Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 7
UAC’iBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 8. DKSKMBKR 1976
7
Japan:
MIKISEGIR AF
SÉR FUÓTLEGA
— Fukuda talinn taka við
Takeo Miki, forsætisráðherra
Japans, sem tapaði svo illa i þing-
kosningunum þar á sunnudaginn,
lét að því liggja i gær að hann
myndi segja af sér innan tíðar.
Félagar Mikis í Frjálslvnda lýð-
ræðisflokknum (LDP) hal'a eftir
honum, að hann teldi sig bera
verulega ábyrgð á því hvernig
flokkurinn hefði farið í kosning-
unum. ,,Ég ætla ekki að skorast
undan þeirri ábyrgð," sagði Miki.
Með þessum þingkosningum
var breytt skipulagi japanska
þingsins, þannig að þingmönnum
var fjölgað í alls 511. Frjálslyndi
lýðræðisflokkurinn hefur verið
við stjórn i landinu samfleytt í 21
ár, en fellur nú vegna aðildar
ýmissa frammámanna flokksins
að Lockheed-mútuhneykslinu.
Ekki er ljóst hvernig eftir-
maður Mikis í embætti flokksleið-
toga og forsætisráðherra verður
valinn. Leiðtogar flokksins munu
nú væntanlega korna saman og
bera saman bækur sínar. Trúlegt
þykir að eftirmaður Mikis verði
helzti keppinautur hans og fvrr-
um fulltrúi, Takeo Fukuda. Hann
er 71 árs, en Miki 69 ára.
Miki. forsætisráðherra Japans. hefur sætt stöðugum árásum úr öllum
áttum á stjórnmálasviðinu og nú er talið liklegt að hann segi af sér,
eftir ófarirnar í kosningunum á sunnudaginn var. Hér er hann undir
skammarræðu eins flokksbræðra sinna á kosningafundi.
Ródesíuráðstef nan:
SMITH OG RICHARD
VÆNTANLEGIR í DAG
— búizt við miklum fjörkipp í viðræðum
Búizt er við að umræður á
ráðstefnunni um íramtíð
Ródesíu, sem nú er haldin I
Genf, taki verulegan fjörkipp,
nú þegar Ian Smith forsætis-
ráðherra Rodesíu og Ivor
Richard formaður ráðstefn-
unnar eru væntanlegir til Genf-
ar.
Eru þeir báðir væntanlegir
um miðjan dag í dag, Smith
eftir næturlangt flug frá
Afríku og Richard með flugi
frá London, þar sem hann
hefur verið á fundi með ríkis-
stjórninni.
Er hald manna, að afstaða
ríkisstjórna þeirra beggja hafi
úrslitaþýðingu fyrir áframhald-
andi viðræður á ráðstefnunni,
sem nú hefur staðið í meira en
einn og hálfan mánuð án þess
að umtalsverður árangur hafi
náðst og á henni að ljúka 20.
þessa mánaðar.
Ian Smith. forsætisráðherra
Ródesíu.
Nýjasti
keisarinn
Bokassa
Myndin sýnir hers--
höfðingjann Jean Bedel
Bokassa, lífstíðaríorseta Mið-
Al'ríku-Iýðveldisins, sem innan
skamms verður gerður að keis-
ara landsins samkvæmt nýrri
stjórnarskiá er breyta mun
ríkinu í Mið-Afríkanska
keisaradæmið.
1 útvarpssendingu frá
Bengui sagði þjóðarútvarpið í
landinu að stjórnarflokkur
landsins, sem er í tengslum við
menningarsamband Svörtu
Afríku, að þar hefði stjðrnar-
skráin verið samþykkt á sér-
stöku þingi flokksins nú i
vikunni.
Nú aðeins kr. 1995
Teg. 526 Litur: Rauðhrúnt leður Áður krr^TSA*- (' k V ''VS^
Teg. 507 Litur: Brúnt leður Áður kr?$330.-
Teg. 518 Litur: Brúnt leður Áður krr$>óíL-
Teg. 527 Litur: Ljósbrúntleður Áður krT^SSfi.-
Teg. 1681. Litur: Svart leður. Áður krTfcm-
Teg. 1695 Litur: Rauðbrúnt. Áður kiTSS*!).-
Teg. 2680 Litur: Brúnt leöur Áður krT*^T5<L5L.- ^ir\
Skóver Þórðar Kirkjustræti 8 Zllin Póstsendum
Péturssonar v/ Austurvöll. Sími 14181