jólalegar. Jú, ætli1 stuð þarna fyrir austan? það ekki,“ sagði Gunnar. Sjónvarp í dag kl. 18.15: f>Skipbrotsmennimir,, Enn lifnar við vonarglæta um björgun Skipbrotsmennirnir eru enn að velkjast á eyðiey undan strönd Astraliu í sjónvarpinu í dag kl. 18.15. Það er nfundi þáttur sem nú er sýndur og nefnist hann Segl við sjóndeildarhring. Eins og nafn þáttarins gefur til kynna, sjá þau til skips við sjóndeildar- hring og lifnar nú enn á ný von þeirra um að komast til manna- byggða fljótlega. Þau rjúka til strandar með miklum gleði- látum og reyna að gefa merki um tilvist sína, en hafa ekki árangur sem erfiði. Þau eru þarna enn þar sem þau komast ekki burt. Myndaflokkur þessi, sem ætlaður er börnum, er ekki ólikur þáttunum um Robinson- fjölskylduna sem voru á dag- skrá sjónvarpsins sl. vetur. Ekki er að efa að margir unglingar hafa af þessu ánægju, þvf oft er spennan heil- mikil. En hætt er við að þeim sem eldri eru þyki þessir flokkar heldur efnislitlir og óraunverulegir, þvi heldur er ólíklegt að fólk komist jafnvel af og skipbrotsmennirnir í þess- um tveimur myndaflokkum. Virðist hér einungis vera um að ræða útþynntar Robinson Crúsó-myndir sem lítið bragð er að. AIls eru þættirnir þrettán svo nú fer að sjá fyrir endann á þeim en síðasti þátturinn mun vera á dagskrá í byrjun janúar. -JB. Það eru mörg frumstæð störf sem vinna þarf þegar menn verða skipreika á eyðiey, og er hætt við að margir gæfust fyrr upp í baráttunni en skipbrots- mennirnir okkar sem eru í sjónvarpinu í dag kl. 18.15. Miðvikudagur 8. desember 12.25 VerturfreKnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Viðvinnuna: Ténleikar. 14.30 MiAdegissagan: „Löggan sem hló‘* eftir Maj Sjövall og Per Wahlöö. ólafur Jónsson les þýðingu sína (8). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Frá SameinuAu þjóAunum. Svavar Gestsson ritstjóri flytur pistil frá alls- herjarþinjíinu. 16.00 Fréttir. TilkynninRar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „ólifrá Skuld" eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson leikari les (20). 17.50 Tóníeikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fráttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hraunhiti og háhiti. Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur flytur þriðja erindi flokksins um rannsóknir í verkfræði- og raunvfsindadeild há- skólans. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur: Jón Sigur- bjömsson syngur. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur á píanó. b Bóndinn á Brúnum. Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur fl.vtur fimmta hluta frá- sögu sinnar. c. Tvö kv»Ai um útlagann i Drangey. Jóhannes Hannesson á Egg i Hegranesi les ..Grettir sækir eldinn" eftir Gísla Ólafsson og ..Iilugadrápu eftir Stephan G. Stephansson. d. Eina viku á eynni Skye. Gunnar Ólafsson Neskaupstað segir frá dvöl sinni á Suðurevjum. e. Um islenzka þjóAhœtti. Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur. Stúlknakór Hliðáskóla jjyngur. Söngstjóri: Guð- rún Þorsteinsdóttir. Pianóleikari: Þóra Steingrimsddóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Nýjar raddir, nýír staAir" eftir Truman Capote. 22.00 Fréttir. 22.15 Vcðurfregnir. Kvöldsagan: „Minn- ingabok Þorvalds Thoroddsens". 22.40 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla A rnasonar. •23.25 Fréltir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.